Pressan - 04.06.1992, Síða 26

Pressan - 04.06.1992, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 Var ívan Demjanjuk arimmur eða bara óheppinn auli? John Demjanjuk var dæmdur til dauða í ísrael fyrir stríðsglæpi og bíður þess nú að áfrýjun hans verði dómtekin. Dómstóllinn komst * að þeirri niðurstöðu að Demjanjuk og „Ivan grimmi“, fjöldamorð- inginn í Treblinka, væru einn og sami maðurinn, en nú bendir ým- islegt til þess að Israelar hafi komið lögum yfir rangan mann. Þrátt fyrir að ísraelar hafi alla tíð lagt mikla áherslu á að lögum verði komið yfir stríðsglæpa- menn em stríðsglæparéttarhöld í ísrael mjög fátíð. Skömmu eftir stoífmn Israelsríkis vom um 100 „kapóar" eða gyðingar, sem gerst höfðu samstarfsmenn naz- ista í fangabúðunum, dregnir fyrir dóm í ísrael, en þeir höíðu allir sýnt þá fádæma heimsku að flytjast þangað. Á hinn bóginn hefur það aðeins gerst einu sinni áður að ísraelar lögsæktu mann af öðm þjóðemi fyrir stríðs- glæpi. Það var árið 1961 þegar Mossad hafði hendur í hári Ad- olfs Eichman í Argentínu og dæmdi hann síðar til dauða. Við þau réttaröld var reyndar aðal- lega deilt um lögsögu ísraels í málinu, ekki sekt Eichmans. Enginn efast um sekt Ivans grimma. Við réttarhöldin yfir Demjanjuk sögðu vitni frá því hvemig þessi djöfull í manns- mynd hefði kvalið nakta fanga á leið í gasklefana með því að höggva af þeim eyru, nef, bijóst kvenna og aðra líkamshluta með sverði sínu. Vitni sögðu frá því hvemig hann drap hvem fang- ann á fætur öðmm með því að brjóta höfuðkúpu þeirra með jámröri. Þau lýstu því líka hvemig hann rak trébor upp í endaþarminn á fanga og hótaði að skjóta hann ef hann kveinkaði sér. Þau lýstu því hvemig hann hefði þröngvað mönnum til samræðis við lík. Þau lýstu því hvemig hann skipaði fanga að nauðga tólf ára gamalli telpu, sem fyrir kraftaverk hafði skrið- ið lifandi út úr einum gasklef- anna, og skaut hana síðan. Og þau lýstu því hvemig hann hefði sjálfur sest við stjómtækin á gas- dælunni við klefana þar sem 850.000 körlum, konum og bömum var slátrað á einu ári. Vitnin staðfestu einnig að ívan Demjanjuk (hann tók upp nafnið John í Bandaríkjunum) og Ivan grimmi væm sami mað- urinn. Þegar Demjanjuk fór sjálfur í vitnastúkuna og hélt því ffam að hann hefði verið stríðs- fangi Þjóðverja í stríðinu gerðist hann tvísaga, fór undan í flæm- ingi í svömm og var gersamlega ósannfærandi. Skirteinið frá Trawniki, sem sagt er sanna veru Demjan- juks í Sobibor, en ekki Tre- blinka. Miðað við allt og allt var kannski ekki undarlegt þótt Demjanjuk væri sakfelldur. Fyrri lögfræðingur hans var ger- samlega reynslulaus í réttarhöld- um og gerði hver mistökin á fæt- ur öðrum. Sjálfur virtist hann aldrei gera sér grein fyrír eðli málsins, reyndi að vera kumpán- legur við vitnin gegn sér í réttar- salnum og veltist um af hlátri þegar eitt þeirra gerði gys að skallanum á honum. Fjölskylda hans vill lítið tjá sig um persónu- leika hans og meira að segja nú- verandi lögffæðingur hans kallar hann „fremur takmarkaðan mann“. TVÆR ÆVISÖGUR ívan Demjanjuk fæddist í þorpinu Dúb Matsjarenzíj í Úkraínu árið 1920. Báðir for- eldrar hans vom fatlaðir og hann ólst upp við örbirgð. Árin 1932 og 1933 dundi eftiahagsstjóm- viska Stalíns yfir Úkraínu af full- um þunga og yfir „brauðkörfu Rússlands" gekk hungursneyð af mannavöldum og áður en yfir lauk höfðu 7-10 milljónir Ukra- ínubúa dáið úr hungri. „Fólk lá dáið eins og hráviði út um allt og enginn hirti um l£kin,“ segir Demjanjuk. í örvæntingu seldi faðirhans heimili ljölskyldunnar fyrir jafhvhði átta brauðhleifa og fjölskyldan settist að á sam- yrkjubúi. Þar var fátæktin hins vegar litlu minni, svo áður en langt um leið snem þau aftur til þorpsins. Árið 1940 barst ívan herkvaðning, en í henni vartekið ffam að hann skyldi hafa tvennar nærbuxur, skeið og disk með- ferðis. Ivan átti hins vegar aðeins einar nærbuxur og kom á her- kvaðningarstofuna í þeim en var sendur aftur fyrir vikið. Eftir inn- rás Þjóðveija árið 1941 settu her- foringjamir hins vegar nær- buxnaleysið ekki lengur fyrir sig og hann var sendur til víglfnunn- ar. Demjanjuk særðist af völdum sprengjubrots, en náði bata og var aftur sendur á vígvöllinn. Snemma árs 1942 var hann svo tekinn til fanga af Þjóðveijum á Krímskaga. Demjanjuk og ákæmvaldið í Israel greinh vemlega á um hvað gerðist eftir það og fram til stríðsloka og hvomg útgáfan þarf að vera sönn. Demjanjuk segh að hann hafi verið fluttur í fangabúðir í Rovno, sem þá var í Póllandi. Skömmu síðar hafi hann verið fluttur í aðrar fangabúðir í Chelm, þar sem hann látinn grafa eftir mó, en tugþúsundir Úkraínumanna létust þar af hungri, sjúkdómum og harð- ræði. Síðar hafi hann verið flutt- ur til Graz í Austurríki þar sem blóðflokkur hans hafi verið húð- flúraður á hann, en eftir stríðið hafi hann látið fjarlægja það. í febrúar árið 1945 hafi honum svo verið leyft að ganga í Rúss- neska frelsisherinn, sem Þjóð- verjar kostuðu og vígbjuggu. Ákæruvaldið segir rétt að Demjanjuk hafi verið sendur til Rovno, en hann hafi innan tveggja mánuða gengið Þjóð- verjum á hönd líkt og fjöldi úkraínskra stríðsfanga. Hann hafi verið sendur til Trawniki skammt frá Lúblín í Póllandi, þar sem nazistar þjálfuðu sov- éska liðhlaupa. Þar hafi hann fengið einkennisbúning, vopn og skírteini og verið þjálfaður til að verða fangabúðavörður. Húð- flúrið hafi verið einkennistala SS og blóðflokkur. Frá september 1942 til ágúst 1943 hafi hann verið fangavörður í Treblinka og gengið undir nafninu Ivan grimmi. Þessu til sönnunar hafði ákæmvaldið skírteinið frá Trawniki undir höndum, en sov- ésk yfirvöld höfðu látið það í té. Á skírteininu er mynd af manni, sem virðist vera Demjanjuk, þar er greint frá nafni hans, nafni föðurhans, fæðingardegi, háralit og örinu eftir sprengjubrotið. Á hinn bóginn er uppgefin hæð Demjanjuks of lítil og á skírtein- inu em göt eftir hefti, sem benda til þess að það hafi verið áfest öðm skjali. Lögfræðingar Demj- anjuks halda því fram að skír- teinið sé KGB-fölsun, til þess gerð að kasta rýrð á útlæga Ukraínumenn í Bandaríkjunum. En jafnvel þótt skírteinið sé ófalsað er Treblinka hvergi getið á því. Aftur á móti er á það skráð að Demjanjuk hafi verið sendur til starfa við ánauðarbýli skammt frá Chelm í september 1942 og að í mars 1943 hafi hann verið sendur til Sobibor, sem vom út- rýmingarbúðir í Póllandi, svip- aðar Treblinka. I hverju störf hans fólust er ekki gefið upp. Eftir stríð em menn sammála um gang mála: Hann var tekinn af bandamönnum, fluttur til búða fyrir landleysingja í Lands- hut í Þýskalandi þar sem hann kynntist Vem, konu sinni. Næstu ár vom þau höfð í ýmsum búðum, þar til hann sótti um inn- flytjendaleyfi til Bandaríkjanna árið 1950 og kvaðst vera pólsk- ur. Seinna kvaðst hann hafa sagt ósatt af ótta við að verða ella sendur aftur til Sovétríkjanna, þar sem sér hefði verið dauðinn vís vegna vem sinnar í Rúss- neska frelsishemuni. Hann fékk leyfið og flutti til Cleveland í Ohio, þar sem hann starfaði í bílaverksmiðju Ford fram að eft- irlaunaaldri. ÍVAN NOKKUÐ GRIMMI Það er eftirtektarvert að í upp- hafi snerist mál Demjanjuks ein- ungis um það hvem starfa hann hefði haft í Sobibor. Málið varð hins vegar nokkru alvarlegra þegar í upphafi rannsóknar ísra- ela, að því er virðist fyrir mistök. Til sakbendingar vitna vom út- búin spjöld með myndum af 17 meintum stríðsglæpamönnum búsettum í Bandaríkjunum. Flestar myndimar vom litlar og óskýrar, en tvær vom stórar og skýrar: myndimar af Demjanjuk og Fedor nokkmm Fedorenko. Vitnin, sem öll vom aldurhnigin og minni og sjón sumra farið að hraka, tóku vitaskuld helst eftir þessum tveimur. Önnur mistök vom alvarlegri, en það var þegar lýst var eftir vitnum í tengslum við mál Demjanjuks og Fedor- enkos og þeir báðir nafngreindir. Vimi frá Treblinka kunna því að hafa gefið sig fram og gefið sér að þau ættu að bera kennsl á mann að nafni Ivan. Ekkert vimanna frá Sobibor bar kennsl á Demjanjuk en vitni frá Treblinka gáfu Demjanjuk strax gaum, þar á meðal fjögur helstu vitni ákæmvaldsins í málaferlunum, sem fram fóm áratug síðar. Það er hins vegar athyglisvert að þau vitnanna, sem mest kynni höfðu af ívani grimma í Treblinka, vom óviss- ust í sinni sök við fyrstu yfirferð á myndunum. Hmn Sovétríkjanna hefur opnað skjalahirslur KGB, og allt sem þaðan kemur bendir til þess að ívan Demjanjuk sé ekki Ivan grimmi. Á hinn bóginn renna skjölin stoðum undir þá kenn- ingu að Demjanjuk hafi verið í Sobibor og að líkindum lítið haft sig í frammi, því enginn eftirlif- enda þaðan minnist hans. Flest bendir til þess að ívan grimmi hafi verið Ivan nokkur Martsjenko. Allir þeir Rússar og Ukraínumenn í Treblinka, sem KGB yfirheyrði eftir stríð, bám að Marchenko þessi hefði stjóm- að gasmorðunum. Sonur Demj- anjuks fór til Úkraínu og fann tvær dætur Martsjenkos, en móðir þeirra hafði látist skömmu áður. Dætumar vom miður sín vegna ásakananna í garð föður þeirra, sem aldrei sneri heim úr stríðinu, en þær létu Demjanjuk yngra í té giftingarmyndina af föður sínum og það leynir sér ekki að honum svipar talsvert til Demjanjuks. Ekkert hefur spurst til Mart- sjenkos frá stríðslokum, en sög- ur gengu um að hann hefði verið drepinn í uppreisnartilraun í Tre- blinka árið 1943. Einn félaga hans bar hins vegar í yfirheyrsl- um KGB að þeir hefðu báðir verið sendir til Trieste á Ítalíu tveimur mánuðum áður og að hann hefði síðast séð hann vorið 1944, en þá hefði hann gengið andspymuhreyfingu króatískra kommúnista á hönd. Sé Mart- sjenko enn á lífi er hann 81 árs, en enginn hefur grennslast fyrir um afdrif hans. En jafnvel þótt Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Demjanjuk sé ekki ívan grimmi nægir það ekki til að bjarga hon- um. Israelska réttarkerfið, sem byggist á breska nýlenduréttar- kerfinu, leyfir neftiilega að menn séu dæmdir fyrir aðra glæpi en þá sem tilteknir em í ákæmnni hafi aðrar sakargiftir komið í ljós við réttarhaldið. Demjanjuk verður varla hengdur úr þessu, en hann kann enn að eiga lífstíðardóm yfir höfði sér. Ekki er að efa að ísra- elsk yfirvöld sóttu málið jafnhart og raun ber vitni í því skyni að minna nýja kynslóð ísraela á hrylling helfararinnar. Og út af fyrir sig er helförin smánarblett- ur á mannkyni, sem ekki má gleymast. Aftur á móti var Ivan , John“ Demjanjuk rangur mað- ur til að nota sem kennslugagn og ísraelsk stjómvöld vilja sennilegast gleyma honum hið fyrsta.________ Andrés Magnússon Hryllingurinn íTreblinka. ívan Demjanjuk skömmu eftir stríö og giftingarmyndin af ívan Martsjenko.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.