Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 21 Yfirlýsing um tapað lán Lífeyrissjóðs Dagsbrún- ar og Framsóknar Vegna fréttar í PRESSUNNI og Ríkisútvarpinu í dag um tapað lán Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar til KRON vegna kaupa á verslunarhúsinu Þönglabakka 1 í Reykjavík óskar stjóm Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar að taka fram eftirfarandi: Verkamannafélagið Dagsbrún sem slíkt hefur enga fjármuni lánað og því engu tapað vegna þessara við- skipta Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar og KRON. Verka- mannafélagið Dagsbrún lánar ekki félögum og fyrirtækjum úti í bæ. Líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar er sjálfstæð stofnun með sjálfstæða stjórn. Hana skipa tveir fulltrúar atvinnurekenda, einn fulltrúi Verkakvennafélagsins Framsóknar og einn fulltrúi Dagsbrúnar. Þessi stjóm samþykkti umrædda lánveit- ingu einróma. Sjóðurinn ávaxtar fjár- muni sína í bönkum, með kaupum á tryggum veðskuldabréfum og með lánum með tryggum fasteignaveðum. Þegar ákvörðun var tekin um það í stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar að ávaxta lítinn hluta fjármuna sjóðsins með kaupum á skuldabréfi með veði í Þönglabakka 1 var farið í einu og öllu eftir ströng- um reglum sjóðsins um slík veðlán. Fjármunir sjóðsins voru taldir tryggðir með veði í umræddri eign, enda námu veðskuldir á húsinu þá innan við 45% af brunabótamati eignarinnar og skuldabréf Lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar því rýmilega innan þeirra marka sem sjóðurinn setur, sem er að heildarveð á viðkomandi fasteign verði að vera innan við 50% af brunabótamati. Á undanfömum fjórum árum hefur markaðsverð verslunarhúsnæðis í Reykjavík hins vegar hríðfallið. Það, ásamt gjaldþroti Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis, hefur valdið því að umrædd eign hefur nú verið seld á nauðungaruppboði. Á því uppboði tókst fulltrúum Lífeyrissjóðs Dags- brúnar og Framsóknar ekki að tryggja hagsmuni sjóðsins gagnvart öðrum lánardrottnum KRON og er því útlit fyrir að stjóm sjóðsins neyð- ist til að afskrifa umrædda kröfu, sem nú nemur 31 milljón króna en var upphaflega 22 milljónir. Það hefur því miður orðið hlutskipti margra lífeyrissjóða að tapa hluta út- lánaðra fjármuna sinna. Þetta er hins vegar fyrsta og eina tapaða veðskuld Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar í yfir 20 ára sögu sjóðsins. Rekstur sjóðsins hefur jafnan þótt til fyrirmyndar, rekstrarkostnaður hans verið með því lægsta sem þekkist í landinu og ávöxtun á fé sjóðsins með því besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guð- mundsson formaður. Meira um lán lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar til KRON „í síðasta tölublaði PRESSUNN- AR er fjallað um að Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar hafi orð- ið að afskrifa 35.000.000 kr. lán veitt KRON árið 1989. í greininni er ég nefndur til sögu af varaformanni Dagsbrúnar. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram, að ég hafði engin af- skipti 'af samningaviðræðum aðila um lánið, hvorki á vegum KRON né Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þegar málið kom upp hafði ég samband við framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins og tjáði honum að ég væri vanhæfur í málinu og gæti ekki haft afskipti af því. Forsvars- mönnum Dagsbrúnar var kunnugt um þessa afstöðu mína. Það skal tek- ið fram að varaformaður Dagsbrúnar, sem þá var einnig stjómarformaður lífeyrissjóðsins, leitaði ekki til mín varðandi málið og ég ræddi það ekki við hann.“ Atli Gíslason hrl. laugardag og sunnudag Nauta-, lamba- og svínagrillsteiUur m/öllu tilheyrandi, kr. 695,- Barnaboxin með Ofurjarlinum (hamborgari, franskar, kók, ofurjarlablaðra, sælgæti o.fl.), kr. 395,- BESTU KAUPIN í STEIKUM GÓÐA HELGI DETTUI LUKKUP0TTINN! TILBOÐ VEGNA BREYTINGA - ALLT AÐ 43% AFSLÁTTUR Af RÚMUM OG FATASKÁPUM! Verslunin Vatnsrúm hf. í Skeifunni 11, Reykja- vík, stækkarnú um helming. í tilefni af því og til að rýma fyrir nýj- um vörum bjóðum við nú lækkað verð á tak- mörkuðu magni afrúm- um og skápum. Eingöngu vönduð rúm og gæðadýnur. Dæmi um verð og afslætti: Öll rúm með fulldempaðri dýnu Kassasang, takmarkað magn Rúm með náttborðum og höfóagafli Rúm með náttborðum og höfðagafli Rúm með náttborðum Glæsilegt sett: Rúm, náttborð, höfðagafl og stór skápur; verð án dýnu Fullt verð Stgrverð: 82.360 47.215 143.419 94.875 169.520 124.949 113.919 77.175 396.408 257.666 Fyrstir koma...fyrstir fá! Vatnsrumhf Skeifunni 11 a, sími 688466 munalán

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.