Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 3

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 3 s W J öfnun Bamaheilla og annarra í þágu vegalausra bama gekk sem kunn- ugt er ífamar öllum vonum og söfnuð- ust Uðlega 30 milljón- ir. Sú saga hefur geng- ið fjöllum hærra að ráðgjafarfyrirtækið Þjóðráð hafi veitt ráð- gjöf vegna söfnunar- innar og fengið fyrir sem nemur 30 pró- sentum af innkom- unni, sem þá ætti að vera yfir 9 millj- ónir. Þegar þetta var borið undir Art- hur Morthens, forsvarsmann Bama- heilla, vísaði hann þessu algerlega á bug. Staðreyndin væri að allt söfnunar- fé hefði farið inn á sérstakan reikning í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þjóðráð hefði veitt ráðgjöf og samtök- in sjálf greitt kostnað af því. Ekki væri búið að gera þá vinnu upp, en upphæð- in ætti að samsvara nokkum veginn fullri vinnu eins manns í fimm mánuði, auk smávægilegs kostnaðar vegna síma og fleira... V, amarliðið á Keflavfkurflugvelli er góður kaupandi íslenskra landbún- aðarafurða. Nú hefur Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra gert nýj- an samning við vam- arliðsmenn, væntan- lega með blessun ___ Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra. ligjS^ Ljóst er að Kanarnir fá vænan magnafslátt, því þeir kaupa nautahakk á um 520 krónur kílóið, en í verslun í Reykjavík borga neytendur 885 krónur. Þeir kaupa kjúklinga á um 355 krónur kíló- ið en við á tæplega 500 krónur. Og þeir kaupa egg á um 180 krónur kílóið, en við á 383 krónur. Þá fá þeir mjólk- urlítrann á 51 krónu á meðan við borg- um 68 krónur... / A .Z meðan Frjálst framtak rekur mál gegn Maríu Guðmundsdóttur SlLK REFLECTI0NS* GLJÁANDI GLÆSILEIKI ■( vegna bókarinnar sem til stóð að gefa út fyrir síðustu jól ganga aðrir forleggjarar á eftir Maríu með grasið í skónum. Fleiri en eitt og fleiri en tvo bóka- forlög hafa haft sam- band við Maríu og boðið henni útgáfu á ævisögunni fyrir næstu jól. Ef af verður mun bókin verða eftir hennar höfði, en sem kunnugt er hafði hún aðrar hugmyndir um bókina en Gull- veig Sæmundsdóttir, sem skrifaði hana... -/--------------------------- I . hátíðarræðu sinni á 65 ára afmæli Heimdallar ræddi Davíð Oddsson meðal annars um óánægðu þingmenn- ina; Inga Björn AI- bertsson og Matthías Bjarnason. Davíð kallaði þá „manninn á takkaskónum“ og „manninn á takkan- N -L ▼ okkur spenna hefur verið milli Ólafsfirðinga og Dalvíkinga síðustu misseri vegna hafharmála. Þegar ráðist var í gerð ganganna um Ólafsfjarðar- múla var almennt gert ráð fyrir að mik- ilvægi Dalvfkurhafnar myndi aukast á kostnað hafnarinnar í Ólafsfirði. Ólafs- firðingar með Bjarna Grímsson bæj- arstjóra í fararbroddi hafa hins vegar viljað þráast við og eru mátulega hrifn- ir af því að umsvifin í höfninni minnki. Nú þykir liggja í loftinu að í ekki alltof fjarlægri framtíð verði gripið til þess ráðs að efla mjög samvinnu sveitarfé- laga við norðanverðan Eyjafjörð, eða hugsanlega sameina þau í eitt býsna fjölmennt og öflugt sveitarfélag, sem myndi innlima Dalvík, Ólafsfjörð, Ár- skógsströnd, Hrísey og Svarfaðardal. Áður en þetta getur orðið að veruleika er rætt um að Dalvíkingar og Ólafs- firðingar myndi með sér einhvers kon- ar hafharsamlag... M -L ▼ JLenntamálaráðherra, Olafur G. Einarsson, hefur fengið ráðunaut í skólamálum, væntanlega sér til halds og trausts í baráttunni. Hún heitir Guð- ríður Sigurðardóttir og er uppmnnin úr kjördæmi ráðherrans, Reykjanesi. Guðríður er annars hámenntuð kona og hefur próf frá Kennaraskólanum, Háskóla íslands og Harvard-háskóla í Bandaríkjunum... KL ii Jldór Laxness á níutíu ára af- mæli 23. apríl, sumardaginn fyrsta. Eðlilega verður margt gert til hátíðar- brigða af þessu tilefni. Forlag Nóbelskálds- ins, Vaka-Helgafell, gefur út nýja og tals- vert aukna útgáfu Kvæðakvers og í haust stóra bók með fjölmörgum myndum úr lífshlaupi Halldórs. Á afmælisdaginn verður Sjónvarpið með langa dagskrá sem er mestanpart klippt saman úr viðtölum við skáldið. Þjóðleikhúsið efnir til Laxnessviku með fjölbreyttri dagskrá. Ekki ætla sveitungar skáldsins í Mosfellssveit heldur að liggja á liði sínu; þeir setja upp leiksýningu, eins og reyndar Leik- félag"Akureyrar og Herranótt. Nýjar út- gáfúr eru ráðgerðar á verkum Halldórs í Danmörku og Þýskalandi og í júní standa Vaka-Helgafell og Stofnun Sig- urðar Nordals fyrir Laxnessþingi í Reykjavík, en það munu meðal annars sækja erlendir firæðimenn sem hafa rýnt í bækur skáldsins. Hér er langt í frá allt upptalið, en því má bæta við að Rithöf- undasambandið ráðgerir að efna til blysfarar að Gljúffasteini á afmælisdag- inn... á Macintosli k PC Ómissandi námskeið fyrir alla sem vinna við fréttabréf og frágang skjala. Öll söfnun og úrvinnsla upplýsinga er leikur einn eftir þetta námskeið! Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töfíureiknir og stýrikerfi ftO -O Tölvu- og verkfræöijsjónustan VerkfræSistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stoínuö 1. mars 1986 (J) .1 JL —fermingarfötin fœrö þú í Hagkaup. HAGKAUP Kringlunni & A ÞIG

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.