Pressan - 28.05.1992, Side 11

Pressan - 28.05.1992, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 11 Skoðanakönnun Skáls fyrir FYLGI í ÞESSARI KÖNNUN Skoðanakönnunin var framkvæmd helgina 21.-24. maí. Spurt var „Ef kosið væri til Alþingis nú, hvaða flokk myndir þú kjósa?' i ” m 25,4% » © Hafa 5 ÞINGMENN, FENGJU 6 HAFA 9 ÞINGMENN, FENGJU 9 HAFA 10 ÞINGMENN, FENGJU9 HAFA 26 ÞINGMENN, FENGJU 23 ingu að ef gengið yrði til kosn- inga nú gæti fylgi flokksins orð- ið svipað og eftir hrunið í kosn- ingunum 1987, þegar flokkurinn fékk um 27 prósent atkvæða og 18mennkjöma. KRATAR HALDA SÍNU Hinn stjómarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, er hins vegar mjög nærri kjörfylgi sínu úr síð- ustu kosningum. Þá fékk hann 15.5 prósent atkvæða og 10 menn kjöma. Nú fengi hann 14,9 prósent samkvæmt könnuninni, sem dygði honum til að fá 9 menn á þing. Þessi niðurstaða, 14,9 pró- senta fylgi, er með því hæsta sem Alþýðuflokkurinn hefur fengið út úr skoðanakönnunum síðan haustið 1988 eftir að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar var mynduð. Og flokkurinn hefur bætt við sig fylgi jafht og þétt síðan í nóvember í fyrra, þegar hann féll niður fyrir 10 prósent. I janúar fengu kratar 12,6 prósent í könnun Skáls, í mars fengu þeir 14.5 prósent og nú mælast þeir með 14,9 prósenta fylgi. VINDUR ÚR SEGLUM AL- ÞÝÐUBANDALAGSINS En á meðan Alþýðuflokkur- inn siglir jafnt og þétt upp á við hefúr vindur farið úr seglum Al- þýðubandalagsins. Það mældist með hátt í 20 prósenta fylgi í nóvember en féll niður í 16,0 prósent í janúar, aftur niður í 15,2 prósent í mars og fellur nú enn og mælist með 13,9 prósenta fylgi. Þetta er í fyrsta sinn frá kosningum sem flokkurinn fær minna fylgi í könnun en hann hafði í síðustu kosningum, en þá fékk Alþýðubandalagið 14,4 prósent atkvæða. Munurinn er hins vegar ekki það mikill að hann mundi nægja til að flokkurinn missti þing- mann. Eftir sem áður fengi hann 9 þingmenn. Það geta hins vegar ekki talist góð tíðindi, því út- koma flokksins í síðustu kosn- ingum var verri en hann hefur mátt þola um langa hrið. Samkvæmt þessum niður- stöðum hefur Alþýðubandalag- inu ekki tekist að auka fylgi sitt í stjómarandstöðu; öfugt við Framsókn. Alþýðubandalagið er eini stjómarandstöðuflokkurinn sem mælist nú með minna fylgi en í kosningum. KVENNALISTINN TAPARSTÓRT Miðað við niðurstöður síðustu könnunar, þegar Kvennalistinn fékk 12,5 prósenta fylgi, tapar flokkurinn nú stórt. Fylgi hans mælist 9,6 prósent. Uppsveiflan sem marka mátti eftir nóvemberkönnunina virðist því vera að hjaðna. Kvennalist- inn nýtur nú svipaðs fylgis og hann mældist með í könnunum á tímabilinu frá ágúst 1990 og fram að síðustu kosningum. I apríl 1988 mældist fylgi listans hins vegar 30 prósent en hrapaði síðan og var komið undir 10 pró- sent í árslok 1990. I síðustu kosningum fékk Kvennalistinn 8,3 prósent at- kvæða og fimm konur kjömar. Listinn hefur því bætt við sig 1,3 prósentustigum frá kosningum og dygði það til að fjölga þing- konum listans úr 5 í 6. STJÓRNIN HELDUR MEIRIHLUTA Ef frá er talin könnunin sem gerð var á hveitibrauðsdögum ríkisstjómarinnar mælist saman- Þingstyrkur & fylgi ríkisstjórnarinnar Að ofan sést hvernig þingsæti skiptust á milli flokkanna miðað við NIÐURSTÖÐU SKOÐANAKÖNNUNARINNAR. INNAN SVIGANS ER RAUNVERULEG TALA ÞINGMANNA HVERS FLOKKS, EN INNST GEFUR AÐ LÍTA STUÐNINGINN, SEM AÐ BAKI LIGGUR. AÐ NEÐAN SÉST SVO STUÐNINGUR VIÐ RÍKISSTJÓRNINA. SPURT VAR „STYÐUR ÞÚ RÍKISSTJÓRNINA?“ ANDSTAÐA VIÐ STJÓRNINA HEFUR AUKIST NOKKUÐ, ÞÓ FYLGI FLOKKA HENNAR HAFI AUKIST FRÁ SÍÐUSTU KÖNNUN. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 L J L J 1 Andvígir i i i r~ Fylgjandi 1 1 1 1 nilMN/M lagt fylgi stjómarflokkanna tveggja nú í fyrsta sinn yfir 50 prósentum. í síðustu kosningum var samanlagt fylgi þeirra 54,1 prósent en er nú 50,6 prósent. Þetta fylgi gæfi þeim 32 þing- menn og nauman meirihluta á þingi. Af núverandi þingliði mundi einn krati hverfa og þrír sjálfstæðismenn. Samanlagt fylgi stjómarand- stöðunnar var 41,6 prósent í síð- ustu kosningum. Það mælist nú 48,9 prósent. Andstaðan mundi bæta við sig fjórum þingmönn- um; þremur framsóknarmönn- um og einni kvennahstakonu. UMKÖNNUNINA Könnunin var gerð dagana 21. til 24. mars. Hringt var í úrtak 750 símanúmera og þar af svör- uðu71,3 prósent. Af Jreim sem svömðu sögðust 11,6 prósent mundu kjósa Al- þýðuflokkinn, 19,8 prósent Framsókn, 27,9 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 10,8 prósent Al- þýðubandalagið, 7,5 prósent Kvennalistann og 0,4 prósent aðra flokka. 4,1 prósent sagðist ekki ætla að kjósa, 14,4 prósent vom óákveðin og 3,6 prósent neituðu að svara. Ef aðeins em teknir þeir sem tóku afstöðu em niðurstöðumar þessar: Alþýðuflokkur 14,9 pró- sent, Framsókn 25,4 prósent, Sjálfstæðisflokkur 35,7 prósent, Alþýðubandalag 13,9 prósent, Kvennalisti 9,6 prósent og aðrir flokkar 0,5 prósent. Gunnar Smári Egilsson Skoðanakönnun Skáfs fyrir PRESSUNA Alþýðuflokksmenn snúast gegn ríkissljórninni Aðeins 43 prósent styðja ríkisstjórnina þótt naumur meirihluti mundi kjósa stjórnarflokkana Þrátt fyrir að naumur meiri- hluti þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA segðist annaðhvort mundi kjósa Sjálfstæðisflokk eða Alþýðuflokk sögðust aðeins 43,4 prósent styðja ríkisstjóm jjessara flokka. Astæðan fyrir þessum mun á fylgi flokkanna og ríkisstjómar- innar liggur annars vegar í því að 70 prósent þeirra sem vom óákveðnir í afstöðu sinni til flokkanna sögðust andvíg ríkis- stjóminni og hins vegar virðist andstaða við stjómina fara vax- andi meðal krata. Um fjórðungur þeirra sem sögðust mundu kjósa krata ef gengið yrði til kosninga nú styður ekki ríkisstjómina. Sama hlutfall hjá sjálfstæðis- mönnum er 3,3 prósent. Þessi andstaða kratanna við ríkisstjómina er ný. I janúar síð- astliðnum studdu kratar hana til dæmis 100 prósent. Enginn þeirra sem sögðust ætla að kjósa Alþýðuflokkinn var andsnúinn ríkisstjóminni þá. Hér hefur því orðið markverð breyting á stutt- um tíma. Eins og áður sagði sögðust 43,4 prósent Jreirra sem tóku af- stöðu til ríkisstjómarinnar vera stuðningsmenn hennar. Sem fyrr höfðu langflestir ákveðna skoð- un á stjóminni og aðeins 3 pró- sent annaðhvort svömðu ekki eða vom óákveðin. Og 43,4 pró- senta stuðningur þýðir 56,6 pró- senta andstaða. Rikisstjómin er búin að vera í andbyr mestallt kjörtímabilið. Eftir að stuðningur við hana mældist hátt í 60 prósent í ágúst á síðastliðnu sumri hrapaði hann niður í um 43 prósent í nóvem- ber. Síðan bætti stjómin stöðu sína lítillega í janúar en hélst eítir sem áður í minnihluta og staðan breyttist lítið í könnun sem gerð var í mars. Þá mældist fylgi stjómarinnar 47,5 prósent. Nú dettur það aftur niður og mælist 43,4 prósent. En þrátt fyrir langvarandi minnihlutafylgi er ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ekki nærri jafnóvinsæl og ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar var lengst af ferli sínum. Allt árið 1989 og fram í nóvember 1990 mældist fylgi hennar undir 40 prósentum og fór meira að segja um tíma niður fyrir 30 prósenta fylgi. Ef fra er talin fyrsta könnunin sem var gerð eftir að ríkisstjóm Stein- gríms settist að völdum (ríkis- stjómir mælast án undantekn- inga hafa gott fylgi á hveiti- brauðsdögum sínum) komst hún aðeins einu sinni í meirihluta, í febrúar 1991, stuttu fyrir kosn- ingar. Það telst því vart fréttnæmt lengur þótt ríkisstjóm á íslandi mælist með minnihlutafylgi. Mörg undanfarin ár hefur það verið vaninn og á því em fáar undantekningar. I raun þarf að leita allt aftur til ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen til að finna ríkisstjóm sem naut langvarandi stuðnings þjóðarinnar. Það er hins vegar athyglisvert við stöðu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar í dag, að þrátt fyrir að stjómarflokkamir mælist í fyrsta skipti á þessu ári með nauman meirihluta (32 þingmenn á móti 31) þá fellur rfltisstjómin sjálf í áliti.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.