Pressan - 04.06.1992, Page 28

Pressan - 04.06.1992, Page 28
28_____________________FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNI 1992 FÓTBOLTI VESTAAANNEYINGAR Vestmanneyingar eiga eitt harö- skeyttasta lið stuðningsmanna sem um getur. Heimavöllur eyjaskeggja hefur enda verið talinn einn sá sterk- asti á landinu — þrátt fyrir að Eyja- menn hafi tapað þar tveimur fyrstu leikjum sínum í ár. Neðantaldir láta sig til dæmis aldrei vanta á völlinn, geti þeir vettlingi valdið. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri. Ragnar Sigurjónsson Ijósmyndari. Stefán Runólfsson, forstjóri, Stokks- eyri. Adolf Óskarsson, pípulagningameist- ari. Ósvaldur Freyr Guðjónsson, í hljóm- sveitinni Af lífi og sál. Gísli Sigurgeirsson múrari. Birgir Jóhannsson rafvirki. Ragnar Óskarsson, kennari og bæjar- fulltrúi. Ragnar Baldvinsson, forstöðumaður Áhaldahúss Vestmannaeyjabæjar. Sverrir Tómassson, útibússtjóri ÁTVR. Birgir Sveinsson verslunareigandi. Bjarni ólafur Guðmundsson verslun- armaður. Halldór Jónsson, starfsmaður íþrótta- hússins. Eyjólfur Marteinsson skrifstofumaður. Páll Guðjónsson bifreiðastjóri. Emil Magnússon bifreiðastjóri. Páll Zóphaníasson tæknifræðingur. Sigurgeir Ólafsson, fyrrverandi hafn- arstjóri. Árni Johnsen alþingismaður. Hvað fœrðu út úrþví að fylgj- ast meðfótbolta? „Ég hef gaman af því, þótt ég sé laus við spennuna frá því í gamla daga. Þá var rnaður alveg á nálum, enda unnum við Is- landsmeistaratitilinn í 2., 3. og 4. flokki eitt árið og 5. flokkur var í öðru sæti.“ Hvertúg líst þér á IBV-liðið í sumar? „Þeir hafa misst tvo góða menn; Hlyn út og harðasta bak- vörðinn í meiðsli. Þetta verður erfitt. Svo var Amljótur Davíðs keyptur af Valsmönnum og situr þar á varamannabekknum. En framlínan hjá þeim er góð. Vömin er tæpust. Það getur þó ræst úr þessu. Þeir standa sig oft betur á útivelli en heima.“ Hyerjir koutast á toppinn ? „Ég held það verði Valur og Fram. Akranes kemur líka vel til greina og jafnvel FH-ingar." Hverjir heldurðu að falli? „Það geta svo mörg lið fallið. Byijunin hjá KA og Þór er góð, en jjótt þeir byrji vel geta þeir endað um miðjuna. Hver sem er getur fallið, nema þeir sem ég nefndi áðan. Akranes er reyndar með ungt lið og það gæti endað á hvom veginn sem er.“ Ferðu oft á völlinn? „Ég fer á leiki þegar ég get. Eg vel úr þá sem ég held að verði góðir.“ KA-MAÐURINN „GÆTUM LENT í BAR- ÁTTUNNI UM TOPPINN" Sigbjörn Gunnarsson þing- maður er eitilharður stuðnings- maður KA-liðsins. Hann spilaði reyndar sjálfúr í fyrstu deildinni í mörg ár. Fyrst með ÍBA, en síðan með KA þegar liðinu var skipt og komst með því í íyrstu deildina. „Ég er búinn að vera að halda upp á það í 36 ár.“ Hvers vegna gekkstu í KA en ekkiÞór? „Ég er fæddur í Brekkunni á Akureyri og allir nágrannamir voru í KA. Það lá beinast við að ganga til liðs við þá.“ Spilarðu ennþá sjálfur? „Já, ég geri það mér til ánægju. Með old boys-liðinu." Ferðu á völlinn til að liotfa á KA-leikina? „Ég fer á alla leiki sem ég kemst á hjá báðum liðunum, því ég sé líka alla leiki Þórs. Og alla fótboltaleiki sem ég kemst í tæri við.“ Eltirðu liðið? „Ég haga ferðum mínum í tengslum við leiki. Jú, ætli megi ekki segja að ég elti þá.“ Hvað fœrðu út úr því að hotfa áfótbolta? „Margir fá út úr því spennu, en ég verð nú aldrei neitt ógur- lega spenntur eða æstur. Ég horfi frekar á þetta sem list.“ Hvað með möguleika KA í sumar? „Mér líst vel á þá. Þeir spila af mikilli skynsemi. Þá vantar reyndar sterka leikmenn. En þeir verða með fullt lið í næsta leik, sem verður á móti „óvin- unum“, Þór, um helgina. Það er meiri spenna á þessum „derby“- leikjum (bæði lið á heimavelli, innsk. blm.) en öðmm leikjum. Það er líka æskilegt að liðin séu saman í deild. Það eykur spenn- una. Það er mikilvægt að vera KA-MENN KA-liðið kom vemlega á óvart fyrir tveimur árum þegar það nældi sér í íslandsmeistaratitilinn í síöustu um- ferðinni. Þá spilaði liðið mjög skemmtilega knattspyrnu og átti sig- urinn fyllilega skilinn — þótt ef til vill geti þeir í aðra röndina þakkað FH- ingum titilinn, en þeir köstuðu honum frá sér í síðustu umferðinni. En það var þá. Liöiö í dag er öflugt þegar þaö nær sér á strik og ekki viröast þeir ætla að verða í vandræðum með að skora, í það minnsta ekki ef hin ný- uppgötvaöa markamaskína Ormarr Örlygsson heldur uppteknum hætti. En, þessir halda með KA og engu öðru liði: Sæmundur Óskarsson, heildsali í Esju. Anna Lilja Kvaran hjá Flugleiöum. Gunnar Níelsson, hallarvöröur í íþróttahöllinni á Akureyri. Ottó Leifsson viðskiptafræöingur. Guðjón Guðbjörnsson, starfsmaður Hitaveitu Akureyrar. Gunnar Kárason framkvæmdastjóri. Gunnar Jóhannesson verkfræðingur. Örlygur ívarsson tæknifræðingur. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri. Tómas Ingi Olrich alþingismaður. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Jóhannes Sigurgeirsson alþingismað- ur. Stefán Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Bautans. Ingveldur Jónsdóttir, húsmóðir, Akur- eyri. Sigurður Jakobsson húsasmiður. Sigmundur Ernir Rúnarsson aðstoð- arfréttastjóri. Karl Örvarsson söngvari. ofar en hitt liðið. Ég held að bæði liðin eigi eftir að spjara sig í sumar.“ Hvað um baráttuna um ís- landsmeistaratitilinn og síðan botninn? „Ég hef trú á að ÍBV gæti lent í erfiðleikum, þótt mér þyki það miður. Þeir eru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Eg hef reyndar ekki séð þá og það er ómögulegt að segja. Breiðablik gæti líka átt erfitt uppdráttar. Ég er búinn að sjá leik með Víkingum og held að þeir geri ekki mikla hluti í sumar. Og leikur Fram á móti Þór er sá ómerkilegasti sem ég hef séð af íslenskri knattspymu í mörg ár. Byrjunin hjá Akranesi var góð, en liðið er reynslulítið og ekki víst að þeirra tími sé kominn. Valur verður ofarlega og Akur- eyrarliðin gætu allt eins lent í baráttunni um toppsætin eins og botninn," sagði Sigbjöm Gunn- arsson. SKAGAMAÐURINN „EINS OG FJÖLSKYLDU- ÍÞRÓTT Sigurður Sverrisson, ritstjóri Skagablaðsins, fylgir IA að mál- um, eðlilega, því Sigurður er borinn og barnfæddur á Akra- nesi. „Fyrir mig liggur það í hlutarins eðli að fylgja mínu gamla félagi. Ég bjó reyndar í Reykjavík um tíu ára skeið og lék meira að segja eitt ár með 2. flokki í KR. Síðan þá hef ég haft dálitlar taugar til þess félags, þótt þær hafi reyndar dofnað með ámnum.“ Ertu tíður gestur á vellinum? „Ég komst reyndar ekki á leikinn gegn KR um daginn, það er náttúrlega hálfgerður skandall. Annars fer ég á alla leiki hér á Akranesi og oft á úú- leiki, þótt ég hafi ekki lagt það á mig að fara til Akureyrar." Menn hafa lengi velt þvífyrir sér hvers vegna Akranes, ekki stœrri bœr, er slíkt stórveldi í fótboltanum. „Hér gerir fólk miklar kröfúr til fótboltamannanna sinna og þeir njóta góðs af því. Þetta var líka fyrsta sportið sem sló í gegn hér, fyrir einum fjömtíu ámm, og síðan þá hafa allar aðrar greinar fallið í skuggann. Svo er samheldin líka mikil, enda er þetta nánast eins og fjölskyldu- íþrótt. Liðsmenn em oft synir og frændur þeirra sem voru leik- menn á árum áður og jafnvel skyldir innbyrðis.“ Var þá ekki mikið áfall þegar Skaginnféll í aðra deild í hitteð- fyrra? „Það var reiðarslag, en þó held ég að liðið hafi haft gott af þessu. Það náði að koma aftur SKAGAMENN Akranes hefur stundum verið nefnt fótboltabærinn og það ekki að ástæðulausu. Hreint ótrúlegt magn góðra knattspyrnumanna hefur komið fram á Skaganum og ekkert lát virðist þar á, því hinu unga liði ÍA er spáð einu af toppsætunum í deildinni í ár. En á meöal hinna knáu stuðnings- manna eru þessir: Friðjón Þórðarson, sýslumaður og fyrrverandi ráðherra. Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra. Guðjón Guðmundsson alþingismað- ur. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi formaður útvarpsráðs. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur. Dagbjartur Einarsson hjá Fiskanesi í Grindavík. Lárus Ægir Guðmundsson á Skaga- strönd. Jón Ingi Ingvason á Reyðarfirði. Alfred W. Gunnarsson, gullsmiður á Akranesi. Haraldur Bjarnason, fróttamaður RÚV á Egilsstööum. Jón Leósson í Garðabæ. Guðni Eyjólfsson á Akranesi. Friðjón Eðvarðsson, Reykjavík. Jakob Sigurðsson hjá Flugleiöum. Tómas Runólfsson á Akranesi. Ingi Þór Eðvarðsson hjá Olís. Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn hjá RLR. Guðjón Bergþórsson, skipstjóri á Akranesi. Amór Pétursson hjá Tryggingastofn- un ríkisins. Jón Bjarni Þórðarson í Breiðholtskjöri. undir sig fótunum í annarri deild. Fólkið í bænum held ég að hafi helst tekið eftir því að Akranes var ekki lengur í fjöl- miðlunum. það var ekki skrifað um bæinn í blöðunum." Hvemig líst þér á gengi liðs- ins ísumar? „Ég ntyndi ætla að það hefði ekki verið meiri stemming fyrir fótboltanum hér síðan liðið vann tvöfalt tvö ár í röð, 1983- 84. Fólk hefur mætt í hundraða- vís til að sjá æfingaleiki. Ég ótt- ast mest að áhangendur og ijöl- miðlar ætli liðinu of stóra hluti. -Það er náttúrlega engin lógík í því að ætlast til þess að við sé- um betri en Fram, KR og Valur. Ég verð hæstánægður ef við ná- um 4.-5. sæti. Allt þar fyrir ofan er frábært." „ÖNNUR LÖGMÁL INNAN VALL- AR EN UTAN" Guðjón Marteinsson, saka- dómari hjá Sakadómi Reykja- víkur, segir að ekki sé hægt að setja samasemmerki á milli brota sem framin em inni á fót- boltavellinum og þeirra sem framin em utan hans. Þannig er það ekki litið sömu augum þeg- ar maður sparkar andstæðing sinn niður í fótboltaleik og ef samskonar atvik ætti sér stað í Hljómskálagarðinum. I leiknum fá menn bara rautt spjald, er vik- ið út af og í versta falli settir í leikbann. Sá, sem dytti í hug að ráðast aftan að samborgara sín- um og fella hann niðri í Hljóm- skálagarði, gæú aftur á móú lent fyrir dómstólum ef áverkar hlyt- ust af athæfi hans. Þá héti það líkamsárás og dómur gæti verið allt ffá sekt upp í fangelsisdóm. Allt eftir eðli brotsins. „Það er eiginlega ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Menn gang- ast undir vissar reglur þegar þeir spila fótbolta, en vita um leið að það fylgir leiknum viss áhætta." En hvað finnst dómaranunt um þessar stimpingar og brot á vellinum, þar sem jafnvel geta hloúst alvarleg meiðsl af? , J>etta er allt í góðu lagi. Þeir sem taka þátt í íþróttum vita hvaða áhætta fylgir þeini. Þetta er því allt með fullu samþykki þeirra. Auðvitað geta komið upp sér- stök úlfelli þar sem rnenn verða fyrir líkamsárás. Annars er yfir- leitt ekki hægt að tala um lík- amsmeiðingar í þessu samhengi. Þetta eru ffekar slys og óhöpp." Þú veist þá engin dæmi þess að upp hafi komið mál vegna at- vika á vellinum? ,Nei, ég veit engin dæmi um refsivert háttemi hér á landi. Það er þó ábyggilega hægt að finna slík dæmi í erlendum dómum. Til dæmis ef maður stendur upp eftir að á honum hefur verið brotið og kýlir þann sem felldi hann.“ Sjálfur er Guðjón mikill áhugamaður um fótbolta og gallharður Frammari. Ferðu á leikina? ,Já, ég fer á alla heimaleiki liðsins og stundum á aðra leiki.“ Hvemig líst þér á fótboltann í sumar? „Hann verður fínn. Lofar góðu. Þetta er auðvitað rétt að byija, en ef Frammarar spila út mótið eins og þeir léku á móti KR um daginn þá komast þeir áffam.“ BLIKINN „GRÆNT ER VÆNT" „Ég er fæddur og uppalinn í Kópavoginum og byrjaði að spila fótbolta eiginlega áður en ég man eftir mér. Eg fæddist með hann á tánum og við spil- uðum fótbolta frá því sjö á morgnana til tíu og ellefu á kvöldin. Þangað til við bara sofnuðum yfir boltanum," segir Kristján Hreinsson, skáld og Breiðabliksaðdáandi. „Þegar ég var hvað efnileg- astur í markinu var Vignir (Baldursson), núverandi þjálfari Blikanna, í ffamlínunni. Vignir skoraði mörkin en ég var hinurn megin og varði markið." Þú hefur náttúrlega verið góð- ur í markinu? „Já já, ég var góður mark- maður, yfirleitt a-liðs-markmað- ur. Ég hætti á toppnum, sextán ára, en það voru nokkrir sem héldu áffam. Vignir hélt áfram upp í meistaraflokk til dæmis, en flestir af mínum árgangi hættu um þetta leyti,“ svarar Kristján. „Ég átti heima f Bergen í mörg ár og þá var bara að kíkja í Moggann yfir sumartímann til að sjá hvemig Blikamir stæðu sig. Það vantaði Blikana þang- að, það var slæmt að geta ekki haft þá með úl Bergen," heldur BUKAR í Kópavogi hefur Breiðablik aðsetur — eins og sjálfsagt flestum er kunn- ugt. Breiðablik hefur verið dálítið rokkandi í fótboltanum á undanförn- um árum en fyrir nokkrum misserum þóttu Blikar eiga eitt efnilegasta fót- boltalið landsins og spila einna skemmtilegasta knattspyrnu. Svo tóku þeir upp á því að falla. En nú eru þeir komnir aftur og í fyrra lók liöið feiknvel á köflum. Ymsir hafa þó orðið til að efast um gengi liðsins í sumar og því hefur jafnvel verið spáö fall- sæti. En stuðningsmennirnir vilja að sjálfsögðu ekki hlusta á svoleiðis nokkuð og öskra með sínum mönnum hvað sem á dynur. Meðal þeirra sem styðja Blika eru: Guðmundur Oddsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi. Gunnar Reynir Magnússon endur- skoðandi. Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri. Hulda Pétursdóttir, kunn áhugamann- eskja um íþróttir. Bengt Bjamason, útibússtjóri Spari- sjóðs vélstjóra. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri. Kari Steingrímsson í Pelsinum. Magnús Steinþórsson, hótelhaldari á Bretlandi (mætir alltaf þegar hann er hér á landi). Frosti Bergsson hjá Hewlett Packard. Pétur Sveinson, sundlaugarvörður og fyrrverandi lögga. Haukur Hauksson aðstoðarflugmála- stjóri. Haukur Ingibergsson, fyrrverandi skólastjóri á Bifröst, tónlistarmaður og framsóknarmaður. Guðni Stefánsson, jámsmiöur og bæjarfulltrúi. Jón Ingi Ragnarsson málarameistari. Kristján Hreinsson skáld. Sigurður Steinþórsson, gullsmiður í Gulli og silfri. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræð- ingur hjá LÍÚ. Hjörleifur Jakobsson, deildarstjóri hjá Eimskip. Þórólfur Ámason, markaðsfulltrúi Marel. hann áfram og af orðum hans má skilja að helsti ókostur Nor- egs hafi verið Blikaleysið. Kristján stendur á því fastar en fótunum að Blikamir eigi eft- ir að verða íslandsmeistarar, það sé ekki spuming um hvort held- ur hvenær. Hann reynir að kont- ast á alla heimaleiki og fer iðu- lega að sjá útileikina á Stór- Reykjavíkursvæðinu. „Grænt er vænt,“ segir hann. En hvað gerist á vellinum? ,Lg held að svona fótboltamúg- sefjun gefi manni fyrst og fremst einhvers konar sjálf- traust. Ég held að fólk sæki í þetta af því það vantar sjálfs- traust, það sækir stuðning af öðm fólki til að efla eigið sjálf- traust," svarar Kristján. Maður fær enda að láta öllum illum látum á vellinum og öllum finnst það sjálfsagt. Ef maður hagaði sér einhverju þessu líkt úti á götu er hætt við að það yrði bara spennitreyjan sem biði manns. „Já já,“ samþykkir Kristján. „Maður yrði talinn klepptækur ef maður léti svona úti á götu, eða bara heima hjá sér. Það er líka samkennd á vell- inum. Maður sér fólk sem mað- ur er búinn að þekkja frá því áð- ur en maður fæddist, og ef mað- ur hittir fólk á.vellinum sent maður hefur ekki séð í Ijölda ára þá er aldrei neitt vandamál um hvað maður á að tala,“ heldur hann áfrarn. Og við komumst að því að völlurinn sé mun betri staður til að hitta fólk sem mað- ur þekkti einu sinni en á enga samleið með í dag en úl dæmis strætóskýli. Um hvað talarðu í skýlinu? Ekkert, það verður bara uml og japl. En á vellinum er það fótboltinn og það vefst ekki fyrir mönnum að tala um hann. „Blikamir eiga eftir að verða í einu af toppsætunum. Það að ég spái Blikunum einu af toppsæt- unum gerir það að verkum að ég vil ekki segja hveijir verða ís- landsmeistarar," segir skáldið og Blikinn Kristján Hreinsson. ÞÓRSARINN „VERÐUM í TOPPBARÁTT- UNNI" „Ég er fæddur sem Þórsari og elst upp sem Þórsari, eins og maður segir, og eftir að ég flutt- ist hingað suður hef ég að sjálf- sögðu fylgst mjög vel með lið- inu og reynt að mæta á alla leiki sem ég hef komist á,“ segir Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda og gallharður fylgismaður Þórs frá Akureyri. En þú missir þá af heima- leikjunum eða hvað? ,JÉg hef nú reynt að ná völdum heimaleikj- um, það er nú svona helst við erkifjenduma KA sko. Til dæm- is ætla ég að gera mér ferð norð- ur um helgina og sjá leikinn

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.