Pressan - 28.05.1992, Page 40

Pressan - 28.05.1992, Page 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 Valur heitir hann Berg- mundsson og er tvítugur matreiðslunemi á Loftleið- um. Hann er í krabbanum og er á lausu. Hvað borðarðu í morgun- mat? „Cheerioshringi." Hvar myndirðu helst vilja búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „í Frakk- landi, það er áreiðanlega gam- an að skoða matargerðarlistina þar.“ Hefurðu lesið biblíuna? „Nei, ekki alla.“ Ertu trúaður? „Já.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Dökkhærðar, frekar háar og grannar.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, það hugsa ég ekki.“ Syngurðu í baði? „Nei, það hef ég aldrei gert.“ Hvaða rakspíra notarðu? „Gucci.“ Ferðu einn í bíó? „Nei, ég hef aldrei farið einn í bíó en ég á kannski eftir að gera það.“ Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Jájájá." Ertu daðrari? „Ekki held ég það.“ Hvernig bíl langar þig í? „Stóran BMW eða Benz.“ Hefurðu verið til vand- ræða drukkinn? „Ekki svo ég muni.“ Hvað er þér verst við? „Leiðinlegt fólk.“ Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að lifa hvem dag fyr- ir sig.“ Hvaða pukur er þetta með brenttivtnið? Til hvers er ver- ið að bjóða út framleiðslu á þvi? Áfhverju er hún ekki einfaldlega gefin frjáls? Hvers eiga hinir smærri framleiðendurgambra að gjalda?Af hverju er verið að pikka út eitthvert fólk og því gefinn einkaréttur á að brugga brennivtn? Afhverju kvartar Kvennalistinn ekki yfir þessu? Vill hann ekki, einnflokka, styðja heimilis- iðnaðinn t landinu? Eða kærir hann sig ekki um bruggið afþvt að karlamir hafa staðið í því? Spyr sá sem ekíci veit. HIPPAR, CLAUMBÆR OC CAMLAR FRÉTTIR „Okkur fannst það skemmti- leg tilbreyting að færa okkur nær í tíma. Þetta var litskrúðugt tíma- bil og hefur verið í tísku undan- farið. Við viljum auk þess reyna að ná til yngra fólks en venjulega sækir söfnsegir Unnur Lárus- dóttir, safnvörður í Árbæjar- safni. Á sunnudaginn kemur verður opnuð einskonar tíðarandasýn- ing í safninu þar sem tímabilinu frá 1968 til 1972 verða gerð skil með ýmsum hætti. „Við veiðum með eitt Glaumbæjarherbergi, eitt hippaherbergi og setjum auk þess upp borgaralegt heimili frá þessum tíma,“ segir Unnur. Að sjálfsögðu verður leikin tónlist firá þessum tíma og sýndar ljós- myndir. Og svo það sem er kannski skemmtilegast; spilaðir verða, af snældum, fféttatímar Ríkisútvarpsins frá þessum ár- um. Þama verður sem sagt hrein- lega hægt að ganga rúm 20 ár aftur í tímann. Endurlifa frétta- viðburði og hlusta á tónlistina sem þá tryllti rollingana. Unnur segir að vel geti verið að einhverjir þeirra poppara sem hvað vinsælastir voru á þessum árum líti inn og spili á bongó- trommur eða einhver önnur hljóðfæri. En eins og gefur að skilja eru möguleikamir á skemmtilegheitum í kringum svona lagað nánast óþijótandi. Sýningin verður opin í allt sumar — raunar næsta sumar líka — þannig að nægur er tím- inn sem fólk fær til að drattast af stað í nostalgíuna. Það er því hreint ófyrirgefanlegt ef menn missa af þessu. Að minnsta kosti verður tímaskorti ekki borið við. Unnur I hippaherberglnu f Árbæjarsafni. MAT BEIR „Líbanir em með alveg frá- bærlega góðan mat og heilbrigð- an, nota ekki þessu óhollu efni sem við notum svo mikið. Mat- urinn er mikið lagaður úr alls- konar baunum og er afar bragð- góður," segir Márus Jóhannes- son, veitingamaður á líbanska veitingastaðnum Beirút við Hverfisgötu, sem nýlega var opnaður. Sjálfsagt dettur fæstum matur fyrst í hug er þeir heyra minnst á Lfbanon og Beirút, en Máms segir matarmenningu Líbana mjög skemmtilega og við drög- um það ekkert í efa. Svona til að gefa fólki ein- hverja hugmynd um hvemig matur þetta er má nefna rétti eins og Hómos, sem er mjög þykk brauðsósa einskonar. Hún er borin fram með litlum brauð- snúðum sem síðan er dýft í sós- una. Falafelle er nafn á öðmm — *** rétti, það eru litlar djúpsteiktar grænmetisbollur lagaður úr hestabaunum (horsebeans) og kjúklingabaunum. Og þá má einnig nefna Kafta, grillað fitu- lítið nautakjöt og mikið notað af hvítlauk, lauk og steinselju. Um helgar kokkar líbanskur matar- gerðarmaður að nafni Fadi á Beirút, en mönnum ætti svo sem alveg að vera óhætt að koma í miðri viku því Fadi er búinn að kenna Mámsi listina. Maturinn er vissulega svolítið öðmvísi en við eigum að venjast, en það ætti ekki að saka að prófa, því verði réttanna er mjög í hóf stillt. Máms segir enda að allir sem gætt hafa sér á réttunum haft orðið hrifhir og látið mjög vel af matnum. DINNER Berglind Björk Jónasdóttir söngvari hljómsveitarinnar Bláu sveiflunnar Astrós Gunnarsdóttir til að elda því hún er svo sjúklegur kokkur og hún myndi dansa fyrir mig smáflamenco í leiðinni KK og Elia Fitz til að blúsa saman Guðrún Gunnars til að hlæja með einhver góður transmiðiii til að koma mér í samband við fólk sem er farið og ég gæti boðið með í kvöld- verðinn Edda Björgvins því hún er svo tryllingslega skemmtileg Frank Sinatra því hann hefur svo góð sambönd og gæti komið mér á framfæri Maðurinn sem samdi Stormy Weather til að semja fyrir mig prívat og persónulega og engan annan Maðurinn minn, Jón Haukur Jensson til þess að við getum setið á köldum vetrarkvöldum og rifjað upp drauma- kvöldverðinn Puccini, Rossini og Verdi — og í þokkabót Wagner. Frá Svíþjóö kemur líka Mats Liljefors og stjómar Sinfóníu- hljómsveitinni. Háskólabió lau. kl. 17. MYNDLIST • Ungir myndhöggvarar. Ungir og spraekir myndhöggvarar gera innrás í PLATAN SANTANA MILARGO Santana hefur ekki ver- iö i tísku í mörg ár. Pelr fáu sem enn elta plötur þeirra eru allir um fer- tugt. Santana hefurllka gert álíka margar léleg- ar plötur oggóöar, þannig aö þeim er ekki almennilega treystandi. En þaö kemur alltafgóö plata annaö slagiö, síö- ast varþaö Blues for Salvador og nú Milargo. Öll góö einkenni; gítar- inn, orgel og fjöldi ásláttarmanna. Sveiflan er suöur-amerísk (eins og upphaflega) og seiö- mögnuö. Bestaplata Santana 110 til 15 ár! Fær8af 10. Kringluna í tilefni Listahátíöar. Hver listamaöur fær úthlutaö ákveönu plássi sem hann má ráöstafa aö vild. Á síöustu Listahátíö lögöu nýlistamenn undir sig Þingholtin og ágætt til þess aö hugsa aö nú skuli falla þaö vlgi kaupmennsku og greiöslukorta sem er Kringlan. Listina til fólksins! Leyfum þvi aö hneykslast eöa gleöjast! • 2000 ára litadýrö. Annars vegar mósaíkmyndir sem Listasafniö hefur fengið aö láni frá þjóöminjasafninu I Jórdanlu, hins vegar búningar og alls- kyns skart sem er komiö úr einkasafni sómakonu I Amman. Mósalkverkin eru ævaforn, frá býsönskum tíma, búningamir frá 19. öld, en settir saman eftir ævagamalli hefö. Þetta er framlag Listasafnsins til Listahátíöar. • Kjarval. Guömundur Guömundar- son og vinir hans I Kjarvalsstaöa- óvinafélaginu ættu að gleðjast. Safnið þeirra afrækir nefnilega ekki sjálfan meistarann á Ustahátíö, heldur setur upp sýningu á myndum eftir Kjanral sem eru komnar úr einkasafni hjón- anna Eyrúnar Guömundsdóttur og Jóns heitins Þorsteinssonar (sbr. sam- nefnt íþróttahús). Þau voru miklir vinir Kjarvals og eignuöust prýöilegt safn verka eftir hann. ÓKEYPIS • Setning Listahátföar. Síöasta Ustahátíö var sett á hálfgeröri snobb- samkomu I Borgarleikhúsinu, fyrir út- valda boösgesti. Þaö þótti ekkert sér- lega skemmtilegt afspurnar á Listahá- tíö sem annars var góö og alþýðleg. Nú fær sauðsvartur almúginn að taka þátt; setningarathöfnin veröur á Lækj- artorgi á laugardaginn klukkan 13. Þaö veröur lúörasveit, formaöur hátíö- arinnar flytur ávarp en síðan er gefið fyrirheit um aö orðiö sé .laust". Mál- stola þjóöarsálin getur semsagt stigiö I pontu og tjáð sig um listina, kúltúrinn, EES, bamavemdamefndir, umferöina eða hvaöeina sem henni liggur á hjarta. Eða þaö höldum viö. • Ratleiklr eru svosem ekki nema brot af því sem verður á seyöi I Usta- safni Sigurjóns Ólafssonar á Ustahá- tlö. Þar verða sýndar æskuteikningar eftir Sigurjón, en líka sýnt brúöuleik- hús, haldnir tónleikar meö þátttöku bama úr Suzuki-skólanum, teiknaöar myndir og smiöaöir fiugdrekar. Þama ættu böm aö una sér vel, en Árbæjar- safn stendur fyrir ratleikjum um ná- grennið þama í Laugamesinu. FÓTBOLTINN • Fram-KR. Káerringar eru meö hræöilega komplexa gagnvart Frömmurum svo hinir síöartöldu hljóta að teljast sigurstranglegri í þessari viö- ureign Reykjavíkurrisanna á fimmtu- dag klukkan 20. Bæöi liöin leika þó skemmtiiegan fótbolta og eiga hóp áhangenda sem fylgja þeim gegnum þykkt og þunnt — leikurinn gæii sem- sagt oröiö allskemmtilegur, ef leik- menn ná aö yfirvinna taugaspennu. Stórleikur í nýbyrjuðu fslandsmóti sem lofar góöu. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 hjalli 6 slím 11 hólma 12 sárakanna 13 undirbúningslær- dómur 15 kjagar 17 forföður 18 tekið 20 undirförul 21 nudda 23 áform 24 velvild 25 eldstæðis 27 dansi 28 fjársjóð 29 afdrep 32 framendi 36 frolla 37 öldufall 39 kjána 40 fé 41 hagur 43 svörður 44 skemma 46 pokar 48 nálægt 49 riða 50 svelgnum 51 ljáför LÓÐRÉTT 1 kirkjuhöfðingjana 2 þreytti 3 klið 4 viðureign 5 vesall 6 ferð 7 vegur 8 mælieining 9 pési 10 tjóni 14 mjög 16 hljóðs 19 niðurstaða 22 mótspyma 24 höfuðföt 26 stofu 27 nagdýr 29 vargi 30 laun 31 kvabb- inu 33 vorkennir 34 bugt 35 gabbar 37 mein 38 næðings 41 lengdarmáls- eining 42 flakk 45 gifta 47 rösk

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.