Pressan - 28.05.1992, Side 42

Pressan - 28.05.1992, Side 42
Ríkisskattstjóri gerir athugasemdir við framtal Kidda kúbeins EIGNFÆRÐI SÖLUREYNSLU Á VÍMUG JÖFUM UTAN LAGA OG REGLUGERÐAR Kiddi kúbein eign- færði reynslu sína af sölu á hassi og amfetamíni. Það er skammsýni að telja aö aldrei komi til þess að þessi efni veröi leyfð, - segir Kiddi Herferð Alþýðusambands íslands „Bætum kjörin okkar sjálf“ HUNDAR BORÐA Á VIÐ 11 ÞÚSUND ÍSLENDINGA Þaö jafngilti um 5,1 prósents kjarabót ef hundunum væri eytt Hundar éta á viö þrefaldan árangur síöustu samninga, - sam- kvæmt úttekt Alþýöusambandsins Atvinnuhorfur stúdenta vænkast ■ MIKIL EFTIRSPURN EFTIR TALKÓR STÚDENTA TIL AÐ SKEMMTA VIÐ ÝMIS TÆKIFÆRI Ólafur Ingvarsson segir aö kórinn sé eftirsóttur í sam- kvæmi og jafnvel viö jaröarfarir. Slógum í gegn á þingpöllunum, - segir Ólafur Ingvarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri talkórsins 21. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR FIMMTUDAGURINN 28. MAÍ Grímur Pálsson fékk soöna pylsu meö heita vatninu. Miðaldra karl í Breiðholti FÉKK PYLSU í BAÐKERIÐ Reykjavík, 28. maí. „Eg var kominn ofan í baðið þegar ég tók eftir pylsunni. I fyrstu brá mér rosalega því ég vissi ekkert hvað þetta var. Hélt jafnvcl að þetta hefði komið út úr mér einhvern veg- inn. Svo létti mér þegar ég sá að þetta var pylsa, en þá brá mér aftur því ég skildi ekkert hvað hún var að gera þarna,“ sagði Grímur Pálsson, mið- aldra karlmaður sem varð fyr- ir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá pylsu í baðkerið sitt. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Reykjavíkur mun pylsan hafa verið dálítinn tíma í heitavatnsæðinni. Þegar vatnið var sett á leiðslumar frá Nesja- völlum gleymdist að tæma kaffi- aðstöðu þeirra sem lögðu þær, en þeir höfðu komið sér íyrir slíkri aðstöðu í einni dælustöðinni. I frétt sem Hitaveitan hefur sent frá sér segir að meðal annars séu kaffibrúsar, sykurkar, þrír lítrar af mjólk og ýmislegt annað sem tilheyrir kaffistofuhaldi í pípun- um. Einnig segir í tilkynningunni: „Þá hefur glatast forláta kaffi- kanna sem á er skrifað „Elsku pabbi" og er finnandi vinsamleg- ast beðinn að koma henni til skila til Kára Davíðssonar, Fum- gmnd 15.“ Misnotkun á félagslega íbúðakerfinu c-rsrrj r fií'úcrr1 s Ómögulegt að fjárfesting í félagslega kerfinu standi ónotuð, - segir Sigurður Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar Bára og Már segjast ekkert erindi eiga í bæinn úr því þau eru búin aö missa íbúðina. Reykjavík, 28. maí. „Fólk hér í stofnuninni hringdi þrívegis um helgina í íbúðina og það svaraði enginn. Við seldum hana því á mánu- deginum og kaupendurnir eru þegar fluttir inn,“ segir Sig- urður Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar, en stofn- unin hefur stóraukið eftirlit með notkun íbúða í félagslega kerfinu. Núna á mánudaginn var þann- ig íbúð í Unufelli sett á sölu á meðan eigendur hennar gistu í tjaldi á Héraði. „Við fréttum af jressu hingað austur," segir Már Finnsson, eig- andi íbúðarinnar. „Miðað við það sem við heyrum munum við ekkert flýta okkur í bæinn. Mér skilst að tjaldstæðið þar sé ekki upp á marga fiska.“ „Þetta var rosalegur klaufa- skapur," segir Bára Rafnsdóttir, eiginkona Más. „Dóttir okkar ætlaði að vera heima en vildi svo endilega koma með á síðustu smndu. Ef hún hefði verið heima hefði einhver svarað jregar Hús- næðisstofnun hringdi og þá ætt- um við íbúðina sjálfsagt ennþá.“ Ótrúlegan fjölda mála dagar uppi hjá bæjardómi í Hafnarfirði KEMUR MÉR EKKIÁ ÓVART segir Stefanía Kjartansdóttir ræstingakona, sem segir dómarana afskaplega þunga og erfiða í umgengni. Hafnarfiröi, 28. maí. „Það kemur mér ekki á óvart þótt lítið gangi undan þessum mönnum. Þeir hafa alltaf virkað á mig sem hálf- gerðar rolur,“ segir Stefanía Kjartansdóttir, ræstingakona við bæjardóm Hafnarfjarðar, í samtali við GULU PRESS- UNA, en eins og fram hefur komið í fréttum skila dómarar við réttinn seint og illa af sér dómum. „Þegar ég kom héma vildi ég reyna að lífga upp á móralinn og fá fólkið til að skemmta sér sam- an. Tveir af dómurunum hafa ekki enn svarað mér þótt fimm ár séu liðin," segir Stefama. „Stundum finnst mér að þótt ég færi í sjö mánaða frí tækju þeir ekki eftir því. Fyrir ári tók ég síma eins dómarans úr sambandi og hann hefur ekki kvartað enn. Ég verð að segja fýrir mitt leyti að það er varla hægt að bjóða fólki upp á svona líflausan vinnustað. Eina skemmtilega fólkið sem kemur hingað er sak- bomingar, en maður sér þá alltof sjaldan núorðið," sagði Stefam'a. Stefanía Kjartansdóttir ræst- ingakona segist oröin lang- þreytt á doöanum í dómurun- um. EIÐI GUÐNA- SYNI NEITAÐ UM VEGA- BRÉFSÁRITUN TIL RÍÓ Brasilíumenn héldu að hann væri með eyðni vegna þýðingar- og beygingarvillu í um- sókninni. Reykjavík, 27. maí. „Sá sem þýddi umsóknina virðist ekki vera sérstaklega sleipur í portúgöisku og í raun ekki heldur í íslensku,“ segir Páll Líndal, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, en Eiði Guðnasyni umhverfisráð- herra hefur verið meinuð vegabréfsáritun til Ríó og get- ur því ekki sótt umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. „Meö Eiði“ breyttist í „meö Eiöni“ og síöar í „meö eyðni" og því fékk Eiöur Guönason ekki vegabréfs- áritun. f umsókninni átti að standa að ,,með Eiði“ fæm hinir og þessir, en í íslensku útgáfunni var nafti Eiðs beygt vitlaust svo þar stóð ,/neð Eiðni" fara hinir og jressir. í portúgölsku þýðingunni breytt- ist þetta síðan í ,jneð eyðni“ eða öllu heldur „með alnæmi". Fyrir vikið töldu brasUísk yfirvöld að Eiður væri með alnæmi og neit- uðu honum um áritun, enda gæta þau sérstakrar varúðar vegna mikiUar útbreiðslu sjúkdómsins í Ríó. COMBhCAMP® COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagid. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á Qöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. Umboðið á Akureyri: • • ‘ Sumar ’92 Erum á HOLDUR HF. - tr JGVABRAl l" COMBhCAIVIP* COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á fslandi undanfarin ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og tií afgreidslu strax. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.