Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 UNDIR ÖXINNI Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík Lögreglumenn eru hvorki betri né verri en aðrir Lögreglan hefur enn einu sinni verið kærð fyrir ofbeldisverk, nú síðast vegna meintra barsmíða tveggja lögreglumanna á bíl- stjóra í Mosfellsbæ. Málið hefur verið sent til rannsóknarlögreglunnar. Eru kærumálin gagnvart lögreglunni ekki orðin allt of mörg? „Það er auðvitað alltaf slæmt þegar borgarar bera fram kvartanir eða kærur vegna framkomu lögreglunnar. Við höfum hins vegar komið okkur upp ákveðnum reglum um hvemig á slikum málum er tekið. Fyrst eru þau tekin í bráðabirgðaskoðun, sem ég kalla svo, hjá yfirmanni í lögreglunni. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða eftir þá skoðun em málin send áfram og þá til rannsóknarlögreglunnar. Sem betur fer lýkur þó flestum málum án þess að til þess komi. í þessu tilfelli bar vitnisburði ekki saman, það er segja ífamburður vitna styður ásakanir á hendur lögreglunni. Þess vegna ákvað ég að senda málið áfram til rannsóknarlögreglunnar sem sk.er úr um það hvað gerðist í raun og vem.“ Hvaða lærdóm dregurðu af síendurteknum kærum á hendur lögreglunni? „Eg dreg svo sem engan sérstakan lærdóm af því, enda þekki ég ekki það lögreglulið í heiminum sem ekki fær á sig kvartanir. Við höfum lagt okkur fram við að auka menntun lögreglumanna og vitund þeirra um hlutverk sitt. Ég held að það starf hafi skil- að árangri. Við emm þjónar í þessu samfélagi og þetta mál sýnir að við þurfum alltaf að vera vakandi og gæta þess hvemig við rækjum það hlutverk okkar.“ Þurfa Iögreglumenn ekki að sýna meiri sjálfstjórn? „Nei, það held ég ekki. Lögreglumenn em hins vegar hluti af þjóðfélagsmyndinni og em hvorki betri né verri en þjóðfélagið sjálft." Hvað verður um lögreglumcnnina sem hér um ræðir? „Þeir hafa verið leystir undan almennri vinnuskyldu, en það ræðst af framhaldi málsins og niðurstöðu rannsóknar hvað gerist næst. Þetta eru fyrstu viðbrögð mín við málinu og ég tel rétt að bíða og sjá hver framvindan verður áður en frekari ákvarðanir eru teknar." Er rétt aö þetta hafi verið víkingasveitarmenn? „Ég get ekkert sagt um það annað en að þetta voru lögreglu- menn á venjubundinni vakt. Fleira er ekki um það að segja.“ Eignarhaldsfélag Verslunarbankans KflUPMEHN REYNfl flB STEYPfl FDRMflNNI VERSLUNARRÁBS Meðal verslunarmanna em nú umræður um að stilla saman strengi sína til að ná undirtökum í Eignarhaldsfélagi Verslunar- bankans, en aðalfundur þess verður haldinn fyrsta apríl. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hyggjast forystumenn Félags íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtakanna reyna að auka áhrif verslunar- innar í stjóm félagsins og skipta út Einari Sveinssyni, nýkjömum formanni Verslunarráðsins, sem hlaut nauma kosningu til stjóm- ar félagsins á síðasta aðalfundi. Hlutafé í Eignarhaldsfélaginu er um 880 milljónir að nafn- virði. Stærstu hluthafar em (að nafnvirði) Lífeyrissjóður versl- unarmanna, sem á 136 milljónir (um 15 prósent), Burðarás hf. (Eimskip) með 100 milljónir (um 11 prósent), Sjóvá-Al- Stjóm Byggðastofnunar sam- þykkti á síðasta ári óafturkræfa styrki upp á samtals 335,5 millj- ónir króna. Styrkir ársins 1990 vom tæplega 165 milljónir og því um að ræða 104 prósenta hækkun á milli ára. Sundurliðun á því til hverra þessir styrkir mnnu liggur ekki fyrir, en sam- kvæmt reynslunni fara þeir ekki síst til íyrirtækja til að greiða lán hjá stofhuninni sjálfri. Byggðastofnun var á nýliðnu ári rekin með tæplega 690 millj- óna króna halla efitir að tæplega 2.000 milljónir höfðu verið lagðar í afskriftarsjóð og nær 100 milljónir til viðbótar í hluta- fé höfðu verið afskrifaðar. A móti kom 250 milljóna króna framlag frá ríkissjóði auk þess sem ríkið yfirtók lán við Fram- kvæmdasjóð upp á 1.200 millj- ónir. Auk styrkjanna veitti Byggðastofnun ný lán á síðasta ári upp á 1.176 milljónir króna, sem er nokkm lægri upphæð en árið áður. Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar, sem hefur Einar Sveinsson. í fallhættu I stjórn Eignarhaldsfélagsins og þar meö sem bankaraös- formaöur íslandsbanka. sérstakan fjárhag, tapaði 1.373 milljónum á síðasta ári, eftir að 1.775 milljónir höfðu verið lagðar í afskriftarsjóð. I árslok stóðu útistandandi lán deildar- innar í 8.810 milljónum og er sem nemur fimmtungi þeirrar mennar með 50 milljónir (5,6 prósent) og Sameinaðir verktak- ar með 29 milljónir (3,3 pró- sent). Vigfús Friðjónsson og synir hans Orri og Friðjón eiga samtals um 60 milljónir (tæp 7 prósent). Gísli V. Einarsson á samtals rúmlega 20 milljónir persónulega og í gegnum Sundagarða sf. og Þorvaldur Guðmundsson á tæpar 14 millj- ónir. I núverandi stjóm sitja Guð- mundur H. Garðarsson fyrir Lífeyrissjóðinn, Þórður Magn- ússon fyrir Eimskip, Orri Vig- fússon, Rafn Johnson (fyrir stuðning verslunarmanna) og loks Einar Sveinsson, sem hafði nauman sigur yfir Þorvaldi Guðmundssyni á síðasta aðal- fundi. Ef ráðagerðir verslunar- manna ganga eftir verður Einar felldur úr stjóminni og í hans stað kæmi að líkindum Gísh V. upphæðar í afskriftarsjóði. Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingadeild lögðu samkvæmt þessu samtals 3.700 milljónir króna í afskriftarsjóði sína á síð- asta ári. Enn liggja ekki fyrir töl- ur um afkomu Hlutafjársjóðs. Einarsson eða fulltrúi hans. Ein- ar er nú formaður bankaráðs ís- landsbanka, en það sæti losnar verði hann felldur úr stjórn Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans. Aðalfundur Islands- banka er haldinn sjötta apríl. 120 MILLJÚNA GJALDÞROT GUDJÓNS Ó. Prentsmiðja Guðjóns Ó., í eigu Sigurðar Nordal, var úr- skurðuð til gjaldþrotaskipta sl. mánudag eftir þriggja mánaða greiðslustöðvunartímabil og ítrekaðar björgunartilraunir. Samkvæmt heimildum blaðsins liggur fyrir að skuldir umfram eignir séu að minnsta kosti 120 milljónir króna. Eignir Guðjóns Ó. em taldar 163,5 milljónir króna. Þar af em fasteignir sagðar vera 50 millj- ónir. Þá munu viðskiptamenn fyrirtækisins skulda því 35 milljónir króna. Skuldimar em 120 milljónum hærri en eignirnar, eða 283,8 milljónir króna. Þar af eru skammtímaskuldir 135 milljónir króna og langtímaskuldir em 70 milljónir og aðrar kröfur em 23 milljónir. Þá er reiknað með að Guðjón Ó. þurfi að taka á sig 56 milljónir króna vegna þess að skyld fyrirtæki, það er önnur fyrirtæki Sigurðar, geta ekki greitt skuldir sínar við Guðjón ð. Af öllum þessum skuldum em 170 milljónir króna í van- skilum. Guðjón Ó. hafði mjög góða viðskiptasamninga. Þar voru prentuð um 60 prósent allra ávísanahefta sem notuð eru á landinu. Þá lét Seðlabankinn prenta þar öll ríkisskuldabréf auk annarrar prentunar. Þá verslaði Landsvirkjun talsvert við Guðjón Ó. Eins prentaði Guðjón Ó. talsvert fyrir Sjó- vá/Almennar. Þess má geta að Sigurður Nordal er sonur Jó- hannesar Nordal, seðlabanka- stjóra og stjórnarformanns Landsvirkjunar. Matthías Bjarnason, formaöur stjórnar Byggöastofnunar. Byggöastofnun og Atvinnutryggingadeild lögöu samtals 3,7 milljaröa 1 afskriftarsjóöi sína á síöasta ári. í sjóöunum er nú sem svarar 18 prósentum af útistandandi lánum þessara aðila. Byggðastofnun veitti 335 milljónir í styrki í fyrra

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.