Pressan - 28.05.1992, Side 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ1992
Ég hef
alltaf verið
aðdáandi
Prins Valiants
Nýlega voru Islensku bama-
bókaverðlaunin afhent í sjöunda
sinn og fékk þau að þessu sinni
Friðrik Erlingsson. Verðlauna-
bók hans heitir Benjamín dúfa
og hefur hún fengið afar góðar
viðtökur gagnrýnenda sem les-
enda. Benjamín dúfa er ekki
venjuleg bamabók; söguþráður,
stíll og efnistök bókarinnar eru
talsvert önnur en menn eiga að
venjast í því sem kalla mætti
hefðbundnum barnabókum.
Friðrik segist enda ekki sammála
því að flokka bókmenntir. „Það
er sagan sem skiptir máli, ef hún
er góð þá eiga allir að geta lesið
hana sér til ánægju. Engu skiptir
hvort hún flokkast sem barna-
bók, unglingabók eða fullorðins-
bók,“ segir hann.
Friðrik er þrítugur að aldri og
lærður auglýsingateiknari. Þeir
sem muna pönktímabilið ættu
einnig að kannast við Friðrik úr
hljómsveitunum Purrrki Pilnikk
og fyrstu útgáfu Sykurmolanna.
Hann hefur lítið látið til sín taka
á ritvellinum fram til þessa,
sendi áður frá sér bókina Afi
minn í sveitinni árið 1987. Eins
og Benjamín dúfa var sú bók
verðlaunuð, fékk viðurkenningu
Námsgagnastofhunar.
Friðrik býr í gömlu, fallegu
bakhúsi við Laugaveginn og ég
hef orð á því við hann, eftir að
hann hefur borið mér kaffi í risa-
stómm bolla, að húsnæðið hans
sé svoh'tið sérstakt. „Þetta var áð-
ur leigt út sem vinnustofa fyrir
listamenn," útskýrir hann. Hann
segist ætla að dvelja á Akureyri
megnið af sumrinu og á meðan
eigi að taka húsnæðið í gegn.
„Eg ætla því ekkert að koma mér
endanlega fyrir fyrr en í haust,“
segir hann. Við setjumst í gamla
þægilega stóla og byrjum á að
tala um Benjamín dúfu, verð-
launabókina.
BÖRN ERU LITRlKT
SAFN ÓLÍKRA EINSTAK-
LINGA
Benjamín dúfa fjallar um fjóra
tíu ára drengi sem stofna riddara-
reglu gegn ranglæti eftir að
hrekkjusvín eitt gerir vinkonu
þeirra slæman grikk.
„Eg hef alltaf verið aðdáandi
Prins Valiants og riddarar standa
fyrir réttlætishugsjónina. Það er
talað um að menn sýni riddara-
mennsku þegar þeir bera af öðr-
um í prúðmannlegri framkomu
og sýna aðra góða eiginleika,“
útskýrir Friðrik þegar ég spyr
hann af hveiju hann noti riddara-
minniðíbókinni.
Bókin gerir miklar kröfur til
bamanna sem lesenda og vekur
ugglaust hjá þeim ýmsar spum-
ingar um lífið og tilveruna. Æv-
intýri drengjanna fjögurra tekur
skjótan enda með miskunnar-
lausum hætti þegar dauðinn
ryðst inn í áhyggjulausa tilvem
þeirra. Ertu ekkert hræddur um
að stuða bömin með því að sýna
þeim tilvist dauðans með þess-
um hætti?
,JÉg held að það komi kannski
frekar til með að stuða fúllorðna
sem hafa mjög fastmótaðar hug-
myndir um það hvemig bama-
bækur eigi að vera, um hvað þær
eigi að snúast og hvaða umfjöll-
unarefhi eigi að vera í þeim. Ég
held að fullorðnir gleymi ansi oft
eigin æsku og unglingsárum og
gleymi því að böm em miklu
meira hugsandi vemr og greind-
ari en fúllorðnir vilja viðurkenna
— eða kannski að þeir gefi sér
ekki tíma til að taka eftir því. Það
títa allt of margir á böm sem ein-
litan hóp en ekki sem litríkt safú
ólíkra einstaklinga. Jafnvel for-
eldmm hættir til að líta á ung-
linginn sinn sem brot af stóru
þjóðfélagsvandamáli sem ekki
er hægt að tala við eins og mann-
eskju. Fullorðnir eiga stundum
bágt með að líta í eigin barm og
rifla upp eigin unglingsár. Full-
orðnir em nefnilega svo fljótir að
gleyma og það verða böm að
reyna að skilja og fyrirgefa.
Ég held því að bókin komi
ekki til með að stuða böm og þau
böm sem ég hef talað við og hafa
lesið bókina hafa verið afskap-
lega ánægð. Ég held að það séu
PRESSAN/Jim Smart
bestu meðmælin.“
NAUÐSYNLEGT AÐ
BERA VIRÐINGU FYRIR
BÖRNUM
Stundum virðist manni sem
rithöfundar líti niður á böm sem
lesendahóp. Telji það ágætisæf-
ingu að skrifa fýrir böm en taki
það hlutverk ekkert allt of alvar-
lega. Eftir æfingatímabilið komi
síðan skáldsaga, með stóm essi,
fyrir fúllorðna.
„Maður getur ekki skrifað fyr-
ir bömin eða fyrir neinn yfirleitt
nema bera fulla virðingu fyrir
væntanlegum lesendum og sjálf-
um sér. Og eina leiðin til að
skrifa fyrir einhvem annan hlýt-
ur að vera sú að skrifa fyrst og
fremst fyrir sjálfan sig. Ætli
menn að gera það eitthvað öðm-
vísi kemur einfaldlega ekkert út
úr því. Menn hafa kannski viljað
nota bamasögur til að æfa sig í
að skrifa vegna þess að bama-
sögur hafa ef til vill verið ein-
faldari í forminu og viðráðan-
legri fýrir þá sem em að byrja.
Einfaldari persónur og auðveld-
ara að komast hjá þeim erfiðleik-
um sem em til staðar í stærri
skáldsögum. Og að því leytinu er
þetta að sjálfsögðu mjög gott og
eðlilegt æfingastig. Én það má
ekki bara vera æfmgastig; maður
verður að vera að segja eitthvað
og maður verður að vera að gefa
eitthvað í söguna af sjálfum sér.
Vera viss um að þetta sé það
besta sem maður getur gert á
þeim tíma. Þannig viðhorf hef ég
til þess sem ég skrifa; reyni að
skila því besta sem ég get á
hverjum tíma.“
LÍKA SAGA FYRIR
FULLORÐNA
„Það að aðalpersónurnar í
sögunni em tíu ára drengir flokk-
ar hana sem bama- og unglinga-
bók, en fyrir mitt leyti er þetta
ekkert síður saga fyrir fúllorðna.
Ég skrifaði hana eins vel og ég
gat og fyrir mér er hún bara saga.
Það að hún skuli fá þessi verð-
laun er náttúrlega mikil viður-
kenning og verðlaunin em í ka-
tegóríunni bama- og unglinga-
bækur og hjá því verður ekkert
komist í þessu þjóðfélagi þar
sem allt er í flokkum. Þetta er
þama og hitt er hér. En það em til
böm sem lesa fullorðinsbækur
og fullorðnir sem lesa bamabæk-
ur og þegar kemur að lesandan-
um þá er ekki spurt hversu gam-
all hann er heldur hvort honum
finnst gaman að bókinni, og það
er heila málið.“
Það er ljóst að Friðriki er mik-
ið í mun að bömum verði boðnar
góðar bækur að lesa. Hann bend-
ir á að bækur ætlaðar yngri kyn-
slóðinni em í mikilli samkeppni
við myndbönd, tölvuleiki,
bamaefni í sjónvarpi og fleira.
Því sé mikilvægt að bókmennt-
imar séu góðar. Það kemur líka í
ljós að honum finnst sumt af
svokölluðum unglingabókum
heldur slappar bókmenntir.
„Það vantar að höfundamir
gefi af sjálfum sér í verkið. Allt
er málað í svörtu og hvítu, per-
sónumar annaðhvort góðar eða
vondar. Ekkert þar á milli. Það
vantar raunsæið, lífið er ekki
svona. Þetta verður einhvem
veginn ósatt.“
ÍSLENDINGAR ERU
UNDARLEGTFÓLK
Friðrik hefur ekki lagst í bó-
hemlifnað eftir verðlaunaaf-
hendinguna. Öðm nær. Hann
skrifar grimmt og margt er í far-
vatninu. Framhald bókarinnar
Afi minn í sveitinni er væntan-
legt næsta vetur, handrit að
heimildamynd um Gunnlaug
Scheving listmálara byijar hann
að vinna bráðlega og hann hefur
nýlokið handriti að leikinni kvik-
mynd.
„Það var fýrir svona þremur
ámm að ég fór að skoða hand-
ritagerð og það var vinur minn
Gísli Snær Erlingsson sem
kveikti í mér með það. Og um
daginn lauk ég handritinu að
mynd sem tekin verður núna í
júní og ber vinnuheitið Stuttur
frakki og Gísli Snær leikstýrir.
Þetta er lagt upp sem grínmynd,
skemmtileg mynd og góð af-
þreying."
Þið emð að horfa þama á ís-
lensku þjóðina í spéspegli, setjið
ykkur í spor útlendings sem
kemur hingað og kynnist land-
anum. Var ekkert erfitt íýrir þig
að kúpla þig út og horfa á þína
eigin þjóð með augum útlend-
ings?
,Æg held að maður þurfi ekk-
ert að kúpla sig út vegna þess að
við þekkjum öll þessa karaktera
og ég held að við höfúm öll stað-
ið í þeirra spomm. Að vera með
útlendingi sem hefúr aldrei kom-
ið hingað áður og vera uppfúll af
stolti yfir landi og þjóð og vilja
fá útlendinginn til að skilja á sem
stystum tíma hvað það er frábært
að vera hér. Og til þess hafa
menn ýmsar aðferðir; annað-
hvort talarðu útlendinginn í kaf
og fyllir hann af upplýsingum
um gæði lands og þjóðar og
hvað þetta sé allt saman dásam-
legt og frábært, þannig að hann
veit ekki hvaðan á sig stendur
veðrið. Eða þá þú reynir að selja
honum allt milli himins og jarðar
á þeim forsendum að hann fái
það hvergi annars staðar. Það er
ýmsum aðferðum beitt þegar út-
lendingar koma hingað og ég
held að það sé ekki mjög erfitt að
setja sig í spor þessa manns sem
kemur hingað og hittir allt þetta
undarlega fólk.“
fSLENSK MYND Á
ENSKU
I framhaldi af þessu tölum við
svolíúð um sérkenni íslendinga
og minnimáttarkenndina sem
virðist talsvert rík í okkur. Og
komumst að þeirri niðurstöðu að
þjóðin fari einhvem veginn oft-
ast fram úr sjálffi sér, vænting-
amar verði alltaf meúi til fulltrúa
okkar á ýmsum sviðum en hægt
sé að standa undir. Friðrik og fé-
lagar ætla að sýna okkur sjálfa
okkur í nýju ljósi, gera góðlátlegt
grín áð þjóðareinkennunum og
láta okkur hlæja að okkur sjálf-
um.
,Æg held að það komi til með
að heppnast ágætlega í þessari
mynd og ég minnist þess ekki að
þetta hafi verið dregið fram í ís-
lenskri mynd áður á þennan hátt.
Við emm með útlending í aðal-
hlutverki sem gengur hér um og
undrast það sem fýrir augu ber.“
Myndin fjallar í stuttu máli
um franskan umboðsmann sem
kemur hingað til lands þeirra er-
inda að finna popphljómsveit til
að koma á framfæri í Frakklandi.
Agentinn leikur auðvitað Frans-
maður, að nafni Jean Philippe
Labadie. í tengslum við upptök-
ur á myndinni verða haldnir
hljómleikar í Laugardalshöll 16.
júní þar sem rjómi íslenskra
poppara treður upp. Sá ffanski
talar auðvitað enga íslensku og
þar sem fæstir íslendingar tala
frönsku verður enska þrauta-
lendingin. Og þá emm við famir
að tala um íslenska mynd á
ensku með íslenskum texta, eða
hvað?
, Já já, myndin verður textuð
að stómm hluta og það er viðbú-
ið að það fari fýrir bijóstið á ein-
hveijum málvemdarsinnum. En
ég er spenntur að sjá hvemig
þetta kemur út,“ svarar poppar-
inn fýrrverandi, óvirki auglýs-
ingateiknarinn og rithöfundurinn
núverandi.
,JvJér finnst það svolítið stór
titill að taka upp; rithöfundur.
Enn hef ég bara gefið út tvær
bækur og mér finnst að menn
ættu ekki að kalla sig rithöfunda
fyrr en þriðja bókin er komin.
Þangað til hún kemur fæst ég við
ritstörf.“
Haraldur Jónsson