Pressan - 02.04.1992, Page 44

Pressan - 02.04.1992, Page 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Valberg Lárusson er 18 ára nemi á eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund. Hann er í nautsmerkinu og á lausu. Valberg cr einnig stofnandi og formaður Sport- sviðs. Hvað er Sport-svið? „Sport-svið stendur fyrir jeppa- ferðum, köfunarferðum, flug- ferðum, hestaferðum, blaðaút- gáfu, teygjufalli og ótal mörgu öðru.“ Bíddu við, teygjufall? „Teygjufall er sport sem stund- að hefur verið úti í löndum í mörg ár. Við ætlum að fá 50 metra háan krana sem við fest- um körfu í. Sá sem hoppar bindur teygju um ökklann á sér og er með búnað um axlir til að minnka álagið á lappirnar og hoppar síðan niður.“ Ja hérna, en hvað borðarðu í morgunmat? „Yfirleitt ekki neitt." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á Islandi? „I Venesúela, ég á vin þar sem lofar landið mjög.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Grannar, frekn- óttar, sportlegar, brúnar og með sítt hár.“ Hvaða rakspíra notarðu? „- Björn Borg.“ Ertu daðrari? „Já.“ Hvað er þér verst við? „Mér er verst við mikla umferð.“ Ef þú ynnir milljón í happa- drætti hvað myndirðu gera? „Fara út í viðskipti." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, engan veg- inn.“ Hefurðu verið til vandræða drukkinn? „Nei, ég hef ekki verið það.“ Hefurðu áhuga á stjórnmál- um? „Já, ég hef mikinn áhuga á stjómmálum." Hvaða orð lýsir þér best? „Framtakssamur." Attu þér eitthvert mottó í líf- inu? „Að framkvæma þær hug- myndir sem ég fæ.“ Ég er hundrað prósenl fylgj- andi velferðarkerfinu. Ef kall- arnir hlaupa hurtfrá konum og börnum finnst mér að ríkið eigi að skaffa þeim í staðinn fyrir fyrirvinnuna. Að minnsta kosti vil ég að það geri það fyrir mína fyrrverandi og hörnin mín. Ég vil líka að ríkið horgi þeim laun sem hafa ekki vinnu. Og greiði niður strœtó fyrirþá sem eiga ekki híl. Það vil ég. Og ég vil h'ka að ríkið haldi árshátíð fyrir þá sem aldrei er hoðið í svoleiðis samkvœmi. Það er sjálfsagt réttlœtismál ef velferðarþjóðfélagið á að standa undir nafni. SIÐFEROI, ÆTTFRÆÐI 06 RÆÐU- MENNSKA „Umræðuefnið var spuming- in: Er siðferði Islendinga gott? Þetta er nokkuð djúpt umræðu- efni og víðtækt. Við í Verslunar- skólanum vomm á móti því að það væri gott,“ segir Gísli Mar- teinn Baldursson, formaður nemendaráðs Verslunarskóla Is- lands. Gísli var í sigurliði VI sem vann ræðukeppni framhalds- skóla, MORFÍS, nú fyrir skemmstu. Gísli gerði það gott í keppninni, því hann var kosinn ræðumaður kvöldsins. Það hlýt- ur að vera takmark allra sem em í ræðumennsku í ffamhaldsskól- unum að vera í sigurliðinu og vera kosinn besti ræðumaðurinn. Besti ræöumaðurinn í mælsku- og rökræöukeppni framhaldsskólanna. Var auðvelt að tala um bágt siðferði landans? , Já, já, við töl- uðum mest um siðferði í stjóm- sýslunni eins og til dæmis Matta Bjarna og takkamálið, það telj- um við ekki gott siðferði. Við leituðum líka til ættfræðings og komumst að því að allir íslend- ingar eru skyldir, að minnsta kosti í 10. lið. í svona þjóðfélagi vináttu og bræðralags hlýtur sið- ferði kunningsskaparins að grassera,“ svarar Gísli. 6UNNI ÞORÐAR í KLASSÍKINA Næturstemmning er undirald- an í verki Gunnars Þórðarsonar, Noctume, sem verður meðal efnisatriða á dagskrá Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld. „Andinn í verkinu er tregafullur og dapur en rís í miðkaflanum," segir Gunnar, kameljón íslenskr- ar tónlistar. „Ég samdi Næturljóð árið 1988 og var þá að gera plötuna „I loftinu". Þetta lag hljómaði á þann hátt að það kallaði á stóra strengjasveit og menn vom ekk- ert á því á sfnum tíma að setja það inn á plötuna. Það var ekki í ætt við nein önnur verk á plöt- unni, en mér þótti afar vænt um það og hafði það í gegn að verk- inu var skellt inn á. Þetta var því aldrei neitt poppmál.“ Verkið er um tíu mínútna langt og gert fyrir strengi og hörpu. Um útsetningu fyrir strengjasveit sá Szymon Kuran, en hann varð til að vekja athygli hljómsveitarinnar á verkinu. Stjómandi er Petri Sakari. Hann fór með lagið út til Finnlands fyrir um ári og veit því gjörla hvað verkið felur í sér. „Stjóm- andinn sér um að túlka verkið al- gerlega án minna afskipta," segir Gunnar. ,,Ég kem ekkert nálægt því, og þarf þess ekki heldur. Eg veit að verkið er í góðum hönd- um og hef engar áhyggjur.“ og fótboltafélagi. Fyrir vikiö veröa karmennirnir í verkinu flestir leiðinda- paurar og dusilmenni. Umgjörö sýn- ingarinnar er annars flott, en ekki beint fallin til aö vekja neina kátínu, frekar en reyndar efni leiksins. Þjóðleikhúsiö fim. & lös. kl. 20. • Rita gengur menntaveginn. Þetta er afskaplega hreint breskt leikrit, til- brigöi viö stéttaskiptingu sem er líkt og PLATAN EDDIREADER MIRMAMMA Fair Ground Attraction vakti nokkra athygli hér og erlendis fyrir nokkmm ár- um en Reader var söngkona þeirra. Eftir tvær plötur flosnaði bandið upp en Rea- der lék í sjónvarpi um skeið. Mirmamma er fyrsta plata hennar og vel þess virði að bíða eftir henni. Folk/country/blues/jazz-fí- lingur, en Reader hefur góðar rætur í músík og syngur af innlifun — bæði frumsömdu lögin og hin. inngróin í þjóðarlíkamann, allt gengur þetta út á tiversu óskaplegur munur sé á háskólakennara og hárgreiðslu- konu. Þetta er svosem ekkert tíma- móta verk, en skemmtilega skrifaö og fullt af hnyttnum tilsvörum. Hér er Arn- ar Jónsson í hlutverkinu sem Michael Cane lék í bíómyndinni, en Tinna Gunnlaugsdóttir sama hlutverki og Julie Walters. Stapi í Njarðvík iös. kl. 20.30, Glaðheimar i Vogum lau. kl. 20.30. KLASSÍKIN • Sinfóníutónleikar. Þaö er varla hallaö á Gunnar Þóröarson þótt fullyrt sé aö hann sé tæpast merkasta tón- skáldiö sem á verk á sinfóníutónleik- um á fimmtudagskvöldið. Nei, þaö er alveg áreiöanlega Gustav Mahler en eftir hann verður flutt sú yndislega klið- mjúka Sinfónía nr. 1. Og þarna verður líka Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí- ansti aö glíma viö Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rachmaninoff. Þaö er al- þekkt verk, virtúósastykki, sem almúg- inn hefur dálæti á. Hins vegar er ekki einleikið hvað gagnrýnendum er alltaf í nöp viö Rachmaninoff, kannski af því hann hafði svo mikil áhrif á kvikmynda- tónskáldin í Hollywood? Háskólabíó fim. kl. 20. • Kammerkór Gautaborgar. Þessi sönghópur samanstendur af sliku stemmingsfólki aö hann fæst varla til aö gefa upp hvaö hann ætlar aö syngja á þessum tónleikum. Þaö mun ráöast af andrúmsloftinu í salnum og áhorfendum, hvort þeir verða glaöir, daprir eöa fúlir. Kannski verður þaö eitthvað eftir Taube. Inngangseyrir er ekki nema 500 krónur svo máski er allt í lagi aö taka sénsinn, enda þykir þetta DQTTIR BLU55IN5 HEITIR 5HIRLEY Hingað til lands erkomin blússöngkonan og dansar- VINIÐ Einar Sigurðsson upplýsingafulltrúi „Ég er hrifinn af malt- viskíi, en ATVR sinnir okkur sem drekkum maltviskí illa, þar sem aðeins er til ein teg- und af því í ríkinu, Glenfidd- ich.“ inn Shirley King, dóttir konungs blússins, sjálfs BB King (hún ætti náttúrlega að heita Bíbí, en það er önnur saga). Shirley heldur tónleika á Púls- inum í kvöld og einnig föstu- dags- og laugardagskvöld. Það ætti náttúrlega að vera óþarft að taka það fram, en við ætlum samt að gera það, að það verða Vinir Dóra og engir aðrir sem spila undir hjá Shirley. Henni er blúsinn að sjálfsögðu í blóð borinn og hún hefur skap- að sér nafn sem blússöngkona og dansari og skemmtikraftur. Nú á næstunni er væntanleg frá henni hljómplata þar sem meðal annars spila með henni Jimmy Dawkins og Pinetop Perkins, en þá ættu blúsáhugamenn að kannast vel við. Sjóvá-Almennar eru styrktar- aðili tónleikanna, en mjög hefur færst í vöxt upp á síðkastið að stórfyrirtæki stuðli að aukinni grósku í tónlistarlífi hérlendis. En allt um það. Nú er dóttir kon- ungsins komin og þá hlýtur bara að fara að styttast í að BB sjálfur komi. DINNER Brynhildur Bergþórsdóttir, markaðsstjóri auglýs- ingadeildar Rásar 2 Flestir matargestir Brynhild- ar eru kontnir undir græna torfu, en henni finnst mest spennandi að spjalla við þá sem er ómögulegt að hitta: Leonardo da Vinci hann hlýtur að hafa verið óhemjuforvitinn maður Constantin Brancusi hann gerði svo fallega hluti og var áhugaverður maður að ég held Frank Lloyd Wright einstakur arkitekt David Ogilvy mikill sögumaður og gæti sagt mér skemmtilegar sögur úr auglýsingabrans- anum Keynes og Friedman til þess að þeir geti borið saman kenningar sínar sjálfir Helga Kress Kolbrún Bergþórsdóttir og Barbara Cartland til þess að hafa einhverjar konur sem geta rætt kvenn- afræði í bókmenntum Oscar Wilde hann samdi jú eitt besta auglýsingaslagorð sem ég þekki og ég held að fáir menn hafi verið skemmti- legri frísklegur kór sem er óbanginn viö aö leggja út á nýjar brautir. Norræna hús- iö sun. & mán kl. 20.30. • Kammerhljómsveit Akureyrar. Sigrún Eövaldsdóttir, já hún sjálf, leik- ur einleik með hljómsveitinni á tónleik- um í tveimur kjördæmum Noröur- lands. Þaö gera líka píanóleikararnir Richard Simm og Tom Higgerson. Á efnisskrá eru verk úr ýmsum áttum, frá ýmsum tíma, eftir Mendelsohn, Saint- Saéns og Copland. Félagsheimilið á Blönduósi lau. kl. 16, íþróttaskemman á Akureyri sun kl. 17. MYNDLIST • Bjarni Þórarinsson. Bjarni hefur búið til heilan hugarheim í kringum myndirnar sínar, heilt hugmyndakerfi sem byggir meöal annars á svokall- aöri sjónháttafræöi, en hún mun spanna ansi vítt sviö. Bjarni á sína dyggu fylgismenn sem þékkja líklega launhelgar þessara vísinda, en þau prýöa veggi Nýlistasafnsins þessa dagana. Þeim sem ekki eru náttúraðir fyrir svona pælingar skal bent á aö myndirnar hans Bjarna eru sérdeilis margflóknar og nostursamlega gerö- ar. 1 2 3 4 i 1 ‘ 7 8 9 10 ■ " " ■ 13 14 “ 16 17 18 19 20 21 22 23 124 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN • Sigurbjörn Jónsson. Einhvern veginn viröast málverkin sem eru hengd upp í Gallerí Nýhöfn alltaf stásslegri en í öðrum galleríum, líklega vegna þess hvað er stásslegt þar inni. Þaö breytir þó engu um það að Sigur- björn málar vel og skemmtilega og greinilega talsverö íhugun sem liggur að baki því hvernig hann notar liti og form. Yfirleitt eru þetta bjartar myndir sem myndu fara vel [ björtum stofum. LÁRÉTT: 1 gangmynt 6 dundar 11 flöktir 12 flötur 13 stjórastreng 15 yfirgangur 17 hvfidi 18 refsa 20 hjáleiga 21 eggjám 23 sorg 24 gljúfri 25 feiti 27 aurinn 28 bæjamafn 29 stafla 32 kulda 36 gróf 37 ís 39 sterku 40 draup 41 eignir 43 strik 44 óvægið 46 kátan 48 lærdómi 49 skjálfta 50 svertingjar 51 þvalur. LÓÐRÉTT: 1 misþyrma 2 afturkallar 3 skel 4 kropp 5 stútskál 6 háð 7 fljót 8 sjór 9 betlar 10 ódæl 14 bola 16 fiskur 19 lítil 22 hvalskíði 24 þjóðflokkur 26 eyða 27 löður 29 þrútin 30 óvild 31 jafna 33 tötmm 34 litla 35 stækkaðir 37 omir 38 mögls 41 konu- nafn 42 blett 45 fugl 47 svelgur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.