Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 37 Mannfjöldinn streymir eftir götunni en á bekk í Austurstræti situr vera írá öðrum hnetti. Hún er með hárið fléttað og greitt eft- ir kúnstarinnar reglum, klædd ótrúlegum fötum, ögrandi og forvitin á svip. Þetta er Védís. Hún er allt öðru vísi en hinir. Og vill vera það. En þótt hún ögri öllum hinum er það kannski innst inni sterk þrá til að ná sam- bandi við annað fólk og hafa eitt- hvað til málanna að leggja, sem knýr hana áffam. Það eru ár og dagar síðan Vé- dís vakti athygli vegfarenda í Austurstræti og síðan em liðin mörg ferðalög. En þar sem við sitjum á Hótel Borg dregur hún að sér athygli gesta í Gyllta saln- um. AÐALHLUTVERK: ÉG „Eg vil ekki vera litlaus vera í þjóðfélaginu. Frá því ég man eftir mér þótti mér það hrylli- leg tilhugsun að hverfa í fjöld- ann. Eg upplifði mig öðruvísi. Eg er sérstök og vildi vekja at- hygli á því. Ein besta leiðin var að klæða sig sérkennilega. Eg hef alltaf verið svona. Mér þykir gaman að láta taka eftir mér, ég vil taka mitt pláss í heiminum. Mín leið var að performera, leika, dansa, syngja, sýna mig á sviði. Eg vil vera sýnileg. Þegar ég var lítil stjómaði ég leikjunum og setti sjálfa mig í aðalhlutverk- ið, lék fyrir vini og fjölskyld- una. Eg fór 15 ára á leiklistar- námskeið hjá Helga Skúlasyni og þá skildi ég inní merg og bein að ég vildi helga leiklist- inni krafta mína í lífinu. En gat ekki beðið eftir að reyna við Leiklistarskólann svo ég fór til Danmerkur á lýðháskóla og valdi leiklist. Það var góður tími og ég ákvað að læra lát- bragðsleik í Barcelona. Þann- ig gat ég séð mig um í heimin- um, lært spænskuna og kynnst kroppnum. Eg lagði af stað á puttanum gegnum Evrópu og lenti í ýmsum ævintýrum." „Við lékum líka erótíska leiki þar sem áhorf- endur voru þátt- takendur." SÝNDIERÓTÍSKA DANSA - En hvað með látbragðs- leiklistarskólann? ,,Eg varð ástfangin. Eg kynntist manninum mínum þegar ég kom loks til Spánar. Hann var að leita að dansfé- laga og ég sló til. Við æfðum nokkur spor, byrjuðum að sýna og síðan dönsuðum við í sjö ár. Sýndum erótíska dansa á diskótekum, hótelum og næt- urklúbbum. Það er kallað „er- otic-acrobat-couple“. Þetta er besti skólinn sem ég hef kynnst, við urðum að treysta á okkur, gera allt sjálf. Það kost- aði vandvirkni að finna rétta músík, búa til söguþráð, bún- inga og dans. Eg vildi ekki vera í glitrandi kjólum með fjaðurskraut, fannst það gam- aldags og vildi hafa búningana óvenjulega. Síðasta árið lét ég mig þó hafa það að glitra og leyfði fólki að fá sitt fjaður- skraut. Við ferðuðumst mikið og þótt atvinnuöryggið væri ótryggt var nóg að gera fyrir okkur. Við vorum okkar eigin herrar og ágætir dansarar. Hefðum getað komist inní leikhúsin. Þá hefði ég viljað leika dramatísk hlutverk. Dramatíkin hefur alltaf höfðað sterkast til mín.“ BRJALAÐ VILLIDYR „Það kitlar hégómagimdina að sjá andlit sitt á hvíta tjaldinu en það er ekkert sem gefur eins mikið og að leika á sviði. Það er kikk. Nötra og skjálfa á sviðinu og finna strauma frá áhorfendum. Við bjuggum meðal annars til kung-fu-atriði þar sem var bar- ist upp á líf og dauða. Þegar sigurvegarinn dregur hettuna af hinum sjá hann og áhorf- endur að þetta er kona. Maður- inn minn lærði kung-fu og ég hafði lært akaí- dó, japanska sjálfsvarnarlist sem oft er köll- uð „friðarsinn- inn“ meðal austurlenskra sjálfsvarnar- lista. Akaídó er falleg list, heimspekin á bak hana við er sú, að maður gengur sinn veg að settu marki og ef hindranir verða á vegin- um bægir mað- ur þeim frá á eins friðsamleg- an hátt og unnt er. Akaídó felur í sér dans og mýkri hreyfing- ar en til dæmis karate þar sem meira er spark- að. Eitt bragðið er að ef tveir menn ætla að taka þann þriðja í burtu með valdi, þá hugsar hann sig niður í gólfið og þá er ekki hægt að lyfta honum. Eg hef reynt þetta bragð og það verkar. Svo hafði ég gaman af því að dansa ein. Eg not- aði til dæmis tónlist Earthu Kitt og lék oft brjálað villi- dýr.“ DUKKA OG HAFMEYJA - Kanntu fleiri sögur? „Einu sinni var fiskimaður sem reri til fiskjar en fékk ekki bein úr sjó. En viti menn, hann veiðir haf- meyju og þau elskast. Þegar ég segi elskast, þá meina ég að við lékum það. Eftir það hverfur haf- meyjan í djúpið og sést aldrei aft- ur. Einmanaleik- inn heltekur fiski- manninn. Svo var einu sinni töfra- maður sem átti svartan töfrakassa og galdraði svarta veru með „mímógrímu" upp úr kassanum. Veran und- arlega dansar við hann en hverfur síðan ofan í kassann. Töframaðurinn freistar þess að galdra hana til sín aftur, hókus- pókus-pílarókus: Hann finnur veruna, dansar við hana og sveiflar henni til og frá og þeytir henni loks í gólfið. Þá kemur í ljós að þetta er bara dúkka. Við lékum líka erótíska leiki þar sem áhorfendur voru þátttakendur." ESJAN ER ERÓTÍSK - Varðstu vör við fordóma vegna dansanna ykkar? „Eg hef aldrei sýnt heima því ég hef lítið verið á Islandi „Ég er vön nekt. Nekt er falleg." ar. Ekki bara í kynlífi. Ég hef séð erótík í fá- ránlegustu hlut- um. Mér hefur meiraðsegja þótt Esjan erótísk. Ég get verið erótískari með handklæði utan um mig en PMSSAN/ Jim Smart EG ER EKKI MEIRI KYN- VERA EN... „Ég er vön nekt. Nekt er fal- leg. Og eðlilegur hluti af lífinu síðan ég var lítil. Mamma er listmálari og þegar ég heim- sótti hana í skólann sá ég nakin módel. Nekt var aldrei feimnismál heima hjá mér. Ég kynntist nekt í högg- myndum, leik- list og bók- menntum. Þeg- ar ég var fjög- urra ára á Lauf- ásborg komu útvarpsmenn að athuga hvað fimm ára krakkar vissu um kynlíf. Það varð fátt um svör en fóstr- urnar sögðu að þarna væri ein yngri sem vissi ýmislegt og þætti gaman að tala. Þeir tóku viðtal við mig en því var aldrei útvarp- að. En þótt ég eigi auðveldara með að sýna mig nakta en flestir aðrir er ég ósköp norm- al. Ég er ekkert meiri kynvera en stallsystur mínar. Ég er jafnvel meira gamaldags en þær. Erótík býr í okkur öllum og umhverfinu. Af hverju ekki að láta hana koma út? Njóta? Og að dansa og per- formera hefur gefið mér mik- ið og ég sé ekki eftir þessum tíma.“ vera sýnile Talað við Védísi Leifs- dóttur um nekt, ljóð, út- þrá og heimþrá síðustu ár. Ég sýndi vinkonum mínum einu sinni myndbönd af dönsunum. A eftir varð dauðaþögn. Ég varð eldrauð, þetta var svo óþægilegt. Seinna komu þær til mín í ein- rúmi og voru hrifnar. Ég sýndi fyrir Islendinga á Kanaríeyj- um, en við bjuggum þar í fjög- ur ár. Þeim þótti gaman að ég var íslendingur og komu aftur vegna þess. En ég lít á dansana mína sem erótík, ekki klám. Við höfum þörf fyrir erótík. Erótík er falleg, hún er allstað- nakin. Það sem við gerðum var erótík. Ég hef séð pornó-sjó, en það er allt annað. Munurinn felst í því að þá hefur fólk hreinlega samfarir á sviðinu. Ekkert gefið í skyn eða skilið eftir til að spá í. Pornóið er hrátt. Þegar maður túlkar er- ótík verður að gera það heiðar- lega. A tímabili sýndum við sadó- masó-atriði en hættum því. Mér fannst það gömul tugga, eitthvað sem svo margir voru að gera. En kannski höf- um við hneykslað einhverja." ELSKAÐI STRÁKANA OGMÖMMU OG SÓLINA - Af hverju komstu heim? „Ég var með heimþrá. Mér fannst ég vera orðin tilfinninga- lega flöt, það var alltaf sama veðr- ið. Ég vildi fá mitt rok. Veðra- brigði. Það vant- aði ólguna í veðr- ið og smám sam- an fannst mér vanta alla ólgu í mig. Það var Is- lendingurinn í mér sem kvein- aði. En ég er til- finningalega klofin í sambandi við Spán og Is- land. Ég var farin að hugsa á spænsku og hef sterkar taugar til Spánar en ræt- urnar liggja á Islandi. Þær tog- uðu í mig. Ég fann svo sterkt þegar ég kom í heimsókn fyrir nokkrum árum að ég er íslend- ingur. Ég elskaði sólina, fjöll- in, grasið, strákana og mömmu. Það var skrítin og sterk tilfinning. En ég hef allt- af haft ævintýraþrá. Þegar ég var lítil dreymdi mig um að komast til Parísar. Ég er fegin að hafa haft tækifæri til að ferðast. Það eykur víðsýni. Sjáöldrin víkka af því að kom- ast út fyrir landsteinana. Eftir allt flakkið veit ég að ísland er besti staðurinn. Ég saknaði líka góðra vina. Á Spáni sner- ist allt um kaffihúsatengsl. Hér á ég vini og góða fjölskyldu." ÉG ER OFURNÆM FYRIR TÍMA - Hvernig er að vinna sem módel í Myndlistarskólanum? „Þegar ég sé málverk af sjálfri mér finnst mér oft að ég eigi heilmikið í því. Ég er að gefa þegar ég sit fyrir. Ég get ekki alveg útskýrt þetta. Mað- ur þarf ekki að hafa fullkom- inn líkama til að vera gott módel. Fólk er ekki að teikna fegurð heldur línur, form, hreyfingu og líkamsbyggingu. Þetta snýst um persónuleik- ann. Ég var ung þegar ég byrj- aði að sitja fyrir. Fyrst reyndi ég alltaf að drepa tímann, hugsa eitthvað sérstakt. Núna hugsa ég ekki neitt. Það er eins og hugleiðsla og er gott ástand. Maður verður ofumæmur fyrir tíma. Tímaskyn mitt hefur þroskast. Mér finnst gaman að reyna erfiðar stellingar. Ég vil leggja hart að mér, reyna á lík- amann. Ég er svona dráttardýr. Líkamleg vinna á vel við mig. Mér finnst gott að svitna og finna hjartað slá.“ „Ég elskaði sólina, fjöllin, grasið, strákana og mömmu." HEIMILI í FERÐATÖSKU „Það er yfirleitt hópur nem- enda sem teiknar mig eða mál- ar. En ég væri til í það hvenær sem er að sitja fyrir hjá einum. Ég sat fyrir hjá málara útí Nor- egi. Hann sagði að ég væri eins og skjaldbaka sem labbaði um heiminn með búslóðina á bak- inu. Ég á heima í ferðatösku. Það hefur alltaf verið þannig. Ég þrái að eignast heimili en veit ekki hvort það verður nokkurn tíma. Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá er ég krabbi og rísandi krabbi. Ég var alltaf á móti krabbanum og sagði ef ég var spurð: „Ja, ég er voða mikið ljón.“ Það er ljónið sem skreytir sig með þessum stóru eyrnalokkum sem ég er með en krabbinn vill eignast heimilið sitt.“ ÞEGAR MÉR LÍÐUR FURÐULEGA - Og þú yrkir Ijóð. „Ég settist ekki niður einn góðan veðurdag og vildi verða ljóðskáld. Ljóðin mín hafa bara komið. Öft til að fá útrás fyrir ástarsöknuð. Þegar mér líður furðulega. Ég var feimin í byrjun og sýndi engum ljóðin mín. Svo braut ég múrinn þeg- ar ég las upp á Hótel Borg og birti ljóð í Tímariti Máls og menningar. Um daginn las ég upp á Púlsinum og geri það kannski aftur í vor. En ég kalla mig ekki ljóðskáld og ég hef aldrei farið til útgefanda. Ég hefði kannski ort meira ef ég hefði verið á Islandi. Það þarf sjálfstraust gagnvart tungu- málinu til að yrkja. En ég hef tekið eftir því að fólk sem sjaldan eða aldrei les ljóð, það fílar ljóðin mín. Maður þarf ekki að vera gáfnaljós úr há- skólanum til að skilja þau. Og ég hef alltaf verið dugleg við að skrifa sendibréf. Sumar vin- konur mínar eiga tuttugu blað- síðna bréf frá mér þar sem ég lýsi ævintýralegum ferðalög- um og furðulegu fólki sem ég hef hitt á leiðum mínum." EUsabet Jökulsdóttlr

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.