Pressan - 28.05.1992, Side 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
Skoðanakönnun Skáls fyrir PRESSUNA
Davíð Oddsson
Friðrik Sophusson
svarenda,
sem gáfu einkunn á
neðangreindu bili
5-7 8-10
5-7 8-10
Þorsteinn Pálsson
0-4 5-7 8-10
Ólafur G. Einarsson
Halldór Blöndal
Ef niðurstöður könnunarinnar
eru skoðaðar má segja að ráð-
herramir hafi almennt hækkað í
áiiti hjá fólki. Sighvatur Björg-
vinsson er sá eini sem má þola
lægri einkunn í vor en hann fékk
á miðsvetrarprófi PRESSUNN-
AR í janúar. Þeir nafriar og fé-
lagar Jón Sigurðsson og Baldvin
Hannihalsson standa í stað. Aðr-
ir síga upp á við.
Jóhanna SigurÖardóttir tek-
ur stærsta stökkið. Meðalein-
kunn hennar hækkar úr 5,9 í
7,1. En aðrir ráðherrar taka
einnig stökk; Halldór Blöndal
rýkur úr 3,9 í 4,8 og kemst
þannig bæði upp fyrir Sighvat
og Jón Baldvin, en Halldór var
fúxinn í janúarkönnun PRESS-
UNNAR.
ALLIR ELSKA HEILAGA
JÓHÖNNU
Jóhanna Sigurðardóttir er
ótrúlega vinsæll ráðherra. Hún
fékk 7,1 í meðaleinkunn og dúx-
aði. Aðeins einn hundraðshluti
þeirra sem tóku þátt í könnuninni
gaf henni núll og aðeins 3 pró-
sent gáfu henni falleinkunn eða
minna en 5. Það em nærri fjómm
sinnum færri falleinkunnir en sá
ráðherra fékk sem næsturkom.
Og sama er upp á teningnum
þegar hæstu einkunnir em skoð-
aðar. 13 prósent gáfu Jóhönnu
10 og fékk enginn ráðherra jafn-
oft þá einkunn. Og ef litið er til
þeirra sem gáfu Jóhönnu 8 eða
meira þá vom það 48 prósent eða
rétt tæplega helmingur. Enginn
annar ráðherra getur stært sig af
viðlíka hlutfalli þeirra sem gáfu
þeim hæstu einkunn.
ALLTSVART
HJÁ SIGHVATI
En að sama skapi og Jóhanna
gemr unað glöð við sitt í þessari
könnun má Sighvatur Björgvins-
son fara að hugsa sinn gang.
Hann fékk flest núllin. 25 pró-
sent þátttakenda létu hann hafa
þá einkunn fyrir frammistöðuna.
Meira en helmingur, eða 53 pró-
sent, gaf honum falleinkunn eða
minnaen5.
Og Sighvatur fékk sjaldan 10.
Aðeins einum hundraðshluta
þátttakenda fannst hann eiga þá
einkunn skilið. Og hann fékk
líka sjaldnast góðar einkunnir á
bilinu 8 til 10.15 prósent þátttak-
enda gáfu honum svo hátt.
ÞORSTEINN ENN
ÍÖÐRUSÆTI
Ef ráðherrunum er raðað upp
eftir meðaleinkunn er Jóhanna
að sjálfsögðu efst, með 7,1. Þá
kemur Þorsteinn Pálsson með
6,0, en hann var einnig í öðm
sæti í janúar þegar hann fékk 5,3
í meðaleinkunn.
ÓLAFUR G. TEKUR
STÖKK
Og eins og það er langt á milli
Þorsteins og Jóhönnu er langt frá
Þorsteini niður í næsta mann. Sá
er Olafur G. Einarsson, sem
fékk 5,3 í einkunn og hefur
hækkað umtalsvert frá í janúar
þegar hann fékk 4,4 og var í sjö-
unda sæti á listanum. Ölafur hef-
ur því aldeilis snúið við blaðinu
þrátt fyrir mótbyr í lánasjóðs-
málinu.
Friðrik Sophusson er í
fjórða sæti með 5,2 í einkunn.
Hann fékk 5,1 í janúar og hef-
ur því hækkað sig um sjónar-
mun. I janúar deildi hann
þriðja sætinu með Jóni Sig-
urðssyni.
ÞRÍR JAFNIR
Jón verður hins vegar að sætta
sig við það nú að deila fimmta
sætinu með þeim Davíð Odds-
syni og Eiði Guðnasyni. Allir fá
þeir 5,1 í meðaleinkunn.
Eins og áður sagði stendur Jón
Sigurðsson í stað ffá í janúar en
bæði Eiður og Davíð bæta við
sig. Þeir vom líka jafriir í janúar-
prófinu og fengu þá 4,8 í ein-
kunn.