Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 F Y R S T F R E M S T GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON. Sá fram á hálfgert atvinnu- leysi. VÍGLUNDUR PORSTEINSSON. Guömundurstuddi hann og hann studdi Guðmund á móti. GUÐMUNDUR PASS- ARSINN HLUT Þegar stjómarskipti urðu í Líf- eyrissjóði verslunarmanna fyrir skömmu stóð til að Guðjón Oddsson, fulltrúi Kaupmanna- samtakanna, yrði formaður, enda komin röðin að kaupmönn- um að fá formannssætið. Fráfar- andi formaður, Guðmundur H. Garðarsson, sá hins vegar fram á hálfgert atvinnuleysi þegar hann léti af formennsku og greip til sinna ráða. Hann bauð Víg- lundi Þorsteinssyni, fulltrúa Vinnuveitendasambandsins og Félags íslenskra iðnrekenda, að styðja hann í formannssætið gegn því að Guðmundur héldi áfram sætum sínum í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Líf- eyrissjóðsins, svo sem í stjóm Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans, bankaráði íslands- banka og stjóm Fjárfestingarfé- lagsins. Þetta gekk eftir, Víg- lundur er orðinn formaður og Guðmundur sér fram á næg verkefni þótt hann sé ekki stjóm- arformaður Lífeyrissjóðsins lengur. Það mun hafa hjálpað Guðmundi í plottinu að Guðjón var af mörgum talinn óheppileg- ur í formannssætið vegna setu sinnar í stjóm Stöðvar 2 og þar- afleiðandi tengsla við Eignar- haldsfélagið og svo galt hann þess náttúrlega að vera náffændi Harðar Sigurgestssonar, for- stjóra Eimskips. MÍR BREYTIRNAFNI SÍNUÍMÍR MÍR, félagið Menningar- tengsl íslands og Ráðstjómar- ríkjanna, er ekki á því að gefast upp þótt heimsmyndin hafi snú- ist á hvolf. Eftir nokkra tilvistar- kreppu hefur félagið gengið í endumýjun lífdaga, þótt ennþá sitji reyndar sama fólkið í stjóm- inni og forðum. Á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn var um síð- ustu helgi, var ákveðið að breyta lögum félagsins. Það heldur nú ekki lengur uppi tengslum við Ráðstjómarríkin sálugu, heldur er markmið þess að „vinna að sem víðtækustum menningar- legum samskiptum Islendinga annars vegar og hins vegar Rússa og annarra þjóða, er byggja þau lönd sem áður vom innan Ráðstjómarríkjanna". Með þessari lagabreytingu er félaginu semsagt kleift að halda sínu ágæta nafni, MIR, sem kvað þýða „friður“ á rússnesku. Og stjómin heldur sér líka óbreytt, hún var öll endurkjörin á aðalfundinum. Formaður er sem fyrr Ivar H. Jónsson, fjármála- stjóri Þjóðleikhússins, Gunn- laugur Einarsson er varafor- maður, en aðrir í stjóm eru Bergþóra Einarsdóttir, Einar D. Bragason, Guðmundur Bjarnleifsson, Helgi Kristjáns- son, Jóhann Björnsson, Jón Steinsson, Kristján Andrés- son, Kristján Þorkelsson, Margrét Guðnadóttir, Ragn- hildur Rósa Þórarinsdóttir, Sig- rún Guðmundsdóttir, Stefán G. Vigfússon og Vilborg H. Krist- jánsdóttir. Athyglisverð klásúla er reyndar í hinni nýju stefnuskrá félagsins. Fyrir utan að efla menningartengsl er það einnig markmið MIR „að varðveita og kynna eftir því sem við á þau margvíslegu gögn um fyrrum Ráðstjómarríki, sem í eigu fé- lagsins eru“. GLATT Á HJALLA HJÁ KÚBUVINUM Kúbuvinir standa náttúrlega ekki á jafnmiklum tímamótum og gamlir Sovétvinir, enda hang- ir Fidel Castró ennþá í embætti. Vináttufélag fslands og Kúbu ætlar að gleðjast á laugardaginn í tilefni þess að liðin em tuttugu ár frá því félagið var stofnað. Fyrr um daginn verður haldinn aðal- fundur, en ekki er vitað til þess að þar verði teknar neinar ákvarðanir sem eiga eftir að marka spor í söguna, hvað þá PÉTUR SKEAAMTIR SÉR MEÐ KRAFTAJÖTNUM „Margir okkar höfðu ekki séð þennan mann, bara kynnst honum í gegnum fjölmiðla. Við höfð- um hins vegar heyrt að þetta væri skemmtilegur og litríkur náungi," segir Sigurður Gestsson, for- svarsmaður vaxtarræktarmanna á Akureyri. Fé- lag þeirra hélt árshátíð um síðustu helgi og bauð þangað sem heiðursgesti sjálfum Pétri Péturs- syni lækni, sem hefur orðið frægur fyrir aníTað en að tala hlýlega um kraftajötna. „Pétur brást okkur heldur ekki,“ segir Sigurður. „Hann var geysilega skemmtilegur, flutti prýði- lega ræðu og fór með kveðskap eftir sjálfan sig. Þetta er bráðskemmti- legur náungi.“ ;— En var þá saminn friður milli kraftamanna og Péturs? „Þeir eru fáir hér fyrir norð- an sem hafa átt í stríði við hann. Það hafa aðal- lega verið sunnan- menn. Hins vegar bað hann menn afsökunar á orðum sem hann hafði látið falla og sagði að hann hefði talað heldur ónákvæmt Hann tók ekki orð sín aftur, en sagði að þau hefðu getað komið illa við ýmsa sem áttu enga sök.“ — Nú virðist ætla að verða framhald á mála- rekstri kraftlyftingamanna gegn Pétri? „Við erum auðvitað ekki sáttir við ummæli hans. Hins vegar emm við á því að þetta mál megi falla niður. Þetta fer að verða nóg. Við kæmm okkur ekki um að vera á milli þótt einhveijir fyrir sunnnan séu í stríði við Pétur." Þess má svo geta að á árshátíðinni var Pétri lækni afhent mánaðarkort í Vaxtarræktina á Ak- ureyri. Það gildir fýrir aprílmánuð. „Við bíðum spenntir eftir að sjá hann,“ segir Sigurður Gests- son. koma stjómvöldum á Kúbu í opna skjöldu. Sérstaklega velkomnir á árs- hátíðina em boðnir þeir sem hafa tekið þátt í vinnuferðum til Kúbu, en félagið hefur staðið fyrir þeim síðan 1973. Þeir fá að hlýða á ávarp formanns Vináttu- félagsins, Ingibjargar Har- aldsdóttur rithöfundar, en einn- ig tölu Emils Hannesar Val- geirssonar sem hann nefnir „Kúbuferðin mín“. Þvínæst flytja Guðmundur Hallvarðs- son gítarleikari og Steinunn Sveinbjarnardóttir söngkona lög eftir sænska skáldið Bell- man. Loks verður kúbanskt diskótek, en þó ekki nema til miðnættis. Árshátíðin verður haldin í MIR-salnum við Vatnsstíg. ÍSLENDINGAR FUNDU UPP SKÁLD- SÖGUNA „Þetta er mikil list. Á óblíðri eyju, í myrkri og roki, fundu Is- lendingar upp skáldsöguna.“ Þetta skrifar blaðamaður þess víðlesna franska tímarits L’Evénement du Jeudi f tilefni af víkingasýningunni miklu sem hefst í París næstkomandi mið- vikudag, 1. apríl. Hann spyr hvemig þjóð sem enn þann dag í dag hafi ekki fleiri íbúa en miðl- ungsbær í Frakklandi hafi getað skrifað þessi meistaraverk heimsbókmenntanna, íslend- ingasögumar? Og honum verður reyndar svarafátt, eins og fleir- um. Hann vitnar í Jorge Luis Borges, þann snjalla rithöfund frá Argentínu, sem hafði mikla ást á Islendingasögum. Borges mun hafa skrifað að þessi upp- götvun — sögumar, skáldsagan íslenska — hafi haft álíka litla þýðingu fyrir afdrif heimsins og fundur Vínlands. Blaðamaðurinn franski kvart- ar sáran yfrr því hversu lítt Is- lendingasögumar séu kunnar þar í landi, hann segir að þekkingar- og sinnuleysið sé eins og ífosið Atlantshaf. Ymsar þýðingar séu reyndar til en þær hafi farið hljótt. Þetta stangast reyndar svolítið á við það sem oft má lesa og heyra í fjölmiðlum hér — að Islendingasögur séu hafð- ar í miklum hávegum í útlönd- um. Víkingasýningin er haldin í glæstustu sýningarhöll Parísar og virðist ætla að vekja mikla at- hygli. I tengslum við sýninguna verður líka haldið málþing um vflcingatímann og þar fær Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Handritastofnunar, það hlutverk að halda nafni sagnanna á lofti ásamt Régis Boyer, prófessor við Sorbonne-háskóla. EFTIRSÓTT STAÐA FLUGMÁLASTJÓRA Staða flugmálastjóra virðist vera eftirsótt hnoss og kváðu all- margir hafa sýnt henni áhuga, en sem kunnugt er sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri nýlega upp störfum. Þrír menn em eink- um taldir líklegir eftirmenn Pét- urs, þeir Haukur Hauksson varaflugmálastjóri, Þorgeir Pálsson, verkfræðiprófessor við Háskóla íslands, og Sigfús Er- lingsson hjá Flugleiðum vestan- hafs. En fleiri em nefndir til sög- unnar og taldir hafa áhuga, til að mynda þeir Grétar Óskarsson, framkvæmdastjóri loftferðaeftir- lits, Erling Aspelund, ráðgjafi hjá Sambandinu, Guðjón Peter- sen, framkvæmdastjóri Al- mannavama, Guðbjörn Charl- esson, umdæmisstjóri flugmála- stjómar á Vesturlandi, og Þor- steinn Þorsteinsson, flugvéla- verkfræðingur og fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Amarflugi. Umsóknarfrestur rennur þó ekki út fyrr en 10. apríl næstkomandi, en stöðuveitingin er í höndum Halldórs Blöndal. ÍVAR H. JÓNSSON. MÍR ætlar að kynna margvísleg gögn um fyrrum Ráöstjórnarríki. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR. Kúbuvinafélag- ið 20 ára og heldur sínu slriki. PÉTUR EINARSSON.Margir vilja koma í hans stað, svo embættiö hlýtur aö vera gott. SIGFÚS ER- LINGSSON. Flugleiðamönnum væri sjálfsagt ekkert óljúft að sjá hann í embætti flugmálastjóra. HALLDÓR BLÖNDAL. Umsóknarfrest- ur er til 10. apríl og þá ákveður hann. JÓNAS KRISTJÁNSSON. Heldur nafni íslendingasagna á lofti í Frakklandi. Ætlar þú að gera til- boð, Guttormur? Nei. Því sá sem gerir tilboð í átöppunarverksmiöjuna á lífsitt og limi undir því hvort forstjóra ATVR þóknast aö selja þœr teg- undir sem framleiddar veröa í verksmiðjunni. “ Nú stendur til aö selja áfengisverk- smiðju Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Guttormur Einarsson rak á sínum tíma Ámuna og stofnaði Bjórsamlagið, en rekstur þess var stöðvaður af lögreglunni. LÍTILRÆÐI FLOSI ÓLAFSSON afplatónskri ást Á löngum ferli mínum sem rithöfundur, skáld og — e.t.v. öðru fremur — dálkahöfundur hef ég ætíð bæði í ljóðum og lausu máli gert mér far um að drepa niður þar sem æðasláttur mannlegs samfélags er hvað ör- astur, kanna hvað er efst á baugi hverju sinni, vera virkur í þjóð- málaumræðu líðandi stundar og umfram allt að gaumgæfa dag- blöðin sem endurspegla gleði og sorgir mannlegrar tilvistar, lukku og lánleysi. Á hverjum morgni opnast fyrir manni óravíddir nýrra sanninda í dagblöðunum, hul- unni er bókstaflega svipt af leyndardómum sem hafa blund- að í undirmeðvitund hins upp- lýsta lesanda, en blasa svo allt- íeinu við mönnum á þrykki sem kjami málsins. Um þessar mundir eru fjöl- miðlar, hver hugsandi maður og mér er nær að halda heims- byggðin öll harmi slegin yftr hinu átakanlega skilnaðarmáli hertogahjónanna af Jórvík. Hljóður tregi setur mark sitt á heimsbyggð alla og upplýst fólk reynir að höndla sannleikann um skilnað hertogahjónanna tyrir atbeina fjölmiðla. Og hin hljóða spum brennur á háum sem lágum. Hvað fór úrskeiðis? Hvað brast? Hvemig gliðnaði ástar- samband hinna dáðu, virtu og elskuðu hertogahjóna? Og maður spyr mann. Hvar var hinn veiki hlekkur? Eða einsog skáldið sagði í kvæðinu „Söknuði": — Hvar... Ó, hvar? Menn hafa verið að geta sér þess til að glaumgosinn Steve Wyatt frá Texas haft farið uppá Söru Ferguson meðan hertoginn var að æfa stríðsleik í breska flotanum, en eftir því sem næst verður komist í fjölmiðlum munu glaumgosinn og hertog- ynjan aldrei hafa stigið skreftð til fulls, samfarir þeirra verið andlegs eðhs. Glaumgosinn heldur því nefnilega fram að samband þeirra hafi verið „platónskt", eins og það er kallað. Við skulum bara vona til guðs að svo sé. Þessi stórtíðindi öll hafa beint athygli fjölmiðla mjög að plat- ónskri ást almennt í mannlegum samskiptum. Af þeim toga er tvímælalaust frásögn DV á fimmtudaginn var af „platónsku" ástaratferli hins þrítuga Edgars Jones í St. Louis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist undir fyrirsögninni: TÁSJÚGARIÁKÆRÐUR Síðan er frá því sagt að Edgar jressi haft leikið þann leik í vetur að fara út að skokka, en fallið í þá freistni að fella ungar konur til jarðar, færa þær úr skónurn og sjúga á þeim tæmar. Þó ekki fyrr en hann var búinn að færa þær úr sokkunum lika. Atferli Edgars Jones í St. Louis hefur komið af stað ftjórri umræðu um það hvort tásog sé kynferðislegt eða platónskt at- ferli og um þetta atriði mun vera ágreiningur milli bretadrottn- ingar og hertogynjunnar af York. Birtar hafa verið í fjölmiðlum myndir af glaumgosanum frá Texas og hertogynjunni af York þar sem þau eru að sjúga tæmar hvort á öðm og em myndimar öðm fremur taldar undirstrika platónskt samband — þ.e.a.s. ef hjúin færa sig ekki úr stað. Eða einsog segir í vísupartin- um góða: —Það var semsagt þetta sem þótti helst að fi'étta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.