Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Á L I T Eigum við að senda 30 manns á umhverfisráð- stefnuna í Ríó? Miklar umræður hafa spunnist um fyrir- hugaða þátttöku íslendinga á umhverfis- málaráðstefnu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ekki snúast þó umræðurnar um hvort við eigum að senda fulltrúa til Brasilíu heldur hvað tilhlýðilegt sé að senda marga. ÞÓRODDUR ÞORODDSSON, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs „Við eigum mikinn hóp duglegra manna í undir- búningsvinnu í New York þessa dagana og ég tel nægjanlegt að taka þátt í Iokaráðstefnunni í Ríó á táknrænan hátt með því að senda forseta, umhverf- isráðherra og annaðhvort utanríkis- eða forsætis- ráðherra ásamt tveimur aðstoðarmönnum." PÁLL LÍNDAL, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti „Mér er ókunnugt um að búið sé að ákveða nokkuð um fjölda þátttakenda á þessum fundi í Ríó. En að senda 30 fulltrúa held ég að sé nokk- uð mikið í lagt.“ BIRGIR ÞORÐARSON, umhverfis- skipulagsfræðingur hjá Hollustu- vernd „Ég sé ekki nokkra ástæðu til að senda 30 en það væri ágætt að senda 3. Ég er í stjóm Landvemd- ar og við höfum fylgst mjög vel með undirbún- ingi áhugasamtaka vegna þessarar ráðstefnu, og við erum líklega búnir að samþykkja það að senda engan til Ríó til að dansa samba. Hins vegar hef ég lagt til í stjóm Landverndar að í stað þess að senda mann ættleiðum við 20 munaðarlaus börn í Brasilíu. Þeir peningar sem myndu fara í ferðina nýtast ömgg- lega vel hjá einhverri góðri stofnun í Brasilíu." rkk d-k EYÞOR EINARSSON, deildarstjóri grasafræðideildar Náttúrufræðistofnunar Islands „Ég hef enga trú á því að það fari 30 manns. Ég vil segja því miður, því svona ráðstefna var síð- ast haldin fyrir 20 áruni og miðað við hvað þetta er mikilvægt málefni - og ef gera má ráð fyrir að verði 20 ár í þá næstu - finnst mér sjálfsagt að senda myndarleg- an hóp sem spannar það svið sem þama á að ræða. Við ættum að taka þarna þátt af fullri einurð og alvöru.“ PALLBERGÞORSSON veðurstofustjóri „Eins og spumingin er lögð upp finnst mér aðal- áherslan vera á töluna, ég skal ekki leggja dóm á hana. Það kann að vera að það mætti komast af með minni fjölda. En hitt er annað mál að ég held að það sé ekki verr varið peningum í þetta en fjöldamörg önnur ferðalög, til þess að taka þátt í þessu þýðing- armikla starfi bæði fyrir okkur og aðra.“ SIGHVATUR BJARNASON er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og hyggur á fiskkaup frá spænskum skipum til að gera fiskvinnsluna arðbærari og auka veltu fyrirtækisins. Hann virðist með nýjum hugmyndum vera að rjúfa einangrunarstefnu þá sem einkennt hefur hugarfar flestra í íslenskum sjávarútvegi. Hráefnismarkaðurinn er allur heimurinn „Ég held að ef íslenskur sjáv- arútvegur á að lifa af eins og staðan er í dag, á tímum aflasam- dráttar og þarafleiðandi lægri tekna fiskvinnslunnar, þurfi að koma til nýjar leiðir. Á sama tíma er skuldahliðin sú sama - fer heldur vaxandi en hitt - og vaxtakostnaður heldur hærri en gerist víða annars staðar. Menn verða að leita eftir öðmm mögu- leikum en gefist hafa til þessa. Fyrir okkur er mjög fýsilegur kostur að kaupa afla erlendra skipa, því veiðar á Islandi em stað- og árstíðabundnar sem ger- ir reksturinn erfiðari. Af þeim sökum emm við með fólk á launum ákveðinn hluta ársins við að gera ekki neitt, en með þessu viljum við lágmarka tapið á haustmánuðum um leið og við vinnum að þvf að keyra veltu fýrirtækisins upp. Þannig reyn- um við að ná endum saman svo við getum greitt þær skuldir sem þarf að greiða." — Þessar hugmyndir eru þá ákveðin lausn sem þú ert leita eftir til að leysa vanda Vinnslustöðvarinnar? , Já, jretta sjáum við sem lausn fyrirokkur." —- Sérðu þetta fyrir þér sem leið sem önnur fiskvinnslufyr- irtœki gœtu tileinkað sér? „Það verður hver og einn að meta fýrir sig. Fyrir okkar fýrir- tæki er þetta góð lausn að mörgu leyti, þvf við rekum verslun sem selur matvömr til heimila og út- gerðar og með þessu fáum við aukna veltu þar. Einnig emm við með viðhaldsdeild sem við get- um eflt með því að þjónusta þessi skip.“ — Nú hugsum við yfirleitt um (slenskan fisk sem slíkan og annanfisk sem eitthvað allt annað. Erftskur ekki barafisk- ur? „Nei, það er nú ekki svo ein- falt. Islenskur fiskur hefur getið sér gott orð og varan er góð. Hins vegar emm við með góða tækni og gott starfsfólk, sem ekki skiptir svo litlu máli. Með því að nýta það getum við reynt að ná út svipuðum gæðum úr öðmm fiski en okkar.“ — Getum við eyðilagt fyrir okkur sjálfum efokkur mistekst það? „Nei, því sá fiskur yrði aldrei seldur sem íslenskur ftskur. Það gengi aldrei upp. Þessi ftskur þarf að eiga sitt uppmnaland og þarafleiðandi myndum við aldrei selja hann undir sama vömmerki og þann íslenska." — Hefurðu orðið var við sterk viðbrögð við hugmynd- um þínum frá aðilum innan fiskvinnslunnar eða útvegs- BÆTIFLÁKAR OLAFSFIRÐINGAR OF FÍNIR „77/ dœmis lítur út fyrir að Olafsfirðingar, sem nýlega hafnarskilyrði á Ólafsfirði eru kolómöguleg og höfnin fyllist jafnóðum af sandi! A Dalvík, við hinn eiuiann á göngunum, er besta höfnin við Eyjafjörð, en Ólafsfirðingar eru auðvitað of fínir menn til að sœkja fiskinn sinn eða fragtina þangað eftir malbikuðum vegi. “ Ólafur Þ. Stephensen í grein í Mogganum. Bjarni Grímsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði: „Þetta em sleggjudómar sem slegið er fram að óathuguðu máli og þetta er fullt af fordóm- um og rangsnúningi. Það er ekki malbikaður vegur á milli Ólafs- fjarðar og Dalvíkur og þótt ég vilji ekki rífast um kostnað ganganna þá fer hann ekki með rétta tölu. Það hefur aldrei staðið til að leggja höfnina hér niður þótt samgöngur yrðu bættar.“ BLINDFULLIR UNGLINGAR „Viðsitjum uppimeðóagaða unglinga sem vita ekki svo gjörla hvað þeir eiga að aðhaf- ast fyrir utan að hanga í sjopp- um og billjarðstofum og detta„íðað“, helst þrisvar í viku. Leiðir þetta síðan af sér alls konar stœla (sem síðaryfir- fœrast í umferðina) svo sem að berjafólk (eins og hverja aðra ruslakassa) og stinga íþað hnífi (eins og það vœri stólbök í strœtisvagni).“ Oddur Björnsson rithöfundur, grein um umferðarmenningu í DV. Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs: „Mér finnst undarlegt að spyrða saman hluti sem eru al- gjörlega óskyldir. Ég held að fullorðna fólkið ætti að líta í eigin barm. Ég hélt það væri liðin tíð að setja samasem- merki á mílli vandamála og unglinga." FÁNINN DAUÐUR HLUTUR „Margar þjóðir nota fána sína til að skreyta umbúðir sínar og gefa þeim þjóðlegt yfirbragð. Hvað er betri landkynning en þjóðfáninn? Látum ekki úreltar reglur og þjóðrembu draga úr möguleikum á að kynna vöru okkar. Þjóðfáninn er dauður hlutur en hann getur verið jafn virtur þótt hann skarti á ein- hverjum framleiðsluvörum okk- ar. “ Einar Sigurðsson, lesendabréf í DV. Guðmundur Benedikts- son í fánanefnd: „Þetta er náttúrlega sjónar- mið. Við höfum verið spör á þetta, en þó hefur það ekki verið undantekningalaust. Þetta hefur verið heimil- að ef um er að ræða þýð- ingarmikla útflutning- svöru. Ég hef bent mönn- um á að þeir geti náð sama árangri með því að nota fánalitina í borða og þeir hafa yfirleitt fallist á það.“ HVAÐA B-KEPPNI? „Niðurstaðan afþeim athug- unum var í sem allra stystu máli sú, að fólk hafði ekki hugmynd um keppnina og var nákvœm- lega sama hvernig hún fœri. Reyndar fann Vtkverji leigubíl- stjóra nokkurn sem hafðipata af keppninni, sá hafði séð keppn- ina auglýsta í íþróttahúsi og hafði mestar áhyggjur afþví að körfuboltaœfingar sonar hans féllu niður vegna þessa hand- bo!ta.“ Víkverji Mbl. sem kannaði áhuga Austurríkismanna á b- keppninni. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ: „Ég veit ekki hversu um- fangsmikil þessi vett- vangskönn- un Víkverja var, en mér finnst þessi skrif óá- byrg. Það er mikil umfjöllun um keppnina, forsíður og íþróttasíður undir- lagðar. Það hjálpar mikið að Austurríkismönnum hefur gengið vel. f dagskrárblaði sem hér er dreift eru ávörp frá ráðherrum og forseta landsins og leikjum Austurríkismanna er sjónvarpað beint. Við verð- um ekki varir við annað en að hér sé ágætur áhugi á hand- boltanum.“ geirans? „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið sterk viðbrögð frá aðilum innan útvegsgeirans. Þau við- brögð sem ég hef fengið frá aðil- um innan fiskvinnslunnar eru já- kvæð og er litið á þessar hug- myndir sem besta mál, því þetta er að mörgu leyti sameiginlegt vandamál okkar sem að þessu stöndum. Menn eru að reyna að vinna sig út úr vandanum og koma rekstrinum á réttan kjöl. Við verðum að horfa til þess að hráefnismarkaður okkar er allur heimurinn en ekki 200 mílumar umhverfis ísland.“ —Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Verður þróunin meira í þá átt að við lítum á markaðina sem alþjóðlega? , Já, ég er sannfærður um það. Sérstaklega í ljósi þeirrar þróun- ar sem átt heftir sér stað í Evr- ópu. Nú eru ungir menn með aðrar hugmyndir að taka við. Það er ný kynslóð að leysa af vissa kynslóð sem staðið hefur í ströngu um áratugaskeið. Yngri kynslóðin þarf að koma með ferskar hugmyndir inn í umræð- una. Við verðum að finna nýja markaði til að nýta þær fjárfest- ingar sem lagt hefur verið út í, en við megum ekki gleyma því að það er ekki sama hveijir hráefri- ismarkaðimir eru. Við megum ekki gleyma því að þessi fiskur er veiddur hvort eð er og ef við nýtum hann ekki þá gerir ein- hver annar það.“ — Er eitthvað sem þú telur mikilvœgt að komi fram í lok- in? „Við í sjávarútvegi erum að reyna að ftnna lausnir til að standa við skuldbindingar okkar. Til þess þurfum við að finna leiðir svo ekki þurfi að loka frystihúsunum. Við verðum að fá frið til að vinna að því án þess að menn, sem eiga jafrivel engra hagsmuna að gæta og hafa tak- markað vit á því sem þeir eru að tala um, fetti fingur út í það. Ósk þeirra virðist vera að reyna að gera sem flest fyrirtæki í grein- inni gjaldþrota. Við erum orðnir þreyttir á þessari umræðu og viljum starfa í friði til að geta byggt upp fýrirtæki í stað þess að eltast við tékkheftið alla daga.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.