Pressan - 28.05.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
3
Þrjár til jjórar milljónir hektara gróins lands hafa
orðið jarðvegseyðingu að bráð frá landnámi íslands.
Með samstilltu átaki getum við komið í veg Jyrir
áframhaldandi uppblástur á landinu.
GRÆÐUM
LANDIÐMEÐ
ÞÚ HJÁLPAR TIL VK) UPPGRÆÐSLU LANDSINS
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BENSÍN FRÁ OLÍS
Ef við berjumst ekki gegn uppblœstri á hálendi Islands verður það að gróðurlausri og lifvana auðn.
Mófuglar, til dœmis rjúpan, sem byggja tilvist sína á gróðri hálendisins, hrekjast þá burlu og hverfa.
Ef ekkert verður að gert blasir sú sýn við
okkur að hálendið verði að gróðurlausri og
lífvana auðn, því fuglar, svo sem rjúpur og
aðrir mófuglar, byggja tilvist sína á gróðri
landsins.
LANDGRÆÐSLUÁTAK í ÁFÖNGUM
OLIS og Landgræðslan ætla í sameiningu
að reyna að koma í veg fyrir þessa
hrikalegu framtíðarsýn með því að græða
upp landið í áföngum. Örfoka land er
ófrjótt og aldir geta liðið áður en
sambærileg landgæði og þau sem eyddust
hafa náð að myndast á ný. Stöðugt er
unnið að rannsóknum á þessu sviði og
aðferðum til uppgræðslu fjölgar sífellt.
TAKTU ÞÁTT í ÁTAKINU
Þú getur tekið þátt í þessu
landgræðsluátaki, því næstu fjögur árin
ætlar OLÍS að láta ákveðna upphæð af
hverjum seldum bensínlítra renna til
uppgræðslu landsins.
VIÐ SKULDUM LANDINU GRÓÐUR
Látum ekki landið okkar eyðileggjast. Við
skuldum því meira en helminginn af þeim
gróðri sem var hér þegar land byggðist og
með samstilltu átaki getum við gert upp
við eyðingaröflin.
Þegar þú kaupir bensín hjá OLÍS
leggur þú þitt af mörkum til björg-
unar hálendisins.
STYRKTARAÐILI AÐ LANDGRÆÐSLUÁTAKI
Stór svœði á landinu hafa orðið illa úti vegna
uppblásturs. Haukadalsheiðin, Reykjanesskaginn og
Mývatnssvœðið eru þó áberandi verst farin. OLÍS og
Landgrœðstan cetla að grœða upp þessi svœði í áfóngum.
■ JTið landnám íslands er talið að
5 gróður hafi þakið um 65%
C - " landsins og birki vaxið á meira en
fjórðungi þess. í dag þekur gróður
einungis einn fjórða landsins og leifar
hinna fomu skóga aðeins 1%.
Þrjár til fjórar milljónir hektara gróins
lands hafa orðið jarðvegseyðingu að bráð
frá landnámi vegna eyðingar skóga, búsetu
mannsins og óblíðs veðurfars.