Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 T Ö L V U R 25 SIGURÐUfí SIGUfíÐSSON Efí LIÐLEGA ÞFIÍTUGUfí MAÐUfí, BLINDUfí OG ÍHJÓLASTÓL. NÝTT TÖLVUFOfífílT GEFUfí HONUM TÆKIFÆfíl Á AÐ LESA OG SKfílFA. Þau sátu tvö í tölvustofu Starfsþjálfunar fatlaðra og ræddu verkefni í íslensku sín á milli og við tölvuna sem svaraði með málmkenndri rödd. Hann heitir Sigurður Sigurðsson og er liðlega þrítugur. Blindur og í hjólastól. Hún heitir Dóra Páls- dóttir og er sérkennari. Tölvan sem þau voru í sam- ræðum við er reynsluútgáfa af tal- tölvu þeirri sem verið er að hanna hérlendis á íslenskt mál og sagt er frá hér á öðrum stað. Sigurður var að æfa sig á endingum orða sem ýmist enda á einu enni eða tveim- ur. I hvert sinn sem hann sló inn staf tilkynnti rödd tölvunnar um hvaða staf var að ræða. „Eg komst fyrst í tæri við svona taltölvu úti í Danmörku og er raunar með talvél heima sem talar dönsku. Nú er ég búinn að læra mikið í fingrasetningu en á nokkuð eftir í að læra þær skip- anir sem þarf að nota við tölv- una. En þetta gengur vel og tal- vélin breytir rnjög miklu fyrir mig,“ sagði Sigurður. Dóra sagði að Sigurður væri í einkatímum hjá sér fjórum sinn- um í viku og tæki góðum fram- förum. Einnig væri hann tvo tíma í viku með öðrum nemend- um í tölvunámi og auk þess gerði hann heimaverkefni. „Það hefur sýnt sig að kennsla á tölvur hefur gjörbreytt mögu- leikum margra fatlaðra til sjálfs- hjálpar. Héðan útskrifast ein- staklingar sem hafa í framhaldi af náminu fengið störf í atvinnu- lífinu og geta nú unnið fyrir sér. Þetta er stór spamaður fyrir þjóðfélagið," sagði Dóra Páls- dóttir. Fötlun Sigurðar bar að með næsta óvenjulegum hætti. Allt fram til 13 ára aldurs var hann heilbrigðurog venjulegurdrengur. „Þá lenti ég í slysi og hand- leggsbrotnaði. Þegar ég fór í að- gerð vegna handleggsins var mér gefin sprauta sem olli því að ég lamaðist, missti minnið og sjónina. Það kom í ljós að ég var með ofnæmi fyrir þessu lyfi án þess að nokkur vissi um það. Mér skilst að þetta ofnæmi sé í þremur ættum hér á landi,“ sagði Sigurður. Hann hefur farið í endurhæf- ingu hérlendis og erlendis. Sagð- ist vera búinn að reyna allar meðferðir sem hægt væri að hugsa sér, þar á meðal nálar- stungumeðferð og svæðameð- ferð. Hann hefur ekki látið erfið- leikana buga sig. Er léttur á bár- unni og segir tölvunámið hafa hjálpað sér ntikið til að efla sjálfstraustið. Guðrún Hannesdóttir, skóla- stjóri Starfsþjálfunar fatlaðra, sagði megináherslu lagða á greinar sem koma að gagni úti á vinnumarkaði. Þar mætti nefna tölvunotkun, bókfærslu, verslun- arreikning, fslensku og ensku, auk samfélagsfræði. Reiknað er með að námið standi yfir þrjár annir. Öryrkjabandalag íslands ber ábyrgð á rekstrinum en fjár- hagsleg ábyrgð er í höndum fé- lagsmálaráðuneytisins. --— Sigurður og Dóra við taltölvuna. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.