Pressan - 28.05.1992, Síða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992
43
P
JL ormannsslagurinn í Alþýðu-
flokknum nálgast óðfluga. Minnkandi
líkur eru taldar á /ramboði Jóhönnu
Sigurðardóttur
gegn Jóni Baldvini
Hannibalssyni, en
aftur á móti er enn
óvfst með Guðmund
Árna Stefánsson. Á
morgun, föstudag,
hefst aukaþing Sam-
bands ungra jafnað-
armanna og þar er á dagskrá ávarp
Guðmundar Árna. Við heyrum að
Guðmundur hyggist nota þetta ávarp til
að lýsa yfir af eða á hvort hann ætlar að
hella sér í slaginn...
iðnlánasjóður hefur blásið til að-
gerða vegna vanskila fyrirtækisins
Kristjáns Siggeirssonar hf„ þar sem
Hjalti Geir Kristjánsson er forstjóri.
Sjóðurinn hefur krafist uppboðs á fast-
eigninni Hesthálsi 2 til 4 og er það ekki
vegna neinna smáaura, því kröfuupp-
hæðin er 232 milljónir króna...
V ið greindum nýlega frá því í
PRESSUNNI að Samband íslenskra
bankamanna hefði unnið mál sem fs-
landsbanki vísaði til úrskurðar félags-
dóms. Það var vegna deilu um h'feyris-
réttindi og vildi bankinn fá hnekkt
ákvæði í kjarasamningi frá 1980, þann-
ig að það fæli í sér að starfsmenn bank-
ans nytu sömu lífeyrisréttinda og
starfsmenn ríkisbankanna. Félagsdóm-
ur úrskurðaði að kjarasamningurinn frá
1980 með þessu ákvæði skyldi standa
Nú hafa forráðamenn íslandsbanka
hins vegar komið með það mótbragð
að halda þvf fram að úr því svona fór sé
bankinn óbundinn að þeim ákvæðum
sem komu inn í samninga eftir 1980.
Meðal ákvæða sem bankinn ætlar
þannig að hafna er reglan um að þegar
starfsaldur og lífaldur starfsmanns ná
samanlagt 95 árum eigi viðkomandi
rétt á að fara á eftirlaun...
Q
W J kemmtanahald á Hótel Borg hefst
á morgun með pomp og prakt. Undan-
farin tvö ár hefúr Skúli Mogensen haft
þann rekstur á leigu, en í ár yfirbuðu
hann þeir Árni Oddur Þórðarson, for-
maður Félags viðskiptafræðinema, og
Bjarni Þórður Bjarnason, formaður
Félags verkfræðinema. Þeir eru jafn-
framt varaformaður og formaður Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Fáum
ætti að koma á óvart að þeir félagar
hyggjast gera út á háskólastúdenta...
TJ
A JL ægrisinnaðir stúdentar hafa
ákveðnari hugmyndir um atvinnu-
möguleika sína að loknu námi en
vinstrisinnaðir stúdentar. Þetta kemur
meðal annars fram í könnun sem gerð
var meðal stúdenta í félagsvísinda- og
raunvísindadeildum Háskólans. Þar
kemur líka fram að af þeim sem tóku
afstöðu töldu um 49 prósent sig til
vinstri í stjórnmálum, 28,5 prósent
töldu sig til hægri. en 13 prósent stað-
settu sig á miðjunni. Könnunin leiddi
líka í ljós að mikil! meirihluti stúdenta
sagðist hafa valið nám vegna áhuga á
greininni eða 82 prósent. Talsverður
hópur vill svo takmarka aðgang að Há-
skólanum, eða um 31 prósent, en um
54 prósent voru því andsnúin...
F
1 Jx áburðarverð á Islandi fáránlega
hátt? Það telur að minnsta kosti Jó-
hannes Kristjánsson, bóndi á Höfða-
brekku í Mývatnssveit, sem segir í við-
tali við landbúnaðaraukablað Alþýðu-
blaðsins að sér virðist að áburðarverð
hér sé um 8 þúsund krónum dýrara á
hvert tonn en í Skotlandi. í báðum lönd-
um sé um að ræða innfluttan áburð frá
Noregi og því sé flutningskostnaður
álíka. Sé þetta lagt út á alla áburðar-
notkun fái Áburðarverksmiðja rikisins
400 milljónir króna umfram það sem
Skotar þurfi að punga út...
Lækkun gjalda
vegna lækniskostnaðar barna
frá 1. júní 1992
★ Ekki skal greiða fyrir börn, 6 ára og yngri, við
komu á heilsugæslustöð og til heimilislæknis.
★ Börn sem njóta umönnunarbóta greiða sömu gjöld
og aldraðir og öryrkjar fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu.
Framvísa skal sérstöku skírteini, sem sent verður
aðstandendum barnanna.
★ Hámarksgreiðslur á almanaksárinu vegna barna í
sömu fjölskyldu lækkar úr 12.000 krónum í 6.000 krónur.
Fríkort fæst gegn kvittunum að Tryggvagötu 28 í Reykjavík
og hjá umboðum Tryggingastofnunar utan Reykjavíkur.
Endurgreiðslur til handhafa fríkorta skv. gamla hámarkinu
verða sendar þeim á næstunni.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
NOTAÐU
PENINGANA ÞÍNA
f EITTHVAÐ ÁNÆGIULEGRA EN
DRÁTTARVEXTI
Við minnum á gjalddaga
húsnæðislána sem var
1. MAÍ
1. JÚNÍ________
leggjast dráttarvextir á
lán með byggingavísitölu.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 696900
Sutellite TV nr.
i
AMSTRAD
AMSTRAD fyrirtækið, sem hefur selt ó
þriðju milljón móttökudiska fyrir gervi-
hnetti og er með 86% markaðshlutdeild
ó Bretlandseyjum og 50% í Evrópu, hef-
ur nú markaðssett búnað til notkunar í
NORÐUR SKANDINAVIU OG Á ÍSLANDI.
AMTEC hf., umboðsaðili AMSTRAD á Islandi, býður
nú fullkomin móttökubúnað tilbúinn til uppsetningar.
1.2 m diskloftnet með flestingu
Lógsuðumagnari með innbyggðum pólskipti (Dual LNBj
48 rósa stereo móttakari með fjarstýringu
F
Búnaðurinn er seldur ón milliliða með heildsölu ólagn-
ingu og fæst eingöngu hjó AMTEC hf., Suðurlands-
braut 32, sími 30200.
Kr.
ÓTRÚLEGT VERD!
59.900
(atT
Sími 30200
llí. Suðurlandsbraut 32,
108 Reykjavík.
UNGFRU
KYNNING Á KEPPENDUM
FÖSTUDAGINN 29. MAÍ
ÚRSLITAKVÖLD
LAUGARDAGINN 1 5. JÚNÍ
FORSALA ADGÖNGUMIÐA ER í MIÐASÖLU
MOULIN ROUGE OG í SÍMA 677 885