Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 15 í Svíþjóð, sem rekið er af hinu opinbera, ynnu átta starfsmenn. „MARGIR PEKKJA EKK- ERT ANNAÐ LÍF“ “Margir okkar þekkja ekkert annað samfélag en þetta hér,“ sagði fangi á Litla-Hrauni. „Það hljómar kannski fáránlega en sumir fmna hvergi annars staðar öryggi. Hér eru menn sem vita ekki hvað hversdagsleikinn er, þekkja það ekki að mæta reglu- lega í vinnu, taka við sínum gluggapósti og svo framvegis. Margir lentu fyrst í bamavemd- amefnd og hafa síðan meira og minna verið í höndum kerfisins. Þetta em menn sem koma hing- að á nokkurra mánaða ffesti og hér er eina lífið sem þeir þekkja. Þessum mönnum þarf að hjálpa." FANGIÁ LITLA-HRAUNI KOSTAR TVÆR MILLJ- ÓNIR Á ÁRI Á ljárlögum 1992 var gert ráð fyrir rúmlega 103 milljónum króna til fangelsisins á Litla- Hrauni. Kostnaður við hvern fanga er rétt innan við tvær milljónir króna, eða 165 þúsund á mánuði. Til fangelsa á höfuðborgar- svæðinu er varið tæpum 108 milljónum, 21 milljón til rekstr- ar Kvíabryggju og rúmlega 25 milljónum til fangelsismála- stofnunar. I heild nema útgjöld rétt innan við 260 milljónum króna á þessu ári. Þá er ótalinn beinn kostnaður vegna löggæslu og dómstóla. I ljósi þess hversu margir lenda aftur og aftur í fangelsi ætti það þess vegna að vera yfirvöldum kappsmál að hjálpa mönnum sem vilja losna úr vítahringnum. Þannig hefur það þó ekki verið. „UPPELDISSTOFNUN FYRIR HARÐSVÍRAÐA GLÆPAMENN“ Það hefur lengi valdið gagn- rýni þegar ungir menn, allt niður í 16 til 17 ára, eru sendir í fyrstu afplánun á Litla-Hrauni. „Ég hef séð stráklinga, blauta á bak við eyrun, forherðast á skömmum tíma við kynni af harðsvíruðum mönnum,“ sagði einn af föng- unum. ,JIér þurfa allir að setja upp einhveija grímu og óreyndir strákar dragast oft í félagsskap þeirra sem spila sig stóra. Þessir strákar fara stundum héðan ákveðnir í því að sýna hvað þeir eru orðnir miklir karlar. Og þá er framtíð þeirra ráðin. Þetta getur verið uppeldisstofnun fyrir harðsvíraða glæpamenn." „HÉR GETA ALLIR NÁÐ í DÓP“ Inn í þessa umræðu blandast fíkniefhaneyslan sem viðgengst í fangelsum landsins, einkum á Litla-Hrauni. Ekki er á nokkum hátt tekið á þeim sem eiga við fíkniefhavandamál að stríða og yfirvöld fangelsisins virðast horfa í gegnum fingur sér þegar fíkniefnaneysla er annars vegar. Einstaka fangar hafa fengið að ljúka afplánun í meðferð hjá SÁÁ en á hinn bóginn hefur föngum verið neitað um áfeng- ismeðferð á meðan á afplánun stendur. Þó er að finna ákvæði í lögum sem opnar þessa leið. Á Litla-Hrauni er svokölluð B-álma ætluð þeim sem vilja losna út úr fíkniefnaneyslu. B- álman er aðskilin frá aðalbygg- ingunni og var upphaflega reist í kjölfar Geirfinnsmálsins sem einangrunardeild. Þar eru sex fangaklefar og öll aðstaða mun betri en í gamla húsinu, klefam- ir stærri og húsakynni vistlegri auk þess sem fangamir þar hafa frjálsan aðgang að síma. Skil- yrði fyrir því að komast í B- álmuna er að menn vilji losna úr fíkniefnaneyslu en mun færri komast að en vilja. Fangelsisyf- irvöld em ánægð með reynsluna af þessari nýju deild en sumir fangar sem PRESSAN talaði Fangaklefi a Litla-Hraum. I þessari kytru, sem er rúmlega fjórir fermetrar, getur fangi þurft aö dvelja mánuöum saman. í klefanum er ekkert nema rúm meö skítugri dýnu og þunnri sæng. Glugginn heldur ekki vatni og raf- magnsleiðslur liggja utan á veggjum. Þegar PRESSUNA bar aö garöi var ungur maöur, í sínni fyrstu afplánun á Litla- Hrauni. aö flytja inn í þennan við vom óánægðir og töldu að mönnum væri mismunað. Ekki væri farið eftir biðlistum nema í sumum tilvikum og aðeins hluti þeirra sem fengið hefðu klefana góðu hefði lýst því yfir að hann ætti við fíkniefnavandamál að stríða. „Það er næstum ómögulegt að hætta fíkniefnaneyslu héma inni,“ sagði fangi. „Hér er auð- velt að ná í dóp. Það vita allir.“ FANGAR FÁ LEYFIFYRIR ÞREMUR SÍMTÖLUM Á VIKU Að undanskildum föngunum í B-álmu Litla-Hrauns fá fangar aðeins leyfi til þess að hringja þrjú símtöl á viku og taka við öðrum þremur. Ekkert símtal má vara lengur en sex mínútur. „Ég á tvo unga syni,“ sagði maður sem afplánar nokkurra ára dóm. „Hvemig á ég að halda einhverju sambandi við þá? Hvemig á ég að útskýra fyrir þeim eftir örfárra mínútna sím- tal, að nú verði pabbi að hætta að tala við þá?“ Fangar fá leyfi til þess að taka við heimsóknum einu sinni í viku, á sunnudögum frá 10 til 18. Þá þarf heil fjölskylda að vera saman í klefa sem er örfáir fermetrar að stærð. „Ég þekki alltof mörg dæmi þess að sambönd fólks og hjónabönd hafi farið út um þúf- ur af því að það er varla nokkur leið til þess að viðhalda þeim eins og aðstæður eru í fangels- unum,“ sagði Birgir Kjartans- son, formaður Vemdar. GÓÐ REYNSLA AF LEYF- ISVEITINGUM Síðustu árin hefúr það færst í vöxt að fangar fái leyfi til þess að yfirgefa fangelsið meðan á afplánun stendur. Þannig fær fangi 15 klukkustunda leyfi á þriggja mánaða fresti þegar hann hefur afplánað eitt ár. Víða í nágrannalöndunum em þessar reglur mun frjálslegri, þar fá menn yfirleitt helgarleyfi, jafn- vel einu sinni til tvisvar í mán- uði. Á þann hátt geta þeir við- haldið sambandi við fjölskyldu og búið sig undir lífið. Fangam- ir sem PRESSAN talaði við Aðeins*«iniTfimmti hluti fanganna hefur vinnu, þrátt fyrir aö yfirvöldum sé skylt, lög- um samkv^níf, ao sjá föngum fyrir atvinnu viö þeirrá hæfi og kaupi eins og tíökast á al- mennurp yinnumarkaöi.-Fangarnir á Litla- Hraúni.f'á nú um.70 krónur á tímann. töldu þetta eitt brýnasta hags- munamál sitt. Fangelsisyfirvöld telja sig hafa góða reynslu af leyfisveit- ingum en hafa verið ófá- anleg til þess að rýmka reglumar. 70% FANGA VISTUÐ IÚRELTUM FANG- ELSUM Að jafttaði em um eitt hundrað fangar vistaðir í íslenskum fangelsum: Á Litla-Hrauni (52), Hegn- ingarhúsinu við Skóla- vörðustíg (19), fangahús- inu á Akureyri (7), Kvía- bryggju (13) og í Kópa- vogi (12). Ástandið á Litla- Hrauni og í Hegningar- húsinu er langverst, en í þessum tveimur stofnun- um em 70% allra fanga vistuð. Framtíðarstefna í fang- elsismálum hefur ekki BIRNIEINARSSYNI BANNAfl AÐ HEIMSÆKJA FANGA Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur Birni Einarssyni, sem árum saman starfaði við fangahjálp, verið bannaður aðgang- ur að öllum fangelsum landsins. Björn Einarsson hefur bæði starfað innan fangahjálparinnar Vemdar og af hálfu hins opinbera. Eftir stjómarskiptin í fyrra var hon- um sagt upp störfum af Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra. í kjöl- farið fékk hann bréf frá Haraldi Jo- hannessen, fangelsismálastjóra, þar sem honum var tilkynnt að honum væru framvegis meinaðar heim- sóknir í öll fangelsi landsins. Engar skýringar vom gefnar. „Eftir að Bimi var sagt upp hefur öll félagsleg aðstoð og hjálp snar- minnkað," sagði fangi á Litla- Hrauni við PRESSUNA. „Nú er enginn sem hefur skilning og áhuga á velferð okkar.“ Haraldur Jöhannessen kvaðst ekki hafa tíma til þess að ræða við PRESSUNA þar sem hann væri önnum kafinn við skýrslugerð. Hrafn Jökulsson verið mörkuð, en á næstu dögum er að vænta skýrslu nefhdar sem unnið hefur á veg- um dómsmálaráðuneytisins undir forystu Haraldar Johann- essen fangelsismálastjóra. Ætla má að nefndin geri tillögur um að fangelsunum, einkum Litla- Hrauni, verði skipt upp í minni einingar. Það fæh í sér að fangar gætu „unnið sig upp“, úr hinni hefðbundnu vist í lokuðu fang- elsi í opnari deildir, þaðan sem jafnvel væri hægt að stunda vinnu eða skóla. TILRAUNIR MEÐ OPIÐ FANGELSI í Kópavogi hefur um nokkurt skeið verið rekið „opið“ fang- elsi, og þaðan geta menn sótt vinnu eða skóla á daginn. Kópa- vogsfangelsið er bæði fyrir karla og konur og reynslan af því mun að flestu leyti hafa verið góð, nema hvað það mun ekki hafa gefist vel að hafa bæði kynin þar. En „opna“ fangelsið er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í nágrannalöndum okkar. Að flestu öðm leyti virð- umst við heldur aftarlega á mer- inni. INGI Bjöm Albertsson hefúr góða möguleika á að verða kosinn þingmaður ársins — hann er nefnilega alveg eins og pabbi h:ins, Alberl Guðmundsson. Þeir feðgar vita upp á hár hve neðar- lcga þjóðarhjaitað slær og hvert skal róa. Ingi bjöm hittir alltaf naglann á höfuðið, hvort sem um er að ræða þyrlukaup eða barnavernd. Svo er hann í stjómarandstöðu í Sjálfsueðis- flokknum ásamt Maithíasi Bjarnasyni og líkar bara vel. Kannski Ingi Bjöm fái sérstakan dag eins og PÁLL Bergþórsson veðurfræðingur, sem hélt „Veðurdaginn" hátíð- legan á mánudaginn. Um leið kom fram að veðrið drepur 6 til 8 Islendinga á ári jxrnnig að það er bara sanngjant að gefa veðr- inu mánudag. Auðvitað væri skemmtilegra ef Páll helði getað hal't veðurdaginn svolítið sum- arlegri, en svona er nú Páll. En ef pólitískt veður hefur verið einkenni Páls er svo sannarlega hægt að segja að sykur og/eða sykurskortur hafi verið einkenn- ismerki Davíðs Scheving Thor- steinssonar. Nú er hann lentur í ritdeilu við sjálfan sig um hvort það em 14 eða 10 sykurmolar í kókómjólk. — Ég sem hélt að Davíð drykki ekki kókómjólk. En iðrun vikunar er líklega hjá ritstjómm Morgunblaðsins sem taka ÞORSTEIN Pálsson í helgarspjall til að útlista vanjxiknun sína á sjávar- útvegsstefnu Morgunblaðsins. Svona getur Morgunblaðið ver- ið ótrúlega heiðarlegt gagnvart andstæðingum sínum. En spum- ingin er, af hveiju talaði Agnes Bragadóttir ekki við Steina? Hún hefur jú tekið öll hátíðar- viðtöl blaðsins í seinni tíð. Játn- ing vikunnar er hins vegar tví- mælalaust hjá ÞÓRÓLFI Halldórssyni yfirfasteigna- sala. í löngu ráðstefhuerindi ját- ar hann að „framboð íbúða er töluvert meira en nemur eftir- spum“ en hingað til hefur hann haft það fyrir sið að segja alltaf að ástandið á fasteignamarkaðn- um sé gott og eftirspumin eftir því. En á meðan Þórólfur játar tregðast Hákon Sigurgrímsson við að samþykkja að Hríseyjar- stöðin hafi verið mistök. Kemst hann jafnframt að því að það þjóni engum úlgangi að leita að sökudólgi í því máli!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.