Pressan - 04.06.1992, Side 44

Pressan - 04.06.1992, Side 44
Bestu kaupin í steikum mmm F lautuleikarinn James Galway hélt velheppnaða tónleika í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Ekki gengu tónleik- ■ arnir þó þrautalaust f'yrir sig því snilling- urinn hætti leik sín- um í miðjum klíðum er hóstaköst gesta gengu fram af hon- um. Hann bað salar- gesti að láta af iðju sinni og beindi orð- um sínum sérstaklega að fremsta bekk. Hann sagði jafnframt að ef fólk sæi sér ekki fært að kæfa hóstastunumar ætti það að fá sér vatnsglas og í framhaldi af því bauð hann vasaklútinn sinn... Þ að gengur erfiðlega hjá Jóhanni Einvarðssyni, fyrrum þingmanni Framsóknarflokks, að fá sér atvinnu við hæfi, en hann datt út af þingi í kosning- unum vorið 1991. Jóhann sótti um stöðu forstjóra Hitaveitu Suðumesja en fékk ekki. Þá sótti hann um stöðu fjár- málastjóra hitaveitunnar án árangurs. Nú heyrist að staða stöðvarstjóra Olíu- félagsins (ESSO) á Keflavíkurflugvelli sé laus, en Knútur Hárris er að hætta. Knútur hefur mælt með Hermanni Friðrikssyni í stöðuna, en nú ríkja áhyggjur af því að Framsóknarflokkur- inn noti áhrif sín innan olíufélagsins til að koma Jóhanni í stöðuna... s paugstofan er þekkt fyrir að fara víða með glens sitt og nú síðast vom þeir félagar fengnir til að gera gaman- samar innheimtuaug- lýsingar fyrir Ríkis- sjónvarpið. í einni slíkri bmgðu þeir sér í gervi skáta og spaug- uðu eitthvað út í blá- inn. Gunnar Eyjólfs- son leikari á að hafa komist í efhið og orð- ið ókvæða við. Að sögn kunnugra fer efnið ekki í loftið í bili vegna mótmæla hans, en Spaugstofumenn bættu það upp og fluttu „ljóðskrípið" Ging, gang, gúllí, gúllí í Spaugstofuþætti sfnum, öllum landsins skátum til heiðurs... -------------------------------- i maí 1990 var kosið í Umferðarráð og skipaði Óli Þ. Guðbjartsson, þá- verandi dómsmálaráðherra, flokksbróð- ur sinn, Guðmund Ágústsson, for- mann ráðsins til þriggja ára. Á nýaf- stöðnu þingi vom samþykkt ný lög um umferðarmál og taldi Þorsteinn Páls- son sig hafa frjálsar hendur til að skipa nýjá stjóm og tilneftia formann í stað Guð- mundar. I ljós kom að Þorsteinn hafði ekki til þessa heimild og hefur Guðmundur fullan rétt til að sitja sem formaður til 1. júní 1993. Þorsteinn ætlaði hins vegar Þórhalli Ólafssyni, kosningastjóra sín- um á Suðurlandi, formennskuna. Við heyrum að Þorsteinn hafi þá farið þess náðarsamlegast á leit við Guðmund að hann stæði upp og fór svo að Guð- mundur gaf eftir og er Þórhallur nú bú- inn að fá stólinn... Í^Í^ær; era Jelena, sem rækilega hefúr slegið í gegn, er að fara í leikför um landsbyggðina nú í júní. Sýningum í Þjóðleikhúsinu verður hætt í bili, en verkið tekið upp aftur í haust. Það verð- ur áfram á litla sviðinu til að byrja með, en ef ekkert lát ætlar að verða á aðsókn stendur til að flytja það yfir á stóra sviðið. Nú hefur verið sýnt 120 sinnum fyrir fullu húsi og ekkert verk verið sýnt eins oft á einu leikári hjá Þjóðleik- húsinu. Leikritið Ríta gengur mennta- veginn tekur að öllum líkindum við á litla sviðinu og kvisast hefur út að My Fair Lady verði sett upp um jólin... u ndanfarið hafa verið í umferð skuldabréf þar sem Vatnsberinn hf. er skráður greiðandi. Um er að ræða . skuldabréf að verð- P gildi 400.000 krónur og vom þau gefin út í janúarlok, nokkrum vikum áður en kom í ljós hvemig ástatt var fyrir þeim sem stóðu að fyrirtækinu. Er Þórhallur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Vatns- berans, til dæmis skráður ábyrgðarmað- ur á bréfin, en Þórhallur er margdæmd- ur fyrir skjalafals og ljársvik. Menn em ekki á eitt sáttir um hve góðir pappírar þetta em... s kömmu eftir að Ólafur G. Ein- arsson settist í stól menntamálaráð- herra endumýjaði hópur fólks sem vill reka einkaskóla umsókn sína. Hug- myndin var fyrst og fremst komin frá Braga Jósepssyni, sem ætlar að verða skólastjóri, en með honum í væntan- legri skólanefnd em Ottó A. Michels- en, Sigurður Sigur- jónsson og Björn Matthíasson. A sín- um tíma var Svavar Gestsson búinn að hafna hugmyndinni, en fyrstu viðbrögð Ólafs voru að segja já. Það er hins vegar komið á daginn að ráðherra-já dugar ekki til. Hann mun hafa rekist á vegg í ráðuneytinu... MALTABITAR GÓÐIR FERÐAFÉLAGAR ‘ r

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.