Pressan - 09.07.1992, Síða 18

Pressan - 09.07.1992, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 Fólk sem á hvergi heima Þótt enn séu dæmi þess að fólk leiti sér skjóls í gömlum bát- um þá mun vera minna um það nú en áður. Mikið átak hefur verið gert í að beina götunnar mönnum á réttar meðferðar- stofnanir. Sést þetta meðal annars á því að fleiri notfæra sér aðstöðu á gistiheimilinu við Þingholtsstræti og stoppa þar skemur en áður tíðkaðist, en það vildi brenna við að menn eignuðu sér einstök rúm sem öðrum var ekki heimilt að nota. möguleika á ýmiss konar aðstoð og í sumum tilfellum fengið fbúðir til afnota um skamma hríð. Þetta á sérstaklega við um geðsjúka. Þá hafa heimilislausir unglingar haft afdrep í Rauða- kross-húsinu sem býður upp á gistingu, fæði og ýmiss konar félagslega aðstoð. Mikil umræða hefur verið um vegalaus böm í fjölmiðlum að undanfómu í kjölfar tjáröflunar Barnaheiilar. Að sögn Braga Guðbrandssonar átti upphafleg skilgreining þessa hugtaks við um forsjárlaus böm upp í 12 ára aldmr, sem vom það illa á sig komin andlega og líkamlega að ógerningur reyndist að finna þeim fósturfjölskyldur. Þessi hópur telur í dag um 20-30 böm. Svo virðist sem hugtakið vegalaus böm hafi fengið aðra merkingu í hugum landsmanna því unglingar á vergangi hafa gjarnan verið taldir til þessa hóps. 27 TILFELLIAF GÖTUNNI I ársskýrslu Rauðakross-húss- ins kemur fram að á síðasta ári vom gestakontur 108 og í 27 til- fellum komu gestirnir af göt- unni. Alls 78 unglingar heim- sóttu húsið, sumir þeiiTa oftar en einu sinni. Það er ljóst að ung- lingar em yfirleitt ekki „á göt- unni“ í langan tíma í senn en í framhaldi af því má deila um hvaða merkingu skuli leggja í það hugtak. Samkvæmt upplýs- Það er óumflýjanleg staðreynd að á hverju kvöldi leitar hópur fólks sér staðar til að halla höfði yfir blánótt- ina. Þetta á ekki einungis við um for- fallna drykkjumenn sem neita allri aðstoð heldur einnig ungt fólk sem flúið hefur vegna heimilisaðstæðna og aðrir sem hafa kosið vímuefnaheiminn. Margir götunnar menn leita skjóls í kirkjugörðunum á sumrin þegar vel viðrar og er þá gjarnan bent á almenningssalernin í kirkjugarðinum við Suðurgötu sem ákjósanlegan dvalarstað. Þá hafa kofar verið nýttir sem næturafdrep. ingum frá Hans Henttinen, for- stöðumanni Rauðakross-húss- ins, vom þeir taldir vera á göt- unni sem höfðu verið á vergangi í þijá daga eða lengur. BLÁSBÐUPP Hólmfríður Bjarnadóttir, for- stöðumaður hjá Útideildinni dregur í efa þær vangaveltur sem komið hafa fram í fjölmiðl- um um fjölda unglinga á göt- unni. Hún telur að í mörgum úl- fellum sé um rímabundið ástand að ræða og að unglingamir hafi yfirleitt í einhver hús að venda. „Að mínu maú er þetta pínu- lítið blásið upp,“ segir Hólm- frfður. „Hópur heimilslausra í miklum vanda er ekki stór, að minnsta kosti ekki sá hópur sem við þekkjum. Ymsar ástæður liggja að baki því að krakkamir vilja ekki búa heima hjá sér tímabundið og fmna þá sama- stað hjá vinum eða kunningjum. Mér skilst að um sé að ræða krakka sem ekki em beinlínis á götunni heldur hafa þvælst á milli stofnana og fósturforeldra vegna þess að þau eiga óhæfa foreldra. Þetta er gert að stærra máli en efni standa til því frá okkar bæjardyrum séð er um innan við 10 krakka sent eru heimilislausir að ræða.“ 18 í MISMIKLU REIÐI- LEYSI Félagsmálastofnun hefur ný- lokið vinnu við samantekt á húsnæðis- og vistunarvanda vegalausra bama og unglinga að ósk Borgarstjórnar, en niður- stöðumar hafa ekki enn komið til umíjöllunar þar. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Sand- holts, yfirmanni fjölskyldudeild- ar Félagsmálastoftiunar Reykja- víkurborgar, er talið að í Reykjavík séu 18 heimilslaus ungmenni í mismiklu reiðileysi, en vitað er um fleiri úr ná- grannasveitafélögum. „Þessi ungmenni eiga ekki fast heimili en flest þeirra finna sér sama- stað,“ segir Gunnar. DAGLEGA KOMA 80 MANNS Á KAFFISTOF- UNA Þó að ýmislegt hafi verið gert á síðustu árum til að aðstoða unglinga í neyð verður ekki framhjá því litið að dags dag- lega er töluverður fjöldi ungs fólks á ráfi um Reykjavíkurborg í leit að aúivarfi. Samhjálp rekur kaffistofu við Hverfisgötuna sem er opin daglega ffá klukkan 10-17 þar sem gesúr geta fengið ókeypis hressingu. Á þriðju- dagskvöldum, svokölluðum súpukvöldum, er boðið upp á samlokur og súpu. „Á þessa kaffistofu koma allt upp í 80 manns á dag,“ segir Kristinn Ól- afsson hjá Samhjálp en hann er einnig umsjónarmaður gisti- heimilisins við Þingholtsstræti. „Þessar tölur sýna að mikil þörf er á athvarfi fyrir þetta fólk sem hefur ekki í mörg hús að venda. Hér er um að ræða umkomu- laust ungt fólk sem á undan- tekningalaust við vímuefna- vandamál að stríða. Geðsjúkir leita ekki á kaffistofúna þvi' þeir hafa athvarf á daginn hjá Geð- hjálp.“ VANDIGEÐSJÚKRA I gegnum tíðina hafa geðsjúk- ir verið hálfgerðir utangarðs- menn í kerfmu því úl langs tíma var litið á þá sem sjúklinga en ekki fatlaða einstaklinga. I nýj- um lögum um málefni fatlaðra er þó tekið ffarn að héðan í frá muni geðsjúkir njóta sömu rétt- inda og faúaðir. I ársbyrjun 1991 skipaði fé- lagmálaráðherra nefnd sem skil- aði áliú í apríl sama ár um hús- næðisvanda og félagslega hagi alvarlega geðsjúkra. Kom þá í ljós að 124 geðfatlaðir einstak- lingar búa við óviðunandi hús- næðisaðstæður, þar af 87 karl- menn og 37 konur. í framhaldi af því var lagt til að á næstu fjórum árum yrði gert sérstakt átak f þágu geðfatlaðra með opnun 16 sambýla. Talið er að 38 einstaklingar þurfi að komast í vemdaðar íbúðir sem sveitafé- lögin útvega en ríkið sér um rekstur sam- býlanna. S i g r ú n Friðfinnsdóttir hjá Geðhjálp telur að á síð- asta ári hafi um 30-40 geðsjúkir verið á vergangi og má æúa að sú tala hafi ekki breyst mikið. „Það er áberandi hvað konur eru í miklum minni- hluta," sagði Sigrún, „en tilver- an er mjög töff hjá þeim. Konur eru miklu seigari að bjarga sér og verða oft miklir töffarar. Ég veit dæmi þess að konur selji líkama sinn fyrir næturgisúngu þegar þær eru á vergangi." Sam- kvæmt upplýsingum PRESS- UNNAR em kaupendur þeirrar blíðu yfirleitt ekld úr hópi geð- sjúkra heldur betur settari borg- ara. ÞRÖNGT Á ÞINGI í ÞING- HOLTSSTRÆTI Eitt helsta athvarf heimilis- lausra einstaklinga sem komnir eru á fullorðinsaldur er gisti- heimilið í Þingholtsstræti. Fé- lagsstofnun stendur straum af Næturgestir í Þingholts- stræti Árið 1989 gistu 85, 1990 gistu 117 og 155 árið 1991. Árið 1990 voru 4.200 gisti- nætur en 4.727 árið 1991, eða 24 prósenta aukning milli ára. I miklum meiri- hluta eru karlmenn þvi i fyrra gistu 143 karlmenn en aðeins 12 konur. Á sama ári gistu að meðaltali 14 einstaklingar hverja nótt. 51 prósent voru á aldrinum 30-50 ára, 26 pró- sent yfir fimmtugu og 23 prósent undir þritugu. kostnaði en Samhjálp sér um reksturinn. „Skjólstæðingar okkar em á öllum aldri en lang- stærsti hópurinn er 30-50 ára. Yngsú einstaklingurinn sem við höfum tekið við var 17 ára en við reynum að beina ungum krökkum til Rauðakross-húss- ins,“ segir Kristinn Ólafsson umsjónarmaður heimilisins. „Fólkið kemur í ýmsu ástandi. Það er þó regla að fólk sé ekki undir áhrifum áfengis en við þurfum auðvitað oft að hoifa framhjá því. Við aðstoð- um suma einstaklinga við að komast inn á meðferðarstofnan- ir. Þetta er úrræðalaus hópur og flestir eiga við alvarleg vímu- efnavandamál að stríða. Skjól- stæðingar okkar eru fyrst og fremst menn götunnar, stór hluú þeirra er á bísanum eins og þeir kalla það,“ segir Kristinn. HAFA ÞURFT AÐ VÍSA FÓLKIFRÁ Nokkur aukning hefúr verið á aðsókn í gistiheimilið frá því Samhjálp tók við rekstrinum ár- ið 1989. Þá notfærðu 85 ein- staklingar sér aðstöðuna saman- borið við 155 á síðasta ári. „Að meðaltali gistu 14 einstaklingar hverja nótt árið 1991,“ segir Kristinn. „Þetta hélst óbreitt ffam ffarn f maí á þessu ári þeg- ar við fómm að taka við allt að 18 manns á nóttu, en í raun höf- um við bara aðstöðu til að hýsa 15. Við verðum að taka við fleirum til að sinna brýnustu neyð. Þess em dæmi að við höf- um fengið 26 beiðnir á einu kvöldi og þurft að vfkja fólki ffá.“ Kristinn segir að áberandi fleiri séu á götunni yfir sumar- tímann og koma þeir einstak- lingar þá gjaman í morgunmat á heimilinu. „Suntir halda sig í kirkjugörðunum ef veður leyfir eða skjóta sér einhvers staðar inn. Menn götunnar þekkja um- hverfi sitt vel og vita hvar hægt er að opna glugga og komast inn í þvottahús yfir nótt. Þá hitti ég ungan mann um daginn sem var mjög umkomulaus eftir að hafa sofið í tjaldi nokkrar næt- ur,“ segir Krisinn. „Við teljum að um 20-25 úti- gangs- og drykkjumenn séu á vergangi á hveijum tíma,“ segir Gunnar Sandholt hjá Félags- málastofnun. „Þetta em svo til allt öryrkjar og fólk sem tekur mjög illa öllum tillögum um meðferð og umönnum, en þeir fá allir tilboð um slíkt. Það er erfitt að þessir aðilar eiga yfir- leitt við blönduð vandamál að stríða sem aftur kallar á um- burðarlyndi samfélagsins." Vegalaus, á vergangi, heimil- islaus, í vímuefnum á bísanum; óskýrð stærð en þó stærð. Veigamikil verkefni liggja fyrir til lausnar vandanum þvf þetta málefni rúmast ekki í neinni meðal-skúffú._______________ Anna H. Hamar I stórborgum Evrópu og Am- eríku fer örbirgð og vonleysi þeirri sem lítið mega sín vax- andi og sífellt bætist í raðir heimilislausra. I Lundúnum vex borg inni í stórborginni, pappa- kassaborg hinna heimilislausu, en fjöldi þeirra sem eru á göt- unni eykst daglega. Ungt fólk jafnt sem gamalt vefur sig dag- blaðapappír og leggst til svefns í pappakössum. I kjölfar breyt- inga í austur-Evrópu streymir atvinnulaust fólk frá austri til vesturs og hefur oft á tíðum ekki um annað að velja en að leggjast út, betla, selja blíðu sína eða stela sér til matar. Á íslandi er það að öllum lík- indum veðurfarið sem kemur í veg fyrir að vegfarendur verði varir við hóp heimilislausra. En þeir eru til og líklegt að tala þeirra muni aukast vegna út- breiðslu vímuefna. I stað pappa- kassa og dagblaða koma kjallar- ar með lélegum gluggafesting- um, þvottahús, stigagangar, hit- Gestir Rauða- krossins / lok ársins 1991 höfðu alls 310 einstaklingar komið 648 sinnum i Rauðakross- húsið frá opnun og gisti- nætur voru orðnar 5.745, þar af902 á árinu 1991. 78 unglingar leituðu til húss- ins á siðasta ári, en komur voru alls 108.125 prósent tilfella komu gestir af göt- unni, eða 27 sinnum, og í rúmlega 48 prósent tilfella voru gestir í mikilli vimu, eða i 51 tilfelli. unarkiefar, almenningsklósett í kirkjugörðum, hitaveitustokkur- inn, opnir bílar, kofar, bátar, af- drep í Öskjuhli'ðinni og jafnvel tjöld. Þá er starfrækt gistiheimili við Þingholtsstræti sem rúmar 15 manns í ókeypis gistingu. ÓÞEKKT STÆRÐ HEIMIL- ISLAUSRA Erfitt hefur reynst að kasta tölu á fjölda heimilslausra því fólk á vergangi hefur haft

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.