Pressan - 15.04.1992, Page 34

Pressan - 15.04.1992, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRÍL 1992 t§Icn§ft«f {tjóÖSögut* Skömmu upp úr 1970 giftist ungt par sparimerkjagiftingu, fékk út væna fúlgu af sparimerkjareikn- ingi konunnar og skellti sér í Evr- ópuferð til þess aö taka eitf gott rugl. Eftir að hafa þvælst niður til Marseilles var strákurinn orðinn þreyttur á dömunni og ákvað að ganga í útlendingaherdeildinatil þess að losna við hana. Herdeildin hafnaði honum hins vegar svo hann fór aftur til konunnar og hún ákveður að strikið skuli sett á Mar- okkó, því þar sé gott og ódýrt hass að fá. Þegar þau eru búin að þvæl- ast þar í nokkra daga og komin lengst suður í landiö fær hann end- anlega nóg og selur konu sína fyrir 500 g af hassi og leðurjakka. Þrátt fyrir þetta var stúlkan komin heim innan mánaðar en pilturinn sást ekki fyrr en um hálfu ári síðar. Þeg- ar hann var heimkominn spurður út úr játaði hann að þetta hefði ekki verið alveg nógu sniöugt: Jakkinn var handónýtur.. .en þetta var mjög gott hass.“ Valinkunnur poppari og vinir hans komust eitt sinn yfir stelasín, lyf sem veldur vöðvasamdrætti. Hann átti að spila í Tjarnarbúð um kvöldið og þeir ákveöa að hita upp meö því að éta dópiö og popparinn mest. Um ellefuleytið var hann hins vegar hættur að geta spilað fyrir vöðvasamdrætti, svo hann afræður að drekka ofan í dópiö í von um að á einhverju slakni. Þá bregður hins vegar svo við að hann fer aö fest- ast, fyrst hausinn, svo fóru fingumir að frjósa og loks fótleggirnir og versnaði sífellt eftir því sem á leið nóttina. Þegar hann er orðinn viö- þolslaus af kvölum er hringt á næt- urlækni, sem sprautar þá niður með mógadoni, þannig að þeir sofna. Morguninn eftir vakna þeir og líður enn verr en fyrr og er þá hringt í besta dílerinn í bænum til úrlausnar. Þegar hér er komiö sögu er popparinn beinlínis að drepast af kvölum, veinar og hljóðar. Dílerinn kom skjótt og gaf piltunum vöðva- slakandi lyf. Og það er eins og við manninn mælt, að innan hálftíma taka þrautirnar að linast og eru aö mestu horfnarskömmu síðar. Eftir langa bið rauf popparinn loks þögn- ina: „Djöfull var þetta gott strákar. Eigum við að prófa aftur?" (Úr dópistasögum.) Leióarvísir sjávar lóösar irm Hafnsögumenn leiðbeina skipum til hafnar, sjá um að þau fái þjónustu og eru á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. „Lóðsar hafa verið að frá örófi alda en þeirra er þó fyrst getið í árbók Reykjavíkur 1803, þótt höfn kæmi ekki til í Reykjavík fyrr en 1917,“ segir Sigurður Þorgrímsson, sem hefur verið hafnsögumaður í Reykjavíkur- höfn í tugi ára. - Hvað gerir hafnsögumað- ur? „Hann tekur við og leiðbeinir skipum í höfn, sér þeim fyrir leguplássi, veitir vatn og aðra þá þjónustu sem höfnin lætur í té. Allir sem starfa að þessu eru skráðir á dráttarbátana svo hægt sé að grípa til einhvers þeirra hvenær sem er. Það er vakt allan sólarhringinn, allt árið og aðeins menn með skipstjómarréttindi sem eru ráðnir til starfans. Stundum er erfitt að koma skipum úr og í höfn og þá eru dráttarbátamir notaðir, en það fer eftir stærð skipa og aðstæð- um. Annars fer hafnsögumaður um borð og skipinu er stýrt inn eftir leiðbeiningum hans og lagt að bryggju. Sumir skipstjórar öðlast þó réttindi til að sigla inn sjálfir eftir að hafa stundað áætl- unarsiglingar til hafnarinnar. Stundum er erfitt að komast um borð í skip og oft komið fyrir að mönnum tekst það ekki. Þá íylgja skipin eftir hafnsögubátn- um þar til hægt er að komast um borð.“ - Þið þurflð þú að vera vel ú ykkur komnir? „Menn þurfa að hafa góða lík- amlega burði og góða sjón. Þeir þurfa að vinna fagmannlega og nota dráttarbátana rétt. Það er okkar fag að kunna með skip að fara.“ - Þetta er þú um leið karl- mannlegt staif? „Já... ég mundi segja það og stundum hafa orðið slys á mönn- um jtegar þeir hafa verið að fara í skip og úr. Starfið krefst einnig oft skjótrar ákvarðanatöku.“ - Við hvaða aðstœður? „Þegar verið er að vinna við skip í vondum veðmm er til dæmis mikilvægt að ákvarða hvort taka á skip úr legu eða ekki. Rangt mat getur kostað töluverða fjármuni, tíma og íyr- irhöfh.“ - Eru samskipti við erlendar úhafnir aldrei eifið? „Nei samstarf og samskipti em nær undantekningarlaust góð og það em nánast aldrei tungu- málaerfiðleikar því það er nær alltaf töluð enska. Rússar vom stirðir þegar þeir byrjuðu að koma hingað en hafa lagast mik- ið. Ég byrjaði 1956 og það hefur margt breyst síðan. Aður fyrr vom samskiptin mun meiri og ef til vill nánari. Síðan kom ör- bylgjan íyrir 20-25 ámm og nú síðast er það farsíminn. Oít reyn- um við að ná sambandi við skip í gegnum örbylgju en ekkert svar fæst. Þegar við gefumst upp á því reynum við að hringja í far- símann og þá náum við sam- bandi um leið.“ - Aður fyrr voru mönnum stundum gefnar gjafir er það rétt? „Það var hér í eina tíð en nú er allt svo mikið breytt. Þetta er alltaf að verða ópersónulegra og ópersónulegra því allt gengur svo miklu hraðar fyrir sig. Sam- skiptin em minni og skipstjórar sem em með réttindi á höfiiina em afgreiddir í gegnum fjar- skipti. Því er hluti af starfinu orðinn skráningar og einnig er afar mikið um upplýsingaþjón- ustu. Það var meira spennandi áður fyrr og allt öðruvísi. Það var lengur verið að vinna störfin og menn kynntust betur, því menn voru lengur um borð í skipun- um. Það sköpuðust viss tengsl —jafnvel vinatengsl — því það vom sömu menn að koma aftur og aftur.“ - Er aldrei neitt vesen? „Nei. Við höfum sérstakar reglur og menn fara eftir þeim. Það er líka starf okkar að sjá til jress að farið sé eftir settum regl- um.“ PRESSAN/Jim Smart R I M S í R A M S Frjálshyggjuarmur BSRB Hannes Gissurarson var um daginn að skrifa í eitthvert blaðið um orð og efndir ým- issa stjómmálamanna; hvem- ig Ingólfur á Hellu hefði bara verið framsóknarmaður og einhver sósíalistinn leitað markaðslausna og svo fram- vegis. Þetta virðist eitthvað leita á Hannes um þessar mundir og skal engan undra. Eru ekki fundir hjá Frjáls- hyggjumannafélaginu að verða hálfgerðir BSRB-fund- ir? Það er að minnsta kosti ein- kennilegt að horfa upp á alla þessa andstæðinga ríkisum- svifa keppast við að komast á framfæri skattborgara, meðan þeir tala gegn því að þetta fé skattborgaranna renni til sjúk- linga heldur og gamalmenna og létti undir með fátæku bamafólki. Og aldrei skal far- ið eftir leikreglum samfélags- ins í þessum stöðuveitingum Sjálfstæðisflokksins. Aldrei hirt um verðleika. Farið með þær kröfur sem starfslýsing kveður á um eins og hvert annað kommakjaftæði. Það virðist alltaf hreint þurfa að troða þessum mönnum með offorsi og Flokksræði í stöð- umar; þeir virðast aldrei geta staðið á eigin fótum. A mark- aðnum. Það er, svo dæmi sé tekið, mun meira framboð af Hannesi Gissurarsyni en eftir- spum. Þeir verða, þessir drengir, alltaf að láta miðstýra sér í stöðumar. Guðmundur Magnússon er eflaust duglegur maður. Og Þjóðminjaráð virðist una því að láta senda sér - að vísu ó- umbeðið - mann sem hefur góð sambönd í Flokknum. Menn þar hugsa eflaust með sér að hann geti eftir miðstýr- ingarleiðum Flokksins skaff- að þá peninga sem fram- kvæmdavaldið neitar löggjaf- arvaldinu um. En manni finnst óneitanlega einkenni- lega staðið að þessu máli. Kannski vegna þess að manni þykir staða Þjóðminjavarðar með helstu virðingarstöðum. Manni þykir eðlilegt að slík staða sé auglýst þegar skipað skal í hana til tveggja ára - jafnvel að hvarfli að manni að hún hefði einnig átt að standa menntuðum fomleifafræðing- um til boða; sumsé að ekki væri óeðlilegt að yfirmaður þjóðminja í landinu þekkti eitthvað til þjóðminja. Guð- mundur Magnússon er þannig GUÐMUNDUR ANDRITHORSSON Hann þurfti bitling og manni þykir staöa Þjóðminjavarðar - staða sem meðal annars Kristján Eldjárn hefur gegnt - ekki vera bitlingur. engan veginn augljós kostur í þessa stöðu, meira að segja þótt hann sé starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, sem við vitum öll að er meginástæðan fyrir því að hann hreppir hana, ásamt því að hinn al- menni flokksmaður hafnaði því fyrir síðustu kosningar með afgerandi hætti að hann settist á þing. Hann er maður sem Flokkurinn var í vand- ræðum með. Hann þurfti bit- ling og manni þykir staða Þjóðminjavarðar - staða sem meðal annars Kristján Eldjám hefur gegnt - ekki vera bit- lingur. Þessi stöðuveiting ber vott um hugarfar sem maður hélt í einfeldni sinni að væri liðin tíð á íslandi. En lítum á björtu hliðamar, verum ekki neikvæð, verum ekki kommúnistar, allir vita nú hvernig það fór. Guð- mundur Magnússon hefur vissulega þá nasasjón af for- tíðinni að hafa lesið sagnfræði hér heima til BA-prófs og hitt er ekki síður um vert að hann mun hafa numið vísindaheim- speki í London. Þar er einmitt frægasta vaxmyndasafn í heimi, Madame Tussaud, og sú þekking hans gæti komið að haldi við endumýjun vax- myndasafnsins í Þjóðminja- safninu - það dofnar kannski yfir manni þegar manni verð- ur hugsað til þess hverjum hann mun fyrst stilla upp á vaxmyndasafninu sínu, en höldum áfram að horfa á björtu hliðamar: þar verður að minnsta kosti Hannes sem þegir.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.