Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 26
26
FIMMTUDAGUR PKESSAN 28. MAI1992
Engar girðingar halda
ófrjálsu og svöngu fólki
Kofi Yamgnane er ráðherra að-
lögunarmála í frönsku ríkis-
stjórninni og fer þannig með mál-
efni þeirra ólíku kynþátta sem
byggja Frakkland nútímans.
Yamgnane er borinn og barn-
fæddur í Togo í Afríku, en flutti
átján ára til Frakklands. Hann tók
við embætti í apríl síðastliðnum.
Blaðamaður PRESSUNNAR hitti
Yamgnane að máli á skrifstofu
hans við Invalides-torg í París, í
kjölfar óeirðanna miklu í Los
PRESSAN: Uppþotin í Los
Angeles komu Vesturlöndum
mjög í opna skjöldu. Hvaða lær-
dóm geta Frakkar dregið af
þeim?
YAMGNANE: Óeiðimar í Los
Angeles vekja áleitnar spuming-
ar, ekki aðeins fyrir Frakka,
heldur fyrir alla Evrópubúa.
Hvert land iyrir sig þarf að hug-
Ieiða það sem þar gerðist. En
hvað viðkemur Frakklandi er
grundvallarmunur milli fyrir-
komulagsins hjá okkur og í
Bandaríkjunum. Þar skilgreina
menn sig allra fyrst sem hluta af
þjóðemisminnihluta — sem
blökkumenn, Suður-Ameríku-
menn, Itali, Kóreumenn, Kín-
verja. Hjá okkur líta menn fyrst
og fremst á sig sem þegna lýð-
veldisins, hver einstaklingur
skilgreinir sig á sinn hátt sem
þegn lýðveldisins. Og þrátt fyrir
að upp komi vandamál í borgun-
um fmnur maður ekki flokka af
aröbum, blökkumönnum, Kín-
verjum og hvítum mönnum sem
slást sín á milli. Maður finnur
blandaðan hóp af ungmennum
sem andæfa samfélagi sem þeim
finnst þeir ekki skilja. Það er
semsagt vandamál, meinsemd,
sem nær til allra þeirra sem eru á
einhvem hátt utangarðs.
PRESSAN: Það voru líka óeirð-
ir í borgum þar sem blökkumenn
fara með stjóm, til dæmis í Atl-
anta.
YAMGNANE: Við verðum að
gæta að því mikla samfélagslega
misrétti sem Reaganstíminn og
hin öfgafulla ffjálshyggja hafa
skapað. Öllu sem ekki gat fylgt
eftir þjóðfélagsþróuninni hefur
verið kastað til hliðar. Ég var
síðast í Bandaríkjunum í janúar.
Ég varð vitni að ótrúlegri eymd.
Það er staðfest djúp gjá milli
þeirra sem eiga allt og þeirra sem
eiga ekkert lengur, þeirra sem
sofa á gangstéttum. Það em eng-
ar almannatryggingar, engin
stefna í félagsmálum eða í mál-
efnum borganna. Stórborgimar
em gjaldþrota. Allt er í niður-
níðslu. Þegar njaður kemur til
Bandaríkjanna er manni sagt að
þama sé land frelsisins, allir sem
kæri sig um geti komist áífam.
En þeir gleyma að taka fram að
það sé betra að vera sterkur, gáf-
aður, ríkur og helst ekki svartur.
Svona er kerfið ekki hjá okkur.
Hér leggja menn meiri rækt við
samheldnina, við félagsleg
markmið sem við höfum sett
okkur.
PRESSAN: En gætu slík upp-
þot ekki hæglega orðið hér í
Frakklandi? Við urðum til dæm-
is vimi að slíku í breskum borg-
um fyrir rúmum áratug?
YAMGNANE: Ég endurtek.
Þessi aðferð við að aðlaga fólk,
að innlima það í hópum, eftir
kynþætti eða trú — þannig vilj-
um við ekki fara að. Hins vegar
tíðkast þetta að vissu leyti á Bret-
landi. Þar em menn líka alltaf að
tala um minnihlutahópa. í Lond-
on sér maður fólk frá Bangla-
desh í einu homi, í öðm homi
Pakistana og enn öðm Afríku-
menn. Að vissu leyti getur verið
mjög freistandi að hafa þennan
hátt á. Fólkið aðlagast sínum
minnihlutahópi, en hins vegar
blandast það ekki við aðra
minnihlutahópa eða samfélagið í
heild. Þetta er ekki gott og svona
viljum við ekki hafa hlutina.
Samt get ég ekki fullyrt að það
sé ömggt að hér verði ekki neinn
ófriður. Dæmin sýna hins vegar
að minnihlutahópamir, þjóða-
brotin, fara ekki ein sér út á göt-
umar að mótmæla. Þá tilhneig-
ingu sér maður ekki í menningu
okkar.
PRESSAN: í borgunum eru
samt hverfi þar sem innflytjend-
ur, arabar eða blökkumenn, em í
meirihluta. Em þetta ekki í raun
svipaðar aðstæður og í Banda-
ríkjunum?
YAMGNANE: Það er rétt að í
borgum eins og Marseille, Lyon,
París og Lille safnast innflytj-
endur saman á litlum svæðum.
Eða kannski öllu heldur böm
innflytjenda, af annarri eða
þriðju kynslóð. En þama er
munur á Frakklandi og Banda-
ríkjunum. Margir þeirra sem til-
heyraþessum svokölluðu minni-
hlutahópum í Bandaríkjunum
em afkomendur fólks sem var
flutt þangað með valdi, hlekkja-
þræla. Þeir hafa mikla þörf fyrir
að finna einhverja sjálfsmynd,
en sú leit virðist bera lítinn ár-
angur. Við höfum séð Svörtu
hlébarðana, Malcolm X, Angelu
Davis koma og fara, þess háttar
hreyfingar þar sem uppmnans er
oftar en ekki leitað í afrískri
menningu. Sjálf leitin er eitt
megineinkenni þessa fólks, það
er rótlaust, sættir sig ekki við
hlutskipti sitt og líður ekki eins
og það sé heima hjá sér. Ungu
arabamir hér í Frakklandi eða
unga Aftíkufólkið á enga forfeð-
ur sem vom fluttir burt með
valdi. Það valdi sjálfviljugt að
koma hingað. Og þótt því finnist
samfélagið oft erfitt og óréttlátt
em viðbrögðin önnur, þessi
ákafa leit að sjálfsmynd er ekki
fyrir hendi. Vitaskuld em til
menn sem hugsa með sér að þeir
séu Afríkubúar eða Tyrkir og
velta því fyrir sér að fara þangað
aftur. Svo uppgötva þeir yfirleitt
að þetta er ekki raunhæft. Þeir
eiga heima héma, þeir em fæddir
héma. Kannski em foreldramir
ekki Frakkar, en þeir em franskir
borgarar sem geta kosið og tekið
þátt í daglegu lífi. Þeir em mest-
anpart lausir við þessa sálar-
kreppu sem einkennir afkom-
endur þrælanna.
PRESSAN: En að hvaða marki
á að krefjast þess að innflytjend-
umir verði algjörir Frakkar?
Hlýtur það ekki að vera þymir í
augum samfélagsins ef þetta
fólk viil halda í uppmna sinn og
siði?
YAMGNANE: Það á ekki að
meina fólki að rækta uppmna
sinn. Mér finnst ég vera jafn-
franskur og hver annar, en samt
er ég Afríkumaður, svartur, ég
breyti ekki um lit. Ég kom hing-
að þegar ég var átján ára og á
menningu, sögu og fortíð sem
tengir mig við Afríku. En mér
finnst ég vera franskur vegna
þess að ég hef valið að vera
franskur. Við krefjumst þess
ekki að fólk afheiti sínum innri
manni. En við ætlumst til þess að
það verði franskir borgarar sem
felur í sér virðingu fyrir þeim
lögmálum sem gilda í lýðveld-
inu, að það verði ábyrgir þegnar
sem eiga í vandræðum meira en
er. Þau þurfa hjálp til að geta bú-
ið þegnum sínum mannsæmandi
líf. Efhahagslega þarf að aðstoða
þau á þróunarbrautinni þannig
að allar leiðir liggi ekki lengur til
Vestur-Evrópu. Það þarf sem-
sagt að sigrast á efnahagskrepp-
unni, en ekki síður lýðræði-
skreppunni. Líkt og gerðist í
Ausmr-Evrópu með falli múrs-
ins þarf að hjálpa þessum ríkjum
að öðlast meira og betra lýðræði.
Því ófrjáls maður og svangur,
það er hægt að reisa ótal girðing-
ar á landamærum — hann kemst
samt inn. Fyrir ófrjálsan mann
og svangan er ekkert annað að
gera en komast burt. Vestur-Evr-
ópa er að vissu leyti eins og gríð-
arstór viti í nóttinni, langt úti á
hafi — allir fuglamir sem eru á
Angeles.
smátt og smátt aðlagaðist þetta
fólk, þannig ganga hlutimir fyrir
sig. Aðlögunin verðurhins vegar
hægari og erfiðari þegar efna-
hagsástandið er slæmt. Svo rís
upp leiðtogaefni sem telur
Frökkum trú um að það sé út-
lendingum að kenna ef þeir fá
ekki vinnu, útlendingum að
kenna ef þeir komast ekki á spít-
ala, það sé sök útlendinga ef jöeir
fá ekki húsnæði eða skólavist.
Það séu tvær og hálf milljón at-
vinnuleysingja og þrjár og hálf
milljón innflytjenda, það þurfi
ekki annað en að senda þá alla
heim og þá fái allir vinnu. Þann-
ig verða útlendingamir hentugir
syndaselir. Þetta er náttúrlega
mjög einföld röksemdafærsla,
en hún finnur vissan hljómgrunn
hjá frönsku meðalfjölskyldunni.
Auðvitað, hugsar fólkið, og
kannski er það ósköp skiljanlegt.
Það þarf að skýra út fyrir því að
þetta séu einfaldanir og ranghug-
myndir.
PRESSAN: Hjá Frökkum verð-
ur maður var við talsvert óöryggi
gagnvart innflytjendum.
YAMGNANE: Það er vissu-
lega vandamál. Utlendingar
verða eins konar tákn fyrir óör-
yggi. Að vissu leyti er ástæðan
sú að þeir era sýnilegri en áður.
Forðum tíð voru þetta Italir,
Portúgalir og Pólveijar. Það var
hvítt fólk og kristið. Samt mætti
það miklum fordómum. Nú era
það arabar og blökkumenn. Þeir
era sýnilegri úti á götu. Þegar
svartur maður er innan um hvítt
fólk getur hann ekki þóst vera
hvítur. Þannig fá Frakkar á til-
finninguna að það sé allt yfirfullt
af útlendingum. Samt er stað-
reyndin sú að um 1930 var hlut-
fallstala útlendinga hér sjö af
hundraði og hún er í raun aðeins
lægri nú. Maður sér þá bara bet-
ur.
PRESSAN: Innflytjandinn
verður eins konar samnefnari
fyrir allt sem er hræðilegt, eitur-
lyf, eyðni...
YAMGNANE: Einmitt. Inn-
flytjandinn, sérstaklega sá sem
kemur að sunnan, hann er allt
þetta — óöryggi, ofbeldi, eitur-
lyf, eyðni, öll ógæfa Frakklands.
PRESSAN: Þetta viðhorf finnur
maður líka hjá fólki sem aldrei
kýs Le Pen.
YAMGNANE: Kynþáttafor-
dómar og útlendingahatur eru
fyrirbæri sem maður verður að
umgangast af mikilli gætni.
Mörkin eru mjög óljós milli
þeirra sem era rasistar og þeirra
sem eru það ekki. Þau samsvara
ábyggilega ekki markalfnunni
milli hægri og vinstri. Oft áttar
fólk sig heldur ekki fyrr en það
horfist í augu við jDetta fyrirbæri.
Ég á tengdaforeldra sem alltaf
kusu kommúnistaflokkinn. Þau
áttu ekki auðvelt með að kyngja
því þegar dóttir þeirra sagðist
ætla að giftast blökkumanni. Það
var ekki heldur einfalt mál fyrir
foreldra mína þegar ég kvæntist
hvítri konu. Þetta er ekki marka-
lína sem er dregin í eitt skipti fyr-
ir öll. Hún hreyfist og maður á
ekki að temja sér að dæma of
hart.
PRESSAN: Nú er frönskum
stjómmálamönnum legið á hálsi
fyrir að hafa mistekist að takast á
við þá ógn sem stafar af Le Pen,
ekki síst Sósíalistaflokknum og
Mitterrand forseta, sem hefur
legið undir ámæli fyrir að hafa
líkað ágætlega hvemig Le Pen
veldur hægrimönnum vandræð-
um?
YAMGNANE: Þetta ernokkuð
sem menn hafa þóst sjá eftir á.
Varla hefur Mitterrand vaknað
einn morguninn og hugsað með
sén „Nú skapa ég Le Pen til að
kljúfa hægrimenn." Þessi öfl
vora til fyrir stjómartíð Mittenr-
ands og áður vora þetta upp til
hópa kjósendur Lýðveldis-
bandalagsins (RPR, flokkur
gaullista) sem nú hafa fundið sér
þennan farveg. Ég fæ ekki séð
hver ber ábyrgð á því.
PRESSAN: Nú era í Frakklandi
sterkar hreyfingar sem berjast
gegn kynþáttahatri. Þær hafa
sætt mikilli gagnrýni fyrir
ákveðna einsýni, hreinstefitu,
fyrir að einblína til dæmis ein-
göngu á kynþáttafordóma í fari
hvftra manna?
YAMGNANE: Það era til kyn-
þáttahatarar alls staðar, líka
meðal svertingja, araba og Asíu-
manna. Ég hef iðulega verið
spurður um þetta og það veiður
að segjast eins og er að þessar
hreyfingar hafa gert visst ógagn
með því að htópa upp um kyn-
þáttahatur í hvert skipti sem er
framinn glæpur og fómarlambið
er blökkumaður eða arabi. Það
þarf náttúrlega ekki að vera
raunin, þetta geta verið ótíndir
þijótar, svartir eða hvítir. Þannig
er viss tilhneiging til að breyta
öllu í slagorð, það era líkt ósjálf-
ráð viðbrögð að sjá kynþáttahat-
ur í öllum homum. Annað slag-
orð þessara hreyfinga hefur ver-
ið að fólki skuli leyft að vera
ólíkt. Nú hefur Þjóðarfylkingin
tekið upp þetta slagorð og segir:
jú, þeir era ólíkir okkur, leyfum
þeim að vera öðravísi — heima
hjá sér._______'
Egitl Helgason
„Mér finnst ég vera franskur vegna þess
að ég hefvalið að vera franskur. “
sem virði þá eindrægni sem hér á
að ríkja. Frelsi, jafnrétti, bræðra-
lag eru grandvallaratriði sem
fyrr og það þýðir að við viljum
ekki fjölkvæni, við viljum ekki
að stúlkur séu umskomar eða
konur kúgaðar, við viljum ekki
að strákar eigi tilkall til miklu
meiri arfs en stúlkur. Þetta era
skilyrði sem við setjum öllum
þeim sem hér vilja búa. En við
krefjumst þess ekki að þeir séu
nákvæm spegilmynd miðlungs-
Frakka. Couscous er nú einu
sinni orðinn hálfgerður þjóðar-
réttur hér í landi.
PRESSAN: En eiga stjómvöld
að gera eitthvað í máli þeirra
sem ekki vilja aðlagast?
YAMGNANE: Hér verðum við
að fara varlega. Menn hafa rétt á
því að vera útlendingar í Frakk-
landi. Frakklandi er opið land.
Við krefjumst þess eins að fólk
virði Iögin, landið og fólkið. Síð-
an má það vera útlendingar ef
það kýs. Við viljum ekki þvinga
neinn til neins.
PRESSAN: í Evrópu er deilt
hart um málefni innflytjenda. Nú
vilja til dæmis jafnaðarmenn í
Þýskalandi setja fólksflutning-
um þrengri skorður, og Edith
Cresson, fyrram forsætisráð-
herra Frakklands, lét líka falla
orð í þá vera. Þarf að herða regl-
umar?
YAMGNANE: Fólk hreyfir sig
milli staða, það er eðlilegt. En til
að koma á jafnræði í fólksflutn-
ingum milli austurs og vesturs,
norðurs og suðurs, er nauðsyn-
legt að ríkin í norðri, Vestur-
Evrópa, liðsinni þeim ríkjum
ferð í myrkrinu fljúga í áttina að
honum og rekast á. Ekkert held-
ur aftur af þeim. Evrópa þarf
áfram að vera slíkur viti lýðræðis
og velferðar, en þó ekki stærri og
bjartari en svo að fúglamir geti
sest nokkum veginn hvar sem er.
Þetta er eina leiðin, öðruvísi
verður ekki haldið affur af fólki.
PRESSAN: En þarf ekki samt
að þrengja reglumar, í Frakk-
landi og Évrópu?
YAMGNANE: Það er alltaf
hægt að herða reglumar. En um
leið verða til fleiri og fleiri ólög-
legir innflytjendur. Það þarf að
takast á við vandann þar sem
hann á upptök sín.
PRESSAN: Nú hafa hægriöfga-
menn náð langt í kosningum í
Frakklandi. Þýðir þetta að kyn-
þáttahatur sé landlægt í Frakk-
landi?
PRESSAN: Þetta hlýtur að
valda okkur áhyggjum, þótt við
verðum að vara okkur á að gera
of mikið úr þessu. Fjórtán pró-
sent franskra kjósenda hafa
greitt hægriöfgamönnum at-
kvæði sitt, sem þýðir að þeir hafa
valið stefnu sem einkennist
mjög af kynþáttafordómum og
andúð á útlendingum. Það þarf
þó ekki endilega að þýða að allir
kjósendur Þjóðarfylkingarinnar
séu kynþáttaihatarar af lífi og sál.
Svipað var reyndar upp á ten-
ingnum á fjórða áramgnum. Þá
kom hingað mikill fjöldi af inn-
flytjendum frá Ítalíu, Portúgal og
Póllandi. Þetta fólk, sem var
komið hingað til að leggja
Frakklandi lið, mætti mikilli
andúð og sætti illri meðferð. En