Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 31
T JLíu íslenskir íþróttafréttamenn spá um úrslit B-keppninnar í blaðinu B-92 sem er nýkomið út. Samkvæmt spá sér- fræðinganna verða það Island og Sviss sem leika til úrslita, en samanlagt er þessum liðum spáð bestu gengi. Spá séríræðing- anna segir að Danir verði í þriðja sæti og Austurríkismenn í því fjórða. Frændum okkar Norðmönnum spá sérfræðingamir hins vegar aðeins fimmta sæti. Spámar vom gerðar áður en keppnin hófst, að sjálfsögðu. Fjórir íþróttafréttamannanna spáðu fslandi efsta sæti, þeir Bjarni Felixson, Heim- ir Karlsson og félagamir á DV þeir Guðmundur Hilmarsson og Jón Kristján Sigurðsson... M ikil harka er hlaupin í Akur- eyringa þar sem þeir fengu ekki að halda Unglingameistaramótið í skíða- íþróttum. Upphaflega átti mótið að vera á Siglufirði en þar sem þar vantaði snjó var ákveðið að færa mótið til ísafjarðar. Akureyringar, undir forystu Prastar Guðjónssonar, formanns Skíðaráðs Akureyrar, hafa látið í ljós óánægju vegna þess að þeir fengu ekki mótið. Þeir hafa hótað að halda ekki önnur mót og svo framvegis, semsagt veruleg fyla. Hins ber að geta að fyrirliði Akureyr- inga í málinu, Þröstur Guðjónsson, er borinn og bamfæddur ísfirðingur... A JL \.tvinnuleysi hefur aukist, það vita allir. Á ísafírði sóttu til dæmis ell- efu um starf bókara hjá bænum, tíu sóttu um skrifstofustarf hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu og tuttugu vildu komast á skrifstofuna hjá Orkubúi Vestíjarða... á hafa nýir eigendur tekið við gjaldþrota rækjuvinnslunni Isveri á fsa- firði og skút upp og kalla Básafell. Eig- ------------- endumir em þrír. Ei- ríkur Böðvarsson, sem var framkvæmda- stjóri Niðursuðuverk- smiðjunnar sem er með greiðslustöðvun, er einn eigendanna. Hinir era Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Tog- araútgerðar ísafjarðar, og Hinrik Matthíasson, íramkvæmdastjóri Sam- ábyrgðar á fiskiskipum og sonur íyrsta þingmanns Vestfjarða, Matthíasar Bjarnasonar. Amar og Eiríkur verða framkvæmdastjórar Básafells. Við starfi Amars hjá Togaraútgerðinni tek- ur Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari, sem hefur fengið ársleyfi ífá störfum... Norræna getur flutt 1050 farþega og 300 bíla.. Öll aðstaða um borð er eins og best verður á kosið. Lúxusklefar með tvöföldu rúmi, tveggja manna klefar, fjögurra manna klefar eða svefnpokapláss. Leikherbergi fyrir bömin, sólbaðsþilfar - og verslanir með mikið úrval af tollfrjálsum vamingi. Fyrsta flokks veitingastaður og ágætur skyndibitastaður. Notalegur bar og næturklúbbur með lifandi tónlist fyrir nátthrafna. Sigling meb Norrænu - ævintýralegt sumarfrí. Sigling með Norrænu er ævintýri, sem allir ættu að láta eftir sér, og frekar fyrr en síðar ! Hvers vegna ekki að láta nú drauminn rætast og drífa sig með Norrænu í sumar ? Norræna siglir frá Seyðisfirði vikulega 4/6-1/9 til nágrannalanda okkar, Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands og Noregs. Og nú bætist einn áfangastaður við, Skotland, með gamla góða Smyrli, sem siglir frá Seyðisfirði til Aberdeen og til baka frá Scrabster á norðurströnd Skotlands. Af hverju ekki 3.Ö aka af laudi brott... me6 Norrænu ? A J. \rsh shátíðir em víða haldnar þessa dagana. Ein slík var á Patreksfirði, jreg- ar starfsfólk Odda kom saman. Sýslu- maðurinn, Stefán Skarphéðinsson, gaf heimild til að selja áfengi á árshátíð- inni. Eitthvað hefur hann verið utan- gátta fægar hann samdi bréfið þar sem samkvæmt því máttu þeir einir kaupa og drekka áfengið sem ekki höfðu náð hefðbundnum lögaldri. Svo mikla kát- ínu vakti bréf sýslumanns að það var lesið upp á árshátíðinni og þótti besta skemmtiatriðið... NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Öll almenn farseblasala Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362 og Fjarðargötu 8, Seyðisftrði, sími 97-21111 NÝR DAGURAUGL ÝSINGASTOFA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.