Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
Á L I T
HILMAR GUÐLAUGSSON
Gagnsemi
umhverfisráðstefnunnar
í Ríó de Janeiro
Nú um helgina hefst margumtöluð umhverfisráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó. Margir munu
hræddir um að ráðstefnan komi ekki til með að
skila eins miklum árangri og vonir standa til.
GUNNAR G. SCHRAM
prófessor
„Ráðstefnan mun setja umhverfismál í brennipunkt
og hafa þau áhrif að ríki heims munu í löggjöf og
framkvæmd grípa til virkra og áhrifaríkra úrbóta til
vemdunar umhverfinu á næstu árum. Mesti árang-
ur ráðstefnunnar verður þess vegna sá að breyta af-
stöðu og hugsunarhætti þjóðanna á þessa lund. Ráðsteínan leysir ekki
umhverfisvanda veraldar í einu vetfangi en hún markar nýja jákvæða
stefnu og þýðir því tímabær þáttaskil í öllum Jtessum efhum.‘
TOMAS INGI OLRICH
alþingismaður
„Gildi ráðstefnunnar er einkum undir því komið
að hún marki stefnu til lengri tíma sem aðildar-
þjóðirnar telji sér siðferðislega skylt að fylgja
þótt lagalega verði yfirlýsing ráðstefnunnar ekki
bindandi. í framkvæmdaáætluninni sem samþykkt verður verða
hvorki markmið né tímaáætlanir og dregur það verulega úr gildi
hennar, hún verður þá einkum grundvöllur að frekara starfi innan
viðeigandi stofnana. Þannig er það til dæmis með mesta hags-
munamál íslendinga að í framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir
að efna til sérstakrar ráðstefnu um sáttmála um vemdun hafsins."
MAGNÚS SKARPHÉÐINSSOlCT^'L
n®m'
„Ég hef afskaplega litla trú á gagnsemrhehnar,
nema út úr henni komi einhverjar breyttar
vinnureglur og kannski stofnun sem hefði ein-
hver raunveruleg völd í umhverfismálum. Ég er
hins vegar ekki sérlega trúaður á það, því vesturlönd em söku-
dólgurinn í umhverfismengun heimsins og tíma ekki að borga
það sem máli skiptir. En orð eru til alls fyrst og vonandi kemur
eitthvað út úr þessu.“
EINAR VALUR INGIMUNDA
umhverfisverkfræðingur
„Gagnsemin verður alls ekki sú sem vonast var
eftir. Þótt bilið á milli ríkra þjóða og fátækra
hafi stóraukist frá 1972 eru ríku þjóðimar enn
jafntregar til að leggja sitt af mörkum til að bæta
úr umhverfisvandanum. Á þessum 20 árum,
sem liðin em frá Stokkhólmsráðstefnunni, hafa menn fengið ým-
islegt staðfest sem vísindamenn og umhverfisvinir vömðu þá við.
Á mörgum sviðum er ástandið reyndar alvarlegra en menn höfðu
spáð, eins og til dæmis eyðilegging ósonlagsins."
MAGNÚS JÓHANNESSON
aðstoðarmaður umhverfisráðhe
„Ráðstefnan mun gera umhverfismálin og þann
vanda sem blasir við mannkyni að miðdepli al-
þjóðastjómmála, því gert er ráð fýrir að um 100
þjóðarleiðtogar sæki ráðstefnuna auk ráðherra
flestra ríkja heims. Samþykkt stjómmálalegrar
yfirlýsingar um réttindi og skyldur þjóða auk framkvæmdaáætl-
unar í umhverfismálum mun að mínum dómi greiða fyrir nauð-
synlegri þróun mála á næstu ámm. Eina ógagnið sem ég sé að
ráðstefnan geti unnið umhverfismálum er, ef þjóðirheims telja að
með því að koma saman í Ríó séu öll umhverfisvandamál úr sög-
unni.“
BÆTIFLÁKAR
BORGA SIGINN í PRÓFIÐ
„Mér þykir óeðlilegt að
Söngskólinn selji inn á loka-
prófstónleika
nemenda sinna ^
því tónleikarnir
eru þáttur í
náminu og œtl-
ast til að þar
séu viðstaddir
áheyrendur,
oftast fjöl-
skylda viðkom-
andi söng-
nema... hann —
œtti, allra skóla
best, að hafa efni á því að út-
skrifa nemendur sína þar sem
hann tekur nœrri helmingi
hœrri skólagjöld en aðrir tón-
listarskólar.“
M.G., lesendabréf f DV.
Ásrún Davíðsdóttir,
skólastjóri Söngskólans í
Reykjavík:
„Ég er ekki sammála því að
við tökum helmingi hærri
gjöld en aðrir skólar, ég held
að okkar gjöld séu þau sömu
og í Tónlistarskólanum. Þegar
við erum með lokatónleika
hér í húsnæði skólans þá er
frítt inn. Þegar þeir eru annars
staðar, eins og núna er við
gefum nemendum færi á að
syngja á sviðinu í Óperunni,
sem er ómetanlegt fyrir þá, þá
þýðir það aukakostnað. Hverj-
ir myndu bera þann kostnað ef
ekki væri selt inn? Nemendur
skólans? Til að þurfa ekki að
hækka skólagjöldin til að geta
farið með tónleika úr húsi
rukkum við tónleikagesti um
300 krónur. Hver nemi fær
hins vegar sjö miða frítt."
PALLIPED AFBRÝÐI-
SAMUR
„Maraþonmaður þingsins er
vitaskuld Hjörleifur Guttorms-
son... Slíkir menn eru gulls
ígildi fyrir formenn þingflokka
sem þurfa að skipuleggja mál-
þóf, enda er sagt að Páll Péturs-
son hafi lengi öfundað Alþýðu-
bandalagið qfHjörleifi."
Össur Skarphéðinsson í grein í
PRESSUNNI.
er formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Verkamannabústaðir hafa allnokkuð
verið til umræðu vegna misnotkunar
sumra kaupenda félagslegra íbúða á
þessum eignum með óleyfilegri
útleigu og spurningar hafa
^ vaknað um gildi þessa
.Éb**?’ 3% eignarforms.
Húsnœðisnefnd hefur kann-
að útleigu á félagslegum eign-
aríbúðum, verkamannabú-
stöðunum. Er slík misnotkun
veruleg?
„Því miður er það niðurstaða
okkar að mjög mikið sé um að
íbúðimar séu leigðar út í óleyfi.
Ég er ekki með tölumar ná-
kvæmlega, en slæ á að 120 til
140 íbúðir af 3.300 séu leigðar
út. Sumar hafa verið í leigu í
mjög langan tíma. Við gerðum
ámóta könnun fyrir nokkrum ár-
um og þá fengum við út töluna
80 íbúðir, þannig að þetta hefur
aukist talsvert."
Er svar Húsnœðisnefndar
einfaldlega að taka íbúðirnar
afkaupendunum, eða hafið þið
önnur ráð?
„Við getum í raun ekki tekið
íbúðimar af fólki í þessum skiln-
ingi eftir að afsal hefur verið gef-
ið út, sem gert er tiltölulega fljót-
lega. í máli sem hefur verið í
fféttum að undanfömu er staðan
sú að kaupandinn hefur ekki
fengið slíkt afsal. En staðan nú
leiðir af sér að nauðsyn er á al-
varlegum aðgerðum. Frá 1. júní
1990 fengum við aukna heimild
til að gera eitthvað í málunum;
við getum látið bera leigjend-
uma út. En slíkur gjömingur
bitnar á saklausu fólki, sem er
verst. Ég vil sjá þessu breytt, t.d.
að neíhdin fái heimild til að veita
áminningu og grípa til dags-
ekta.“
Þið getið þá í rauninni lítið
gert gagnvart því fólki sem
hefur misnotað íbúðirnar með
leigu, úr því afsal hefur verið
gefið út?
, J>að er rétt. En þessi umræða
að undanfömu hefúr orsakað að
margir hafa hringt til að tilkynna
óleyfilega leigu á þessum íbúð-
um og ég get nefht að að undan-
fömu hafa um 10 tbúðir verið
lagðar inn til kaups, eins og vera
ber ef fólk notar þær ekki sjálft."
Fólk sem notar íbúðirnar
ekki lengur verður að selja
Húsnœðisnefndinni þœr.
Kaupverðið er langtfrá mark-
aðsvirði, ekki satt?
„Við höfum kaupskyldu í 15
ár og forkaupsrétt næstu 15 árin.
Það er ákveðin regla um hvemig
eigi að reikna út verðið og það er
vísitölubundið, en það er rétt,
verðið er þó nokkuð lægra en
markaðsverð."
Þetta er óneitanlega sér-
kennilegur eignarréttur. Hver
eru rökin fyrir þessu formi?
, J>etta kerfi nær til þeirra sem
minna mega stn og er ekki ætlast
til að fólk græði á því. Fólk fær
miklu betri kjör en gengur og
gerist; lán til 43 ára á 1 prósents
vöxtum. Á móti em settar ffam
þessar kvaðir um endursölu.
Sem betur fer vænkast hagur
fólks oftast með ámnum og eftir
5 ár er staða þess endurskoðuð.
Hafi það komist yfir ákveðin
tekjumörk eru vextimir hækkað-
ir úr 1 í 4,9 prósent. Fólk þarf að
leggja fram launaseðla og skatta-
skýrslur, en ef það hefur svartar
tekjur er það nokkuð sem við
ráðum ekki við.“
Þið eigið vœntanlega ekki
heldur gott með að fylgjast
með því hvort einstœðar mœð-
ur eru í raun einstœðar?
„Það getur auðvitað verið í
einhveijum tilfellum að einhver
standi að baki þeim án þess að
við vitum, eða sambýlismaður sé
allt í einu kominn í spilið stuttu
eftir úthlutun. Aðdragandinn að
úthlutun er allnokkur og auðvit-
að getur margt breyst á þeim
tíma. En þetta er ekki endur-
skoðað og ekki undir smásjá"
Fríðrik Þór Guðmundsson
Páll Pétursson, formaður
þingfiokks framsóknar-
manna:
„Ég hef út af fyrir sig aldrei
öfundað Alþýðubandalagið af
Hjörleifi, það er firra. Hjör-
leifur er réttur maður á réttum
stað þar sem hann er. Ég las
grein Össurar og fannst hún
byggð á miklum misskilningi
og ókunnugleika, því um mál-
þóf hefur ekkert verið að ræða
í vetur. Össur hefur stundum
lengt umræður sjálfur með
hvatvíslegum og óviturlegum
yfirlýsingum. En frá hendi
stjómarandstöðu hefur aldrei
verið um neitt að ræða sem
kalla mætti málþóf."
EINKAVÆÐA SUR-
MJÓLKINA
„Það mottó tröllríður öllu að
bœndur þurfi að eiga allan úr-
vinnslugeirann. Eg gceti vel
hugsað mér að Mjólkurbú Flóa-
manna og Sláturfélag Suður-
lands yrðu seld á almennum
markaði. Þá yrðum við að
semja við þá sem sœktust eftir
vörum okkar. Við myndum fara
í samninga um afurðaverð og
slátrunP
Jóhannes Kristjánsson bóndi, Abl.
Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri Stéttar-
sambands bænda:
„Ég held að í þeirri sam-
keppni sem framundan er á
markaðnum, ef
innfluttar vörur
koma hér inn, sé
eina svar bænda að
hafa öflugan
mjólkuriðnað sem
þeir ráða sjálfir.
Ég er því algjör-
lega ósammála
honum Jóhann-
EKKISAMA
BJÓROGBJÓR
„Eg á við bjór
sem ekki er sterkari
en svona 3 fi%. All-
ur sá áfengi bjór
sem hér er á boðstólum er 4
og þar yfir... Ég vil sjá hér
gamlagóða Tuborg „grpn“ eða
Carlsberg eða aðrar tegundir
sem víðast hvar eru drukknar í
Evrópu eða Ameríku...“
Einar Arnason, lesendabréf
DV.
Guölaugur Guðlaugsson,
sölustjóri hjá Agli Skalla-
grímssyni:
„Við höldum því
fram að bjór af þessum
styrkleika sé hér á
markaðinum, Egils silf-
ur. Hann er af sama
styrkleika og Tuborg
grpn, 4,6 prósent. Þessi
tala er miðuð við magn
en 3,5 prósentin sem
Einar talar um eru mið-
uð við þyngd. Styrk-
leikinn er nákvæmlega
sá sami í alkóhólmagni.
En í sumar kemur á
markaðinn Tuborg
grpn, bruggaður hér hjá
okkur, og þá ætti Einar
að kætast."