Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 13 Fyrrum samstarfsmaður Eðvalds Hinrikssonar í Eistlandi ÞEIR REYNA EF TIL VILL NÆSTAD Evald Mikson og Martin Jensen léku saman meö knattspyrnuliöinu Estonia. Mikson er fyrir miöju í fremri röö, Jensen stendur lengst til vinstri. Myndin er tekin áriö 1933, en seinna unnu þeir saman í öryggislögreglunni í Tallinn. IUIMIG Martin Jensen, fyrrum starfsmaður eistnesku öryggislögregl- unnar, í samtali við PRESSUNA um störf sín og Eðvalds Hinrikssonar. Öðrum samstarfsmanni Eðvalds, Harry Mánnil, var vísað úr landi í Svíþjóð vegna meintra stríðs- glæpa. Hann segir Eðvald bera sig röngum sökum, en er nú sjálfur til rannsóknar. Fleiri vitni eru á lífi í máli Eðvalds. „Við vorum bara strengja- brúður,“ sagði Martin Jensen, einn samstarfsmanna Evalds Miksons í Eistlandi á stríðsárun- um, í samtali við PRESSUNA. Hann starfaði að eigin sögn við skjalavörslu í þeirri deild örygg- islögreglunnar, sem Mikson stjómaði, og þekkti hann vel. Fyrir stríð léku þeir einnig sam- an með eistnesku knattspymu- liði. Jensen var einn þeirra sem báru vitni fyrir Mikson við yfir- heyrslur í Stokkhólmi árið 1946 og sagðist þar ekki vita til þess að Mikson hefði handtekið nokkum mann. Jensen flutti til Kanada árið 1951 og býr þar enn. PRESSAN náði tali af honum á Flórída í Bandaríkjunum. I upphafi sam- talsins lá vel á honum, hann þekkti strax nafnið Evald Mik- son og sagðist hafa lesið viðtal sem birtist við hann í eistnesku dagblaði í haust. En um leið og blaðamaður nefndi gyðinga og stríðsglæpi breyttist hljóðið og einkenndist upp frá því af löng- um þögnum og stuttum svömm. „Ég sá Mikson síðast í Stokk- hólmi árið 1946,“ sagði Jensen. „Hann starfaði í öryggislögregl- unni í Eistlandi í stríðinu og var yfirmaður sinnar deildar. Ég starfaði við skjalavörslu í örygg- islögreglunni.“ Hvaða hlutverki gegndi þessi deild? „Deild Miksons sá um að finna, handtaka og yfirheyra kommúnista, sem höfðu starf- að með Sovétmönnum. Þjóð- verjamir vildu fá þá til að geta fengið hjá þeim upplýsingar." ÞJÓÐVERJAR VILDU FÁ GYÐINGANA Aðspurður sagðist Jensen kannast við nafn Alexanders Rubin, vegna þess að hann hefði átt þekkta skartgripa- og úra- verslun í Tallinn. Öðmm spum- ingum um tiltekin efnisatriði og ásakanir svaraði hann með stuttu „nei“ og sagði að Eistlendingar hefðu ekki tekið þátt í ofsóknum á hendur gyðingum. „Það vom ekki margir gyð- ingar í Eistlandi, en það vom Þjóðveijar sem vildu ná í þá og tóku ákvarðanir um handtöku þeirra. Þessar ásakanir eru af pólitískum hvötum sprottnar; gyðingamir vinna svona. Ef þú birtir nafnið mitt í blaðinu reyna þeir ef til vill næst að ná í mig.“ í yfirheyrslunum í Svíþjóð sagðist Jensen þekkja nafn Ru- bins, en ekki vita til þess að hann hefði verið handtekinn. Nafn Rubins er þó meðal annarra á skrám sem Jensen tók saman um þá sem höfðu verið handteknir og aflífaðir. Hlutverk hans var meðal annars að halda slíkar skýrslur, þar sem fram kom ástæða fyrir handtökum og hve- nær viðkomandi var tekinn af lífi. Meðal þess sem kom reglu- lega fyrir augu Jensens voru handtökuskipanimar sem Mik- son undirritaði. Samtímaskjöl greina frá sveit að minnsta kosti eitt hundrað Eistlendinga sem starfaði fyrir Sicherheitsdienst (öryggislög- reglu) Þjóðverja, þar á meðal um tuttugu manns sem túlkar. Ekki stenst heldur sú fullyrðing að eistneska öryggislögreglan hafi einungis sóst eftir „kommúnist- um“; það á að minnsta kosti ör- ugglega ekki við um Alexander Rubin, sem var eldheitur þjóð- emissinni og yfirlýstur andstæð- ingur Sovétmanna. Dóttir hans Ruth, fjórtán ára, fellur heldur varla undir þá skilgreiningu og svo er um fleiri sem Mikson lét handtaka eða handtók sjálfur. Eins og áður sagði er undir- skrift Jensens á fjölda skjala sem nú hafa fundist í Eistlandi og nafn hans kemur fyrir í að minnsta kosti einni bók sem skrifuð hefur verið um stríðs- glæpi í Eistlandi. Það er í frásögn af því þegar Evald Mikson hand- tók annan gyðing, Michail Gelb, og segir þar orðrétt: „Eftir að hafa handtekið Mi- chail Gelb og látið greipar sópa um eignir hans setti Mikson á vakt í íbúð Gelbs einn félaga sinn í fjöldamorðunum, starfs- mann öryggislögreglunnar, M. Jensen. Undirskrift þess sama Jensens má finna á skjölum þar sem segir að á skömmum tíma hafi fjöldi þeirra gyðinga, sem drepnir voru í Tallinn, aukist úr 207 í 610, næstum þrefaldast...“ MEINTIR STRÍÐSGLÆPA- MENN í HÁR SAMAN PRESSAN birti fyrir þremur vikum viðtal við Harry Mánnil, eistneskan hagfræðing búsettan í Venesúela. Ein af skýringunum, sem Eðvald hefur gefið á fram- komnum ásökunum nú, er að þær séu frá Mannil komnar, að Mánnil vilji ná sér niðri á hon- um, enda hafi Eðvald skýrt opin- berlega frá því að hann hafi unn- ið með Þjóðverjum í stríðinu. Mánnil staðfesti í samtali við PRESSUNA að hann hefði unn- ið með Mikson í öryggislögregl- unni, en flúið til Finnlands þegar Þjóðverjar ætluðu að handtaka hann. Hann sagði það þvætting í Mikson að hann hefði unnið fyr- ir Þjóðvetja og sagðist ekki skilja af hverju hann blandaði nafni sínu inn í þessa umræðu. Eðvald Hinriksson vildi ekki tjá sig um Harry Mánnil þegar upphaflega var haft samband við hann. „Hans tími kemur,“ sagði Eðvald. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að Mánnil sé einn nokk- urra Eistlendinga sem nú eru rannsakaðir vegna meintra stríðsglæpa. Mál hans kom til rannsóknar í Svíþjóð árið 1945 og var honum vísað úr landi í kjölfar þess. Hann fékk aðstoð sænskra stjómvalda til að kom- ast til Venesúela, rétt eins og Mikson sjálfur, sem var á leið til Venesúela þegar skip hans strandaði við Islandsstrendur. FORINGI í SICHER- HEITSDIENST Fyrir nokkrum árum birtist grein í tímaritinu Scandinavian Journal of History undir heit- inu „Swedish Policy Towards Suspected War Criminals, 1945—’87“ eða „Stefna sænskra stjómvalda gagnvart grunuðum stríðsglæpamönnum“. Greinina ritar Heléne Lööw, sem stundar doktorsnám við háskólann í Gautaborg. Hún rekur nokkur dæmi í umfjöllun sinni og fyrsta sagan er af Harry Mánnil, sem reyndar er ekki nafngreindur, heldur kallaður „A“. PRESSAN hefur fengið staðfest að þama sé um Harry Mánnil að ræða. Saga hans er í grófum dráttum þessi: Foreldrar „A“ vom úr þýsku- mælandi minnihlutahópi í Eist- landi. Hann kom til Svíþjóðar sem flóttamaður í september 1944. Hann var meðhöndlaður sem „venjulegur" flóttamaður, fékk landvistarleyfi og síðar vinnu í almenningsskjalasafhi í Stokkhólmi. I mars 1945 bámst upplýsing- ar frá Internationella student- hjalpens rikskommitté (Lands- nefnd Alþjóðastúdentahjálpar- innar) þess efnis að A hefði verið foringi í Sicherheitsdienst Þjóð- verja og stjómað fjöldamorðum á gyðingum. Þessar upplýsingar bárust til Sandler-nefndarinnar svonefndu, sem rannsakaði mál- eftii flóttamanna frá Eystrasalts- ríkjunum, og leiddu til rannsókn- ar í málinu. Við yfirheyrslur viðurkenndi A að hafa gengið í eistnesku ör- yggislögregluna árið 1941, en sagðist einungis hafa fengist við skrifstofustörf. Hann kvaðst hafa látið af störfum eftir nokkra mánuði, tekið upp andróður gegn Þjóðveijum og loks neyðst til að flýja til Svíþjóðar. Aðrir eistneskir flóttamenn sögðu að hann hefði unnið fyrir þýsku öryggislögregluna og tek- ið þátt í fjöldamorðum á gyðing- um, kommúnistum og öðrum. Aðalástæðan fyrir því að hann lét af störfum, sögðu þeir, var að hann var gmnaður um að hafa stolið eigum þeirra sem teknir vom af lífi. Hann var einnig sagður hafa hagnast á smygli flóttamanna frá Eistlandi til Sví- þjóðar. Hann dvaldi um skeið í Finnlandi fyrir komuna til Sví- þjóðar og finnska lögreglan sagði þeirri sænsku að hann hefði látið þeim í té upplýsingar um flóttamenn sem væm komm- únistar og afbrotamenn. Finn- amir gmnuðu hann um að vera í þýsku öryggislögreglunni. Fyrst í stað var ekki gripið til aðgerða gagnvart Mánnil, en þegar bresk stjómvöld neituðu honum um að koma til Bretlands vakti það athygli sænskra stjóm- valda. Þau sviptu hann landvist- arleyfi og sendu hann til Venesú- ela. Þess má geta að í það minnsta einn maður, sem yfir- heyrður var vegna máls Mánnils, var einnig vitni í máli Miksons í Stokkhólmi. VITNIN ERU Á LÍFI Þeir Jensen og Mánnil eru meðal vitna sem enn em á lífi og þekkja til starfa Eðvalds Hinriks- sonar í Eistlandi. Vitað er um fleiri, til dæmis Ninu Poom, en Eðvald segir frá því í bók sinni þegar hann handtók hana ásamt eiginmanni hennar. Henni var seinna misþyrmt hrottalega. Þá er á lífi í Tallinn kona sem var handtekin um leið og Ruth Ru- bin. Hún er dóttir Ungermanns þess sem var starfsmaður í skart- gripaverslun Alexanders Rubin. Karl Th. Birgisson Evgenia Loov bendir á handtökuskipanir með undirskrift Mik- sons í ríkisskjalasafninu íTallinn. Meöal skjala þar eru handtökuskipun á Salomon Katy, undirrituð af Mikson 26. september 1941, og tilkynning um aftöku hans 4. október sama ár, undirrituð af Jensen.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.