Pressan - 28.05.1992, Page 36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
Shsuftuí
| Við vorum eitthvað að stríða :
: framsóknarmönnum á þess-
um vettvangi um daginn
; með því að spyrja hvað orðið ;
■ hefði af svokölluðu skugga- ;
ráðuneyti flokksins. Nú
langar okkur að búa til annað
skuggaráðuneyti, sjálfsagt
ekki ómerkilegra.
Skuggaráðuneyti þetta skipar
eftirtalið fólk: Davíð A.
Oddsson pípulagningameist-
ari, Bergholti 1, Mosfellsbæ;
j Olafur Einarsson kennari,
Frostaskjóli 13; FriðrikSóf-
usson bifreiðastjóri, Safa-
mýri 46; Þorsteinn Pálsson
rafvirki, Vesturhúsum 13;
Tryggvi Pálsson, bankastjóri
íslandsbanka. Á heil 4 tonn
þorskígilda, um 700 þúsund
miðaö við markaðsviröi á
kvóta. Ekki meðal stærstu út-
geröarmanna, en eftirtektar-
verður samt.
Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbanka. Frá
janúar1991 hefurbankinn
eignast alls 385 tonn þorsk-
ígilda, sem væntanlega eru
um 65 milljóna króna virði.
Magnús H. Bergs, fyrrum
landsliös- og atvinnuknatt-
spyrnumaður. Á ekki lengur
kvóta upp á 10 milljónir
króna.
Jóhann Ársælsson, þing-
maöur af Akranesi. Á ekki
lengur kvóta upp á 13 millj-
ónir króna.
BOLTAGÆJAR OG BANKAR
í KVÓTABRANSANUM
Halldór Blöndal verkamað-
ur, Bauganesi 25; Jón
Hannibalsson, ótitlaður,
Bergholti 8 (nágranni Dav-
íðs hér að ofan); Jón Sig-
urðsson trompetleikari,
Grænuhlíð 13; Jóhanna Sig-
urðardóttir hjúkrunarfræð-
ingur, Víðiteigi 36; Eiður
Guðvinsson, Hólavegi 15,
Sauðárkróki. Þessi Eiður er
að vísu ekki alnafni Um-
hverfts-Eiðs. Og enginn al-
nafni Sighvats Björgvinsson-
ar fannst í okkar bókum.
Og í tilefni þess að ný síma-
skrá er komin út má geta
þess að Steingrímur Her-
mannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur
gleymt að tilkynna nýtt
starfsheiti, því í nýju skránni
er hann enn titlaður forsætis-
ráðherra, þótt hann haft misst
það embætti um vorið fyrir
rúmu ári. Ólafitr Ragnar
Grímsson er aftur á móti
Nú tala allir um kvóta. Hvað
11 stærstu fyrirtækin áttu mörg
tonn þorskígilda í janúar 1991,
hvað stærstu fyrirtækin eiga
mörg tonn þorskígilda núna. Og
svo er fallinn dómur um að ekki
megi eignfæra kvóta. Enda er
ftskurinn sameign allra lands-
manna, þótt útvaldir fái að með-
höndla hann og ráðstafa.
En það eru ekki bara fyrirtæki
og hreinræktaðir útgerðarmenn
sem „eiga“ eða „áttu“ kvóta. T.d.
hafa bankar og aðrar fésýslu-
stofnanir verið skráðar fyrir þó
nokkru magni. Sverrir Her-
mannsson og félagar í Lands-
banka Islands, í Reykjavík og á
Fáskrúðsfirði, áttu engan kvóta í
upphafi árs 1991, en eru nú
komnir í þó nokkra útgerð. Alls
hefur Landsbankinn eignast á
tímabilinu 224 tonn af botnfisk-
kvóta og 161 tonns kvóta ann-
arra fisktegunda, 385 tonn
þorskígilda. Miðað við að mark-
aðsvirði botnfiskkvótans sé 170
krónur kílóið er þar bara að finna
verðmæti upp á 38 milljónir
króna.
Samvinnubankinn átti 41 tonn
af botnfiski, en hefur losað sig
við kvótann (markaðsvirði 7
milljónir). Samvinnusjóður ís-
lands átti 409 tonn, losaði sig við
284 tonn (50 milljónir) en hélt
eftir 125 tonnum (22 milljónir).
Kaupleigufyrirtækið Lýsing átti
301 tonn, losaði sig við 192 tonn
(33 milljónir) en hélt eftir 110
tonnum (19 milljónir). Kaup-
leigufyrirtækið Lind á nú 80
tonna kvóta (14 milljónir). Þá
má nefna kvótaeign Byggða-
stofnunar; 52 tonn (9 milljónir).
Islandsbanki kemur einnig við
sögu, en óbeint. Það vill nefni-
lega svo skemmtilega til að
bankastjórinn Tryggvi Pálsson
eignaðist einhvem tímann eftir
janúar 1991 hvorki meira né
minna en 4 tonn þorskígilda
(700 þúsund). Að líkindum
dundar Tryggvi sér við trilluút-
gerð fyrir og/eða eftir vinnu á
bankakontómum. Sem vitaskuld
er kontóristum hollt og gott.
Verkfræðingurinn og fyrmrn at-
vinnuknatlspymukappinn kunni
Magnús H. Bergs átti í upphafi
tímabilsins 59 tonna kvóta (10
milljónir), en losaði sig við hann.
Það sama gerði þingmaðurinn
Jóhann Arsœlsson, sem skráður
var fýrir 78 tonnum persónulega
(13 milljónir).
Að endingu þetta: 1. janúar
1991 var yngsti kvótaeigandinn
Sigurður Steinarr Konráðsson í
Neskaupstað. Þá var hann 17 ára
og átti og á enn 11 tonn (2 millj-
ónir). Kvótahæsti einstaklingur-
inn er hins vegar Reynir Gunn-
arsson á Þingeyri með 32 tonn af
botnfiskkvóta en 3.177 tonna
kvóta annarra tegunda. Kvóta-
hæsta kona Iandsins er svo Birna
Hjaltalín Pálsdóttir í Bolungar-
vík. Hún eignaðist á tímabilinu
69 tonna botnfiskkvóta og 194
tonn af öðmm tegundum.
ótitlaður í nýju símaskránni,
hann kallar sig ekki einu
sinni prófessor. Sjávarút-
vegsráðherrann okkar, Þor-
steinn Pálsson, og umhverf-
LÍKKISTUR
isráðherrann, Eiður Guðna-
son, em enn eitt árið sér á
parti í símaskránni. Þorsteinn
er enn titlaður blaðamaður
og ekki annað að sjá en hon-
um þyki mjög vænt um þetta
starfsheiti, sem hann bar
með rentu fyrir allmörgum
ámm. Og Eiður er enn titlað-
ur fréttamaður þótt hann haft
hin síðari ár orðið fráhverfur
TIL TRAFALA
í FOKKERUM
FLUGLEIÐA
þeirri stétt, að því er best
verður séð og skilið. Loks
verður að geta Jtess að Davíð
Oddsson er enn titlaður
borgarstjóri, þótt hann hafi
fyrir rúmu ári tekið yfir skrif-
stofu Steingn'ms.
Flugleiðir tóku sem kunnugt
er nýlega í notkun fjórar Fokker
50-flugvélar í innanlandsflugið.
Þessi tegund er frábmgðin þeirri
eldri að því leyti að hún tekur
fleiri farjjega, en farangursrýmið
er takmarkaðra. Okkur er sagt af
TVÍFARARNIR
TVÍFARAKEPPNIPRESSUNNAR - 46. HLUTI
Þeir sem hafa líkt EES-samningnum við fullveldisafsal og
jafnvel landráð fá hér sönnun gmnsemda sinna. Eða er það tilvilj-
un að svo sterkur svipur er með Hannesi Hafstein, sendiherra og
aðalsamningamanni íslendinga, og Kim Philby, njósnaranum
slynga og hættulega? Hefur Hannes ekki fengið þennan svip eftir
að hafa staðið í því ámm saman að koma dómsvaldinu, löggjafar-
valdinu og fullveldinu sjálfu úr landi?
mönnum í bransanum að þessi
staðreynd hafi leitt til nokkuð
neyðarlegs flutningsvandamáls.
Að í nýju vélunum sé ekki hægt
að ferja líkkistur.
I meirihluta tilvika em líkkist-
ur fluttar land- eða sjóleiðis, en
samt er þó nokkuð um að kistur
séu fluttar flugleiðis. Eins og al-
þjóð veit hafa margir lands-
byggðarmenn flust til höfuð-
borgarsvæðisins, ekki síst eldra
fólk, og algengt að sama fólk
vilji láta greftra sig á heimaslóð-
um þegar að þeim tímamótum
kemur. Er Flugleiðum nú
ómögulegt að veita þá þjónustu
að ferja lfkkistumar út á land?
„Þetta er ekki rétt,“ fullyrðir
blaðafulltrúi flugfélagsins, Einar
Sigurðsson. „Þetta er bara orð-
rómur, en þó má segja að ef kist-
umar era óvenjustórar og
kannski með miklu skrauti geti
komið upp vandkvæði," sagði
Einar.
Og þá vitum við það. Ef látinn
ættingi hefur verið vel yfir með-
alhæð er ekki vænlegt að panta
flutning hjá Flugleiðum, að
minnsta kosti ekki ef ætlunin er
að hafa líkkistuna með miklum
skrautmunum.
Komast ekki meö nýju
Fokker 50-Flugleiöavélunum
segja kunnugir...
... Komast víst, segir Einar
Sigurðsson blaðafulltrúi, ef
þær eru ekki of stórar og
skrautlegar.
ÍSLENSKIR
BÁTAR FYRJR
VÍETNAMSKT
BÁTAFÓLK
Nýtt álver brást. Skreiðin
stöðvaðist. Loðdýrin bragð-
ust. Fiskeldið brást. Vamsút-
flutningur er krítískur. Raf-
strengur til Evrópu er fjar-
lægur draumur. Tölvuforritið
Louis gerir fáa ríka. En nú er
loksins komin vara sem næg-
ur markaður er fyrir og
óþrjótandi eftirspum.
Forráðantenn fyrirtækis-
ins Mótunar hafa látið þau
boð út ganga að þeir hyggist
smíða báta fyrir Víetnam.
„Miklir möguleikar fyrir ís-
lendinga,“ segir forstjórinn.
Jú, í Víetnam er fjöldinn
allur af bátafólki, það er víst.
Þar er mikill skortur á fram-
bærilegum bátum fyrir fólk
sem vill ferðast til Hong
Kong og víðar. Hingað til
hefur þetta fólk orðið að not-
ast við hin mestu skrifli, en
með íslenskri völundarsmíð
leysist málið á skotinu.
Hópur Víetnama hefur
komið til íslands eftir hrakn-
inga á slíkum skriflum. Það
er því vel við hæfi að vér ís-
lendingar seljum víemömsk-
um stjómvöldum bunka af
bátum svo þau geti komið
því fólki til aðstoðar sem vill
ferðast út fyrir lögsögu
landsins.
BÓNORÐIN
ÞEGAR
AMMA OG
LANGAMMA
VORU
UNGAR
Þjóðminjasafnið hefur
sent frá sér 79. spumingaskrá
sína til gamla fólksins, en í
skrám þessum er spurt um
siði og venjur fyrr á tímum.
Nú er spurt um trúlofun og
giftingu.
Meðal þess sem safnið
góða vill að gamla fólkið segi
sér er: Var mikið lagt upp úr
því að stúlkur væru „óspjall-
aðar"? Var haldið kveðjuhóf
(piparsveinapartí, steggja-
partO fyrir brúðgumann og
vini hans áður en brúðkaupið
var haldið? Hvað þurfti að
borga presti og kór? Voru
dæmi þess að stúlkan keypti
hringinn fyrir eigin peninga?
En að menn létu unnustur
sínar velja um það hvort þær
vildu hring eða eitthvað ann-
að, t.d. saumavél?