Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLI 1992 E R L E N T POLITIKEN Sumarfrí 20. september munu Frakkar ganga til atkvæða um Maast- richt- samninginn. Þær kosningar eru annar af tveimur atburð- um sem munu ráða örlögum samningsins. Hinn er ákvörðun Breta um samninginn, en hennar er ekki að vænta fyrr en í árs- lok. Nú bendir flest til þess að Frakkar muni samþykkja samn- inginn. Það eru aðeins harðlífiskommúnistar og öfgamenn Le Pens, sem hafa sett sig á móti honum. Gaullistar em klofhir í afstöðu sinni til samningsins. Það, sem gæti breytt þessu, væri að kjósendur myndu fella hann til þess að láta í ljós andúð sína á Frangois Mitterrand forseta og stjóm hans, eða þá að kosið yrði um éittbvað allt ánnað eins og streymi innflytjenda til Frakklands. ' Hið væntanlega franska, já“ mun þýða að staðfesting samn- ingsins fari eftiij áætlun. Hið aðeins ósennilegra ,jiei“ myndi hins vegar skjóta samninginn niður og hafa áhrif um Evrópu þvera og endilanga. Það er því einskis að vænta í Evrópuumræðunni fyrr en þá og það verður engin afstaða tekin til „danska vandamálsins“ fyrr en eftir kosningamar. Þess vegna er heldur engin ástæða til útspils af okkar hálfu fyrr en þá. Við eigum að nota þetta „sum- arftí“ til þess að ráða ráðum okkar og komast að því hvað við viljum. Og kannski er mikilvægara að reyna að komast til botns í því hvað það er, sem við getum gert, og hvað það er, sem við getum ekki gert. Þessar vangaveltur byggjast vita- skuld á að Frakkar staðfesti samninginn, bæði vegna þess að það er sennilegast, en líka vegna þess að í því samhengi verða Danir kralhir svara um hvað þeir ætla sér að gera innan eða ut- an Evrópubandalagsins. M A Ð U R VIKUNNAR Milan Panic Bandaríski auðkýfingurinn Milan Panic var öllum að óvömm skipaður forsætisráð- herra júgóslavneska ríkja- sambandsins, eða því sem eft- ir er af því—Serbíu og S vart- fjallalandi. Panic fluttist frá fæðingarlandi sínu, Júgóslav- íu, árið 1956 og gerðist iðn- rekandi í Bandaríkjunum. Hann er eigandi lyfjafyrirtæk- isins ICN Pharmaceuticals í Kalifomíu og hefur komið ár sinni sérlega vel fyrir borð í hinum kapítalíska heimi. Þeg- ar hann var ungur að ámm hneigðist hann hins vegar til kommúnisma og barðist með skæmliðum undir stjóm Tí- tósar í heimsstyrjöldinni síð- ari. Það var forseti ríkjasam- bandsins, Dobrica Cosic, sem skipaði Panic, en með því hefur hann vemlega veikt stöðu Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Sá fer fyrir gamlingjagenginu í Belgrað, sem hefur herjað á velflesta nágranna sína. Panic hefur sagt að forgangsverkefni sitt verði að stöðva blóðbaðið í Bosmu og hann muni fara að kröfum Sameinuðu þjóðanna í einu og öllu til þess að ein- angmn landsins verði aflétt. En hann vill ganga lengra. Hann telur að stokka þurfi stjómkerfi landsins upp, það þurfi að skrifa stjómarskrá, tryggja þrískiptingu valdsins, búa svo um hnútana að herinn lúti pólitísku valdi og síðast en ekki síst að mannréttindi séutryggð. Hvort það tekst er annað mál, því það er við ramman reip að draga þar sem „hin nýja stétt“ eða öllu heldur gamla kommaklíkan er íyrir. Þeir hafa til þessa get- að farið sínu fram og vilja ekki láta þau völd sín fyrr en í fulla hnefana. Dumas vildi frekar syngja Franski utanríkisráðherr- ann, Roland Dumas, ætlaði aldrei að leggja stjómmál fyrir sig, heldur steffidi hann að því að verða óperusöngvari. En faðir Dumas lést í stríðinu og hann þurfti að vinna fyrir sér. „Það kemur fyrir að ég sjái eftir að hafa ekki valið söng- inn. Síðan 1956 hef ég á hverju ári farið til Bayreuth og á tímabili opnaði ég alltaf há- tíðina þar, ásamt Genscher vini mínum,“ segir ráðherr- ann. Dumas er lögfræðingur að mennt og fór að námi loknu að vinna fyrir söngvara. , JÉg tók snemma að mér mál José Carreras og Placido Dom- ingo. Pavarotti hef ég þekkt frá því hann var að byija feril sinn í París. Ámm saman borðuðum við pasta saman í búningsherberginu hans.“ I utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings er nú til meðferðar tilnefning Donalds H. Alexanders í stöðu sendiherra í Hollandi. Einn nefndarmanna, demókratinn Paul Sarbanes frá Maryland, hefur stöðvað af- greiðslu málsins á meðan rann- sökuð em nánar hugsanleg tengsl á milli tilnefningarinnar og fjárframlaga í kosningasjóði repúblikana. Tilnefning Alex- anders er ekki sú eina þar sem gmnur leikur á um tengsl á milli fjárframlaga og embættisveit- inga. Meðal annarra er nefnd til- nefning Charles Cobb, sem var sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi þar til í ársbyrjun. Árið 1988 komst Cobb í klúbb sem kallaðist „Team 100“, en í honum vom þeir sem höfðu gef- ið hundrað þúsund dali í kosn- ingasjóði Bush forseta. Cobb var í hópi sjö annarra sem urðu sendiherrar í kjölfarið, á Islandi, Jamaika, Bahrein, í Sviss, Ástr- alíu, Hollandi og á Spáni, auk einnar stöðu samningamanns um eignarréttarmál. Sams konar til- nefningu í stöðu sendiherra á Barbados-eyjum var hafttað, þar sem viðkomandi þótti ekki upp- fylla lágmarkskröfur. Cobb vinnur nú að endurkjöri Bush forseta á Flórída. Donald Alexander heldur fram að fjárframlagið hafi verið því algerlega óviðkomandi að hann sóttist eftir sendiherrastöð- unni í Hollandi. Síðustu fjögur ár hefur hann gefið samtals sem nemur rúmlega sex þúsundum dala, en hundrað þúsunda dala framlagið kom í janúar síðast- liðnum, á sama tíma og tilnefn- ingin var til umfjöllunar í Hvíta húsinu. Hann sagðist þó við yfir- heyrslur hjá nefndinni hafa lagt fram féð þegar hann frétti að frá- farandi sendiherra í Hollandi hefði gert slíkt hið sama. „Ég vissi að í stöður sendiherra væm þeir tilnefndir sem hefðu verið eða væm stuðningsmenn ríkis- stjómarinnar,“ sagði hann. Alex- ander hugðist leggja ffarn meira fé í maí, en embættismenn í utan- ríkisráðuneytinu sögðu honum að það væri ekki viðeigandi. Pfeiffer á flútta Frægöin er ekki alltaf tekin út með sældinni, eins og kynbomban Michelle Pfeiffer hefur fengiö aö reyna. Vegur hennar hefur vaxiö meö hverri mynd, en fyrir skömmu þurfti hún beinlínis að flýja heimili sitt vegna ágengni æstra aödá- enda, sem eru þess fullvissir að þeir þurfi ekki aö hitta hana nema einu sinni til þess aö hún falli fyrir örvum Amors. Það er ekki nýtt í bandaríska stjómkerfinu að sendiherrastöð- ur fari til þeirra sem leggja fram háar fjárhæðir í kosningasjóði. Einn helsti peningasmali Ri- chards Nixons, Herbert Kalmb- ach, fór í fangelsi íyrir að hafa lofað sendiherrastöðu gegn hundrað þúsunda dala framlagi og fyrir að hafa tekið við leyni- legum greiðslum frá starfandi sendiherrum. Kalmbach sagði þá að einn styrktarmaður flokksins hefði kvartað yfir að tvö hundrað og fimmtíu þúsund dalir væru „ferlega miklir peningar fyrir Kosta Ríka“. Paul Sarbanes hefúr áður fett fingur út í tilnefningar þeirra sem styrkja kosningasjóði háum upp- hæðum. ,Ef störfin eiga á annað borð að fara til hæstbjóðanda, þá er eins gott að láta fara fram op- inbert útboð svo að peningamir renni í ríkissjóð," segir hann. Rétt er að geta þess að þetta varð ekki að umræðuefni í utan- ríkismálanefnd þingsins þegar núverandi sendiherra á Islandi, Sig Rogich, var tilnefridur. Rog- ich kom hingað beint úr stöðu yfirmanns almenningstengsla í Hvíta húsin og var látinn víkja þegar Samuel Skinner tók við stöðu starfs- mannastjóra í Hvíta húsinu af John Sununu. Skinner endur- skipulagði alla starfsemi Hvíta hússins og lét þá fjúka sem honum þótti ekki hafa staðið sig sem skyldi. Á sínum tíma velti blaða- maður dagblaðs- ins Washington Post upp þeirri spumingu hvað Rogich hefði eig- inlega til saka unnið, úr því hann var gerður að sendiherra á Is- landi. Karl Th. Birgisson Keypti Charles Cobb köttinn í sekknum? Hann lagöi fram hundrað þúsund dali í von um aö fá væna sendiherrastööu, en fékk Reykjavík, rign- ingu og Steingrím Hermannsson. Sendiherrastaða Bandaríkjanna á Islandi Verðlaun eða ref

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.