Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.JÚLI 1992 Mögru árunum er lokið hjá þjóðkirkjunni Enginn beiningamaður á ríkissjoöi h batterí sem veltir milljöru Tekjur kirkjunnar af sóknargjöldum hafa meira en tvöfaldast á fáum árum og kirkjugarðar hafa meira umleikis en þeir vita hvað þeir eiga að gera við. Á sama tíma kvarta prestar um að kirkjan sé að missa sambandið við þjóðina og reyna að höfða til nútímans með nýj- um vinnubrögðum. Af þeim stofnunum sem þiggja fé frá ríkinu er að líkind- um engin betur sett fjárhagslega en íslenska þjóðkirkjan. Sóknir landsins fá á þessu ári um 900 milljónir af sóknargjöldum til frjálsrar ráðstöfunar. Þetta er meira en tvöföld aukning sókn- argjalda á nokkrum árum. Þar fyrir utan em framlög á fjárlög- um til að greiða laun presta og prófasta, viðhald prestsetra, rekstur biskupsstofu og ýmissa sjóða og stofnana henni tengd- um, samtals rúmlega 450 millj- ónir. Að viðbættum 300 milljón- um í kirkjugarðsgjöld veltir kirkjan því ríflega einum og hálfum milljarði króna á ári. Og kirkjunni gengur líklega betur á veraldlega sviðinu en því andlega. Að minnsta kosti gerast þær raddir háværari sem fullyrða að kirkjan hafi misst samband við þjóðina, boðun hennar nái ekki að fullnægja trúarþörf fólks og hún gegni æ minna hlutverki í daglegu lífi fólks. Á nýafstaðinni Prestastefnu var til dæmis rætt um að kirkjan væri ekki nógu áberandi í þjóðlífinu og efla þyrfti „safnaðarvitund", búa til lifandi kirkju með því að auka þátttöku fólks í safhaðarstarfi. SÓKNIRNAR FÁ 900 MILLJÓNIR I raun er ekkert til sem heitir ,Jdrkjan“ sem heild. Yfimmsjón kirkjunnar er vitanlega í höndum biskups, en gmnneining hennar er sóknin. Sóknir á landinu em nú um 350 og það em þær sem fá ofangreindar níu hundmð millj- ónir til ráðstöfunar í sóknar- gjöldum. Sóknargjöldin em nú í kring- um 5 þúsund krónur árlega á hvert mannsbam sókninni 16 ára og eldra. Fyrir stórar sóknir á borð við Nessókn og Akureyrar- Kjaramál presta Tískuprestarnir geraða gott Launamál presta em eitt af ei- lífðarumræðuefnum kirkjunnar og tóku nýjan kipp eftir úrskurð Kjaradóms á dögunum. Eins og fram kemur hér á opnunni greið- ir ríkið prestum laun beint og má rekja það fyrirkomulag til upp- hafs aldarinnar, jiegar töluverður fjöldi kirkjujarða var seldur. Ándvirðið var lagt í kirkjujarða- sjóð, sem aftur veitti fé í svo- nefndan prestlaunasjóð. Eignir hans hurfu hins vegar smárn saman og þá var ákveðið að setja launagreiðslur presta á föst fjár- lög. Prestar hafa nú laun á bilinu 90 til 125 þúsund á mánuði. Það em grunnlaun sem eru 75-95 þúsund eftir starfsaldri, 11 þús- und króna álag vegna afbrigði- legs vinnutíma og 2 til 18 yfir- vinnutímar á mánuði, eftir stærð sóknar. Kjaradómur ákvað að hækka þessi laun í 150 þúsund fyrir presta með færri en eitt þúsund sóknarböm, 165 þúsund fyrir þá sem hafa eitt til fjögur þúsund sóknarbörn og 180 þúsund fýrir þá sem hafa fleiri en fjögur þús- und. Prófastar fengju 195-225 þúsund eftir svipaðri reglu, vígslubiskupar 240 þúsund og biskupinn 350 þúsund, en hefur nú 217 þúsund. En laun frá ríkissjóði em ekki einu tekjumar sem prestar hafa. Þeir fá greiðslu fyrir aukaverk tengd embættinu og fer upphæð- in eftir gjaldskrá Prestafélags Is- lands. Að því er næst verður komist em teknar um 1000 krón- ur fyrir hverja skím, um 3.000 fyrir hjónavígslu, um 7.000 krónur fyrir útfararþjónustu (kistulagningu og jarðarför með ræðu) og í kringum 4.000 fyrir fermingarfræðsluna. Til saman- burðar má geta þess að organist- ar fá greiddar um 3.500 krónur fyrir skímina og einsöngvarar geta fengið yfir 10.000 fyrir söng viðjarðarför. Gjaldskrá Prestafélagsins er tengd breytingum á launum og blaðinu er kunnugt um að ný gjaldskrá hefur verið undirbúin í kjölfar úrskurðar Kjaradóms. Ofangreindar tölur geta því hækkað verulega ef úrskurður Kjaradóms breytist ekki frá því sem kynnt hefur verið. Þessar aukatekjur em mjög mismunandi eftir sóknum, eins og gefur að skilja, en þeim getur líka verið ákaflega misskipt í stómm prófastsdæmum á borð við Reykjavík. Þar komast ákveðnir prestar í tísku af og til og geta stundum fáu öðm sinnt en óskum um slík aukaverk. „Þeir gera varla annað en að jarða,“ sagði prestur í samtali við blaðið og dæmi em um slíka tískupresta sem vinna reglulega allt að átján tímum á dag. Af um 130 prestum á landinu em þó varla nema tíu til tólf sem hafa umtalsverðan tekjuauka á þenn- anhátt. Herra Ólafur Skúlason lýsti þeirri skoðun sinni við setningu Prestastefhu að æskilegt væri að fella niður þessar beinu auka- greiðslur, en láta þær ganga til prestanna á annan hátt. Af sam- tölum við klerka má ráða að þeim sé yfirleitt illa við að mkka inn fyrir embættisverkin og reyndar sé það algengt í smærri samfélögum úti á landi að því sé sleppt. Klerka- kostnaður Að neðan sést hvernig launakostnaður ríkisins jókst við kjaradóm. 150- 100- 2 3 50- Fyrir Eftir Auk beinna greiðslna njóta nokkrir prestar hlunninda af jörðum sínum. Jarðir með um- talsverð hlunnindi em á bilinu tíu til fimmtán, flestar á Austur- landi, svo sem Heydalir og Kol- ffeyjustaður. sókn, með um sjö þúsund sókn- arböm, em þetta tekjur upp á um það bil 35 milljónir ári. Engar kvaðir em um notkun á þessu fé, en mest fer til bygginga og við- halds og launa kirkjuvarða, safh- aðarfulltrúa, organista, með- hjálpara og hringjara. Sóknargjöld em innheimt sem hluti staðgreiðsluskatts einstak- linga og hafa hækkað mjög mik- ið á síðustu ámm. Árið 1985 vom þau um 350 milljónir að nú- virði, en em nú um 900. Þau hafa því tvö- og hálffaldast að raun- virði á nokkmm ámm. Með sóknargjöldunum er inn- heimt kirkjugarðsgjald, sem einnig er nefskattur og rennur beint til kirkjugarða. Það hefur líka hækkað vemlega, þrátt fyrir skerðingu síðustu ár, og er langt umfram það sem kirkjugarðar þurfa til að standa undir venju- legurn rekstri. Samanlögð raun- aukning kirkjugarðs- og sóknar- gjalda síðan 1985 nemur um 800 milljónum. Kirkjugarðar em undir stjóm sóknamefnda og hafa í gegnum árin staðið ágætlega fjárhags- Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar: Vígði tvö orgei og skoðaði eitt. lega. Áður fyrr var oft farin sú leið að kirkjugarðamir lánuðu kirkjunum fé, [regar sóknin var í fjárkröggjum. Eftir hækkun sóknargjaldanna mun þetta nú að mestu aflagt, en ekki vegna jsess að fjárhagsstaða kirkjugarðanna hafi versnað. SKATTGREIÐENDUR BORGA AFGANGINN Allir stórir liðir í rekstri kirkj- unnar, sem telja má að sóknimar eigi sameiginlega, em reknir fyr- ir ríkisfé. Þar ber fyrst að neftia embætti biskups Islands, sam- einingartákns kirkjunnar. Fram- lag til biskupsstofii á fjárlögum þessa árs er 41 milljón króna og em þar af tæpar 29 milljónir ætl- aðar í launagreiðslur. Að auki greiðir ríkið fyrir rekstur prestakalla og prófasts- dæma, þar á meðal laun presta eins og fram kemur annars stað- ar á opnunni. Þetta nemur um 293 milljónum á þessu ári. Við- hald á prestssetrum er einnig greitt af almennu skattfé, um 53 milljónir á þessu ári. Auk þessa er til sérstakur kirkjubyggingasjóður sem þigg- ur fé á ijárlögum og er ætlað að lána fé til kirkjubygginga. Fram- lag til hans á þessu ári er ein milljón króna og hefur farið minnkandi. Annar liður á almennum fjár- lögum er embætti söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. Það fær um 15 milljónir á fjárlögum jressa árs, þar af 10 milljónir til launagreiðslna. Af skýrslu söng- málastjóra um starfíð árið 1991 má ráða að fimm kórar vom heimsóttir, tvö orgel vígð og eitt skoðað, ein kirkjulistarhátíð heimsótt og tvö námskeið hald- in. Til viðbótar vom tvær utan- landsferðir og þrjár messur var söngmálastjóri viðstaddur í krafti embættisins. I Tónskóla

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.