Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 23 STJÓRNMÁL Tillaga um kjarabœtur Og enn eru þeir að semja. Á hveiju ári sjáum við sama leik settan á svið. Verka- lýðsrekendur segja alvörugefnir, að fólk þurfí hærri laun. Atvinnurekendur svara þungbúnir, að fyrirtæki geti ekki greitt hærri laun. Þetta fólk er því miður ekki að tala hvað við annað, heldur um tvo ólíka hluti; verkalýðsrekendur um þarfir launa- fólks, atvinnurekendur um greiðslugetu fyrirtækja. Gallinn er hins vegar sá, að hvorugt er unnt að vega og meta með ein- hverri vissu, svo að hvorugt er skynsam- legt umræðuefni. Þarfir launafólks em af- stætt hugtak og umdeilanlegt, og hið sama er að segja um greiðslugetu fyrir- tækja. Fréttamenn gleypa hins vegar hrátt það, sem aðilar vinnumarkaðarins mata þá á. Þeir spyrja ekki hinna hvössu spum- inga sannra fréttahauka. Hvers vegna spyrja þeir til dæmis ekki, hvort samband sé á milli kjarabóta og kjarabaráttu? Eg fullyrði, að ekkert slíkt samband sé finn- anlegt, þegar til langs tíma er litið. Kjará- bætur hafa orðið jafnmiklar í löndum, þar sem mikill minnihluti launafólks er í verkalýðsfélögum, og í löndum, þar sem þorri launafólks er félagsbundinn. Kjara- bætur vom víða jafnmiklar, áður en verkalýðsfélög komu til sögu, og eftir það. En sé ekkert slíkt samband finnan- legt, þá gegna verkalýðsfélög í rauninni engu sérstöku hlutverki. Þá em þau tíma- skekkja. Raunvemlegar kjarabætur verða auð- vitað aðeins við eðlilega framvindu at- vinnulífsins. Fyrirtæki græða, nýjar þarfir myndast, og við þetta tvennt verða ný störf til, jafnffamt því sem laun í gömlum störfum hækka. Þetta gerist án atbeina nokkurra verkalýðsfélaga. Hvers vegna inna fréttamenn ekki verkalýðsrekendur þá, sem em daglegir gestir á sjónvarpsskjánum, eftir skoðun þeirra á því mati mannréttindanefnda í Evrópu, að félagafrelsi sé stórlega skert á íslandi? Menn verða hér að vera í verka- lýðsfélögum, hvort sem þeim Iikar betur eða verr. Allir viðurkenna, að það sé mannréttindamál að fá að stofna félög að eigin ósk. En em það líka ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að ganga úr félögum að vild, telji fólk hag sínum betur borgið með öðm? I þriðja lagi mættu fféttamenn grafast fyrir um það, hvað það kostar að reka verkalýðshreyfinguna, sem er gagnslítil eða gagnslaus til kjarabóta og skerðir auk þess félagaffelsi með því að neyða fólk til aðildar. Er þá komið að tillögu minni um kjarabætur: I stað þess að félagsgjöld renni til verkalýðsfélaga ættu þau að fara LESENDUR Leyfið hinum þreyttu og vonsviknu að koma sér burt héðan Liðlega helmingur íslensku þjóðarinn- ar er búinn að fá sig fullsaddan af skerinu, veðrinu og efhahagsógöngunum og væri til f að flytja héðan. Þetta em einhverjar bestu fréttir sem lengi hafa borist fyrir hina 112 þúsund, sem þá myndu effir sitja og gætu farið að skipuleggja alvöm vel- ferðarsamfélag. Lítum aðeins á afleiðing- ar þess ef 148 þúsund Islendingar gerðu alvöru úr því að flytja héðan. Lítum sem sagt á björtu hliðamar. HAGUR SJÁVARÚTVEGSBATNAR Það sem nú stendur íslenskum efna- hagsbata fyrir þrifum er það fyrst og fremst að það er komið þak á höfuð- auðlindina. Það er ekki hægt að auka sjávaraflann. Ef íslendingum fækkaði verulega myndi skapast hér ákjósanlegt ástand. Bátum fækkaði og sjómönnum, en hinir sem eftir yrðu fengju miklu stærri kvóta en í dag, og það myndi margbæta afkomu útgerðarinnar. Þar sem fólki fækkaði svo rösklega yrði ekkert fólk til að vinna í frystihús- um. Því myndu menn selja aflann í miklu meira mæli beint til útlanda og fá þannig mun hærra verð en fæst á inn- lendum mörkuðum. Það myndi gera út- gerðina að stórgróðavegi, sem myndi leiða til mikils efnahagsbata í landinu. ÍBÚÐIR Á ÚTSÖLUVERÐI! 148 þúsund brottfararfarþegar myndu skilja eftir sig tæplega 50.000 íbúðir og einbýlishús, sem lítið fengist fyrir, þannig að ungt fólk sem eftir sæti myndi eignast ódýrt framtíðarhúsnæði. Það þyrfti því ekkert að leggja fé úr op- inberum sjóðum í dýrt húsnæðiskerfi. Nokkrar atvinnugreinar myndu leggjast af við þetta. Byggingariðnaður myndi rýma verulega en þeir sem eftir sætu hefðu nóg að starfa við endumýj- un og viðhald fyrir hina efnuðu og vel settu, sem myndi fjölga mjög. Ferða- þjónustan myndi líka dragast saman, því þar er mest um láglaunastörf og engin ástæða til að vera að halda úti kleppsvinnu í baráttu gegn atvinnu- leysi, því nóg yrði að gera við önnur mikilvæg þjónustustörf, svo sem í heil- brigðis- og menntakerfinu, en þar yrðu stórstígar framfarir, þar sem nemend- um myndi fækka í bekkjum og sjúk- lingum á sjúkrahúsum. Útflutningsat- vinnugreinarnar yrðu ekki svo fyrir barðinu á þessu, því nægar hendur yrðu eftir til að afla jafnmikils gjaldeyris og nú er aflað. Það góða er að það yrðu miklu færri eftir til að eyða og njóta þessara gjaldeyristekna. ÓDÝR MATUR OG LAXVEIÐI- LEYFI Landbúnaður myndi að vísu leggjast að mestu niður við þessa breytingu, en það yrðu nóg störf og mun betur launuð fyrir þá sem þyrftu að bregða búi. Menn gætu þess vegna átt jarðir sínar sem orlofsbústaði, því nóg framboð yrði af ódýrum íbúðum í bæjunum. Innflutt matvæli myndu lækka vöru- verð mjög og bæta þannig lífskjörin enn til muna og færri hendur þýddu líka að eftirspum eftir laxveiðidögum yrði minni. Afleiðing sú að ódýrara verður að skreppa í lax. BESTU LÍFSKJÖR í HEIMI I rauninni myndu lífskjör Islendinga batna svo mjög við það að losa sig við þessar 148 þúsundir þreyttra landa sinna, að þjóðartekjur á mann myndu verða þær langhæstu í öllum OECD- Hvers vegna spyrja þeirtil dœmis ekki, hvortsamband sé á milli kjarabóta og kjarabaráttu? Ég full- yrði, að ekkert slíkt samband sé finnan- legt, þegar til langs tíma er litið. beint í vasa launþega, sem síðan ráði því, hvort þeir greiða þau til verkalýðsfélaga eða nota þau á einhvem annan hátt. Slík launahækkun væri ekki tekin frá neinum: Einu afleiðingar hennar yrðu þær, að þeir, sem nú starfa hjá verkalýðsfélögum (og samtökum vinnuveitenda), þyrftu að flytja sig í arðbærari störf, og var löngu kominn tími til. Höfundur er lektor í féiagsvísindadeild Há- skóla íslands. 87% (VARCND'A vonu Ttt í flVTJAST mÉo»N ifíl ímí: 4í j.4&>.' •, : - - pA-ljp'"- ' WUtíýii KPli-UU ítiU.i.itl'i. UUUi&U tAÍiitiiií ÍiiiÁiiiÚ ikiJHJÁii iiKiUiÁií’ HtftkiMík WJUJtfi U UfMiU «juu S»*t« tjrir MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR TILBÚINN AÐ FL.ÝJA LAND Of kffcfitma iiý|ilkV mi.fi þrtrlftu Skoðanakönnun PRESSUNNAR gæti verið lykillinn að vel- ferðarbyltingu á ís- landi ríkjunum, þær hæstu í heiminum. Það er því ekki eftir neinu að bíða: Getið þið ekki farið að panta ykkur far, þið sem þjáist hér á skerinu? Áðra leið- ina, takk! Bjarni Sigtryggsson FJÖLMIÐLAR DV og glæpur forstöðumanns sambýlis fatlaðra DV fór inn á nýjar brautir í blaðamennsku í síðustu viku í fréttaflutningi sínum af rann- sókn lögreglunnar á Akureyri á neyslu og dreifingu fíkniefna í bænum. Hingað til hafa fjölmiðlar fyrst og fremst beint sjónum stnum að innflumingi og dreif- ingu fíkniefna. Litið hefur verið á neyslu fíkniefna sem persónu- lega óhamingju hvers og eins. Það er nokkuð í takt við þau sjónarmið sem ríkja hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík og fíkniefnadóm- stólnum. Aðaláherslan er lögð á að hafa hendur í hári innflytj- enda efnanna og sölumanna. I frásögnum af Akureyrarmál- inu hefur DV fyrst og fremst beint sjónum að neytendum. Fyrst sagði blaðið frá því að meðal neytenda væru nokkrir af aðstandendum Listagils, en það er einskonar listamiðstöð sem verið er að koma upp í gömlum húsum í Gilinu upp af Hafnar- stræti. DV spurði bæjarstjórann á Akureyri eitthvað í þá veru hvort eðlilegt væri að bærinn væri að púkka upp á svona pakk með því að taka þátt í uppbygg- ingu Listagils. Ef til vill mætti afsaka þessa frétt með því að hinn akureyrski blaðamaður DV hafi látið berast með bæjarslúðrinu og þeirri stemmningu sem myndast í litl- um bæ þegar lögreglan tekur 32 bæjarbúa til yfirheyrslu. Frétta- stjóramir hér fyrir sunnan hefðu hins vegar átt að sjá fréttina úr nægjanlegri fjarlægð til að skrúfa hana niður um nokkur desíbel. En á föstudaginn tók steininn úr. Þá sýndi DV að um ígrund- aða og varanlega stefnubreyt- ingu var að ræða. Þá birti blaðið frétt um að forstöðumaður sam- býlis fatlaðra væri einn neyt- endanna í málinu og hafði það eftir ónafngreindum viðmæl- anda blaðsins. Þeim fannst það mun alvarlegra en þótt einhverj- ir listamenn væru að fá sér í pípu og pípu. (DV braut ekki þá megin- reglu blaðsins í þessari ífétt að nefna menn aldrei á nafn. Ef það eru fjórir forstöðumenn sambýla fatlaðra á Akureyri liggja þeir því allir undir grun í dag um að vera fíkniefnaneyt- endur. En það er annað mál.) Nú getur verið að ég sé sér- deilis siðblindur maður, en mér er svo hjartanlega sama þótt for- stöðumaður sambýlis fatlaðra á Akureyri hafi fengið sér í hass- pípu. Það getur heldur varla tal- ist ffétt, því samkvæmt könnun- um hafa tugir þúsunda íslend- inga gert það. Ég hengi mig upp á að þeirra á meðal em nokkrir starfsmenn DV. Og ég get líka hengt mig upp á að þá sem hafa fengið sér í hasspípu er að finna meðal þingmanna, lækna, presta, lögmanna, kennara og allra þeirra stétta sem ég gæti talið upp ef ég hefði nægt pláss. Ekkert af þessu fólki hefur hins vegar mátt þola að það yrði gert að blaðaefni að það fengi sér í pípu. Enginn nema for- stöðumaðurinn á Akureyri. Gunnar Smári Egilsson „Ég er tortrygginn á þessar persónu- legu yfirheyrslur og hefauk þess orÖiÖ fyrirþví aÖ þaö hafa komiÖ til mín falsspámenn í nafni vísinda- mennsku og rann- sóknarblaöa- mennsku til aö gera hér kannanir sem síöan hafa ekki haldiö. “ Guömundur J. Guömundsson, fyrirmynd aö Jesú. „Hollendingar em ekki með neitt blómalið, þótt þeir korni frá blómalandinu mikla.“ Siguröur Sveinsson vinstrimaö- ur. ÍiL „Vigdís er mjög ung, sem sést best á því að fullorðinstenn- ur hennar em ekki allar komnar niður.“ Anne Gorrisson útlitsleltari. u*r\. ■ycrtu „Annars vegar er ég blíður og yndislegur og góður drengur, en á sama tíma hrífst ég algerlega af þessari hörku og nóttinni og dimmunni og blóðinu og svitan- um og sæðinu.“ Sigurjón Birgir Sigurösson Geir- dal Breiöhyltingur. ~é^iccótc\Át jéLc’uy „Sem formaður félagsins lít ég mjög alvarlegum augum á þetta mál, enda er það, eins og gefur að skilja, ekki á stefnuskrá félagsins að félagar þess séu flæktir í lögbrot.“ Guömundur Ármann Sigurjóns- son, formaöur Gilsfélagsins á Akureyri. '&tei étp- (v&LcLu’c „Ég hef aldrei sofið hjá Fergie.“ Steve Wyatt glaumgosi. Lt' eÁAt (yet’vcu vftóó? „Ég er hlynntur því að selja óffosna kjúklinga þegar við höf- um nokkum veginn tryggingu fyrir því að það sé ekki salmon- ella í þeim.“ Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir. É^jo-LLu,“ctxcVi- ócuvucc t.í cp-Vrób'iZtuctu, y „Bændur em í eðli sínu rækt- unarmenn og hafa sem slíkir áhuga á því starfi.“ Haukur Halldórsson bænda- gæslumaöur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.