Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 9 * Ulfar Nathanaelsson hjá Innheimtum og ráðgjöf Þjóðlífsmálið er bara toppurinn á ísjakanum í viðskiptum Úlfars Nathanaelssonar. Hann kem- ur víða við sögu. Nefna má auk Innheimta og ráðgjafar hf. Útey hf., ísey hf., Rúmið hf., Bíla- leiguna Höfða hf., Drang hf. og Rolf hf. Á sama tíma og hann er gjaldþrota býr hann í stóru ein- býlishúsi á Arnarnesi og segist skilja að það pirri fólk sem tapað hefur verulegum fjárhæð- um á viðskiptum við hann og fyrirtæki hans. ALLS KYNS BRASKI OG SVIKUM hannes og fyrirtækið Innheimtur og ráðgjöf. Höfði var úrskurðað- ur gjaldþrota 24. janúar síðasthð- inn og fundust þá engar eignir í búinu. Þá var það komið í eigu Barða Guðmundssonar, sem nú er fluttur til Suður-Affíku. „Við seldum Ulfari tvo bíla að andvirði ein milljón króna. Við höfum ekkert séð af þeim pen- ingum,“ sagði Ingibjörg Einars- dóttir á Hellu, en hún og maður hennar, Smári Gunnarsson, seldu Ulfari tvo bíla. Þó að Valdimar hafi séð um kaupin (og meðal annars borgað útborgun- ina með innstæðulausri ávísun) eru þau Ingibjörg og Smári eícki í vafa um að Úlfar hafi staðið á bak við þau. Svipaða sögu segir Hermann Clausen Hlöðversson, sem seldi Rúmi nýlegan Colt. Hann seldi bílinn fyrir 550.000 og átti það að standa straum af kosmaði við nám í Stýrimannaskólanum. Hann fékk 100.000 greidd í pen- ingum og afganginn á víxlum frá Rúminu og Valdimari. „Þeir greiddu ekki víxlana og það var ekki fyrr en ég var búinn að fara margoft heim til Úlfars að ég fékk einn víxil greiddan upp á 147.000. Hitt er allt ógreitt. Þeg- ar ég ætlaði að taka veð í bílnum var það ekki hægt þar sem búið var að skipta um eigendur. Það fór svo að ég varð að slá mér lán til að geta haldið náminu áfram. Ég fæ bílinn sennilega aldrei að fullu greiddan," sagði Hermann. Þess má geta að Coltinn er nú skráður á Innheimtur og ráðgjöf og Jóhannes keyrir á honum. Eftir því sem komist verður næst hafa tveir eða þrír aðilar leitað til RLR vegna þiessara við- skipta og staðfesti Ingibjörg það. TEKST AÐ ÞVO ALLT Ekki hefur tekist að ganga að Úlfari vegna Þjóðlífsmálsins og ekki heldur vegna bílaviðskipt- anna. Avallt hefur Úlfari tekist að forða sér og verðmætum und- an. Þeir sem rætt var við segja að hann sé manna séðastur með að ná til sín Jeppurn" sem ekkert eiga og ekkert er hægt að sækja til. Hér fyrir ofan hefur verið minnst á þrjá leppa, þá Stein- grím Snorrason, Barða Guð- mundsson og Valdimar T. Þor- valdsson. Siguröur Már Jónsson og Sigurjón Magnús Egilsson Fyrirtækið Innheimtur og ráð- gjöf hf. hefur verið í fréttum und- anfarið vegna innheimtu á áskrifendaskuldum tímaritsins Þjóðlífs. Þessi mál virðast í raun aðeins vera toppurinn á ísjakan- um í „viðskiptaveldi" sem Ulfar Nathanaelsson hefur hlaðið í kringum sig. Úlfar sjálfur hefur sig oftast lítið í frammi, en hann var úrskurðaður gjaldþrota 13. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröf- ur voru samtals 20,5 milljónir króna, en engar eignir fundust hjá Úlfari. Viðskiptin um áskrifendur Þjóðlífs hófust þegar fyrirtækið Útey hf. keypti kröfur af Þjóðlífi í janúar 1991. Útey var og er verðið var 2.190.000 krónur og fengust fyrir það kröfur upp á 7,3 milljónir. Höfúðborgarkröfumar vom seldar með minni affóllum, en þar voru kröfur upp á 1.911.985 krónur seldar á 725.000. KÆRUR UM FALSANIR TILRLR En samningagerðin virðist eitthvað málum blandin. Vegna hennar hafa þrjár kæmr verið sendar til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þann 10. október síðast- liðinn kærðu Innheimtur og ráð- gjöf forráðamenn Þjóðlífs fyrir að halda áfram að innheimta kröfur sem þeir höfðu selt. 14. hafi nokkuð með það fyrirtæki að gera em aðrir ekki í vafa um að hann hafi alla þræði í hendi sér. Upphaflega ver fyrirtækið skráð á heimili Úlfars og kona hans og dóttir em meðal stofrí- enda. I kæm Hilmars Ingimundar- sonar hæstaréttarlögmanns til RLR kemur fram að hann telur að Steingrímur sé bara leppur fyrir Úlfar. Virðist margt benda til þess. Haft var samband við Steingrím á Höfn og kom þar fram að hann vissi lítið um málið og gat til dæmis engar upplýs- ingar gefið um á hvaða verði hann keypti kröfumar. Hann sagðist áður hafa átt viðskipti við Úlfar en vildi ekki tiltaka hvers Jóhannes Halldórsson: Skráður eigandi Innheimta og ráðgjafar í dag en var einnig tengdur öðrum fyrirtækjum Úlfars eins og Drangi hf. og Bílaleigunni Höfða hf. skráð á heimili Úlfars í Máva- nesi 2 á Amamesi og var skráð sem heildverslun. Úlfar er meðal stofnenda þess og sömuleiðis kona hans, Asdís Erlingsdóttir, svo og synir jDeirra, Erlingur Pét- ur Úlfarsson og Ólafur Helgi Úlfarsson. Fljótlega eftir að Ut- ey keypti kröfumar voru þær seldar Steingrími Snorrasyni á Höfn í Homafirði. Steingrímur fól síðan Innheimtum og ráðgjöf að innheimta kröfumar. Útey, sem nú hefur skipt um eigendur, keypti kröfur á um 1.800 áskrifendur í tvennu lagi — annars vegar á höfuðborgar- svæðinu og hins vegar á lands- byggðinni. Fyrir landsbyggðar- kröfumar vom greidd 30 prósent af brúttóandvirði þeirra. Kaup- október kærðu hins vegar for- ráðamenn Þjóðlífs Innheimtur og ráðgjöf fyrir að hafa falsað samninginn og þurrkað út 9. grein hans þar sem kveðið var á um að ekki mætti höfða inn- heimtumál vegna krafnanna. Innheimtur og ráðgjöf sendu þá til baka aðra kæra þar sem fram- kvæmdastjóri Þjóðlífs, Garðar Vilhjálmsson, er sakaður um að hafa bætt inn 9. greininni eftir á og þar með gerst sekur um skjalafals. Hjá RLR var engar upplýsingar að hafa um fram- vindu þessa máls. En þáttur Úlfars í þessu öllu er næsta einkennilegur. Þrátt fyrir að Jóhannes Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Innheimta og ráð- gjafar, þvertaki fyrir að Úlfar eðlis þau hefðu verið. KEYPTU 13 BÍLA Á VERÐ- LAUSUM PAPPÍRUM En Jóhannes. og Úlfar hafa tengst í fleiri málum. Fyrirtækið Rúmið hf. keypti 13 bfla á mán- aðartímabili í júlí og ágúst 1990, þá í eigu Úlfars. Þessir bflar vora keyptir fyrir víxla frá Rúminu en það var hins vegar Valdimar nokkur Þorvaldsson sem stóð í kaupunum fyrir Úlfar. Bílamir, sem allir voru frekar nýlegir, vora síðan seldir frá Rúminu og er athyglisvert að söludagurinn er sá sami á þeim öllum, 26. september 1990. Kaupandi var Bílaleigan Höfði hf. þar sem hluthafar vora meðal annars Jó- Úlfar Nathanaelsson: Segist hafa tapaö mest allra á öllum þessum viðskiptum. Ekki hissa á að fólk sé reitt segir Úlfar Nathanaelsson „Ég er ekkert hissa á að fólk sé reitt,“ sagði Úlfar Nathanaels- son jjegar hann var spurður hvort honum þætti sjálfum ekki óeðli- legt að búa í stóra einbýlishúsi á Amamesi á sama tíma og hann er gjaldþrota upp á 20 milljónir króna og fjöldi fólks hefúr tapað miklum peningum á viðskiptum við hann og fyrirtæki tengd hon- „Ég held að enginn hafi tapað jafnmiklu og ég. Á bflaleigunni einni tapaði ég yfír tíu milljónum eftir að ég var búinn að selja hana. Ég átti ekki að greiða eftir- stöðvar vegna bílakaupanna, heldurMagniíi G. Gíslason, sem keypti af mér Rúmið.“ En tengsl þín við Þjóðlífsmál- ið? _ ,Ég auglýsti að ég vildi kaupa kröfur. Þjóðlífsmenn komu til mírí og úr varð að fyrirtæki mitt, Útey, keypti kröfumar. Ég seldi Útey Barða Guðmundssyni skömmu síðar. Hann vildi ekki að kröfumar fylgdu með og það varð til þess að Steingrímur Snorrason keypti þær. Mér er málið óviðkomandi." Þú ert tengdur Innheimtum og ráðgjöf? „Ekki öðruvísi en að konan mín er hluthafi í því fyrirtæki." ÉÉ i -J HWPttii I þessu húsi á Arnarnesi býr Úlfar ásamt eiginkonu sinni. Síminn þar er skráöur á ísey hf. sem varö gjaldþrota 1988.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.