Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.JÚLÍ 1992 E R L E N T Ógnarbíldur hvítra Mörguin hvítum íbúum Suð- ur-Afríku verður það eitt tilefni til martraðar að heyra nafn þessa manns, Harrys Gwala, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins í Natal-héraði. Þar hafa lengi ver- ið nríklar blóðsúthellingar og Gwala dregur enga dul á að sé í stríði við bæði liðsmenn hinnar íhaldsömu Inkatha-hreyfingar og stjórnina í Pretóríu. Hann dregur heldur ekki dul á stjóm- málaskoðanir sínar; hann hefur verið meðlimur í Kommúnista- flokki Suður-Afríku í 50 ár og segir sjálfur: „Meira að segja nánustu félagar mínir telja mig gallharðan stalínista." En nú, þegar samband Afr- íska þjóðarráðsins og ríkis- stjómarinnar fer hríðversnandi, virðist Gwala vaxa fiskur um hrygg meðal svarta meirihlut- ans. Andstæðingar hans telja að hann skirrist ekki við að beita ofbeldi til að há meiri völdum, likt og er einnig raunin um erki- óvini hans í Inkatha-hreyfmg- unni. Hann sé þess fullviss að friður sé ekki annað en tæki valdastéttarinnar til að halda í auð, völd og forréttindi. Gwala hefur heldur ekki orð- ið uppvís að því að sýna neinn sérstakan friðarvilja. Hann beitti sér gegn því að Afríska þjóðar- ráðið leggði niður vopn 1990. Síðan hann var látinn laus úr fangelsi 1988 hafa næstum fimmtíu útsendarar Inkatha- hreyfingarinnar verið drepnir í Natal-héraði, á svæði sem telst vera sérstök bækistöð Gwala. Og ekki er hann heldur alltaf reiðubúinn til að sýta ofbeldis- verk:, J>ar sem ekkert er ofbeld- ið er erfitt að fylkja fólki saman. En þegar ofbeldið blossar upp flykkist það í raðir hreyftngar- innar,“ er haft eftir honum. Að mörgu leyti virðist Gwala viðkunnanlegasti karl. Hann er orðinn 71 árs gamall og hefur áhuga á klassískri tónlist og djassi. Fótbolti er honum líka mikið hjartans mál. Hann er heldur ekki sterkbyggður og segir að einhverju sinni hafi ver- ið reynt að byrla honum eitur í 21 árs fangavist í Pretóríu. Af- leiðingin sé sú að hann sé la- maður að hluta; hann getur ekk- ert beitt höndunum sem lafa líf- vana með síðunni. Ekki er held- ur hægt að væna hann um kjark- leysi. Leiðtogar á borð við Nel- son Mandela hafa látið sig hverfa úr borgum blökkumanna og leitað í meira öryggi í Jó- hannesarborg. Gwala segist vilja vera hjá fólkinu, „þar sem jarðarfarimar fara fram og bar- áttan unt mat og húsaskjól". En í augum flestra sem vilja frið er hann vandræðamaður sem kýs frekar baráttu á götum úti en við samningaborð. Yfir- lýsingagleði hans hefur lika komið hreyfingunni í bobba. í íýrra sagði hann í sjónvarpi að fleira fólk hefði látist af völdum aðskilnaðarstefnunar en undir ógnarstjóm Stalíns í Sovétríkj- unum. Og hann er ekkert á því að biðjast afsökunar á þvf að hafa opinberlega lýst yfir stuðn- ingi við valdaránsmennina sem reyndu að steypa Mikhael Gor- batsjov Sovétleiðtoga í fyrra- sumar. Þessi gallharði inarx- lenínisti er ennþá þeirrar skoð- unar að Gorbatsjov hafi svikið sósíalismann. Er Frakklandi. Delors ákvað þó að hafna embættinu, en margir telja að hann hyggi jafnvel á trama í forsetakosningum. Delors er orðinn eins konar persónugervingur Evrópubanda- lagsins. Fyrir andstæðinga Ma- astricht-samningsins er hann ásýnd þess sem þeir vilja um- fram allt afstýra, sem er miðstýrt evópskt bandalagsríki. Hann er sagður hrokafullur skriffinnur sem svífist einskis til að koma Evrópuríkjum í eina sæng. En það neitar því varla neinn að Delors er embættismaður af guðs náð, hvort sem menn svo álíta að hann beiti hæfileikum sínum til góðs eða ills. Hann þykir einstaklega laginn samn- ingamaður og fundvís á mála- miðlanir, líkt og kom berlega í ljós þegar Evrópubandalagsríkin komust að samkomulagi um hinn sameinaða markað, sem tekur gildi nú um áramótin. Og aftur þótti stjómkænska Delors koma berlega í ljós í Maastricht- samningunum. Leiðtogar ríkja Evrópubandalagsins gera sér grein tyrir því að hann er lang- hæfastur til að gegna stöðu for- seta framkvæmdastjómarinnar; það kom í raun enginn annar til álita þegar Delors var endurkjör- inn til tveggja ára á leiðtogafundi Evrópubandalagsins í Lissabon Frakkar hafa gjaman hreykt sér af því að vera miklir elskhug- ar sem stundi ástina af sérstöku listfengi og innsæi. Stærsta könnun sem hefur verið gerð á kynlífsvenjum Frakka í tuttugu ár bendir til þess að það sé hrein- asti misskilningur. Meginniðurstaða könnunar- innar er sú að ungir Frakkar hafi ríka tilhneigingu til að skipta ört um bólfélaga; þeir stunda for- málalaust kynlíf með litlum að- draganda og tala mikið um það sem gerist í svefnher- berginu. Það vom heilbrigðisráðu- neytið franska og stofnun sem sér um að rannsaka út- breiðslu alnæmis sem stóðu fyrir könnuninni. Hún náði til 20 þúsunda einstaklinga á aldrinum 18 til 69. Flestir þeir sem leitað var til í síma féllust á að taka þátt í könn- uninni, eða 77 prósent — þeir sem skelltu á gerðu það flestir þegar þeir heyrðu minnst á samkynhneigð. Könnunin getur haft mikla þýðingu í baráttunni gegn al- næmi sem er útbreitt í Frakk- landi. Talið er að um 150-200 þúsund Frakkar séu HlV-smit- aðir. Sumir sérífæðingar telja að meira en tvær milljónir bjóði, með kynhegðun sinni, hættunni á að snrítast heim. Aðrir segja að talan sé hærri þegar öllu sé á bominn hvolft. Samkvæmt könnunninni sef- ur þorri franskra unglinga fyrst hjá á aldrinum 17 til 18 ára. Þeir segjast flestir óttast alnæmi, en karlmanna sagðist hafa stundað kynlíf með öðram karlmanni, en fyrir tuttugu áram síðan var sú tala ögn hærri, eða 5 prósent. Þessi tala er svipuð því sem gengur og gerist í öðram Evr- ópulöndum, en margir telja að hún sé allmikið of lág — menn séu ófúsir að viðurkenna að þeir hafi stundað slrkt athæfi. Ekkert í könnuninni bendir til þess að Frakkar stundi meira eða betra kynlíf en aðrar þjóðir. Að meðaltali virðast þeir njóta ásta tvisvar í viku og meðal unga fólksins kemur í ljós ákveðin tilhneiging til formála- og vafningalausra ástarathafna — þar sem forleikurinn er sama og enginn og án þess að vart verði við sér- stakt listfengi eða innsæi. Sveitasöngkonan Dolly Part- on tekur flestum öörum kon- um fram í brjóstastærö, en á tónleikum um daginn sýndi hún aö hún hefur aö minnsta kosti húmor fyrir sjálfri sér. Eftir örstutt hlé í dagskránni geystist Dolly út á sviöið klædd eins og á myndinni sést og söng Madonnu-lagiö Like a Virgin. Gagnrýnendur segja aö hún hafi gert laginu prýöileg skil, en umboös- maöur Madonnu sagöi þetta dæmi um lélega aulafyndni úr sveitinni. í íslensku blaði hefur utanrík- isráðherrann okkar verið upp- nefhdur Jón Delors Hannibals- son. Líklega era fáir menn óvin- sælli í Danmörku en téður Del- ors. í breskum blöðum er hon- um gjaman líkt við landa sinn Napóleon Bónaparte, sem eins og hann var smávaxinn frakki með stóra drauma um Evrópu. Hann er kallaður „Herra Evr- ópa“ og sagður ætla sér að verða forseti yfir álfunni eða jafnvel kóngur, lítill og ffekar grár mað- ur sem er tilvalið skotmark fyrir alla þá sem hafa hom í síðu Evr- ópubandalagsins. En er Jacques Delors kannski ekki svo slæm- ur? Delors hefur verið forseti framkvæmdastjómar Evrópu- bandalagsins síðan 1985. Hann er fyrrum bankamaður og var um tíma fjármálaráðherra Frakklands. Hann tilheyrir Sósí- alistaflokki Mitterrands Frakk- landsforseta og var reyndar ný- skeð nefndur sem líklegur kand- ídat í embætti forsætisráðherra í samt nota 80 prósent þessara ungmenna sjaldnast smokka. Sumir munu hafa borið því við að þeir væra of dýrir, enda hafa franskir unglingar ekki mikil fjárráð. Niðurstöðumar virðast líka benda til að 40 prósent karl- manna og 60 prósent kvenna sem eiga sér fleiri en einn bólfé- laga noti aldrei smokka. Franskir karlmenn hafa löng- um haft það orð á sér að þeir eigi hjákonur og stundi kynlíf af kappi ut- an hjóna- b a n d s . Könnunin bendir til þess að þeir séu ekki jafnótrúir konurn sínum og við mætti búast. Aðeins þriðj- ungur kvæntra karlmanna sagðist iðka kynlíf utan heimilisins. 4.1 prósent aðspurðra um síðustu mán- aðarmót. Þrátt fyr- ir þá gagnrýni sem Delors hefur sætt þykir víst að ekki hefði náðst sam- staða um neinn annan. Veigamikið at- riði er líka að með því að láta Delors fara hefði Evrópu- bandalagið viður- kennt að það væri í nauðum statt, brottvikning hans hefði í raun verið eins og að hella ol- íu á eld. Kannski má líka leiða getum að því að Delors sé oft hafður fyrir rangri sök, hann sé ekki jafnmikill Herra Evró| miðstýringarsinni og andstæðingar hans vilja vera láta. Síðastliðið ár hefur hann í auknum mæli beitt sér gegn því að bandalagið vasist í málum, sem vísast er heppilegra að leysa heima í héraði eða í einstökum ríkjum bandalagsins. Hann hefur reynt að hafa hemil á þeim sem vilja skipa Frökkum að gerils- neyða osta eða Bretum að borða ekki kartöfluflögur sem inni- ; er hann blórabögguil? halda óholl aukaefni. Delors er semsagt mótfallinn of miklurn afskiptum af lífi þegna banda- lagsins, og þykir ekki ólíklegt að þessa sjái von bráðar staði í nýj- um viðauka við Maastricht- samninginn — þar verði vald embættismannanna í Brussel skilgreint og takmarkað fremur en nú er. Því er máski óréttlátt að sjá einhvern höfuðóvin í Jacques Delors. I Maastricht var hlutverk hans fyrst og fremst að finna málamiðlun milli leiðtoga bandalagsríkjanna, sem öllum var mikið í mun að samningar tækjust. Það gerði hann og enn um sinn virðist varla von á manni sem nýtur meira trausts til að leiða Evrópubandalagið. Delors Harry Gwala: Viökunnan- legur gamall maöur, marx- lenínisti, sem vill frekar baráttu á götum úti en við samningaborðið. Frakkar daufir en óvarkárir í rúminu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.