Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 27 STJÓRNMÁL Avinningarnir afEES I öllu því írafári sem menn hafa þyrlað upp í tengslum við evrópska efnahags- svæðið finnst mér eins og eitt aðalatriði hafi gleymst, hin jákvæðu áhrif sem santningurinn hefur á atvinnu og efnahag landsins. Þess í stað hafa menn jagast um það hvort í samningnum felist stjómar- skrárbrot eða framsal á fullveldi, nú eða hvort hann leiði til þess að löggjafarvaldið verði framselt til Bmssel. Nú er það svo, að þessi atriði em afar mikilvæg, og sjálf- sagt að ræða þau út í hörgul. Það er hins vegar fráleitt að láta eins og evrópska efnahagssvæðið skipti ekki máli fyrir af- komu þjóðarbúsins, en hinn óábyrgi hluti stjómarandstöðunnar lætur eins og svo sé. Það er hins vegar alrangt. Samningur- inn mun skipta sköpum íyrir sjávarútveg- inn, og mun ekki síst treysta undirstöður sjávarþorpanna út um land. Þannig hef ég stundum fullyrt, að samningurinn um evr- ópska efnhagssvæðið sé framlag til raun- hæfrar byggðastefnu. Þetta stafar af því að niðurfellingar tolla opna okkur leið til framrásar með unnið sjávarfang á hinn ríka neytendamarkað í Evrópu. Þegar samningurinn er kominn til fullra áhrifa árið 1997, munu næstum ailir tollar af útfluttu sjávarfangi til landa Evrópubandalagsins falla niður eða um 90 prósent. Þetta gerir íslenskum fyrir- tækjum af öllunt stærðum og í öllum landshlutum kleift að ná beinu, milliliða- lausu sambandi við verslunarkeðjur, dreififyrirtæki eða stóra neytendur sem kaupa beint af framleiðendum. Markað- urinn sem skyndilega opnast okkur með þessum hætti spannar yfir 380 milljónir manna, sem við getum í fyrsta skipti selt sjávarfang án þess að ókleifir tollamúrar hindri fór. Þetta gjörbreytir stöðu unninna afurða á borð við saltfisk, fersk flök, sem njóta ótrúlegra vinsælda í Evrópu, og tilbúna fiskrétti. Lítum bara á saltfiskinn. Við eigum í slag um markaði við Norðmenn, Færey- inga og jafnvel Dani og Kanandamenn líka. Erum meira að segja á góðri leið með að tapa fyrir Norðmönnum stórum hluta af hinum mikilvæga markaði í Portúgaf. En samningurinn breytir stöðu okkar gagngert til hins betra. Hann sviptir í einu vetfangi 20 prósenta tollum salt- fiskflökum og færir niður í núll. Þurrkaði saltfiskurinn einn fer úr 13 prósenta tolli niður í 3,9 prósent. Allt í einu stöndum við næstum jafnfætis helstu keppinautum okkar, Norðmönnum, sem áður nutu betri kjara gagnvart EB um saltfiskinn en við. Samkeppnisstaða okkar er sömuleiðis gjörbreytt gagnvart Dönum og Færeying- um, og við stöndum miklu betur en Kan- adamenn. Hvar er saltfiskurinn verkaður á ís- landi? Út um allt land í hinum litlu sjávar- byggðum. Ef evrópska efnahagssvæðið gjörbreytir samkeppnisstöðu saltfisks, er hann um leið að treysta burðarása þessara smábyggða. Þess vegna er óhikað hægt að fullyrða, að EES sé íramlag til byggða- stefnu á Islandi. Stjómarandstaðan reynir hins vegar að fela það. Það má taka fleiri dæmi. Við höfum lengi talað um að ryðja braut fyrir tilbúna sjávarrétti inn á Evrópumarkað. Þróunin hefúr verið sú, að fjölskyldur hafa minnk- að og það verður æ tíðara að báðir makar vinni utan heimilis. Um leið minnkar tím- inn til að elda. Af þesum sökurn er að skapast góður markaður fyrir tilbúna fisk- rétti. Við höfum hins vegar þurft að borga u.þ.b. 10 prósenta toll af þeim og ásóknin í þennan markað er slík, að tollurinn hefur í raun komið í veg fyrir að Islendingar hafi getað nýtt sér hann. Nú mun hann lækka niður í rétt 3 prósent. Það, segja markaðsfræðingarnir, getur gert gæfu- muninn. Frystu flökin eru líka sláandi dæmi. Þau eru í mikilli sókn á meðal neytenda, og meðal verðið fyrir þau á flakamarkaði í Evrópu er um 420-430 krónur á kíló. Sjó- frystu flökin sem frystitogaramir vinna seljast fyrir um 330 krónur, en landffystu flökin, hin hefðbundna framleiðsla hús- anna í landi, nær ekki nema 270-285 krónum á kíló. Við höfum hins vegar þurft að borga 18 prósenta toll af fersku flökunum. Þessi fyrirstaða í formi tolla hefur gert það að verkum, að við höfúm ekki getað selt eins mikið af flökum og VIÐSKIPTI Vandinn ekki Bílddœlinga einna Af skiljanlegum ástæðum var það reið- arslag fyrir íbúa Bíldudals þegar Lands- banki íslands ákvað að loka á viðskipti við Fiskvinnsluna hf. Fyrirtækið er undir- staða atvinnu í bænum og verði það gjald- þrota, verður ekki séð hvemig hægt verð- ur að tryggja byggð á Bíldudal til frani- búðar, án mikillar opinberrar aðstoðar (þ.e. greiðslu úr opinberum sjóðum). í framhaldi af jteim mikla vanda sem blasir við Bílddælingum vakna margar spum- ingar. Bíldudalur er hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem lendir í erfíðleikum þegar hriktir í stoðum atvinnulífsins; út- gerð og fiskvinnslu. Eg fæ ekki annað séð en vandi íbúa Bíldudals sé hluti af miklu stærra vandamáli. Spumingin um hvemig bregðast skuli við er ekki þeirra einna, heldur allra Islendinga. Eins og yfirleitt stöndum við frammi fyrir tveimur megin- kostum. Menn geta ekki í einu orðinu talað um nauðsyn þess að hagræðing eigi sér stað í sjávarútvegi, og ítrekað að hið opinbera tryggi að byggð í landinu raskist ekki. Staðreyndin er sú að ef við ætlum okkur að ná meiri hagkvæmni í útgerð og fisk- vinnslu, og tryggja þar með bætt lífskjör, verðum við að sætta okkur við að mörg byggðarlög leggist að meira eða minna leyti í eyði. Ef við viljum halda sem mestu 1 byggð, hljótum við jafnffamt að vera til- búin til að kosta meiru til úgerðar og fá þarmeð minni arð af auðlegð hafsins. Og um leið sættum við okkur við að byggð sé tryggð með beinum opinberum styrkjum. Stjómmálamenn hafa auðvitað farið bak- dyramegin í gegnum banka og opinbera sjóði til að bjarga illa stöddum fyrirækjum og sveitarfélögum. Sem betur fer hefur mörgum bakdymnum verið lokað, þótt enn virðist flestar vera opnar upp á gátt. Þjóðmálaumræðan snýst æ meira urn ofangreint, enda öllum ljóst, þótt ein- hveijir betji höfði við stein, að byggða- stefria undangenginna ára hefur beðið al- gjört skipbrot. Barátta nokkurra þéttbýlis- kjama og illa staddra sveitarfélaga mun taka á sig nýja mynd. í þeirri baráttu mun svokallað stór-Reykjavíkursvæði ekki standa gegn landsbyggðinni. Þar munu Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir, ísa- fjörður, Vestmannaeyjar og fleiri blómleg byggðarlög eiga samleið, en sveitarfélög eins og Bíldudalur verða á hinum vængn- um. Umræða og deilur einstakra aðila (oft í skotgröfum) um hvort leggja skuli á veiðileyfaskatt eða ekki, verður hjáróma miðað við þá miklu baráttu sem ffamund- an er og þar munu stjómmálamenn verða lengi að ná áttum, fyrir utan kannski Matthías Bjamason. Óháð því hvað mönnum finnst um ald- ursforseta sjálfstæðismanna, hljóta menn að dást að þeim mikla drótú og dugnaði sem einkennir störf þingmannsins og komið hefur berlega í ljós síðustu daga. Eg er einn þeirra sem er oftar en ekki ósammála Matthíasi, en viðurkenni að hann er betri en enginn fyrir kjósendur sína á Vestfjörðum, að minnsta kosti þeg- ar til skamms tíma er litið. Matthías hefur beint spjótum sínum að Landsbankanum „NiðurstaÖan gœti ekki verið afdráttarlausari. Hinir fœrustu sérfrœð- ingar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að það stangist með engu móti á við stjórnarskrá — eða íslensk lög - - að íslendingar gerist full- gildir aðilar að evr- ópska efnhagssvœð- inu. “ markaðurinn getur tekið við. Þess í stað höfum við alltof lengi stundað þá flóknu iðju, að ffytja út næstum ótollaðan fisk sem hefur síðan verið unninn í flök í Evr- ópu. Þar með höfúm við tapað virðisauka vinnslunnar og atvinnunni við hana úr landi. Samningurinn unt EES breytir þessu strax um næstu áramót. Þá geta Is- lendingar semsagt hafið stórfelldan út- flutning á ferskum flökum til Evrópu, og um leið skapað mikla atvinnu og auknar tekjur í landinu. Nú liggur fyrir álit lögfræðinefndar, sem var skipuð til að kanna hvort samn- ingurinn bryti á einhvem hátt í bága við íslensk lög. Niðurstaðan gæti ekki verið afdráttarlausari. Hinir fæmstu sérfræðing- ar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að það stangist með engu móti á við stjómar- skrá — eða íslensk lög — að íslendingar gerist fullgildir aðilar að evrópska efna- hagssvæðinu. I því ljósi finnst mér satt að segja kominn tími til að umræðan um EES snúist ekki bara um lögfræðileg at- riði, heldur líka um þá miklu ávinninga sem samningurinn færir íslensku þjóð- inni. ÓLI BJÖRN KÁRASON „íþeirri baráttu mun svokallað stór-Reykja- víkursvœði ekki standa gegn landsbyggðinni. Þar munu Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir, ísafjörður, Vestmanna- eyjar og fleiri blómleg byggðarlög eiga sam- leið, en sveitarfélög eins og Bíldudalur verða á hinum vœngn- og ekki sparað orðin frekar en endranær. Hér verður ekki lagður dómur á réttmæti ákvörðunar Landsbankans að loka á Fisk- vinnsluna. En ekki er hægt að ætlast til að bankastjórar Landsbankans, eða annarra banka, gæti hagsmuna eigenda og þó fyrst og fremst gæta hagsmuna þúsunda spari- fjáreigenda, á sama tíma og þeir tryggja að atvinna haldist í einstökum byggðar- lögum um allt land. Það er einfaldlega ekki þeirra. Stjómmálamenn, og þar með Matthías Bjamason, geta ekki varpað þeirri ábyrgð á bankakerfið, jafnvel þótt það sé að meirihluta (því miður, enn sem komið er) í eigu ríkisins. U N D I R Ö X I N N I Eru þínir lög- fræðingar svona miklu betri, Jón? „Þeir em fremstu sérfræð- ingar íslendinga í stjómskip- unarrétti og Evrópurétti." En það eru virtir sér- fræðingar í þjóðarétti annarrar skoðunar en þeir. „Eg endurtek bara svarið. Þetta eru kennararnir í stjórnlögum og Evrópurétti við Háskólann og um leið menn sem eru kunnugir tengslum þjóðaréttar og landsréttar. Þess vegna er þessi nefnd réttnefnd stjóm- íaganefnd og þess vegna ber að sjálfsögðu að taka mark á henni.“ Er það ekki veikleiki í stjórnkerfinu að niður- staða í svo mikilvægu máli ráðist af því hversu marg- ir og virtir lögfræðingar raða sér sitt hvorum meg- in? „Geturðu bent mér á ein- hverja aðra aðferð?“ Til dæmis stjórnlaga- dómstól. „Þetta er stjórnlaganefnd. I okkar stjórnkerfi er ekki stjórnlagadómstóll og ég er ekki viss um að það sé veik- leiki. Það er ekki augljóst að það sé lakara að hafa þannig kerfi að fyrirfram sé ekki svarað unt úrslit í dómsmál- um. En á endanum er það löggjafinn sem metur hvort hann vill breyta stjórnar- skránni eða ekki.“ Efasemdir eru þá ekki til i þínum huga? „Það eru að sjálfsögðu til álitamál í mínum huga. Þetta er ekki einlalt mál. Það hefur verið skoðað mjög vandlega, hvert ein- asta atriði. Þótt málið sé margþætt og flókið, verður svarið á endanum að vera mjög einfalt. Svarið er að á þessari stundu, vegna þessa samnings, er ekki þörf á að breyta stjórnarskránni." Jón Sigurðsson, starfandi utanrikis- ráðherra, kveður úrskurð lögfræðinga- nefndar svara endanlega spurning- unni um stjómarskrárhæfi EES-samn- ingsins, þrátt fyrir efasemdir annarra sórfræðinga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.