Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 33 E R L E N T Stríðsglæpir: Tvö hundruð þúsund amb- áttir Japana Það er erfitt að henda reiður á því hversu margar þær voru, lík- lega fleiri en tvöhundruð þús- und. Ungar stúlkur, flestar frá Kóreu, en líka frá Kína, sem Jap- anir námu á brott frá heimilum sínum á árunum 1934-’45. Þær urðu ambáttir í vændishúsum hersins. Þorri þeirra komst ekki Iifandi úr herleiðingunni, líklega voru flestar teknar af lífi svo þær yrðu ekki til frásagnar um voða- verkin. Þessi þáttur Kyrrahafsstyrj- aldarinnar hefur legið í þagnar- gildi síðan 1945. En á síðustu mánuðum hafa ellefu aldraðar kóreskar konur lagt fram kæru fyrir dómstól í Tókýó. I sömu mund tóku skjalasöfn að opnast. Rannsóknamefndir hafa verið settar á laggimar í Kína og á Tai- wan. Japönsk stjómvöld hafa maldað í móinn og segja að þessi hómhús hafi verið einkaframtak. Gögn sýna þvert á móti að þau vom undir yfirstjóm stríðsmála- ráðuneytisins. Sum skjölin em undirrituð af Tojo forsætisráð- heiTa, sem var hengdur 1948. I upphafi lokkuðu Japanir þessar stúlkur til sín með loforð- um um vinnu. Þegar stríðið braust út urðu aðfarimar harka- legri. Sérstakar sveitir vom gerð- ar út af örkinni. Þær fóru um þorp og bæi og námu stúlkumar Fyrrum ambáttir japanska hersins vekja athygli á voöa- verkum. Flestar voru teknar af Kfi. á brott með valdi. Þeirra beið ömurlegt líf. Þær vom barðar til undirgefni og þcim nauðgað án afláts. Þær þurftu að gagnast fjölda hermanna á hverri nóttu; að meðaltali er álitið að ein am- bátt hafi verið á hverja 30-50 hermenn. Þær sem urðu bams- hafandi vom umsvifalaust teknar af lífi. Þær sem áttu þess kost leituðu athvarfs í eiturlyfjum. Og þær em ekki margar til frá- sagnar. Stríðsgæfan snerist gegn Japönum. A undanhaldinu þögg- uðu þeir niður í þessum ungu konum - fyrir fullt og allt. Frakkland: Kommar fengu Rússagull Það er varla neitt leyndarmál lengur að franski kommúnista- flokkurinn þáði stórar fjárhæðir frá Sovétríkjunum, og varla neinn sem leggur á sig að neita því nema formaður flokksins, Georges Marchais. Viðkvæði hans er; „Ekki satt.“ Formaður- inn þarf þó líklega að hugsa sinn gang eftir afhjúpanir sem birtust nýlega í rússneska vikublaðinu „Ogonjok". Þar birtast skjöl sem em komin frá Evgení Lísov, sak- sóknara Rússlands; bréf frá 1987 þar sem gjaldkeri franska flokks- ins fer fram á styrk upp á 100 milljónir íslenskar krónur. Ann- að skjal sannar að Sovétmenn hafa fært flokknum 60 milljónir króna. Og sjálfur Gorbatsjov gerði Marchais óleik fyrir tveim- ur vikum þegar hann sagði: „Við hjálpuðum jreim. Það þótti fylli- lega eðlilegt á þeim tíma.“ Óljós mörk? Athugið að sitt hvorar tölurnar gilda fyrir austur- og vesturhluta Þýskalands. O Talan í þríhyrningnum gefur til kynna hæsta leyfilegt áfengismagn í blóði í %o. PRÍSSAN/AM '~y~% Súlan segir til um hundraðstölu dauðaslysa í umferðinni, sem . ' \. tengjast t áfengisneyslu. Heimild: Der Spiegel Fylgni milli heimilaös alkóhólmagns í blóöi og umferöarslysa af völdum áfengisdrykkju er langt í frá einhlít ef marka má ofangreindar tölur. Drykkjusiöir og landlægt viðhorf til áfengis- neyslu viröast skipta mestu. Sláandi er til dæmis munurinn milli Bretlands og Frakklands. Þjóðverjar rífast um bjór og bíla: Hámarkið 0,5 eða 0,8 prómill? í Þýskalandi deila menn hart um áfengi og akstur. Astæðan er sú að fyrir liggur tillaga um laga- breytingu þess efnis að leyfilegt alkóhólmagn í blóði ökumanna verði ffamvegis 0,5 prómill. Er þetta meðal annars gert til sam- ræmingar milli austurs og vest- urs; heimilað alkóhólmagn í blóði ökumanns hefur verið 0,8 prómill í Vestur-Þýskalandi, en 0,0 í Austur-Þýskalandi, líkt og reyndar í flestum löndum austur- blokkarinnar. Breytingin virðist hins vegar ekki ætla að verða þegjandi og hljóðalaust. Flestir málsvarar stjórnarandstöðuflokks sósíal- demókrata eru henni fylgjandi, en í röðum stjómarflokks kristi- legra demókrata heyrast gagn- rýnisraddir og þær háværar. Sér- staklega eru það kristilegir demókratar frá Bæjaralandi, flokkur Franz Josefs Strauss heitins, sem finna þessum nýju reglum flest til foráttu, en þar er bjór talinn til nauðsynjavöru. Benda þeir á að þama sé ógnað lífsmynstri sem sé inngróið í menningu þýskra - að staldra við á knæpu eftir vinnu án þess að eiga á hættu að vera stöðvað- ur af lögreglu á leiðinni heim. Utbreiddari er þó sú mótbára að þessi breyting skipti í raun engu máli, hún sé allsendis óþörf. Munurinn á 0,5 og 0,8 prómilla alkóhólmagni í blóði sé í raun sáralítill. Lækkun heimil- aðs magns breyti heldur engu um það að þeir sem valda drukknir slysum í umferðinni hafi innbyrt miklu meira áfengi en þessu nemur; þetta sé minni- hluti sem hlíti engum reglum, hvort sem þær kveða á um 0,5 eða 0,8 prómill. Af slíku drykkjufólki stafi hætta. Þeir sem em fylgjandi breyt- ingunni telja að þessi þrjú pró- sentubrot skipti miklu máli. Þeir benda á rannsóknir sem sýni að heilbrigður karlmaður, um 75 kíló að þyngd, sem hefur sofið og borðað vel, geti drukkið heila tvo lítra af bjór eða næstum lítra af víni án þess að alkóhólmagnið í blóðinu fari endilega yfir 0,8 prómill (áfengismagn í þýskum bjór er reyndar minna en hér tíðkast og eins em þýsk vín „létt- ari“ en frönsk og ítölsk). Maður sem hafi látið í sig slíkt magn sé kominn á „grátt svæði“, sem liggi á bilinu 0,5 til 0,8 prómill; víndrykkjan sé farin að hafa bæði líkamleg og sálræn áhrif. Þótt þau fari vissulega fnjög eftir stærð, þyngd og líkamlegu ástandi sé fráleitt að taka þess háttar áhættu. Einn sérfræðingur lætur hafa eftir sér að við 0,7 pró- mill verði eins konar „alkóhól- sprenging" í líkamanum. Um þetta deila Þjóðverjar semsé. Og það er ekki víst að mörkin verði lækkuð. Til þess þarf bæði samþykki ríkisstjómar og þings. „Hún sagði aó Elvis líkaði betur Irímerkið af sér ungum“ Blaöafulltrúi bandarísku póststof- unnar haföi þetta eftir miöli, sem kvaöst hafa náö sambandi viö rokk- kónginn aö handan. Fyrirhugaö er aö gefa út frímerki með mynd af Elvis Presley vestra. Fullkomió hjóna- band Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Letterman fagnaöi trúlofun Teddy Kennedy og Victoriu Reggie. „Ég held aö hann hafi gott af því aö hafa konu á heimilinu. Og ég held aö honum sé ekki síöur hollt að hafa lögfræöing á heimilinu." Hin tilvon- andi brúður er lögfræðingur. Aldrei of seint Dorothy Ries, 67 ára gömul ekkja í Tulsa í Oklahóma, hefur höfðaö 2,3 milljaröa króna skaðabótamál gegn Robert Tilton, sjónvarpsklerki í Tex- as. Undanfariö ár hefur hann sent hvert bréfið á fætur ööru til látins eiginmanns Dorothy, þar sem hann býöst til þess aö biöja fyrir heilsu hans og fer um leiö fram á 1.000 dala (jafnvirði tæpra 60.000 króna) framlag til safnaðar síns. Óskiljanleg tregða Yfirmaður feröamála í Líbýu, Ali S. al-Gammoudi höfuösmaður, lýsti í liðinni viku yfir furöu sinni á því hversu fáir vestrænir ferðamenn heimsæktu sumarleyfisparadísir Lí- býu: „Hér er allt í lagi. Viö skiljum ekki hvers vegna fólk kemur ekki." ERLENT SJÓNARHORN JEANE KIRKPATRICK Lok Kalda stríðsins í hinum frjálsa heimi Kosningar em mál málanna í Suður-Afríku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Israel á þessu ári. Kosningar hafa alltaf orðið til þess að skerpa pólitískar andstæður og þær „neyöa“ fólk til að gera upp hug sinn til grundvallaratriða, sem það leiðir hugann ekki að dags daglega. En hinu má ekki gleyma að þetta em fyrstu kosn- ingamar eftir lok Kalda stríðs- ins. Hin gamla hugmyndabar- átta hefur breyst, nýr vandi kall- ar á nýjar lausnir og enginn — hvorki flokkar né ríki — kemst upp með að láta sitja við sama og verið hefur. Því má ekki gleyma að lok Kalda stríðsins höíðu víðtæk áhrif á hinn fijálsa heim, rétt eins og hinn ófrjálsa, sem nú er óðum að aðlagast ný- fengnu frelsi. Mikilvægustu kosningamar vom án vafa í Suður-Aftíku, þar sem kosið var um framtíð ríkis- ins. F.W. De Klerk sýndi fá- dæmahugrekki með því að boða til kosninganna. Hann veðjaði öllu sínu á að niðurstaða kosninganna yrði eins og kom á daginn. Hvíti minnihlutinn féllst á að hann einn gæti ekki haldið um stjómvölinn lengur. Flestar kosningar snúast þó ekki um svo mikilvæg málefni. Enginn gerir til að mynda ráð fyrir að kosningamar í Banda- ríkjunum og Bretlandi gerbreyti stjórnarfarinu. Þrátt fyrir það munu kosningamar bera mark af gerbreyttu pólitísku landslagi í löndunum tveimur. Margaret Thatcher og Ron- ald Reagan stýrðu í raun pólit- ískri umræðu um margra ára skeið og nú hefur Thatcher fet- að í fótspor Reagans og dregið sig í hlé. Með Thatcher hverfur heil kynslóð breskra stjóm- málamanna. Geoffrey Howe, Michael Foote og Dennis Healy hafa allir sest í helgan stein. Eðli breskra stjómmála hefur þegar breyst. Valið stendur ekki milli jafnmikilla andstæðna og áður: breskir kjósendur munu velja verkstjóra ffemur en leiðtoga. „ Gömlu lýðrœðisríkin geta líka búist við nýrri tegund frambjóðenda og óvœntum úrslitum. “ Hið sama er upp á teningnum í Bandaríkjunum. Árið 1988 náði George Bush kjöri sem „Reagan II“. Þann leik gæti Bush ekki (og vildi ekki) leikið í ár. Hann er sinn eigin maður núna og þarf að skilgreina sjálf- an sig upp á nýtt í takt við breyttar forsendur, sem em ger- ólíkar þeim, sem hann hefur fengist við undanfama tvo ára- tugi. Bush þarf í raun að búa til nýjan flokk. Á hinn bóginn þurfa demókratar að gera slíkt hið sama, því þeir hafa engar lausnir á reiðum höndum og virðast í raun ekki gera sér glögga grein fyrir því hver hin nýju viðfangsefni em. I Bandaríkjunum og á Bret- landi þarf að byggja ný stjóm- málakerfi á grundvelli hins gamla. I Frakklandi er það hins vegar sjálf undirstaðan, sem er að breytast. Sigur öfgamanna — Front National sem um- hverfisvemdarsinna — og herfilegur ósigur sósíalista mun að líkindum verða til þess að Franfois Mitterrand Frakk- landsforseti mun leggja áherslu á að keyra í gegn nýja kosninga- löggjöf, sem byggja mun á hlut- fallskosningu, fyrir þingkosn- ingamar á næsta ári. Margir Frakkar mega ekki hugsa þá hugsun til enda að hlutfallskosning taki að nýju við af einmenningskjördæmun- um. Þeir óttast að stöðugleiki fimmta lýðveldisins, sem de Gaulle kom á laggimar, muni glatast og Frakkland verði enn á ný óstjómhæft. Þetta þarf ekki að fara svona, en möguleikamir á mikilvægum breytingum em meiri nú en þeir verða eftir ára- tug, jafnvel þó svo bæði forset- inn og þingmeirihlutinn haldi velli. I Israel er óvenjumikið í húfi í komandi kosningum. Með því að gera landnámsstefnu Israels- stjómar að aðalatriði í samskipt- um ríkjanna hefur Bush Banda- ríkjaforseti neytt ísraela til að gera upp á milli ísraels Biblí- unnar og vináttunnar við Bandaríkin. Þessi valþröng olli falli sam- steypustjómar Yitzhaks Sham- irs og þar af leiðandi komandi kosningum. Það er hins vegar engan veginn gefið að að þeim loknum verði mynduð ríkis- stjóm, sem er þess umkomin að fást við vandann, velja á milli og halda stjóminni saman. Allar þessar kosningar stýrast að meira og minna leyti af lok- um Kalda strfðsins. Það var Aíríkönum í Suður-Aftíku ekki jafnmikilvægt og áður að verja ríkisvald sitt eftir að Afríska þjóðarráðið glataði stuðningi Sovétríkjanna og leppa þeirra. í augum George Bush er Israel ekki jafnmikilvægt öryggis- hagsmunum Bandaríkjanna og áður þegar Sovétríkin sóttust leynt og ljóst eftir áhrifum í Miðausturlöndum og ísrael var eini ömggi bandamaður lýð- ræðisríkjanna. Á hinn bóginn urðu lánsábyrgðir Bandaríkja- stjómar Israelum mun nauðsyn- legri eftir að sovéskir gyðingar fengu loks ferðaífelsi. I Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi hafa gamlar ástæður samstöðu vikið fyrir nýjum áherslum, sem kjósendur taka afstöðu til á annan hátt en áður. Gömlu lýðræðisríkin geta þess vegna líka búist við nýrri tegund frambjóðenda og óvæntum úrslitum. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuöu þjóöunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.