Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.JÚLÍ1992 17 Kristnisjóður 18,1 milljón króna Biskup íslands 48,4 milljónir króna Prestar og prófastar Laun: 293,5 milljónir króna Annað: 60,4 milljónir króna Tekjur kirkjunnar á árinu eru samtals um 1.650 milljónir. 900 milljónir 35,i^m'nIjóniHkróna eru sóknargjöld, 300 milljónir milljónir, hvort tveggja nefskattur. Afgangurinn eru bein framlög úr ríkissjóði. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar 15,1 milljón króna Kirkjubyggingasjóður 1 milljón króna Kirkjugarðsgjöld 300 milljónir króna Sóknargjöld 910 milljónir króna S Prestssetur 52,9 milljónir króna Tekjur klerkaveldisins ÞAÐ SEM KEISARINN TALDISITT Árið 1984 komst svo- nefnd kirkjueignanefnd að þeirri niðurstöðu að kirkj- an ætti með réttu fjölda jarða sem verið hafa í um- sjá rikisins öldum saman. Þetta álit er almennt óum- deilt, en eftir er að gera greinargerðir um hverja einstaka eign og með hvaða móti henni verður best komið i hendur kirkj- unnar. Það verk er langt komið og bíður nefnda á vegum ríkis og kirkju að ganga frá verkinu. í nýútkominni eignaskrá rikisins eru þessar jarðir margar taldar upp sem rík- iseign. Biskup hefurkallað skrána „hróplega vitlausa og fjarstæðukennda". þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir embættið, voru haldnir músík- fundir, tónleikar, stigspróf og vorpróf. Þá er ónefndur kristnisjóður, sem fær 18 milljón króna ríkis- framlag í ár. Hlutverk hans er meðal annars að launa aðstoðar- þjónustu presta og guðffæðinga í stórum prestaköllum, launa starfsmenn sem kirkjan ræður til sérstakra verkefna, styrkja efna- litla söfnuði og styðja hvers kon- ar starfsemi kirkjunnar „til efl- ingar kristinni trú og siðgæði". Að lokum er á fjárlögum lið- urinn ýmis kirkjumál, samtals um 35 milljónir. Stærsti póstur- inn þar er Skálholtsstaður með 13 milljónir og Hallgrímskirkja sem fær 7 milljónir. Þetta eru þær upplýsingar um fjárhag kirkjunnar sem lesa má út úr opinberum gögnum. Að auki heyra undir biskupsstofu og þjóðkirkjuna ýmsar stofnanir og sjóðir, en það er með ólíkindunr hversu erfitt er að nálgast upp- lýsingar um fjárhag þeirra. Und- antekningin frá þeirri reglu reyndist vera Hjálparstofnun kirkjunnar. MARGIR í MESSU — OG MARGIR ALDREI Utan frá verður ekki séð að bætt fjárhagsstaða kirkjunnar lýsi sér í kröftugra starfi eða ár- angursrrkari boðun hennar. Kirkjan er orðin meiri tyllidaga- kirkja en áður var, en hvað varð- ar fjölda sóknarbama stendur hún enn mjög sterkt — með 93-94 prósent landsmanna inn- an sinna vébanda. Ekki er haldið saman tölum um heildarkirkju- sókn á landinu, en prestar, sem PRESSAN ræddi við, töldu sig þó hafa orðið vara við mjög aukna kirkjusókn síðustu ár, að hluta til eflaust vegna meiri al- menns áhuga á andlegum mál- um. I trúarlífskönnun, sem gerð var fyrir nokkrum ámm, sögðust 10 prósent íslendinga fara í reglubundna messu einu sinni í mánuði eða oftar. Það eru um sautján þúsund manns (eldri en 16 ára) og ekki margar stofnanir sem fá slíka aðsókn reglulega. A hitt er að líta að 48 prósent svar- enda sögðust fara um það bil einu sinni á ári og 42 prósent sjaldnar. Samanlagt fara því langflestir meðlimir þjóðkirkjunnar sjaldan eða aldrei í venjulega messu. A nýliðinni Prestastefnu var töluvert rætt um að efla „safnað- arvitund" og einnig voru þær skoðanir á lofiti að kirkjan yrði að beita sér meira f þjóðmálaum- ræðu, vernda þá sem hallir standa og vekja athygli á mann- réttindabrotum. I þessu skyni var sett á stofn þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar fýrir nokkrum árum, en hún hef- ur ekki látið mikið til sín taka og var mikilvægi hennar ítrekað í ályktunum í’restastefnu. ÓLAFUR ER EKKISIGUR- BJÖRN Nokkrir prestar, sem PRESS- AN ræddi við, töldu í þessum skoðunum fólginn brodd gagn- rýni á núverandi biskup, herra Olaf Skúlason, og var vísað til biskupstíðar herra Sigurbjörns Einarssonar sem andstæðu og til dæmis um hvemig kirkjan gæti látið kristileg sjónarmið heyrast í þjóðmálaumræðu. „Prestar eiga að tala um pólitík lífsins," sagði prestur í Reykjavík, sem bætti við að herra Ólafur væri yfirleitt meira metinn sem kraftmikill starfsmaður og skipuleggjandi en sem kennimaður. Angi af þessari gagnrýni var í þvf fólginn að sjaldan sæist eða heyrðist til kirkjunnar opinber- lega nema vegna umræðu um kirkjueignir eða þegar forystu- menn nýrra trúarhreyfinga gagn- rýndu hana og var þar vísað til deilna biskups við nýaldarhreyf- ingu og trúarhópa á borð við Krossinn. Kirkjan hefur verið til- tölulega auðvelt skotmark nýrra trúarhreyfinga, vegna þess að hún hefúr ekki þá ímynd að vera miðstöð öflugs trúarlífs. Hún er íhaldssöm, hægfara og róleg og í samanburði við „hamaganginn" til dæmis hjá Krossinum virðist þjóðkirkjufólk sinna trúnni frek- ar af vana og skyldurækni en heilagsandakrafti og eldheitri sannfæringu. Þó hefur verið komið til móts við „nútímalegri" sjónarmið á ýntsan hátt, til dæmis með gítar- slætti og klappi í bamamessum, nýrri og „léttari" sálmabók, há- tíðasálmar hafa verið lækkaðir í tóntegund (svo fleiri geti sungið með) og nú má heyra dægurlög á borð við „I bljúgri bæn" í mess- um í sumum sóknum þjóðkirkj- unnar. Karl Th. Birgisson ILLA ÁVAXTAÐ PUND Það er ekki langt síðan ýmsar stofnanir kirkjunnar voru i fjárhagsvandræðum sem enduðu með ósköp- um. Dæmi: •Árið 1985 varð skóla- stjóri Skálholtsskóla að segja afsér vegna bók- haldsóreiðu og óheyrilegr- ar skuldasöfnunar. Þarer nú „skóli" sem annast námskeið ráðstefnuhald og fleira sem tengist kirkjulegum málefnum. Lýðháskóli er ekki lengur starfræktur. •Skálholtsútgáfan starf- aði i fimm ár áður en þurfti að leggja hana niður árið 1986. Það þurfti auka- fjárveitingar og framlög safnaða til að ná i endann á þeim skuldahala. Á rúst- unum var byggt Kirkju- húsið-Skálholtsútgáfan. Ársreikningar þess lágu ekki á lausu þegar eftir var leitað. •I kjölfar skrifa Helgar- póstsins og svartrar skýrslu rannsóknarnefnd- arsagði framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar af sér árið 1986. I Ijós kom að einungis brot af söfnunarfé fór til liknar- starfa en meira í yfirbygg- ingu og vafasöm viðskipti, meðal annars greiðslur til ofangreindrar Skálholtsút- gáfu fyrir verk sem aidrei voru unnin. „Þorsteinn vill aukiö sjálf- stæöi kirkjunnar," segir aö- stoðarmaöurinn Ari Edwald. Aðstoðarmaður kirkjumálaráð- herra Aukið sjálfstæði og ábyrgð kirkju I kjölfar stóraukinna tekna kirkjunnar af sóknar- og kirkju- garðsgjöldum eru upp hug- myndir um aukna ábyrgð og sjálfstæði kirkjunnar, samhliða því að breytingar yrðu gerðar á meðferð kirkjueigna í samræmi við álit kirkjueignanefndar. Meðal þeirra sem hafa lýst slík- um skoðunum er Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráherra. „Ráðherrann hefur lýst því að stefna beri að meira sjálfstæði kirkjunnar," sagði Arí Edwald, aðstoðarmaður ráðherra, „meðal annars í fjármálalegum efnum. Spor í þá átt er að kirkjan taki við stjóm og yfirráðum á eignunt, sem kirkjueignanefnd telur að hún eigi, að því leyti sem það er framkvænranlegt. Sumum liðum sem em á fjár- lögum er stýrt beint héðan úr ráðuneytinu, til dæmis um við- liald á prestssetrum. Ráðuneytið ákveður í hverju tilfelli fyrir sig hvort og þá hvað þarf að gera þegar beiðni um slíkt berst frá prestum. Það er ekki hægt að kaupa gólfteppi án samþykkis ráðuneytisins. Stuðningur ríkisins við kirkj- una ætti að beinast meira í farveg beinna fjárframlaga, en kirkjan myndi raða þeim verkefnum í forgangsröð sem þarf að sinna. Það er hugsanlegt að fella niður framlög á íjárlögum og láta allan stuðning fara í gegnum sóknar- gjöldin og þá stýrði kirkjan sín- um málum sjálf innan þess ramma sem þau setja. Slíkt gæti þó ekki gerst í einu vetfangi; kirkjan þyrfti að styrkja sig og undirbúa vel til að takast á við svo umfangsmikla fjármálaum- sýslu." En ráðuneytiÖ og Alþingi gœtu þó enn skoriö kirkjunni stakk meö ákvörðunum um upphœð sóknar- og kirkju- garösgjalda? „Það er mikilvægt að gera greinarmun á kirkjugarðs- gjaldi og sóknargjaldi. Sóknar- gjaldið er kirkjufé og hefur ekki verið skert, en kirkju- garðsgjaldið er skattur. Það borga allir, hvort sem þeir standa utan söfnuða eða ekki. Það er heldur ekki kirkjuverk- efni í eðli sínu að grafa holur og leggja stíga. Það er vert um- hugsunar hvort þau verkefni eru ekki betur komin í höndum sveitarfélaga, sem hafa yfir að ráða garðyrkjufólki og nauð- synlega þekkingu til að sinna þeim. Kirkjugarðsgjöldin virð- ast auk þess vera rúmt ákveðin og að því er virðist hafa kirkju- garðamir úr miklum fjármun- um að spila.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.