Pressan


Pressan - 15.04.1992, Qupperneq 4

Pressan - 15.04.1992, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 Á L I T Er rétt að bjóða t .500 manna vfildum hópi á opnunarhátíð ráðhússins? Við formlega opnun ráðhússins, í gær og í dag, er 1.500 manns boðið upp á snittur og drykki fyrir 1,2 milljónir. Öðrum Reykvíkingum er boðið að skoða ráðhúsið um páskahelgina. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR borgarfulltrúi Framsóknarflokks (vT/7g? „Við í borgarráði vomm ekki með í þessarískípu- lagningu. Mál þetta hefði átt að leggja fyrir borgar- ráð. Þetta er ákvörðun svokallaðrar verkefnisstjóm- ar ráðhússins, sem er stjóm úti í bæ með alræðis- vald. Við verðum náttúrlega að bjóða gestum, því þetta er ekkert venjulegt hús sem verið er að taka í notkun. Eg hef ver- ið að tína saman þá sem mér finnst alveg nauðsynlegir og finnst nóg að bjóða 2-300 manns fyrri daginn. Þó má ekki gera lítið úr seinni deginum og þá veislu vil ég ekki skera niður. Það er eðlilegt að þeim sem unnu við húsið í fjögur ár sé boðið til veislu. Auðvitað hefði þó verið mjög gaman að geta boðið hinum almenna borgara upp á eitt- hvað.“ PÉTUR GUÐJÓNSSON Flokki mannsins „Að bjóða útvöldum hópi er skiljanlegt út ffá því hvemig tíðkaðist að opna opinberar byggingar. Þetta passar ekki inn í nýja tíma þar sem fólk vill hafa meiri þátttöku og þar sem samdráttur er raun- vemleiki. Burtséð frá peningahliðinni er verið að missa af gullnu tækifæri til að koma til móts við þarfir og langanir borgarbúa og skapa jákvæðan blæ í kringum ráðhúsið strax í byrjun. Það hefði verið réttara og glæsilegra að bjóða öllum. Þessu má líkja við fermingarveislu. Ef aðeins hluta af fjölskyldunni er boðið verður restin svekkt. Það hefði mátt halda ódýrari veislu og gefa eina pylsu á mann.“ Ó L A F U R EINARSSON menntamálaráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni vegna stöðuveitinga undan- farna mánuði. Nýverið skipaði hann Guð- mund Magnússon sagnfræðing þjóð- minjavörð til tveggja ára og nú í vikunni valdi hann Hannes Hólmstein Gissurar- son formann þýðingarsjóðs. Hef ekki staðið ósiðlega að þessu GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR talsmaður samtakanna Tjörnin lifir „Mér finnst leiðari Morgunblaðsins um þessi veisluhöld hressandi. Sjálf hef ég svosem enga skoðun á því hvort rétt sé að efha til veislu af þessu tilefni, hvað þá að ég hafi skoðun á fjölda boðsgesta eða veislufongum. Ætli gestgjafamir bendi ekki á að veislan kostar ekki nema sem svarar einni eða tveimur prentvill- GUÐMUNDUR MAGNÚSSON prófessor í hagfræði „Hagfræðilega er um þrjár leiðir að ræða. Fyrsta leiðin er að hafa happdrætti þannig að dregið er úr nöfnum þeirra sem hafa áhuga. Önnur leiðin er að selja inn og fá eitthvað upp í kosmaðinn. Þriðja leiðin er að borga þetta af skattfé—því það er eng- in máltíð ókeypis. Hún er valin í þetta sinn. Fyrsta leiðin er einna snið- ugust, en kannski væri þarfast að fara aðra leiðina. Þriðja leiðin er sú sem venjulega er farin en hún er ekkert sjálfsögð." FLOSI OLAFSSON „Ég sá mér ekki fært að þiggja boð borgarstjómar, einfaldlega vegna þess að ég er svo upptekinn við að njóta dásemda vorsins. Ráðhúsið er þeim óvið- komandi. Og mér líka. Enda er ég orðinn leiður á því að hafa skoðun á nokkm sem ráðhúsið varðar. Ráðhúsið kemur mér ekki lengur við.“ Nú hefur staðið mikill styr um ýmsar stöðuveitingar þínar og þœr vakið óánœgju manna og undrun. Er óeðlilega staðið að þessum veitingum af þinni hálfu? „Nei, ekki frá mínu sjónar- homi.“ Telurðu þessa gagnrýni til- hœfulausa? „Það fer eftir því frá hvaða sjónarhomi er horft. Ég býst við að sumir gagnrýni þetta því þeir hefðu viljað sjá ein- hverja aðra menn setta í ein- stakar stöður. En um það þýðir auðvitað ekkert að deila. Spurningin er hvort ég hafi brotið lög eða staðið ósiðlega að þessu og ég tel svo ekki vera. í sambandi við setningu þjóðminjavarðar tel ég mig hafa farið algjörlega eðlilega að. Það er rétt að safnvörður Þjóðminjasafnsins, Lilja Áma- dóttir, er staðgengill þjóð- minjavarðar ef hann víkur frá stuttan tíma. En ég held að í raun og vem séu allir sammála um að þegar um tveggja ára rannsóknarleyfi er að ræða þurfi að setja mann í stöðuna. Það lá fyrir samkvæmt upplýs- ingum þjóðminjavarðar sjálfs að Lilja hefði ekki hug á stöð- unni og vildi ekki taka við henni. Ég tók það fullgilt þannig að ég hafði ekkert sam- band við hana. Menn viðurkenna — og það á einnig við um gagnrýnendur — líka að ég hafi farið að lög- um. Sumir hverjir passa sig líka á því að segja að þeir hafi ekkert við persónu Guðmund- ar Magnússonar að athuga og mér þykir ósköp gott að heyra það vegna þess að ég veit að hann er hæfur maður." En svona í prinsípinu hefði þá ekki verið eðlilegt að aug- lýsa stöðuna? „Nei, það þykir mönnum ekki þegar um setningu um takmarkaðan tíma er að ræða og það er ekki deilt um það. Þannig að ég valdi ósköp ein- faldlega þessa leið og það verður að hafa það þó ein- hverjir séu ósáttir við hana. Ég tek það á mig, ég ber pólitíska ábyrgð á ákvörðuninni." En var þessi setning Guð- mundar ekki pólitísk? „Hvað hefði verið sagt ef ég hefði sett mann sem ekki er flokksbundinn sjálfstæðismað- ur, hvað hefðu menn kallað það? Ef valinn er maður sem er í flokki viðkomandi ráðherra finnst mönnum eins og það hafi verið drýgður glæpur. Mér finnst það ekki og ég hugsa að ég hafi gengið lengra en sumir aðrir í að velja til starfa menn sem ekki eru flokksbundnir sjálfstæðis- menn.“ En hvað með skipan nýs skólastjóra Leiklistarskólans? „Þar fékk Gísli Alfreðsson ekki atkvæði skólanefndar- manna en hann var talinn hæf- ur. Það var ekki samstaða í skólanefndinni um hver skyldi fá stöðuna. Það er ráðherrann sem ber ábyrgð á því að velja í stöðuna og hann getur ekkert látið aðra gera það fyrir sig. Það er ég sem ber ábyrgðina og ég tel að Gísli hafi verið hæfastur, þótt skólanefndin væri ekki sammála mér.“ BÆTIFLÁKAR BEST AÐ BORÐA BARA FRANSKAR „Víkverjiþessa stundina get- ur ekki látið vera að velta því fyrir sér hvernig standi á því að minnsta kosti önnur hver kart- afla sem hann veiðir upp úr pottinum heima hjá sér og ætlar að leggja sér til munns, skuli vera með skemmd ímiðju.“ Víkverji Moggans. Matthías H. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Ágætis hf.: „Þetta er rétt að það er vandamál og þá sérstaklega í einni kartöflutegund, Gull- auga. Sumarið var þurrt og síðan komu rigningar þannig að rakinn var ójafn, sem veld- ur því að kartaflan vex mjög hratt í endann en lítið fyrst. Þetta verður til þess að hún ræður ekki við sinn innri vöxt. Þetta er hlutfallslega mest í stærstu kartöflunum og við höfum beðið framleiðendur okkar að tína þetta úr og einn- ig höfum við minnkað veru- lega vægi þessarar tegundar í sölu. En við erum ekki þeir einu með kartöflur og ekki veit ég hvaðan kartöflur Vík- verja voru.“ EITTHVAÐ ANNAÐ EN MARJAS „Þessir spilakassar eru á vegum Rauða krossins og eru sagðir dágóð tekjulind fyrir starfsemi þessa fyrirtœkis. En spilalcassarnir eru orðnir vandamál hér. Þeir hafa stór- lega spillt börnum, og það svo að það má marka í ýmsum þátt- um uppeldis og síðar afleiðing- um sem oft eru sárari en tárum tekur.“ Ragnar, lesendabréf í DV. Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross- ins: „I fyrsta lagi eru kassamir reknir af slysavamasveitunum og Landsbjörg í samvinnu við Rauða krossinn þannig við eigum ekki einir heiðurinn. En samkvæmt mati okkar er þetta ekki rétt sem Ragnar segir. Við fylgjumst mjög vel með á stöðunum en það er erf- itt að koma í veg fyrir að böm spili, ég tala nú ekki um þegar foreldrar láta böm sín jafnvel hafa peninga til að spila fyrir. En það eru engin lög hér á landi sem banna börnum að spila í þessum kössum, þannig að það er aðeins ábending frá okkur að krakkar undir 16 ára spili ekki.“ ÞUNGLYNDIR TRÉHEST- AR OG VÆMNIR HRÆSN- ARAR „Þá skil ég ekkert í þeim mönnum sem eru á móti Rakh- maninoff. Hann sem er svo þunglyndur og vœminn. Alveg yndislegur. Sá sem ekki tárast, jáfer bara að hágráta yfir öðr- um kaflanum í öðrum píanó- konsertinum, þessum óviðjafn- anlega lofsöng til sjálfsvorkunn- seminnar, hlýtur að vera annað- hvort bölvaður tréhestur eða ólukkans hræsnari, sem skamm- ast sín fyrir grátklökkvann í sál- inni.“ Siguröur Þór Guðjónsson, tónlist- argagnrýni í Helgarblaöinu. Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld og gagnrýnandi: „Sigurður lýsir viðhorfum og skoðunum um Rakhmanin- off sem em ákaflega útbreidd. Það munu margir vera mjög sammála Sigurði í þessu. Ég er jafnósammála og áður. Satt að segja get ég tekið undir þau lýsingarorð sem Sigurður not- ar. Þau lýsa afstöðu til tónlist- ar sem ég er ekki hrifinn af.“ BRENNANDISPURNING „Víkverji sér ástæðu til að spyrja yfirmenn slökkviliðanna í Reykjavík og Keflavík hvort fyllsta öryggis sé gœtt í íþrótta- húsum þegar fjölmennir kapp- leikir fara þar fram? Er fylgst með því að ekki sé fleiri áhorf- endum hleypt inn en löglegt er?“ Víkverji, Mbl. Hrólfur Jónsson, slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík: „Yfirleitt eru íþróttahúsin stór og auðvelt að korna fyrir neyðarútgöngum. Það getur gerst að margt er um manninn og vonlaust að halda utan um það. Ef fleiri en 3.000 eru í Laugardalshöllinni er örygg- isvakt frá okkur og lögreglu. Þá má troða 800 í Valsheimil- ið en útgangar eru fyrir mun fleiri. Þegar jólasveinninn heimsótti Þjóðminjasafnið voru mun fleiri í húsinu en út- gangar leyfðu. Átti að senda jólasveininn til fjalla og böm- in út? Líkumar á því að eitt- hvað gerist í svona tilfellum em engar.“ En ber ekki ráðherra að taka tillit til umsagna þeirra sem best þekkja til? „Nei, honum ber ekki að gera það. Honum ber að leita umsagnar og það gerði hann en honum ber ekki að fara eftir því sem umsagnaraðilar segja. Af mörgum hæfileikaríkum sem sóttu um starfið taldi ég Gísla hafa mestu reynsluna á öllum sviðum. Hann hefur reynslu af rekstri stofnunar sem þjóðleikhússtjóri í átta ár og reynslu sem leikari og leik- stjóri þannig að hann þekkir þetta allt út og inn. Að mínu mati betur en aðrir.“ Nú hefur það vakið athygli að bœði Gísli og Heimir Steinsson útvarpsstjóri óskuðu nafnleyndar er þeir sóttu um stöðurnar og þœr raddir hafa heyrst að þeir hafi sótt um að ósk þinni. Er það rétt? „Það er beinlínis rangt. En það er enginn vandi að koma svona sögum af stað og maður er algjörlega vamarlaus fyrir því. Varðandi útvarpsstjóra- stöðuna fékk ég til dæmis bréf frá nokkmm mönnum sem ég var beðinn að gleyma ef þeir kæmu ekki til greina. Það var ekki einu sinni þannig að þeir vildu láta umsóknir sínar inn í ráðuneytið. Þeir lögðu bara inn nöfn sín og ætluðu ekki að senda inn umsókn nema ég hefði frumkvæði að því. Þar fyrir utan var ég með umsóknir þar sem viðkomandi óskaði nafnleyndar og það var ekki bara Heimir.“ En skipan Heimis vakti sömuleiðis mikil viðbrögð? „Hún vakti fyrst og fremst viðbrögð í röðum innanflokks- manna. Það er alveg eins og þegar ég skipa sjálfstæðis- menn; það vekur viðbrögð fé- laga í öðmm flokkum. Þetta er bara svona og þetta verður maður bara að búa við.“ Nú hefurðu skipað Hannes Hólmstein Gissurarson for- mann þýðingarsjóðs, áttu von á að sú skipan veki sömuleiðis hörð viðbrögð? “ „Ég hef nú ekki hugsað út í það en satt að segja kæmi mér það ekki á óvart, því margir virðast haldnir mikilli fóbíu gagnvart Hannesi. En ég held að hann sé góður í þetta og þess vegna valdi ég hann.“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.