Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Styrkir ríkisins til listamanna 108 stöðugildi listamanna á launum hjá ríkinu Á síðustu fimm árum hafa 469 einstaklingar fengið ýmiss konar lisiamannastyrki úr ríkissjóði. Alls nema styrkirnir um 325 milljónum. Þeir sem fá hæstu styrkina fá um 50 þúsund krónur á mánuði úr ríkissjóði fyrir utan tekjur sem þeir hafa af vinnu sinni. Það er því hægt að líta á þá sem nokkurs konar ríkislistamenn. Styrkhæstu myndlistarmennirnir 1. Sigurður Örlygsson 2.136.000 2. Guðrún Kristjánsdóttir 1.438.000 3. Georg Guðni Hauksson 1.274.000 4. Magnús Kjartansson 1.224.000 5. Hulda Hákon 1.199.000 6. Elías B. Halldórsson 1.181.000 7. Gestur Þorgrímsson 1.141.000 8. Ásgeröur Búadóttir 1.053.000 9. Sverrir Ólafsson 989.000 10. Tumi Magnússon 984.000 Ingólfur Arnarsson 984.000 Allar upphæöir eru á verölagi dagsins í dag. Styrkhæstu rithöfundarnir 1-3 .Hannes Pétursson 3.785.000 Indriði G. Þorsteinsson 3.785.000 Matthías Johannessen 3.785.000 4-5. Svava Jakobsdóttir 3.197.000 Thor Vilhjálmsson 3.197.000 6-7.Stefán H. Grímsson 2.967.000 Þorsteinn frá Hamri 2.967.000 8. Vigdís Grímsdóttir 2.937.000 9. Guðbergur Bergsson 2.819.000 10. Steinunn Sigurðardóttir 2.656.000 Allar upphæöir eru á verölagi dagsins í dag. Styrkhæstu tónlistarmennirnir 1. Jón Nordal 3.785.000 2. Leifur Þórarinsson 1.645.000 3. Sigrún Eðvaldsdóttir 1.629.000 4. Sigfús Halldórsson 1.303.000 5. Hallgrímur Helgason 1.252.000 6. FinnurTorfi Stefánsson 1.170.000 7. Gunnar R. Sveinsson 1.152.000 8. Snorri Sigfús Birgisson 1.147.000 9. Atli Heimir Sveinsson 1.043.000 10. Jónas Tómasson 1.039.000 Allar upphæöir eru á verölagi dagsins í dag. Styrkir sem ríldð hefur veitt listamönnum beint skiptast í fernt; heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis, listamannalaun, laun úr Rithöf- undasjóði og starfslaun lista- manna. Arið 1987 námu þessir styrkir samtals 54,3 milljónum á verð- lagi dagsins í dag. í fyrra voru þeir komnir upp í 70,4 milljónir. A þessu fimm ára tímabili voru styrkir veittir til 469 ein- staklinga og fengu flestir þeirra einhverja styrki oftar en einu sinni. Það lætur því nærri að fimmhundruðasti hver Islend- ingur hafi fengið einhvers konar listamannastyrk á síðustu fimm árum. Styrkimir vom mjög misháir. Allt frá 3 milljónum og 785 þúsundum og niður í rúmar 82 þúsund krónur. Ef þessum fjár- hæðum er skipt niður á mánuði hafa þeir styrkhæstu haft að meðaltali 75.700 krónur á mán- uði frá ríkinu. Þeir sem hafa borið minnst úr býtum hafa hins vegar ekki verið með nema um 1.653 krónur á mánuði. UNGIR MENNINNAN UM LÍFEYRISÞEGANA í HEIÐ- URSLAUNUNUM Hæstu styrkimir eru veittir sem heiðurslaun listamanna. Ar- ið 1991 fóm 14 milljónir til 18 listamanna. Það má segja að þeir skiptist í tvo hópa. Annars vegar eru aldraðir listamenn sem í raun hafa lokið starfsferli sínum. Meðal þeirra má nefna af heiðurslaunalistan- um frá í fyrra; Halldór Laxness, Finn Jónsson, Man'u Markan og Jóhann Briem. Sú er enda skoðun margra að heiðurslaunin séu í raun lífeyrissjóður stærstu listamanna þjóðarinnar. Þar sem þeir tengdust engum lífeyris- sjóði á starfstíma sínum sé eðli- legt að ríkið greiði þeim lífeyri að launum fyrir framlag þeirra til listarinnar. Hinn hópur listamannanna á heiðurslaununum er hins vegar enn í fullu fjöri. Meðal þeirra má nefna Matthías Jóhannes- sen, Hannes Pétursson, Indriða G. Þorsteinsson og Jón Nordal. Það er ekki hægt að líta á styrki til þessara manna sem lífeyris- greiðslur. Einn þeirra, Jón Nor- dal, er meira að segja á launa- skrá ríkisins sem skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. í samantekt yfir styrkhæstu listamennina hér á síðunni eru því heiðurslaun yngri mannanna tekin með öðmm styrkj- um til starfandi lista- manna. Það dugir þeim til að verða efstir, hver í sínum flokki. Nú um áramót voru tveir nýir listamenn teknir upp í heiðursflokk Alþingis; þau Thor Vil- hjálmsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Sú ákvörðun bendir til að ekki sé ætlunin að breyta heiðurslaunum alfarið í lífeyrisgreiðslu- sjóð. SJÁLF LISTA- MANNALAUNIN HAFA VERIÐ LÖGÐ AF I fyrra voru lista- mannalaun veitt í síðasta skipti. I ár verða þeir fjármunir sem voru lagðir til þeirra felldir inn í starfslaunasjóði listamanna. Þeir munu því renna til færri, sem fá að sama skapi hærri upphæðir í hendur. Þeir sem á annað borð fengu listamannalaunin gömlu fengu þau út æv- ina. Hvert ár fengu um eitt hundrað manns launin. Arið 1987 námu þau um 111 þúsundum króna að núvirði en í fyrra voru þau komin niður í um 82 þúsund krónur. Vegna lítillar endur- nýjunar var lítið af yngri lista- mönnum á listanum yfir þá sem fengu listamannalaun í síðasta skipti í fyrra. Meðalaldur styrk- þeganna var líklega nálægt 70 ámm. Mjög fáir yngri en fímm- tugt hrepptu hluta af þeim. Listamannalaunin voru veitt af þingskipaðri nefnd. RITHÖFUNDARNIR FÁ LANGHÆSTU STYRKINA Fyrir utan heiðurslaun Al- TOPPARN I R I TONLIST Leifur Þórarinsson Sigrún Eðvaldsdóttir Indriði G. Þorsteinsson Hannes Pétursson Matthías Johannessen þingis og listamannalaun geta listamenn fengið styrki úr tveimur áttum; úr Launasjóði rithöfunda annars vegar og starfslaun listamanna hins veg- ar. I fyrra voru veittar 25 millj- ónir úr Launasjóði rithöfunda en 22,5 milljónir í gegnum starfs- laun rithöfunda. Fyrir fimm ár- um var munurinn á þessum sjóðum meiri. Þá fékk Rithöf- Einar Már Guðmundsson, Pét- ur Gunnarsson og Birgir Sig- urðsson. Allt þetta fólk var með meira en 50 þúsund krónur á mánuði úr ríkissjóði að meðal- tali á þessu fimm ára tímabili. TÓNLISTARMENN OG M YNDLIST ARMENN FÁ EINNIG DRJÚGA STYRKI Tónlistarmenn og myndlistar- Sigrún Eðvaldsdóttir fékk rétt örlitlu minna en Leifur. 108 STÖÐUGILDI í LIST- INNI Þéssir styrkir úr ríkissjóði segja ekkert til um laun lista- mannanna. Þeir hafa að sjálf- sögðu tekjur af vinnu sinni og leggjast styrkimir ofan á þær. Þeir eru óafturkræfir. Þótt rit- undasjóðurinn helmingi meira fé til ráðstöfunar en rann til starfslaunanna. Það sýnir vel hversu öflugur Rithöfundasjóðurinn hefur verið að af þeim 84 listamönnum sem fengu eina milljón eða meira í styrk úr ríkissjóði vom 63 rit- höfundar. Þeir rithöfundar sem fá mest úr Rithöfundasjóðnum, Thor Vilhjálmsson og Svava Jakobs- dóttir, fengu samtals 3 milljónir 197 þúsund krónur á þessu fimm ára tímabili ef listamanna- laun þeirra eru talin með. Ef þessari upphæð er skipt niður í mánaðarkaup fengu þau um 64 þúsund krónur á mánuði frá rík- inu. Þeir sem á eftir fylgja fengu lítið eitt minna; Þorsteinn frá Hamri, Stefán Hörður Gríms- son, Vigdís Grímsdóttir, Guð- bergur Bergsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Þórarinn Eldjárn, menn skipta með sér starfslaun- um listamanna, þótt einn og einn rithöfundur slæðist með í úthlutun úr þeim sjóð. Eins og áður sagði hefur hann verið að sækja í sig veðrið á undanfom- um ámm og er nú aðeins um 10 prósentum minni en Rithöf- undasjóðurinn. En vegna þess hversu ntiklu minni hann var í upphafi þess fimm ára tímabils sem hér er skoðað standast tón- listar- og myndlistarmenn engan samanburð við rithöfundana í þessari samantekL Sigurður Örlygsson hefur fengið hæstu styrkina í gegn- um starfslaun listamanna eða 2 milljónir og 136 þúsund krónur. Það gera um 42.700 krónur á mánuði að meðaltali. Fyrir utan Jón Nordal, sem fær heiðurslaun Alþingis, er Leifur Þórarinsson styrkhæsti tónlistarmaðurinn. Hann fékk á tímabilinu 1 milljón og 645 þúsund krónur eða um 32.900 krónur á mánuði að jafnaði. höfundur skrifi margfalda met- sölubók á styrk frá ríkinu greiðir hann styrkinn ekki til baka. Eins og áður sagði veitti ríkið samtals um 325 milljónir í styrki sem renna beint til lista- manna á þessu fimm ára tíma- bili. Ef reikna ætti út hvað það eru mörg stöðugildi væri ekki ósanngjarnt að reikna með lægstu launum til listamannanna þar sem þau leggjast ofan á önn- ur laun. Miðað við 50 þúsund krónur á mánuði heldur ríkið því úti um 108 stöðugildum listamanna. Það em fleiri stöðu- gildi en flestar stofnanir ríkisins geta státað af. Hins vegar eru þessi stöðu- gildi setin af 469 einstaklingum. Margir þeirra verða því að sætta sig við að fá aðeins hlutastarf í listinni frá ríkinu á meðan aðrir sitja þar í fullu starfi. Gunnar bman tgiisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.