Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 T Ö L V U R NÝfí TÖLVUBANKI BIFBEIÐASKOÐUNAB: Um 1.500 aðilar fá aðgang að Öku- tæki Nýtt tölvukerfi kemur í stað núverandi Bifreiðaskrár í maí og hefur það hlotið nafnið Ökutæki. Það mun halda utan um og veita upplýsingar um öll ökutæki sem eru skráð hjá Bifreiðaskoðun íslands. Hægt verður að fá allar nauðsynleg- ar upplýsingar um hvert öku- tæki úr tölvukerfinu svo sem gerðarlýsingu, eiganda eða umráðamann og hægt að leita að ákveðnu ökutæki í tölv- unni. Tölvukerfið Bifreiðaskrá var tekið í notkun árið 1979 og var fyrsta beinlínukerfið sem tekið var í notkun hjá Skýrr. Það hefur dugað allvel til þessa en þó komu fram ýmsir annmarkar á því. Meðal ann- ars hefur það verið algeng villa í Bifreiðaskrá að skoðun var heimfærð á rangan bfl. Gögn úr öðrum tölvukerfum Skýrr eru sótt til notkunar í Ökutæki. Má þar nefna upplýsingar um veð á ökutækjum, stöðu opin- berra gjalda og upplýsingar um stöðu álestrar ökumæla. Jafnframt verða upplýsingar sóttar í Gagnabanka trygg- ingafélaganna hvað viðkemur tryggingum. Þetta leiðir til þess að bfleigendur þurfa ekki að koma með kvittun fyrir greiðslu gjalda þegar þeir láta skoða því þær upplýs- ingar eru kallaðar fram á skjá hjá Bifreiða- skoðun. Ökutækjaskráin er eign ríkisins og varð- veitt hjá Skýrr en í um- sjón Bifreiðaskoðun- ar. Nú eru skoðunar- skýrslur handskrifaðar og skráðar inn á tölvu- kerfið seinna. Nýja kerfið mun hins vegar tengjast afgreiðslu- kerfinu beint, sem flýt- ir fyrir og eykur ör- yggið þar sem villuleit verður mun nákvæm- ari. Lögreglan er einn þeirra aðila sem munu hafa aðgang að Öku- tækjaskrá. Ef leita þarf að ákveðnum bfl með óljósri lýsingu, til dæmis bara lit og teg- und, verður slík leit mun auð- veldari í nýja tölvukerfinu. Hingað til hefur þurft að keyra saman skrár með sérstakri vinnslu í slíkum tilvikum, en með nýja kerfinu tekur þetta mun skemmri tíma. Högni Eyjólfsson, deild- arstjóri tölvudeildar Bif- reiðaskoðunar, sagði í sam- tali við PRESSUNA að upp- haflega hefði Ökutæki átt að komast í gagnið um síðustu áramót. Hins vegar hefði verið tafsamara en menn bjuggust við að flytja gögnin úr gömlu skránni yfir í þá nýju. Notendur Ökutækis verða um 1.500 talsins og þeir fá jafnframt aðgang að Gagnabanka tryggingafélag- anna. Aðgangur hvers og eins verður þó takmarkaður og sérstakt samskiptaforrit mun sjá til þess að hver not- andi fái aðeins aðgang að þeim upplýsingum sem hon- um ber. Auk ýmissa ríkis- stofnana munu bílasalar, lögmenn og tollstjóri hafa aðgang að þessu nýja kerfi. Enginn virðist vita hve mikill kostnaður hefur orðið af tölvu- væðingu og tölvuvinnslu hins opinbera hér á landi. Ljóst þykir þó að um er að ræða milljarða króna á undanfömum árum, en hins vegar vandast málið þegar reynt er að meta hvort þessi út- gjöld hafa borgað sig. Ópinber- um starfsmönnum fjölgar jafnt og þétt, hvað sem tölvuvæðing- unni líður, og pappírsflóðið margfaldast. Á ekki að gera neitt í þessum málum og kanna hvort við erum á réttri braut? spyrja þeir örfáu skattborgarar sem hafa velt þessu fyrir sér. Og við vörpum spumingunni áfram: „Rauði þráðurinn í ráðgjöf okkar er að menn geri sér grein fyrir því fyrirfram hvaða kostn- aður og hvaða ávinningur fylgi tölvuvæðingu. Útboð á tölvu- kerfum hafa oft verið illa skipu- lögð og jafnvel óheiðarlega framkvæmd. Þetta á við jafnt um ríkisfyrirtæki og einkarekstur. Nefndin hefur í samráði við Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóra lagt fyrir fjármálaráðherra tillögur í ellefu liðum um opin- bera stefnumótun í upplýsinga- málum þar sem meðal annars kemur fram það markmið að auka framleiðni í opinberri stjómsýslu og að gæta skuli hag- kvæmni við öflun búnaðar og rekstur," sagði Stefán Ingólfsson verkfræðingur í samtali við PRESSUNA. Hann á sæti í Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, en hún gengur almennt undir heit- inu RUT-nefndin og heyrir undir ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytis. Núverandi formaður nefndarinnar er Jón Þór Þór- hallsson hjá Skýrr, en aðrir í nefndinni em Kjartan Ólafsson, forstöðumaður tölvumála hjá Skeljungi, og Vilhjálmur Þor- steinsson hjá íslenskri forrita- þróun. Skilar milljarða- :ölvuvæðing rikisins engum afrakstri? / RAUN 0G VERU LIGGJA EKKIFYRIR NEINAR NÁKVÆMAR TÖLUR UM HVER KOSTNAÐURINN ER. VIÐVITUMÞÓAÐ HANN FER VAXANDI Tölvuvæðing illa undirbúin „Þessi nefnd er eingöngu ráð- gefandi fyrir stofnanir ríkisins sem óska eftir aðstoð hennar, en hún hefur engin völd. Þó höfum við beitt okkur í örfáum málum þar sem vinnubrögð hafa ekki verið til fyrirmyndar. En sá þáttur í starfi nefndarinnar sem hefur kannski skipt mestu máli í opinbera kerfinu er að hún hefur verið að gefa út ákveðnar reglur sem hún mælir með að farið sé eftir. Þekktast af þessu er hand- bók um hvað teljist góðir starf- shættir við tölvuvæðingu í ríkiskerfinu. En þessi stefnu- mörkun, sem við höfum lagt fyr- ir ráðherra og er bókuð á ríkis- stjómarfundi, hefur verið kynnt eftir föngum. Að undanfömu höfum við verið að athuga kostnaðarmyndun í þessum tölvukerfum. Við höfum séð að tölvuvæðing er oft illa undirbú- in; afraksturinn oft og tíðum mjög lítill og það er mjög áber- andi hve kostnaðarundirbúningi hefur oft verið stórlega áfátt Við beittum okkur fyrir því að það var saminn sérstákur staðall, ISD 32, fyrir útboð og kaup á tölvu- og hugbúnaði. Ef þessum staðli er fylgt á að ríkja algjör trúnaður milli kaupenda og seljenda. Á sínum tíma gerði viðskiptafræð- ingur könnun meðal opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja varðandi kostnaðaráætlanir við tölvuvæðingu. Þá kom í ljós að aðeins helmingur aðila í opin- bera kerfinu sem rætt var við hafði gert áætlun um hvað tölv- umar myndu kosta og enginn þeirra hafði gert áætlun um rekstrarkostnað. Þetta er mjög slæmt og við höfum einbeitt okkur að því að gefa út kostnað- artölur um þetta,“ sagði Stefán. Hann bætti því við að nefndar- menn hefðu haft af því verulegar áhyggjur að menn virtust vilja binda fyrir augun og hoppa bara út í tölvuvæðinguna og sjá svo til hver kostnaðurinn yrði. Kostnaður vex meira en af- rakstur „Öllum sem vilja líta á kostn- að við tölvunotkun í opinbera kerfinu gengur mjög illa að draga saman þennan kostnað úr bókhaldinu. I raun og vem liggja ekki fyrir neinar nákvæmar tölur um hver kostnaðurinn er. Við vitum þó að hann fer vaxandi. Við höfum það á tilfinningunni að það sé góð þumalputtaregla að áætla að kostnaður við tölvu- væðingu í rekstri vaxi um 1 20% á ári. Á móti kemur að kaupverð tölvubúnaðar lækkar stöðugt. Miðað við fast verðlag er varlegt að áætla að kostnaður á tilsvar- andi tækjum lækki um 15% á ári. En þar á móti kemur svo að nýr hugbúnaður krefst stöðugt öfl- ugri tækjabúnaðar til að geta unnið. Þetta bítur því hvað í skottið á öðm. En í heildina vex kostnaðurinn meira en afrakstur- inn. Bandarískur hagfræðingur gerði ífæga könnun fyrir nokkr- um ámm þar sem borin var sam- an framleiðni á bandarískum skrifstofum á 20 ára millibili. Á þessu tímabili var 2-4% fram- leiðniaukning í bandarískum iðnaði en ekki reyndist unnt að mæla neina framleiðniaukningu á skrifstofum. Þetta hefur orðið mönnum til íhugunar, því þrátt fyrir alla þessa rosalegu tölvu- væðingu er eins og hún skili eng- um afrakstri í heildina," sagði Stefán. 100 milljónir biaðsíðna Hefur tölvuvœðingin orðið til að fjölga starfsfólki og aukið pappírsnotkun? „Það er auðvitað eitt sem stingur strax í augun og það er að jafhhliða því sem skjám fjölgar þá vex notkun á faxtækjum. í op- inbera kerfinu hjá okkur eru prentaðar á bilinu 22,5-24 millj- ónir blaðsíðna af pappír á ári í hinum stóm prentumm Skýrslu- véla. Síðan kemur einhver sand- ur af síðum út í stofnununum sjálfum og Reiknistofhun bank- anna prentar meira en þetta. Ef talið er í milljónum blaðsíðna þá er það varla undir 100 milljónum síðna sem opinberir og hálfopin- berir aðilar nota á ári. Ef menn vilja reikna þetta frekar má geta þess að 13 þúsund síður af venjulegum pappír em einn metri á hæð. Menn geta svo spáð í það hvort þetta allt sé lesið.“ Er ríkið ekki sífellt að end- urnýja tölvuhúnað sinn? „Jú og þar er víða pottur brotinn. Það er leitun að tölvu- kerfi sem er í notkun fimm ár- um eftir að það var keypt. Venjulegar PC-tölvur endast svona í tvö til þrjú ár áður en flestir skipta. Stóm reiknimið- stöðvarnar, Skýrsluvélar og Reiknistofa bankanna, þurfa að stækka þessar tölvur sem þeir eru með á tveggja eða þriggja ára fresti. Hugbúnaður er endurnýjaður mjög reglu- lega og eftir fimm ár er sér- hannaður hugbúnaður búinn að renna sitt skeið á enda og þarf að smíða hann frá byrjun. Menn sjá að aðalkostnaðurinn er fólginn í hugbúnaði og laun- um fólksins sem keyrir kerfin. Verð á tækjabúnaði vegur sífellt minna en laun verða æ fyrirferðarmeiri. Þegar allt er talið er kostnaður við tækin aðeins 15-20% af samanlögð- um kostnaði. Við höfum verið að reyna að koma á framfæri nýjum hug- tökum til að meta tölvukostn- að, svonefndan eignarhalds- kostnað. Þá látum við taka all- an kostnað af tölvuvæðingunni á fimm ára tímabili eða end- ingartíma búnaðarins, en ekki bara fjárfestingu og rekstrar- kostnað. Þessum málum miðar mjög seint og þegar verið er að skipta um búnað gerast hlut- irnir oft öðruvísi en æskilegt er. Þá eiga menn að staldra við og líta yfir málin upp á nýtt. Það er best fyrir þá sem eru að tölvuvæða að venja sig við þá hugsun strax og þeir kaupa tækin að þetta er kostnaður. Það fæst ekkert fyrir þau eftir þrjú til fimm ár. Viðhaldið er yfirleitt sex til sjö prósent á ári en ný tæki lækka í verði um 15 prósent á ári og nýtt tæki er ódýrara í viðhaldi. Því getur komið upp sú staða að hægt sé að kaupa nýja tölvu fyrir sama og viðhaldið á þeirri gömlu kostar á ári,“ sagði Stefán Ing- ólfsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.