Pressan - 15.04.1992, Page 15

Pressan - 15.04.1992, Page 15
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 15 Reymr: Raöamenn þjoöar- innar viröast ekki hafa efni á aó bjarga unglingunum. Á þessu ári eru 9 milljónir settar í forvarnarstarf vegna alnæmis. Hvaö jafn- gildir þaö mörgum fundar- boröum í nýja ráöhúsinu? „Eg veit um fullt af folki sem ekki hefur fariö í alnæmis- | próf þótt full ástæöa sé til. Þaö einfaldlega þorir ekki.“ PRESSAN/Jim Smari slappaður gagnvart þessu. Sjúk- dómurinn hefur enn þennan stimpil; þetta er eitthvað ljótt sem maður talar ekki um í fjöl- skylduboðum. Fólk skammast sín. Ég var frjálslyndur í ástamál- um og leit á kynlíf sem sjálf- sagðan hlut án þess að ég hafi verið lauslátur. Það er erfitt að stofria til sam- bands eða sambúðar þegar mað- ur er HlV-smitaður. Maður vill ekki leggja aðra í hættu — og hjá hinum aðilanum er hræðslan auðvitað mikil. Sjúkdómurinn hefur eyðilagt ástalíf mitt. Fordómarnir eru miklir en það er svolítið skrýtið að for- dómarnir eru engu minni hjá hommum en öðrum, þótt þeir ættu að vera best upplýstir. En alnæmi er ekki bara ein- hver hommasjúkdómur. Það „Mér var ekki boöiö upp á neina hjálp, ekki einu sinni upp- lýsingar, — ekkert.“ geta allir smitast. Þetta er Iúntskur sjúkdómur sem leggst misjafnlega á fólk en ég hef verið heppinn. Fjöldi T-blóðkorna er kominn niður fyrir hættumörk en ég hef sloppið með lungnabólgu og smákvilla og alltaf náð mér hingað til. Sjúkdómurinn umtumaði lífi mínu og framtíðaráformum. Fyrir 7 ámm höfðu menn litla hugmynd um hversu lengi al- næmissjúklingar gætu lifað. Þá var sagt að það væru í mesta lagi 5 ár. Nú er þetta ekki alveg eins vonlaust og það leit út fyrir. En oft hef ég verið við það að gefast upp, verið þunglyndur og langt niðri. Vitneskjan um sjúk- dóminn hefur alltaf haldið aftur af mér að gera eitthvað af viti. Mér finnst ekki taka því. Ég veit aldrei hvað gerist, hvenær röðin kemur að mér. Ég held að fólk taki alnæmi ekki nógu alvarlega, finnist það fjarlægt, eitthvað sem bara til- heyrir götulífi stórborganna. Það þarf miklu meiri áróður, sérstak- íega í skólunum. Fordómamir eru ennþá miklir. Það þykir miklu fínna að vera lungna- og hjartaþegi í London en alnæmis- sjúklingur. Félagsleg aðstoð við alnæmissjúklinga er bæði lítil og ómarkviss og það er engin stefna til af hálfu heilbrigðisyfir- valda um hvemig á að bregðast við útbreiðslu sjúkdómsins. Menn em með lokuð aug- un. Vinir mínir hafa dáið úr þessum sjúkdómi og ég á vini sem nú eru veikir. Þetta em venjulegir, ungir Islendingar. Það þarf hispurslausa og opna umræðu. Þegar ég lít til baka finnst mér að síðustu ár hafi verið martröð þótt ég hafi átt mínar góðu stundir. En þetta hefur gersamlega eyðilagt líf mitt. Það er hart að finna að maður fær litla eða enga hjálp nerna frá vinurn og áhugamönn- unt. Og það er sannarlega ömur- legt að horfa upp á heilbrigðis- yfirvöld stefnulaus, aðgerðalaus og áhugalaus þegar líf ungs fólks er í veði.“ HALFKAK STJÓRNVALDA HEFUR KOSTAÐ „Ráðamenn þjóðarinnar virð- ast ekki hafa efni á að bjarga unglingunum okkar. Á þessu ári em settar 9 milljónir í forvamar- starf vegna alnæmis. Hvað jafn- gildir það mörgum fundarborð- um í nýja ráðhúsinu?" spyr Reynir Már Einarsson. Hann varð fyrstur íslendinga til að greinast með alnæmissmit hér- lendis. Það var í janúar 1983.TÍ1 skamms tíma var Reynir við þokkalega líkamlega heilsu en í vetur hrakaði honum vemlega. Hann er nú með illkynja krabbamein í maga. ,J>ú veikist í raun um leið og þú færð að vita að þú sért með veiruna. Það tók suma af mínum nánustu mörg ár að skilja þetta. Heilbrigðiskerfið vissi alls ekki „Eg get ennþá barist en ég þakka guöi fyrir hvern dag sem ég lifi.“ hvemig það átti að taka á mér þegar ég greindist með HIV- veiruna. Ég var bara sendur heim áf spílalanum og sagt að ekkert væri hægt að gera fyrir mig; ég mætti að vísu koma ef ég yrði fárveikur. Síðan þetta gerðist hef ég gengið í gegnum mörg og mis- jöfn tímabil. Stundum hef ég verið að því kominn að gefast upp. Það er skrýtið að vera 36 ára og nánast búinn að vera. Ég er hræddur um að sann- leikurinn sé sá að við Islending- ar höfum tapað að minnsta kosti tveimur fyrstu ámnum í barátt- unni við alnæmið. Meðan ná- grannaþjóðimar tóku á vandan- um var ekkert gert héma heima. „Skrýtiö aö vera í blóma lífsins og sitja í sjúkrarúmi og skrifa erföaskrána.“ Það átti ekki að gera neitt í mál- inu, menn sögðu að þessi sjúk- dómur væri bara í útlöndum. Og fyrir vikið smituðust margir þessi fyrstu ár þegar ekkert var gert. Það em ekki mörg ár síðan íslenskir ráðamenn héldu því frarn á erlendum vettvangi, þeg- ar fjallað var um réttindi sam- kynhneigðra, að það væm engir hommar á Islandi! Hálfkák stjómvalda hefur kostað manns- líf. Það er á hreinu. Og nú, öllunt þessum árum síðar, er skuggalegt að ekki skuli vera til peningar til að vara við svo ógeðslegum sjúkdómi. Ráðherra skipar 13 manna landsnefnd til að móta stefnu í alnæmisvörnum en hún hefur úr litlu að spila. Auðvitað ætli heilbrigðisráð- herra að vera í því að heimta peninga, — en ég sé hann að vísu ekki alveg fyrir mér í því hlutverki. Það virðist bara ekki eiga að koma fólki í skilning um að þetta er sjúkdómur sem kem- ur öllum við. Það er sagt að þetta sé svo lítill hópur, en í kringum hvern smitaðan ein- stakling er fjölskylda og vina- hópur. Á þennan hátt em mörg hundruð manns nátengd sjúk- dóminum. Og allir geta smitast. Alnæmi er ekki bara hommasjúkdómur og það hefur sýnt sig erlendis að æ fleiri gagnkynhneigðir smit- ast. Hér er ekkert gert til að breyta ímynd þessa sjúkdóms í hugum fólks. „Streitliðið" líður fyrir það að alnæmi er stimplað sem hommasjúkdómur og það eru margir sem hreinlega þora ekki í próf. Eins og nú háttar til er hræðilegt fyrir þann sem er streit að greinast með alnæmi. Hann er stimplaður og spurður: Hvar varst þú með tippið á þér, góði minn? Eða hvemig heldurðu að það sé með 40-50 ára karla sem em giftir cn hafa verið að pjakkast uppi í Öskjuhlíð, svo ég tali nú ekíd um alla þá sem hafa fengið sér mellu í útlöndum. Þessir menn em auðvitað dauðhræddir en þeir þora ekkj f próf. Éin skýringin á því er auðvit- að sú að nafnleyndin er þver- brotin. Það veit næstum hver einasta skúringakona á Borgar- spítalanum hverjir em smitaðir. Blóðsýni úr mér voru send á milli stofnana, kirfilega merkt nafninu mínu og með sjúk- dómsgreiningu. Og það gæti hver sem er getað komist í sjúkraskýrslumar þar sem sýnin em tekin á Borgarspítalanum. Við fáum líka lítið að vita um hvað er að gerast í rannsóknum á sjúkdóminum. Það er helst þegar maður grefur upp greinar í erlendum blöðum, — fjölmiðl- ar hér á landi birta helst ekki fréttir nema um eitthvað af- brigðilegt: alnæmissjúkling sem smitar þetta marga smástráka og svo framveg- is. Og lækn- arnir hérna, sem eru að mörgu leyti ágætir, gefa sig út fyrir að vera alveg pottþéttir og enda- sendast á ráðstefnur út um allan heim. En ef þeir em spurðir um sjúkdóminn ansa þeir helst á lat- ínu. Það sem mér svíður einna sárast er áhugaleysi yfirvalda um hagi þeirra sem em smitaðir. Engar reglur eða viðmiðanir em til um félagslega aðstoð við al- næmissjúklinga. Oftar en ekki er það geðþóttaákvörðun félags- ráðgjafa hvort og hve mikinn stuðning menn fá. Ég er á 75% örorkustyrk, fæ um 53.000 krónur á mánuði, og telst hepp- inn miðað við marga aðra. Fyrir þessa peninga þarf ég að borga húsaleigu og allar nauðsynjar. Hjálparstarfið hvflir fyrst og fremst á Samtökum áhugafólks um alnæmi og ríkið hefur ekki styrkt þau. Ég leyfi mér að fara fram á það að alnæmissmitaðir geti búið við öryggi og mér finnst helvíti hart að þurfa að berjast við kerfið, bókstaflega fram í rauðan dauðann." Hrafn Jökulsson * JON Sigurðsson iðnaðarráðherra komst aldeilis í feitt um dag- inn þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að Smára- hvamminum í Kópavogi (ég hélt reyndar að þetta hefði verið í byggingu í mörg ár). Jón fékk nefnilega að gera þetta með gröfu og því væri nær að tala um að Jón hafi tekið íyrstu gröfina! En það er Ijóst að við Islendingar höfum nú eignast ærlega alþýðuhetju þar sem er Jóhannes Jónsson í Bónus. — Öfugt við margar aðrar alþýðuhetjur kýs hann að berjast með stílvopninu og eftir stórt viðtal í Helgar-DV birtist hann strax á mánudegi og boðar stúdentspróf fyrir kassadöntur. En um leið og Jóhannes komst í sviðsljósið hvarf önnur hetja. Það er HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hvorki hefur sést né heyrst á opinber- um vetvangi síðan hann var svo skynsamur að ráða Þor- stein Hilmarsson sem blaða- fulltrúa. Þorsteinn, sem er heimspekingur, á auðvelt með að útskýra hið fjarstæðu- kennda við rekstur Lands- virkjunar, sem heldur áfram að virkja án sýnilegra ástæðna. En um leið tók Landsvirkjun að sér að kosta þyrluferðalag ARA Trausta Guðmundssonar, sem flaug um Þjórsárver og myndaði áður en Landsvirkj- un setur þau í bólakaf til að framleiða rafmagn sem eng- inn þarf að nota. — Líffæri sem enginn þarf að nota eru orðin deilumál dagsins í dag. Eftir að hafa nýtt okkur Breta í áraraðir, í orðsins fyllstu merkingu, höfðu flestir talið að eðlilegt yrði að gera samn- ing við þá. Én kratahjarta SIGHVATS Björgvinssonar sló í aðra átt. Hann vill koma upp skandinavískum skiptimark- aði með innvolsið úr okkur. Við fáum sænsk hjörtu en þeir íslensk nýru — eða þannig.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.