Pressan


Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 25

Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAI 1992 25 E R L E N T Leyf mér að geta... þú ert í serbnesku viðræðunefndinni! Verður útbreiðsla kjarna- vopna hamin? Þegar Alexander Tsjeryshev var að vaxa úr grasi á sjötta ára- tugnum voru kjamorkutilraunir aðaláhugamál hans. Og það leið sjaldan langur tími milli þess, sem hann gat fylgst með risa- vöxnum sveppskýjunum rísa upp úr eyðimörkum Kazakhst- ans. Hann var ekki gamall drengur þegar hann hafði einsett sér að smíða sprengjur þegar hann yrði stór. Núna er dr. Alexander Tsjemyshev forstöðumaður eðl- isfræðirannsókna í Arzamas-16, sem er leyniborg rúmlega 300 km austur af Moskvu. Það er núna fyrst, sem gjömingaþoku Kalda stríðsins er að létta og borgin og íbúar hennar að koma í ljós. Og í fyrsta skipti á ævinni er Alexander með bakþanka. „Hér áður fyrr mátti ég ekki segja neinurn að ég smíðaði kjamorkuvopn. Núna má ég segja það hverjum, sem heyra vill, en ég vil ekki játa það. Og ég sé það á konunni minni hvemig málum er komið. Hún er sífellt útkeyrð og eyðir öllum tíma sínum í að leita að mat,“ segir Alexander í samtali við breska blaðið The Independent. Ibúar leyniborganna nutu áður alls konar forréttinda. Matvæli vom aldrei af skomum skammti, hversu illa sem áraði utan gadda- vírsins. Nú em hillumar í kjör- búðum Arzamas-16 tómar, en borgin er enn lokuð og fyrir vik- ið berast engar vörur að utan eftir öðrum leiðum líkt og gerist í öðr- um borgum, þar sem bændur koma sjálfir og selja afurðir sín- Jevgeníj Avrorín er yfumaður vísindarannsókna í Tsjeljabínsk- 70, sem er 45.000 manna leyni- borg í Uralijöllum, og hann hef- ur svipaða sorgarsögu að segja af sér og sínum. Fyrir nokkrum ár- um fékk hann til ráðstöfunar landspildu vegna áhuga síns á garðyrkju og þar ræktaði hann fallegan garð með skrautblóm- um og ávaxtatrjám. Nú er hann búinn að uppræta blómin og ræktar í staðinn kartöflur og aðr- ar matjurtir. Tsjeljabínsk er nær gjaldþrota. Kaup bæjarbúa er lágt á þessum verðbólgutímum, en samt fá menn ekki alltaf útborgað. Allar vísindarannsóknir liggja að meira eða minna leyti niðri vegna fjárskorts, en jafnvel þó svo væri ekki segir Avrorín erfitt að hugsa um óhlutbundin vísindi þegar ekkert er til að borða. Sjálfur er Avrorín með mjög hátt kaup, enda líkast til hæfileikarík- asti sprengjusmiður landsins, en það samsvarar um 10.000 krón- um á mánuði. En þrátt fyrir að Alexander og Jevgeníj séu báðir snjallir menn er afar lítil ef nokkur þörf fyrir hæfileika þeirra, að minnsta kosti heima fyrir. Báðir voru af- sprengi Kalda stríðsins. „En nú hefur allt breyst,“ segir Jevgerúj. „Þegar ég hóf störf vorum við fullir föðurlandsástar. Við tníð- um því í raun og vem að ógnin úr vestri væri raunveruleg og vor- um reiðubúnir að gera hvað sem var til að veija land okkar. Núna þurfum við í fyrsta skipti að hugsa um sjálfa okkur.“ Og það veldur mörgum áhyggjum. Vestrænn vamarsér- fræðingur orðaði það þannig að hið eina, sem væri verra en rúss- neskur kjamavopnasnillingur, væri atvinnulaus rússneskur kjamavopnasnillingur. Þrátt fyrir að Vesturlandabúum sé umhug- að um að markaðshagkerfi kom- ist á í Rússlandi og fyrrverandi leppríkjum þess, óttast menn mjög að aðþrengdir kjama- vopnasérfræðingar kunni að selja þekkingu sína hæstbjóð- anda. Nóg er eftirspumin. Og framboðið ætti ekki að vera vandamál. Að sögn Viktors Míkhaflovs, nýskipaðs kjam- orkumálaráðherra Rússlands, em meira en 100.000 manns í kjamavopnaiðnaðinum og þar af hafa um 3.000 aðgang og þekk- ingu á öllum leynilegustu upp- lýsingum. Leyniþjónusta Banda- ríkjanna (CIA) telur reyndar nær lagi að ætla um milljón manns í kjamavopnaframleiðslu, en er sammála Míkhaflov um tölu þeirra, sem beinlrnis hafa verk- þekkingu til þess að smíða kjamavopn sjálfir. Lögum samkvæmt geta vís- indamenn, sem tekið hafa þátt í leynilegum rannsóknum hersins, ekki flust úr landi án sérstaks leyfis og það getur tekið milli fimm og tíu ár að fá það. A móti kemur að glundroðinn er slíkur að auðveldlega er hægt að fá leyfið á mun skemmri tíma ef reidd er af hendi sérstök þóknun til viðkomandi möppudýra. Og stjómvöld í Irak, Iran, Alsír, Lí- býu, Pakistan og Norður-Kóreu eru meira en tilbúin til þess að hlífa kjamavopnasérfræðingum við því að þurfa sjálfir að setja útsæðið niður. En freistar slíkt Rússanna? Dr. Avrorín telur að enn sé lít- il hætta á slíku. „Við ættum ekki að gera of mikið úr þessari hættu. Við vitum ekki af einum einasta manni, sem hefur tekið slíku tilboði. Menn mega ekki gleyma því að til að spekileki af þessu tagi eigi sér stað, þurfa menn að klífa yfir mjög háan siðgæðisþröskuld. Þessir menn vita fullvel um hversu hættuleg þekking þeirra getur reynst þeim sjálfum og mannkyni öllu.“ En hann játar að hættan sé til staðar. „Ef menn fara að horfa upp á fjölskyldur sínar svelta getur allt gerst.“ Hugsanlega ofmeta sumir þó þekkingu rússnesku vísinda- mannanna. Það þarf nefnilega ekki neitt sérstaklega mikla eðl- isfræðikunnáttu til að smíða frumstæða kjamorkusprengju og eins og sum hinna nýrri kjam- orkuvelda hafa sannað, geta þau smíðað býsna fullkomin vopn með tækni, sem auðvelt er að nálgast. Aðalmálið er að komast í tæri við hráefhi, úran eða plú- tóníum. Einfaldasta leiðin væri hins vegar að kaupa sér tilbúin kjamavopn og sumir fullyrða að slíkt sé vel mögulegt, þó svo bæði rússnesk og bandarísk stjómvöld telji slíkt nær óhugs- andi. En eins og Avrorín segir er framtíðin óljós: „Það er enginn vandi að gera áætlanir 10 ár ffam í tímann. Það er erfíðara með næstu fimm. Og ómögulegt með næstu viku.“ Andrés Magnússon Hærra olíuverð fram- undan í sumar Sádí-Arabar, sem yfirleitt hafa aðhyllst lágt ohuverð, hafa að undanfömu gefið til kynna að þeir hyggist snúa við blað- inu á næstunni, sem mun vafa- laust hafa veruleg áhrif á olíu- markaði um heim allan. Aðal- ástæðumar em taldar fyrirhug- uð hækkun á olíusköttum í Evr- ópu og aukin fjárþörf konungs- ríkisins sem siglir í kjölfar stríðsins við Persaflóa á síðasta ári. Þrátt fýrir að verðhækkunin kunni aðeins að vera tímabund- in gæti olfuverð hækkað um þrjá Bandaríkjadali á olíufatið eða um 15 krónur á bensínlítr- ann og sennilega yrði hækkun- in á bensíni einhverju meiri. Nú kostar olíufatið um 18-21 dal. Þetta kann að skýra óvænta afstöðu Sáda á fundi Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) í Vínarborg í síðustu viku. Fyrir fundinn höföu þeir látið í veðri vaka að þrátt fyrir eindregna andstöðu Irana myndu þeir leggja til að olíuframleiðsla OPEC yrði aukin um að minnsta kosti eina milljón fata á dag. Tilgangurinn var að geta mætt aukinni eftirspum, sem búist er við þegar fer að hausta. Öllum að óvömm skrópaði Hizham Naser, olíuráðherra Sádí-Arabíu, og sendi í sinn stað Fayez nokkum Bader, sem er hafnamálastjóri landsins! Bader fór ekki fram á neina framleiðsluaukningu og sam- þykkti framlengingu á núver- andi framleiðsluþaki, en það er 23 milljón föt á dag. S L Ú Ð U R Hnefaréttlætismál Bandaríski kvikmyndaleikarinn og áhugaboxarinn Mickey Ro- urke lét hafa eftir sér í The Even- ing Standard í Lundúnum á dög- unum, að „blóðið í Los Angeles [væri] á höndum þeirra sem hvatt hafa til ofbeldis... hinna illgjömu svörtu spámanna kvikmynda og þetta í hringnum? rabbtónlistar...“ og vísaði svo til mynda Spike Lee og John Single- ton og tónlistar Public Enemy. Spike var spurður út f þetta af blaða- manni Entertainment Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögun- um og hann var ómyrkur í máli: „Mickey Rourke er djöfúlsins aum- ingi! Hann er andskotans kynþáttahatari, snargeggjaður mótorhjólaa- uli... ég meina, hvað gerir þessi maður? Hann er fífl! Hann ekur um á vélhjóli hjálmlaus, enda er hann kexruglaður eftir allt boxið. Hvemig getur þessi maður sagt að við John Singleton séum ábyrgir fyrir óeirðunum í Los Angeles? Eins og kvikmyndir hans séu ábyrgar! Hann ætti að raka sig og fara í sturtu þessi aumingi...“ Heitt sumar I bíó í sumar verður að venju fjöldi nýrra kvikmynda ffumsýndur og er mál manna að sjaldan hafi jafnmargar stórmyndir ver- ið um hituna. Nú þegar er byijað að sýna Alien3 og Lethal Weapon 3 og í næsta mánuði hefjast sýningar á Batman Re- turns, Eddie Murphy- myndinni Boom- Alien3 í sturtu: Skyldi erang og kvikmyndinni Patríot Games, hann hafa séð Psycho? sem gerg er efór skáldsögu Tom Clancy, og er sjálfstætt ffamhald Red October. Það er hins vegar Harrison Ford, sem tekur við hlutverki Jack Ryan af Alec Baldwin. í júh' byija ævintýramyndimar af alvöm. Bujfy, The Vampire Slayer fjallar um blóðsugur í Hollywood, teiknimyndasémið Ralph Bakshi sendir frá sér Cool World með Kim Basinger, en í henni er blandað saman teikningum og kvikmyndatöku. Þá má ekki gleyma Honey, 1 Blew Up The Kid, þar sem Rick Moranis stækkar tveggja ára gamlan son sinn margfalt. Við þetta bætist svo ffamtíðarspennumyndin Univer- sal Soldier, með Dolph Lundgren og Jean-CIaude Van Damme í aðalhlutverkum. Pönkið 15 ára í gær vom 15 ár liðin ffá því að singullinn God Save the Queen með Sex Pistols kom út og áður en nokkur vissi af breytti pönkið ásjónu vestrænnar tónlistar. Þrátt fyrir að platan væri bönnuð í BBC seldust samt 150.000 eintök af henni á fimm dög- um. Af félögunum í Sex Pistols er John Lydon (- Johnny Rotten) sá eini, sem haldið heftír sínu striki, en hann er nýbúinn að gefa út plöm með hljómsveit sinni, PIL. Adeilan er litlu minni en fyrir 15 ámm, en á móti kemur að hann er í bland 10 ámm eftir út- farinn að syngja um hluti eins og ástina. Það kom 9 u 9 ‘ epper' mönnum í opna skjöldu en tengist vafalaust því að foringinn er ný- kvæntur 20 ámm eldri konu og hættur heróínneyslu. Þessa dagana mun karlinn vera að skrifa sjálfsævisögu sína, sem kemur út á næsta ári. Meira um Freddie Minningartónleikamir um Freddie Mercury þóttu takast með ágætam þrátt fyrir að hljómurinn í útsend- ingu Rfkissjónvarpsins væri afleitur. Þannig mun ágóðinn af þeim hafa numið um tveimur milljörðum íslenskra króna. Betur má þó ef duga skal og hyggjast vinir Freddie í óperuheiminum leggja sitt af mörkum. Fremst meðal jaffiingja í þessum hópi er spænska sópr- ansöngkonan Montserrat Caballé, sem söng ópem- smellinn Barcelona ásamt Mercury. í næsta mánuði em fyrirhugaðir miklir ópemtónleikar til minningar um Freddie í Lundúnum. The Independent On Sunday Auðugri og ómengaðri Þegar umhverfisvemdarráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður sett í Ríó de Janeiro í næsta mánuði mun ein spuming öðmm ffemur vefj- ast fyrir mönnum: Verður auðugri heimur ekki mengaðri heimur? Margir telja svo vera. Þar á meðal er Bandaríkjaforseti og þess vegna hefur hann heykst á að stjóm sín fallist á tiltekin markmið í umhverf- ismálum og samningsbundnar skyldur, sem lagðar skulu á iðnað, því hann óttast að slíkar takmarkanir muni há efnahagsbata. Á hinn bóg- inn setur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ífam allt aðrar hugmyndir í ár- legri þróunarskýrslu sinni. Bent er á að loftmengun hijái þriðja heiminn sérstaklega, en á sama tíma er þar (og í Sovétríkjunum fyrrverandi) eytt meira en 13.340 milljörðum króna í niðurgreiðslur á orku. Það er um það bil fjómm sinnum meira en varið er í þróunaraðstoð. Væri niðurgreiðslunum hætt yrði orka nýtt mun betur, mengun yrði minni og löndin hefðu úr mun meiri fjáinuunuin að spila til skynsamlegri framfaramála. Sjóðurinn telur verslunarfrelsi engan veginn ógna umhveríinu. Andstæðingar fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og Mexíkó telja að bandarísk iðnfyrirtæki muni sækja til Mexíkó vegna slakari krafna um mengunarvamir þar. Sjóðurinn telur þennan ótta úr lausu lofti gripinn og bendir á að fjölþjóðleg fyrirtæki noti nær alltaf sömu tækni í þróunarheiminum og hinum iðnvædda og þau gætu þannig haft mik- il áhrif til góðs. Jörðin getur hæglega hýst nokkra milljarða íbúa til viðbótar. Auð- lindimar em nægar—bæði hinar efnislegu og hinar huglægu. En það er annað mál hvort stjómmálamenn em nógu slyngir til að tryggja að jiessum auðlindum verði ráðstafað með sem hyggilegustum hætti og það er vitaskuld aðalvandi ráðstefnugestanna í Ríó. Ekki allt búlð.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.