Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Dagsbrún bú- in að loka á KRON-lánið Stjómir Dagsbrúnar og lífeyr- issjóðs félagsins hafa ekkert fjallað um hið tapaða 35 millj- óna króna lán sjóðsins til KRON, sem PRESSAN greindi frá í síðustu viku. Þótt stjómar- fundir hafi verið haldnir var lán- veitingin ekki á dagskrá. Að sögn Halldórs G. Björns- sonar, stjómarformanns lífeyris- sjóðsins og varaformanns Dags- brúnar, hefur málið verið afgreitt endanlega. „Þetta er búið mál og peningamir afskrifaðir. Það segir enginn af sér vegna málsins, þe.ta er eins og hvert annað tap sem getur hent hvaða fyrirtæki sem er,“ sagði Halldór. 167 milljóna kostnaður við rekstur Rekstrarkostnaður Byggða- stofnunar nam 167 milljónum króna á síðasta ári, sem er 7,4 prósenta hækkun frá árinu áður, eða í samræmi við verðlags- breytingar. Þróun einstakra rekstrarliða varð þó ærið misjöfn. Þannig hækkuðu laun fastráðinna starfs- manna og önnur laun úr samtals 85 milljónum í 99,6 milljónir eða um 17,2 prósent. Tölvu- kosmaður og ýmis aðkeypt þjón- usta hækkuðu samtals úr 4,8 milljónum í 10,1 milljón eða um 110 prósent. A hinn bóginn lækkaði ferðakostnaður innan- lands og erlendis úr 12,4 millj- ónum í 9,3 milljónir eða um fjórðung og liðurinn „gestamót- taka og risna“ lækkaði sömu- leiðis um fjórðung. 38 milljóna gjaldbrot Potts & pönnu Nýlega var gert upp þrotabú Pottsins og pönnunnar hf„ sem rak samnefnt veitingahús við Brautarholt. Ekkert fékkst upp í lýstar almennar kröfur sem námu tæplega 31 milljón króna. Tvær greiðslur utan skuldaraðar upp á 2,3 milljónir bárust og upp í 5 milljóna króna forgangskröf- ur greiddust 2,2 milljónir. Potturinn og pannan hf. var stofnað 1986 og meðal stofn- enda vom Böðvar Bragason, nú- verandi lögreglustjóri í Reykja- vík, faðir hans og móðir. Edda Sigrún aftur til sak- sóknara Dómsmálaráðuneyti hefur sent ríkissaksóknara málið gegn Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur lög- manni. Eins og PRESSAN hefur áður greint frá sendi ríkissak- sóknari það til umsagnar í ráðu- neytinu í annað sinn. Þar sem mál þetta hefur þegar farið nokkra hringi milli lög- reglu, saksóknara og ráðuneytis má gera ráð fyrir að rannsókn þess sé vel á veg komin og senn styttist í að ákveðið verði hvort Edda Sigrún verður ákærð eða ekki. LANDSRANKINN GÆTI 1APAB 35 MILLJÚNUM VEGNAIÁNA BJAGNA MAGNÚSSONAR TIL ÓSS Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd, tók gamla Ós í viðskipti á sama tíma og * x fjölskyldufyrirtæki hans var verktaki fyrir Os. Bjarni veitti Osi vafasama fyrirgreiðslu á sama tíma og eignum fyrirtækisins var komið undan skiptum vegna gjaldþrots. Landsbankinn gæti tapað allt að 35 milljónum króna vegna lánafyrirgreiðslu Bjarna Magn- ússonar, útibússtjóra bankans í Mjódd, til handa gamla Ósi með veðsetningu í hinni umdeildu fasteign í Suðurhrauni 2-a. Landsbankinn hefur afturkallað kröfu sína sem þessu nemur í þrotabú Óss-byggingarfélags með því að Ós-húseiningar hf. tóku að sér að greiða upphæðina. Á hinn bóginn krefst þrotabú gamla Óss þess að löghald á eignir nýja Óss, sem fógetaréttur í Hafnarfirði hefur þegar sam- þykkt, komi til framkvæmda. Landsbankinn stendur gegn þessu, af skiljanlegum ástæðum, úr því að nýja Ós hefur tekið að sér að greiða lánið sem Bjami Magnússon stofnaði til. Við rannsókn á gjaldþroti gamla Óss hefur komið í Ijós að vaft leikur á um hvort veð hafi verið fyrir 35 milljóna króna kröfu Landsbankans, nema vegna eins tryggingabréfs Landsbankans upp á 7,5 milljón- ir króna frá því í október 1987. Mismunurinn, 27,5 milljónir króna, var ekki veðskuldir fyrir- tækisins, heldur almenn krafa, og tvö skuldabréf vegna þeirra vom með sjálfskuldarábyrgð Ól- afs Björnssonar og Jónínu H. Jónsdóttur, eiginkonu hans, tryggð með allsherjarveði í Suð- urhrauni 2-a. Þau Ólafur og Jón- ína vom ekki haldbetri ábyrgðar- menn en svo að þau em persónu- lega gjaldþrota. SKULDBREYTTEFTIR NAFNBREYTINGU OG RÉTT FYRIR GJALDÞROT Eftir að Ólafur komst í við- skipti hjá Bjama í Mjódd fékk Ólafur þá fyrirgreiðslu sem Iðn- aðarbankinn hafði neitað honum um. Meðal annars gaf Ólafur í ágústlok 1988 út 20 milljóna króna tryggingabréf vegna láns sem tryggt var með veði í Suður- hrauni 2- a. í janúarlok 1989 var aftur gefið út tryggingabréf, að þessu sinni vegna 15 milljóna króna láns, með veði í sömu fast- eign. Fasteign með slíkt heimil- isfang hafði ekki verið lil áður. Það sem Ólafur gerði var að skipta upp Suðurhrauni 2, sem var mjög mikið veðsett, og búa til fasteignina Suðurhraun 2-a með hreinu veðbókarvottorði. Fyrirgreiðslu Bjama var þar með ekki lokið. I nóvember 1989 seldi gamla Ós meginhluta eigna sinna nýja Ósi. Hálfum mánuði síðar voru bréfin tvö sameinuð í eitt skuldabréf upp á 25 milljónir króna. Skuldabréfið var sett á nafn Óss hf.-steypu- stöðvar, en notuð var kennitala gamla Oss. Bréfið skyldi greiða í einu lagi 24. mars 1990, en engin greiðsla barst og skuldin gjald- féll. Og í janúarlok 1991 sam- þykkti útibúið í Mjódd breytingu á skilmálum bréfsins þannig, að bankinn féllst á að greiðsla skyldi farafram 15. mars 1991.1 ljósi þess að bankinn hefur aftur- kallað kröfu sína vegna skuldar þessarar og samþykkt að nýja Ós taki að sér greiðslur er ljóst að lánið hefur aftur lent í vanskil- um. FYRIRGREIÐSLAN KOM ÞEGAR FJÖLSKYLDU- FYRIRTÆKIÐ FÉKK VERKEFNI PRESSAN greindi ítarlega frá viðskiptum ðlafs í Ósi við Bjama útibússtjóra fyrir ári. Fjölskylda Bjama stofnaði sam- eignarfélagið Urlausn 30. júlí 1986. Stofnendur Úrlausnar vom böm Bjama, þau Magnús Bjarnason og Dóra Margrét Bjarnadóttir. Tilgangur fyrir- tækisins var skráður rekstur steypukrana, dælu og vörubíla og skyld starfsemi. Á árinu 1987 seldi Dóra sinn hlut og var kaup- andinn Sigrún Steingrímsdóttir, eiginkona útibússtjórans. Magn- ús Bjamason var starfsmaður hagdeildar Landsbankans sum- arið 1986 og um eins árs skeið frá september 1987 til september 1988. Allan þennan tíma var fyr- irtæki hans, Úrlausn, í verktöku hjá Ósi, en hætti þeirri verktöku sumarið 1989, skömmu áður en nafnbreytingin varð á fyrirtæki Ólafs Bjömssonar. Friörik Þór Guömundsson Bjarni Magnússon: Veitti gamla Ósi ótrúiega fyrirgreiðslu, jafnvel eftir að eignir fyrirtækisins höföu verið seldar nýja Ósi. „Okkur kom ágætlega saman, Þresti og mér. Það voru aldrei nein sérstök vandamál á milli okkar þann tíma sem hann vann hér. Hann er bæði bráðduglegur maður og bráðgreindur. Hann er, út af fýrir sig, að jafhaði ágæt- ur í umgengni," segir Halldór G. Björnsson, formað- ur stjórnar Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsókn- ar. „Ég þekki Þröst fyrst og ffemst sem alveg sérlega traustan mann og orðheldinn í hvívetna. Meginkostur hans er sá að hægt er að treysta honum fyrir hlutum og ræða við hann án þess að eiga neina tvöfeldni á hættu," segir Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar. „Þröstur var glaður og kátur krakki. Hann er víðsýnn og vandaður vinnuþjarkur, mikill hugsjóna- maður og mannvinur, og hafinn yfir lágkúru í pólitísku dægurþrasi. Þröstur er gleðimaður á góðri stund og drengur góður,“ segir Guðmundur P. Olafsson, nátt- úrufræðingur og bróðir. Þröstur Ólafsson Þröstur Ólafsson er aöstoðarmaður utanríkisráðherra. K R E D I T „Ég hef í sjálfu sér ekkert slæmt um Þröst að segja. Þó að þetta atvik hafi komið upp er ekki hægt að blanda því saman við persónuleg við- skipti okkar. Á meðan Þröstur vann hér hjá Dags- brún virkaði hann á mig sem svolítill einfari í vinnu og hélt fólki svolítið frá sér,“ segir Halldór G. Björnsson. „Hann er skemmtilega þversum maður sem hefur mikla tilhneigingu til að segja rétta hluti á röngum tíma. Það hefur jafnan tafið frama hans í stjórnmálum og fært honum marga andstæðinga," segir Halldór Guðmundsson. „Hann fórnar sér fullmikið í vinnu og hefur tekið að sér of mörg skítverk í gegnum tíðina. Hann treystir um of á skynsemi fólks. Þröstur er duglegri og fljótari til en ég og mætti heimsækja mig oftar,“ segir Guðmundur P. Ólafsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.