Pressan - 28.05.1992, Page 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
U-* tvö ár hafa farið fram
viðamestu mælingar á mengun í sjó við
ísland. Þetta er alþjóðlegt samstarfs-
verkefni sem hér á íslandi er meðal
annars í höndum Hafrannsóknastofnun-
ar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins,
umhverfisráðuneytis og Geislavarna
ríkisins. Mælingamar eru á mjög breið-
um grunni og er mælt magn geisla-
virkra efna, málma og lífrænna þrá-
virkra efna. Fyrstu niðurstöður eru
væntanlegar einhvem tíma í júní, þegar
helstu umhverfisfrömuðir koma heim
frá Rfó, en þetta munu vera fyrstu
mengunarmælingar f sjó við ísland sem
eru fyllilega samanburðarhæfar við
amtácöw
STÓLAR, BORÐ
x LEGUBEKKIR,
HJOLABORÐ
OG FLEIRA
Gullfalleg garðhús-
gögn í sumarbú-
staðina blómagarð-
inn eða garðstof-
una. Sterk og góð.
Þau eru lltekta og
þola að standa úti
allan órsins hring.
Gœðavara ó góðu
verði.
Þriggja óra óbyrgð.
Opið laugardaga kl. 10-16.
Opið sunnudag kl. 11-16.
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •
rannsóknir sem hafa verið gerðar er-
lendis...
F
J—/ins og mörgum er væntanlega í
fersku minni reisti myndhöggvarinn
frægi Richard Serra mikið útilistaverk
í vesturhluta Viðeyjar á síðusm Lista-
hátíð. Af mikilli rausn tók Serra ekkert
fyrir verkið, en gerði samning þar sem
sagði að verklaunin, þrjár milljónir
króna, skyldu sett í sjóð til að styrkja
unga íslenska myndhöggvara. Var látið
í veðri vaka að veitt yrði úr sjóðnum í
tengslum við Listahátíð. annað hvert ár.
Sjóðstjómin, en hana skipa Bera Nor-
dal, forstöðumaður Listasafns íslands,
Valgarður Egilsson. fyrrum formaður
Listahátíðar, og Þór Vigfússon mynd-
höggvari, mun sitja á rökstólum þessa
dagana og verður væntanlega veitt úr
sjóðnum í fyrsta sinn nú fyrripart sum-
ars. Sjálfur mun Serra fylgjast grannt
með. enda tók hann miklu ástfóstri við
fsland þegar hann dvaldist hér...
/
A
X \. síðustu Listahátíð var klúbbur
hátíðarinnar starfræktur á Hressó, bæði
innandyra og þar úti í garðinum. For-
ráðamenn Listahátíð-
arinnar, sem hefst á
laugardag, ætla að
fylgja þessu fordæmi,
enda var klúbburinn
afspymuvinsæll. Fyr-
ir tveimur ámm vom
klúbbstjórar og allt í
öllu þar Sigurður
Sigurðsson, sem þá var forstöðumaður
félagsmiðstöðvarinnar í Fellahelli, og
Benóný Ægisson, sem nú hefur for-
stöðu í Fellahelli. Síðan þá hefur Sig-
urður flutt búferlum til Kaupmanna-
hafnar, en Benóný verður aftur klúbb-
stjóri niðri á Hressó...
Q
W-/itt sýnist hveijum um Ógnareðli,
þá umtöluðu kvikmynd, sem nú er sýnd
í Regnboganum. En þrátt fyrir að gagn-
rýnendur út um allan heim úthúði
myndinni taka áhorfendur ekki mark á
þvf. Aðsóknin í Regnbogann síðustu
vikuna hefur verið slík að menn muna
vart annað eins. Um síðustu helgi var
uppselt á allar sýningar, líka aukasýn-
ingu í b-sal á miðnætti, og sagt að það
hefði þess vegna verið hægt að sýna
myndina klukkan þijú um nótt — það
hefði hvort sem er orðið uppselt...
D agskrá Listahátíðar í Reykjavík
kemur nú út í annað sinn í vegjegu og
stóm broti. í þetta sinn er það íslenska
auglýsingastofan sem hefur hannað
bæklinginn og fylgir sögunni að hún
hafi að fyrra bragði boðið Listahátíð að
taka að sér verkið, hátíðinni að kostnað-
arlausu, til að styrkja listina, auka hróð-
ur fyrirtækisins og gefa teiknumm færi
á að leika sér svolítið...
u ndanfarið hefur útvarpsmaður-
inn Bjarni Dagur Jónsson verið á ferð
um bæinn og tekið vegfarendur tali. Um
daginn mátti heyra í
útvarpi þegar hann tal-
aði við vinnuhóp hjá
Vatnsveitunni. Eftir
eitthvert spjall þakk-
aði Bjami Dagur fyrir
sig, en þá mátti heyra
þessa spurningu frá
viðmælendum hans:
Hver ert þú? — Bjami Dagur er kannski
ekki alveg eins frægur og hann hélt...
M einleg villa hefur slæðst inn í
nýju símaskrána þar sem upplýsinga-
sími Vegagerðar ríkisins er skráður
621500. Sé hringt í þetta númer svarar
hins vegar Biskupsstofa, en þar er að-
eins vísað á hinn þrönga veg dyggðar-
innar. Rétt númer er hins vegar 631500
og þar er boðið upp á mun fleiri leiðir...
N
-L x okkra athygli vekur hversu hlut-
ur Frakklands er stór á Listahátíð sem
fór af stað með tónleikum Gipsy Kings
á miðvikudagskvöld. Sú hljómsveit telst
vera frönsk þótt meðlimir hennar séu af
sígaunaættum og frá Frakklandi kemur
líka dansflokkur Maguy Marin og leik-
húsið Théatre de l’Unité. f myndlistinni
eru Frakkar ekki síður atkvæðamiklir.
Þaðan kemur heimsfrægur maður,
Daniel Buren, og semr upp útilistaverk,
en í Nýlistasafninu sýna IVIichel Verjux
og Francois Perrodin. Loks er þess
svo að geta að Mírósýningin kemur
hingað frá listasafni í Frakklandi. Hinir
frönsku listamenn koma náttúrlega
hingað eftir ýmsum leiðum og undir
ýmsum formerkjum. en þó er óhætt að
fullyrða að hið ötula franska sendiráð í
Reykjavík á talsverðan heiður skilið...
4. og 11. jiiní tíl Benldomi
2 eda 3 \ikur - Verd írá kr. 38.750,-*
8 sæti laus — Viðbótargisting á Lavante Club.
Pantaðu strax!
*Miðast við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
FE RÐASKRI FSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16 - SÍMI 91-621490,^^'