Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PKESSAN 24. SEPTEMBER 1992
OPNUM 28. SEPTEMBER
AÐ SKÚLAGÖTU 63
(við hliðina á G.J. FOSSBERG)
Antikmumr Fjolbreytt urval
Skulagötu 63 Opiðkl. 12-18 r ./
s- 27977 Laugardaga ki. i i-i4 af antikmunum
HAFNARSTRÆTI15
REYKJAVÍK SfMI 13340
A
J. \.ðalfundur Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna, verður haldinn í kvöld.
Þaðan er lítdlla tíðinda að vænta, því þrátt
fyrir einhveijar manna-
breytingar verður sjálf-
kjörið í stjórn. Kjartan
Magnússon, sonur
Magnúsar Þórðar-
sonar hjá NATO, er
einn í formannskjöri,
en með honum sigla
meðal annarra í stjórn Þorsteinn Dav-
íðsson Oddssonar forsætisráðherra,
Þórður Þórarinsson Þórarinssonar
heitins skólastjóra í Skúlagarði, Kristján
Garðarsson Gíslasonar hæstaréttar-
dómara, Sigurjón Pálsson Sigurjóns-
sonar í fstaíd, skáldið Ari GísU Braga-
son Kristjónssonar og Hákon Sveinsson
Guðjónssonar Sunnudagsblaðsritstjóra á
Morgunblaðinu. Þetta er þriðja árið í röð,
sem friður ríkir um stjórnarkjör í Heim-
dalli eftir verulega flokkadrætti á árum
áður, og eygja Valhallarbændur nú loks
von til þess að sættir séu að nást í ungliða-
hreyfingunni...
0 g meira um stuttbuxnadeildina.
Aðalfundi Heimdallar verður vart slitið
þegar ungir sjálfstæðismenn hvaðanæva
af landinu þyrpast til Litlu-Moskvu austur
á Norðfirði, en þar heldur Samband
ungra sjálfstæðismanna málefnaþing um
helgina. Sumum eldri flokksmönnum
þótti reyndar þingstaðurinn lítt heppileg-
ur, en ungliðarnir segja ekki veita af trú-
boði þar eystra. Helst má búast við að
átök verði um sjávarútvegsstefnuna, en
eins eru ýmsar blikur á lofti um afstöðu
SUS-ara til Evrópumálanna...
P
JL áum kemur á óvart að á Ríkissjón-
varpinu skuli menn láta það eiga sig að
ræða um Stöðvar tvö-deildina í hand-
bolta, enda fféttamenn frjálsir að því að
nefna hana því sem þeim sýnist. Hitt þótti
mönnum öllu sérkennilegra að íþrótta-
þátturinn á mánudag skyldi hefjast á yfir-
lýsingu um að ekkert markvert hefði gerst
í íþróttalífi landsmanna þá helgina. Þeir
sem fylgdust með öðrum fjölmiðlum
komust nefhilega ekki hjá að veita því eft-
irtekt að um helgina var leikin heil umferð
í 1. deild handboltans, sem sumir nefna
Stöðvar tvö-deildina...
V
-L msir áningarstaðir ferðamanna hér
og þar á landinu hafa sér það til ágætis að
þar má finna svonefnda „Ferðavaka", en
það eru útstöðvar tölvugagnabanka um
ferðamannaþjónustu af öllu tagi. Ferða-
vakarnir hafa vakið nokkra athygli, því
þar er ekki einungis að finna upptalningu
á því, sem ferðamönnum býðst hér á
landi, heldur fylgja bæði kort, ljósmyndir
og myndbönd af hótelum jafnt sem nátt-
úruperlum og textinn er á fjölda tungu-
mála. En þrátt fyrir að Ferðavakinn virki í
flestum tilvikum vel hafa einhverjir
hnökrar komið upp eins og títt er þegar
tölvukerfi eru annars vegar. Þannig mun
starfsmaður í ferðaþjónustu árangurs-
laust hafa reynt að útskýra fyrir ferða-
mönnum að það væri enginn staður á ís-
landi, sem héti því sérkennilega nafni:
„System Error"...
i vetur stendur til að útvarpsstöðin
FM957 verði með beinar útsendingar úr
Ráðhúsi Reykjavíkur um helgar, þar sem
----------------meðal annars verði flutt
lifandi tónlist fyrir
opnu húsi. Út af fyrir
sig hafa menn lítið við
þetta að athuga, en
sumum finnst þó nokk-
uð kyndugt að það
skuli einmitt vera
FM957, sem gengur ffarn fyrir skjöldu við
að lífga félagslíf í Ráðhúsinu, því ein aðal-
sprautan hjá stöðinni er enginn annar en
Asgeir Hannes Eiríksson, fýrrverandi
pylsusali og einn heitasti andstæðingur
Ráðhússins...