Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 29 Tölvubylting á Alþingi Tölvuvæddar atkvæðagreiðslur á Al- þingi hafa verið til umræðu í fjölmiðl- um í vetur. Þingmenn hafa gerst nokk- uð takkaglaðir í einstaka tilvikum og greitt atkvæði fyrir sessunautinn og einn þingmaður fullyrti að hann hefði setið hjá við atkvæðagreiðslu en tölvan sagt að hann hefði greitt atkvæði á móti viðkomandi máli. Það hefur hins vegar minna verið fjallað um nýtt tölvukerfí sem sett var upp áður en þing kom saman á síðast- liðnu hausti og er með þeim stærstu hérlendis. Akveðið var að nota opið kerfi sem gerir starfsmönnum þingsins og þingmönnum kleift að vinna í ólíku tölvuumhverfi, það er að nota Word- Perfect-ritvinnsluforritið fyrir bæði Sun SPARCStation og fyrir MS-DOS. Einnig hefur WordPerfect fyrir Macint- osh verið tekið í notkun og líka fyrir Windows. Alls eru 70 - 80 tölvur á neti í átta húsum þar sem starfsemi Alþingis fer fram. Starfsmenn eru með 35 Sun- stöðvar en þingmenn með um 40 tölvur þar sem helmingurinn er Macintosh en hinn helmingurinn PC eða pésar. Þá er væntanlegt að bætt verði við textaleitar- kerfi þar sem hægt verður að leita að texta eftir tilteknum orðum. Þetta nýja íslenska leitarkerfi er eftir Friðrik Skúlason og verður væntanlega fyrst sett upp á Alþingi og tilbúið næsta haust. Það var Einar J. Skúlason hf. sem sá Alþingi fyrir nýjum vél- og hugbúnaði og setti tölvukerfið upp. Almiðlun í Windows Microsoft fyrirtækið er með ráða- gerðir um viðbætur við Windows-um- hverfið svo það geti nýtt sér svonefnda MultiMedia-tækni sem nefnd hefur verið almiðlun. Með almiðlun er hægt að tengja geisladrif og geislabönd við tölvur og þar með hægt að sýna hreyf- anlegar myndir með hljóði á tölvuskjá. Einnig verður hægt að tengja hljómtæki við tölvuna eða jafnvel hljóðfæri og tvinna saman mynd, hljóð og notenda- forrit af ýmsu tagi. Með þessu verður væntanlega hægt að senda tölvupóst sem inniheldur hljóð og mynd um símalínu eða gervihnött. Milljarðar i tölvur Ekki liggja fyrir neinar áreiðanfegar tölur um verðmæti innflutnings á tölv- um og tölvubúnaði hingað lil lands á ári. Fróðir menn áætla að kaup á tölvum og tilheyrandi búnaði nemi milljörðum á ári en em ekki sammála um fjölda millj- arðanna. Heyrst hafa tölur frá átta til tíu milljarðar króna. Hins vegar em þessir fræðingar sammála um að tölvur séu nokkm dýrari hér en í Danmörku og kenna því um að Danir sannfæri banda- ríska tölvuframleiðendur um að ísland sé á þeirra markaðssvæði og fái nokkuð í sinn vasa við tölvusölu hingað. Tölvunám- skeið i ferm- ingargjöf Iðnaðarmaður með meistararéttindi í sínu fagi ákvað á dögunum að kanna hvort hann gæti ekki breytt lil og fengið sér aðra vinnu. Hann fór á vinnumiðl- anir til að afla upplýsinga. Þar vildu menn lítið gera úr námi hans og meist- araréttindum, heldur var fyrsta spum- ingin alls staðar sú sama: Kanntu á tölv- ur? Eftir þessa reynslu sagðist maðurinn ákveðinn í að gefa syni sínum nám- skeið á tölvuskóla í femtingargjöf því greinilega ætti hann litla möguleika í lífinu án þess að kunna á tölvu. Þetta er kannski ekki vitlaus hugmynd því ýms- ir einkaskólar bjóða tölvunámskeið fyr- ir böm og unglinga nú í vor og sumar. Ritvinnslan vinsælust Samkvæmt nýlegum upplýsingum er talið að heimilistölvur séu nú á nær 30 milljónum heimila í Bandaríkjun- um. Um 69% tölvueigenda nota rit- Margur er knár þótt hann sé smár 45 PostScript letur # Mac tengi (Local Talk) og tvö PC tengi (Centronics og RS 232C) , Samhliða vinnsla að 1 PC/MAC (SIO) Sjálfvirk aðlögun að *PostScript/HP PCL (ESP) #2MB RAM stækkanlegt í 6 MB Meiri upplausn, skarpara ietur »600x600 punkta upplausn • 8 síður á mínútu • 45 PostScript letur • Mac tengi (Local Talk) og tvö PC tengi (Centronics og RS 232C) • Samhliða vinnsla að PC/MAC (SIO) • Sjálfvirk aðlögun að PostScript/HP PCL (ESP) •6MB RAM stækkanlegt í 8 MB SKIPHOLT117-105 REYKJAVÍK 'sÍMI: 91- 627333 ■ FAX: 91- 628622 aco .. Traust og örugg þjónusta í 15 ár /A Hraði og kraftur 8 síður á mínútu • 45 PostScript letur • Mac tengi (Local Talk) og tvö PC tengi (Centronics og RS 232C) • Samhliða vinnsla að PC/MAC (SIO) , Sjálfvirk aðlögun að PostScript/HP PCL(ESP) , 2MB RAM stækkanlegt í 8 MB Ekki er fjarri lagi að áætla að á hverju ári fari þúsundir tölva og ýmiss konar tölvubúnaður beint á haugana hérlend- is. Endingartíminn er ekki nema nokkur ár og ný tæki lækka stöðugt í verði. Mörgum finnst blóðugt að sjá ríkisíyr- irtæki sem einkafyrirtæki aka heilu bíl- hlössunum af vel útlítandi tölvutækjum á haugana þegar verið er að endumýja búnaðinn, en þetta er gangur tækninnar sem er í örri þróun. Einstaklingar reyna gjaman að selja gömlu tölvuna þegar þeir fá sér nýja en aðrir koma þeirri gömlu fyrir í geymslunni og ætla að grípa til hennar síðar. Það er svona álíka gáfulegt og að geyma ennþá gamla svart/hvíta sjónvarpstækið í bíl- skúmum af því að það var í góðu lagi þegar litatækið var keypt. vinnslu og litlu færri margs konar fræðsluforrit og gagnagrunna. Hátt í 60% nota einkum tölvumar í sambandi við tölvuleiki en framboð á jreim hefur aukist mikið á allra síðustu ámm. Tölvur á haugana PostScript Prentarar fyrir PC og MAC. Stöðugar framfarir, gæði og verð sem vekja athygli. magnus - hugbúnaður hf. magnus - viðskiptahugbúnaður: Fjárhagsbókhald - Birgðabókhald - Viðskiptamannabókhald - Lánardrottnar - Sölukerfi - Innkaupakerfi Dæmi um notendur: Innflytjendur - Verslanir - Iðnaðarmenn - Félagasamtök Einnig er hægt að fá öflugra kerfi sem er mjög hentugt (fyrirtæki sem hafa mörg mismunandi vörunúmer. Það les strikamerki og hægt að hafa skjá við afgreiðsluborð. Kerfinu fylgir fullkomið innkaupakerfi ásamt pöntunarkerfi, sem tengist gengistöflu. Verð kr. 130.000,- Blaða- og bókaútgáfukerfi - Notendur: blaðaútgáfur, bókaútgáfur, félagasamtök o.fl. Kerfið heldur utan um áskrifendur, auglýsendur og útsölustaði. Sér um sjálfvirka skuldfærslu, prentar reikninga, límmiða og gíróseðla. Fylgist með upplagstölum og kostnaðarskiptingu milli blaða. Sjálfvirk tenging yfir í fjárhags- og viðskiptamannabókhald. Margt fleira er innifalið í þessu kerfi, s.s. gagnagrunnur fyrir skráningu og flokkun efnis. Verð kr. 240.000,- (bókhaldskerfið innifalið) Uppgjörskerfi fyrir lögmenn og aðra þá sem sjá um erlendar innheimtur. Einnig er hægt að nota kerfið fyrir innlendar kröfur. Verð kr. 37.000,- Allt ofangreint verð er með VSK magnus hugbúnaður hf. Bergstaðastræti 65-101 Reykjavík - sími 91-629454 - Fax 91-629455 Kynningarverö 89.500 kr. Kynningarverð 89.500 kr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.