Pressan


Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 9

Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 9 Þrír ungir menn réðust inn á heimili í Breiðholti ÆILUBU UB UEFIU FYRIRIIU * I annað skiptið á stuttum tíma berst frásögn af freklegri innrás á venjulegt heimili í Reykjavík. Þrátt fyrir að bæði tilvikin virðist eiga sér létt- vægar forsendur verða þau að teljast með al- varlegri ofbeldisglæpum. Heyrir friðhelgi heim- ilanna fortíðinni til, spyrja menn, og eru þetta atvik sem má eiga von á að endurtaki sig með reglulegu millibili? Ástand innrásarmannanna bendir til þess að þetta tengist vímuefnavanda- málum á götum borgarinnar. MEBFERBA^H KETTINUM 8KURGA „Ég játa það að hjartað tekur aukakipp þegar einhver kemur að útidyrahurðinni," sagði Óð- inn Snorrason, íbúi við Suður- hóla 14 í Breiðholti, þegar blaðamaður bankaði upp á hjá honum og konu hans. Oðinn og fjölskylda hans lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu á mánu- daginn að inn á heimili þeirra ruddust þrír ungir menn, börðu hann og konu hans að syni þeirra ásjáandi, auk þess sem þeir hótuðu þeim öllu illu. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem atburður sem þessi á sér stað. í vikunni áður ruddust tveir drukknir menn inn á heimili héraðsdóms- lögmanns á Seltjamamesi vegna bílaviðskipta. Lögmaðurinn hafði átt hlut að vörslusviptingu á bifreið sem unnusta annars mannsins átti. Eftir því sem komist verður næst ákváðu þeir ölvaðir að heimsækja lögmann- inn og ná bílnum. Þeir ruddust inn á heimilið í návist konu lög- mannsins og bama og heimtuðu lykla. Þetta mál hefur nú verið kært. Oft hafa borist frásagnir af harkalegum innheimtuaðferðum þar sem gengið er í skrokk á mönnum sem taldir eru skulda. Því er reyndar oft haldið fram að þetta sé innan ákveðins heims — venjulegt fólk lendi ekki í þessu. En er þetta kannski að breytast? HÖFÐU KOMIÐ ÁÐUR OG ÞÁ MEÐ KYLFU I fyrstu virtist um tilviljunar- kennda árás að ræða við Suður- hóla, en við nánari skoðun kom í ljós að hún átti sér ákveðnar orsakir. Aðalforsprakki árásar- innar á ömmu í íjölbýlishúsinu, sem hefur talið sig eiga sökótt við Oðin. Var það sérstaklega út af kettinum Skugga, sem gamla konan taldi illa hirtan og of mik- ið úti. Oðinn, sem er sjómaður og nýkominn af vertíð frá Grindavík, segir það af og frá. Kötturinn sé vel alinn þótt hann sé mikið á flækingi, eins og sé siður fresskatta. Að frumkvæði gömlu konunnar var kötturinn hins vegar fluttur til dýralæknis á Dýraspítalanum, sem gaf hon- um þá einkunn að hann væri vel alinn en illa hirtur. Á laugardaginn klukkan hálf- sex bönkuðu síðan tveir ungir menn upp á. Óðinn segist hafa farið til dyra og þegar hann opn- aði hurðina hafi þeir viljað kom- ast inn. Hann meinaði þeim það þegar hann tók eftir því að annar þeirra var með homaboltakylfu. Þegar hann spurði um erindið svaraði annar: ,,Þú ert að áreita nágranna þinrí* og bætti síðan við; „þú ferð illa með köttinn þinn“. Vegna þessara orðaskipta segist Óðinn hafa náð samhengi í árásina. Þótt þeir reyndu að reka fótinn inn fyrir dymar náði Óðinn að loka. Eftir það hringdi hann á lögregluna en þegar hún kom voru þeir á bak og burt. Annar árásarmannanna var bamabam gömlu konunnar. „FRÁLEITT AÐ ÉG HAFI KEYPT ÞÁ TIL VERKS- INS“ En hún hefur aðra sögu að segja af þessum nágranaerjum: „Þetta er víst allt til komið út af mér,“ sagði María Sigurðardótt- ir. „Ég vissi hins vegar ekki að drengimir hefðu farið af stað og auðvitað er fráleitt að segja að ég hafi greitt þeim fyrir.“ María segir það ekkert leynd- armál að styr hafi staðið milli sín og nágrannanna, meðal ann- ars út af kettinum. „Hann hefur verið sveltur og við höfum oft orðið að gefa honum matarbita,“ sagði María, og segist jafhframt hafa orðið fyrir barðinu á ýmsu sem greinilega megi rekja til þessara nágranna. „Það hefur verið sparkað í hurðina hjá mér, málning sett í þvott og eldspýt- um troðið í skráargöt. Þetta vissi drengurinn og ætlaði að biðja hann að hætta þessu, með fyrr- greindum afleiðingum,“ sagði María, sem telur málið hafa ver- ið mjög afflutt í fjölmiðlum til þessa. RUDDUSTINN ÞEGAR SONURINN OPNAÐI DYRNAR En piltamir komu fjölmennari á mánudaginn og augljóslega betur skipulagðir. Þegar þeir bönkuðu upp á, og það aftur klukkan hálfsex, fór Ingvi, son- ur nágrannahjónanna, til dyra. Þar stóðu þrír ungir menn, rétt rúmlega tvítugir. Þremenningamir mddust inn og framhjá honum. Þeir spurðu eftir Óðni, en hann var þá að fara í bað. Auður, kona hans, var í svefnherberginu og þangað inn köstuðu þeir logandi sígar- ettu. Eftir að þeir höfðu gert til- raun til að brjóta upp baðher- bergishurðina, þannig að á henni og dyraumbúnaðinum sést, opnaði Óðinn. Þá gripu þeir hann og slógu þannig að á honum sér. Fékk hann skurð bak við eyra sem þurfti að sauma saman með sex spomnt, auk þess sem hann er marinn víða. Þegar leikurinn barst fram í anddyri og eldhús var kona hans einnig slegin þannig að losnaði um þrjár tennur. Óðinn segist hafa náð að kalla í son sinn í öllum hama- ganginum og beðið hann að hringja í lögregluna. Þegar þre- menningamir gerðu sér ljóst að lögreglan var á leiðinni fóm þeir út. Lögreglan kom svo á vett- vang og tókst að hafa uppi á piltunum í næsta nágrenni. EIGA ERFITT MEÐ SVEFN Lögreglan tók þremenning- ana í yfirheyrslur og var þeim sleppt aftur á þriðjudag. Tveir þeirra hafa sést í nágrenninu en ekki gert sig líklega til að koma aftur í húsið. Það er augljóst á hjónunum að þetta var herfileg lífsreynsla. „Þó að maður geti átt von á ýmsu finnst manni nú að frið- helgi heimilisins sé nokkuð sem verði að standa,“ sagði Óðinn. Hann sagði að hann yrði í landi í sumar og væri vissulega farinn að velta fyrir sér hvort hann ætti að hætta á sjónum. Kona hans játar að hún hafi hugleitt að flytja í burtu. „Ég hef sofið ákaflega illa síðan þetta átti sér stað — og fundið fyrir taugaveiklun sem ég átti ekki til áður,“ bætti hún við. Þau segjast eigi að síður búa í ágætu hverfi sem þeim sé að mörgu leyti hlýtt til, en inn á milli heyrist þó sögur af óæski- legum fylgikvillum stórborga. Ungur nágrannasonur þeirra lenti meðal annars í því að vera rukkaður um „verndargjöld" nteð þeirri hótun að hann yrði laminn éf hann greiddi ekki eldri pilti ákveðna upphæð. „Þetta sem við lentum í er nokkuð sem ég hélt að væri bara í bíómyndum," sagði Auður að lokum.________________________ Siguröur Már Jónsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.