Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 37 „Einhvern tímann hefðu þessi vinnu- brögðþótt lýsandi dœmi um borgara- lega sjálfsupphafningu.“ Gunnar J. Árnason M í fáeina pensildrætti, sem minna sterklega á austurlenska skraut- skrift. Þessar myndir eiga ekkert skylt við það sem á undan hefur komið, nema ef vera kynni að hann væri að einangra hreyfmg- una sem liggur að baki landslags- myndunum, þannig að eftir standi eitt eldsnöggt og hnitmiðað kalligrafískt karatehögg. Ekki er hann að uppgvöta neitt nýtt í list- inni, enda voru gerðar ýmsar til- raunir með skrautskrift á sjötta áratugnum, þegar athyglin beind- ist einkum að handleggshreyfmg- um listamanna. Ég man ekki bet- ur en Alcopley, sem margir ættu að minnast frá fslandsheimsókn- um hans, notaði gjarnan frjálslega skrautskrift. Þetta skiptir þó ekíd öllu máli, því Tolli er kannski að uppgvöta nýjar hliðar á sjálfum sér. „Myndir Tolla verða ekki greindar ffá h'fi hans sem farand- verkamanns," skrifar Einar Már Guðmundsson í vingjarnlegum inngangi að íburðarmiklum kynningarbæklingi. Og svo héld- um við að minnsta kosti, sú var mýtan. En það er erfitt að koma heim og saman farandverka- manninum Tolla og þeirri dýrkun pensilskriftar sem birtist skýrast í austurlensku myndunum. Ein- hvern tímann hefðu þessi vinnu- brögð þótt lýsandi dæmi um borgaralega sjálfsupphafningu. Nema hann sé að uppgvöta dulda ósk aðþrengdra launamanna að geta brotist áffam og leyst málin í einni svipan, eins og hendi væri veifað. Tæplega er hægt að sjá framför í þreifingum Tolla. En eins og hann gefur sjálfur í skyn er verið að stokka spilin og við skulum bíða og sjá hvað hann hefur á hendi þegar búið er að gefa. Gunnar J. Árnason Frönskperla Og það reynist rétt. Þetta er lítil bók að blaðsíðutali, einungis áttatíu síður, en þetta er undrafallegt verk sem situr í minningunni löngu eftir að lestr- inum er lokið. Sagan gerist á seinni hluta 17. aldar og segir ff á tónsmiðinum fá- mála og fáskipta Saint Colombe sem einungis ann tónlistinni og minningunni um látna eiginkonu. Sagan er einnig af dætrum hans tveim og lærisveininum Marin Marais sem ann þeim báðum og hrífst af tónlist föður þeirra. „Tónlistin er einfaldlega til svo segja megi það sem ekki verður orðað,“ segir Saint Colombe á ein- um stað og bók Quignards er óður til þessa listforms sem persónur fá ekki lifað án, enda er því lýst sem nær almáttugu guðlegu afli, sem megnar um tíma að kalla þá látnu til firndar við lifendur. Það sem einkennir verkið öðru ffemur er hin fágaða og yfirvegaða frásagnaraðferð höfundar. Þetta er vissulega saga af miklum til- finningum og stórum atburðum en sagt er ffá í öguðum og ástríðu- lausum stíl sem skapar sérstakan blæ innan verksins. Lesandanum kann við lesturinn að finnast sem hann horfi á persónur úr fjarlægð, eins og glerveggur sé á milli. En um leið gæðir þessi aðferð verkið tregafiillum hljómi og það eru þeir tónar sem sitja í minningunni eins og stef úr góðu hljómverki. Ef menn vilja fallast á að virðuleiki og fegurð séu orð sem megni að einhveiju marki að lýsa einkenn- um á tónlist 17. aldar þá geta þeir fundið þau sömu einkenni hér. Þessi fallega og heillandi bók er ein af Syrtlubókum Máls og menningar en um þær bækur má sannlega segja að þar fari saman listrænt innihald og fagurt útlit. Án efa er þar að finna eina falleg- ustu útgáfii fagurbókmennta sem sést hefur hér á landi. Kolbrún Bergþórsdóttir Pascal Quignard Allir heimsins morgnar Mál og menning 1992 ••••••••••••••••••••• Ég er ekki frá því að Frið- rik Rafnsson sé með þarfari mönnum í ís- lenskum bókmenntaheimi. Flann hefur ekki einungis verið iðinn við að þýða verk hins mikla rithöf- undar og hugmyndafræðings Mil- ans Kundera heldur einnig stjóm- að vönduðustu bókmenntaþátt- um sem ratað hafa í útvarp síð- ustu árin. Efnisval Friðriks þar, líkt og val hans á þýðingum, ber glöggt með sér að hann hefur afar traustan bókmenntasmekk. Það var í einum útvarpsþátta sinna sem Friðrik fjallaði um skáldsögu Pascals Quignard, þá hina sömu sem hann hefur nú þýtt svo ágæt- lega. Umfjöllun Friðriks var þar svo sannfærandi að nær ómögu- legt var að ætla annað en þarna væri komin bók sem erindi ætti til allra unnenda fagurbókmennta. Lögin við upp- vaskið MARÍA BALDURSDÓTTIR EF GEIMSTEINN ★ Flljómplötuútgáfan Geimsteinn, sem Rúnar Júl rekur í Keflavík, hefur frá byrjun verið einskonar K-Tel íslands. Utgáfan hefur nánast sér- hæft sig í léttvægu iðnaðarpoppi sem hijómar eins og það sé spUað á gamlan skemmtara. í kjölfar geislaplötuyfirtökunnar hefur Rúnar verið duglegur við að end- urútgefa gömul verk, kannski full- duglegur, og athugandi væri fýrir hann að koma sér upp kvótakerfi eða setja síu á útstreymið. „Ef‘ með Maríu Baldurs, spúsu Rúnars, er 20 laga heildarmynd af ferli söngkonunnar. Elstu lögin eru frá 1974 en það yngsta frá 1986. María dvelur allan tímann við lauflétt dægurlög sem eru að megninu til vinsæl erlend lög sem Þorsteinn Eggertsson hefur samið sitt rímaða rugl við. Enginn kemst með tærnar þar sem Þorsteinn hefur bullhælana og kostulegur kveðskapur hans er orðinn jafin's- lenskur og kokkteilsósan. Nokkuð er einnig um frumsamin lög og þar eru Þórir Baldursson og Gylfi Ægisson atkvæðamiklir. María getur sungið ágætlega og gæti örugglega gert það gott í karaoke-bransanum en hana vantar þó mestalla dýpt, dulúð og angurværð sem gerir ágætar söng- konur ffábærar. Tilhneiging Mar- íu til að teygja síðustu ljóðlínur texta með gormkenndu jarmi bætir heldur ekki úr skák. Reynd- ar er þessi gormstíll viðloðandi fleiri íslenska poppara; kannski eru þeir að stæla Sveinbjöm Bein- teinsson, og tek ég þá ofan fyrir þjóðrækninni. Skemmtilegast er að hlusta á Maríu í diskóstuði syngja „Döns- um saman“. Texti lagsins minnir líka óþyrmilega mikið á „Am- onra“ með Pís of Keik. Diskólagið „Að eiga sér draum“ eftir Finn- boga Kjartansson og Rúnar Júl er einnig fínt og inniheldur hið ódauðlega (sic) viðlag; Að eiga sér draum sem rætist verður til þess að maður kætist Maríu tekst líka ágætlega upp í kántríinu og fer á kostum í fræg- asta lagi sínu, „Eldhúsverkin". Flún er reglulega sannfærandi í hlutverki mæðulegrar húsmóður. Það má hafa gaman af Maríu ef maður er í algjöru sprellstuði eða vill losna við leiðinlegt fólk úr partíi. Þá nægir að taka plötuna upp og hóta að setja hana undir geislann. Gunnar Hjálmarsson Vopnabúrið þitt MORRISSEY Your Arsenal HMV ★★★ Morrissey minnir mig alltaf á enskan skólastrák _______|sem skólastjórinn hefur lamið fullrösklega á rassinn með reglustiku. Það hlýtur að vera skýringin á hlédrægni piltsins og veilu. Síðan hann hætti í The Smiths hefur hann gefið út þrjár plötur og eina til, sem var safn smáplatna. „Your Arsenal“, sú nýjasta, er langbesta sólóplata hans, grimmari en hinar og mark- vissari; snilldarleg á köflum en þó marflöt inn á milli. Samstarf við nýja aðila hefur gert Morrissey gott. f þetta skiptið semur hann lögin í samvinnu við Alain Whyte, gamlan rokka- billíhund sem sér einnig um gítar- leikinn ásamt Boz Boorer. Þeir leysa af hólmi einhæft gítarplokk Johnny Marr og hleypa nýjum stemmum í Morrissey-poppið. Upptökustjórinn er Mick Ronson, gamli glimmerjaxlinn úr Mott the Hoople, og potar hann Morrissey inn í nýjar víddir. Fyrstu lögin Framhald og meira af gagnrýni á síðu 39. FIMMTUDAGUR 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Afmælisdrekinn. Teiknimynd um stelpu sem býður dreka í afmælið sitt. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Auðlegð og ástríður. Áströlsk sápa. 19.25 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Sigurskúfur. 20.40 Ólympíumót fatlaðra á Spáni. Seinni þáttur. Logi Bergmann Eiðsson fylgdist með afreksfólki í Barcel- ona. 21.05 Austurlönd nær. Seinnihluti franskrar myndar þar sem er rakin saga Austurlanda nær frá Súezdeilunni 1956 og til Flóabardaga 1991. Saga mikilla og dramatískra atburða. 22.05 ★★ Eldhuginn. James Earl Jones er frekar góður. 23.05 Fréttir og skákskýringar. 'ÆJM nnrwi 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Barnadeildin. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Magni mús. 19.25 ★ Sækjast sér um líkir 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Hvítsmári. Eru þeir nokkuð farnir að endurtaka blómin? 20.40 Sveinn skytta. Danskur myndaflokkur í þrettán þátt- um. Hann á að gerast á sautjándu öld og segir frá al- múgamanninum og hetjunni Sveini skyttu, sem Danir kalla Göngehövdingen, en hann stendur uppi í hárinu á sænskum innrásarmönnum þegar aðallinn guggnar. 21.10 ★★ Matlock. Sonur Andy Griffiths er vandræðabarn. 22.00 ★ Afhjúpun. TheNaked Face. Amerísk, 1984. Ætli það sé ekki einsdæmi að sjá Roger Moore leika eitthvað annað en hetju, í þessu tilviki geðlækni sem er grun- aður um að hafa myrt sjúkling. Þetta er það eina ein- stæða við myndina, sem er byggð á sögu eftir Sidn- ey Sheldon. 23.40 Yves Montand. Frakkar elskuðu söngvarann og leikar- ann Montand meira en aðra menn og létu kvenna- far hans og stjórnmálaskoðanir ekki breyta neinu þar um. Hann varð þeim harmdauði þegar hann dó í fyrravetur. Hér er Montand á sviði víðsvegar um heiminn. LAUGARDAGUR 16.00 íþróttaþátturinn. 18.00 Múmínálfarnir. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Strandverðir. Dálítið mikið sterílt. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Birki. Flestir þekkja það. 20.45 Fólkið í landinu. „Ég græt bara á kaupi". Þessi stóra fullyrðing er höfð eftir Margréti Helgu Jóhannsdótt- ur leikkonu sem er gestur þáttarins. 21.15 ★★ Leiðin til Avonlea. Viðkunnanlegir þættir, en eiga varla heima á laugardagskvöldi. Ekki fremur en Fólk- ið í landinu. 22.05 Gullnar fiðlur. Áströlsk framhaldsmynd í tveimur hlut- um um fátæka bændafjölskyldu. Allt breytist þegar henni tæmist arfur og hún flytur til borgarinnar. 23.40 ★ Fanturinn Frank Nitti. Nitti — The Enforcer. Amer- ísk, 1988. Sjónvarpsmynd um Frank Nitti, ítalskan innflytjanda sem varð mikill glæpaforingi í Chicago — næstur Al Capone. Leikarar eru nánast óþekktir, en einhverjir kannast kannski við andlitið á aðalleik- aranum, Anthony La Paglia. Hann leikur eins og hann hafi fengið of stóran skammt af Robert de Niro. SUNNUDAGUR 16.45 Norræn guðsþjónusta í Niðarósi. Finn Wagle biskup prédíkar. Núorðið heitir Niðarós Þrándheimur. Eða það nafn nota alltént bæjarbúar. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Fyrsta ástin. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Jóki björn. 19.30 ★ Vistaskipti. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjö borgir. Sigmar B. í Lúxemborg. Þar lýkur hringsól- inu um borgirnar. íslendingar telja Lúxemborg mik- inn stað, merkan og miðsvæðis. Það gera engir aðrir. 21.05 Vínarblóð. Myndaflokkur austurrískrar ættar um Straussfjölskylduna sem bjó til mörg falleg lög sem margir kannast við. Meðal leikara eru Edward Fox og John Gielgud, þeir ætla báðir að endast lengi. 22.00 Gullnar fiðlur. Seinnihluti áströlsku myndarinnar um bændafjölskylduna sem flytur í bæinn. 23.35 Sögumenn. Ben Haggerty frá Englandi segir söguna um [cónginn og skóarann. Við hin förum að sofa. 17.00 Undur veraldar. Ævintýramaðurinn ér staddur í Ástral- íu þar sem hann skoðar gíg sem varð til þegar lof- steinn hrapaði til jarðar. 18.00 Cloister-safnið. Eldri hlutar Metropolitan-listasafnsins í New York. 18.30 Furstasafnið frá Liecntenstein. Listmunir úr safni furstafjölskyldunnar. SUNNUDAGUR 17.00 Losun eiturefnaúrgangs. Fjallað um hvernig Bretar hafa losað sig við eiturúrgang með slæmum afleið- ingum fyrir umhverfið.E 18.00 Tígrinum bjargað. Heimildaþáttur um tígrisdýr í út- rýmingarhættu. E ■acMmcnam 16.45 Nágrannar. 17.30 Með afa.E 19.19 19.19. 20.15 Eiríkur. Vonbrigði ársins. 20.30 ★★ Fótboltaliðsstýran. Síðasti þáttur í bili. 21.25 Laganna verðir. 21.55 ★★ Brostnar vonir. Heaven Tonight. Amerísk, 1990. Útbrunnin poppstjarna vill slá í gegn á nýjan leik, en eiginkona hans reynir að koma honum í skilning um að hann sé orðinn of gamall. 23.25 ★ Morðin við China Lake. The China Lake Murders. Amerísk, 1990. Lögreglumaður er í fríi úti í sveit og blandast óvænt inn í rannsókn á fjöldamorðum smábæ. Tom Skerritt er betri fyrirsæta en leikari. E 16.45 Nágrannar. 17.30 Á skotskónum. 17.50 Litla hryllingsbúðin. 18.15 Eruð þið myrkfælin? Þáttaröð um barnahóp sem skemmtir sér við að segja draugasögur. 18.30 Eerie Indiana. E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.30 H Kæri Jón. 21.00 ★ Stökkstræti 21. Bandarískur spennumyndaflokkur. 21.50 ★★ Sveitasæla. Funny Farm. Amerísk, 1988. George Roy Hill leikstýrir þessari mynd sem fjallar um íþróttafréttamann sem telur sig geta fundið frið og ró uppi í sveit. Það reynist mesti misskilningur. Hill má muna fífil sinn fegurri, en Chevy Chase er allt- afjafnslæmur leikari. 23.25 ★★ Sokknir í svaðið. Þáttur í röð þýskra mynda með söguhetjunni Schimanski, sem er lögreglumaður í Duisburg í miðju Ruhr-héraðinu. 00.55 ★★ Milli tveggja elda. Diplomatic Immunity. Kanadísk. Mynd eftir Vestur-íslendinginn Sturlu Gunnarsson. Hún gerist í El Salvador og sýnir hvernig kanadískur sendiráðunautur dregst þar inn í átök. Alltof orð- margt handrit, hugmyndin að baki myndinni er sófa- kommaleg og hún er frekar þreytandi. E imtiiihhi 09.00 Með afa. 10.30 Lísa í Undralandi. 10.50 Spékoppar. 11.15 Ein af strákunum. 11.35 Merlin. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25 Vísasport. E 13.55 Sean Connery í nærmynd. 15.00 ★★ Þrjúbíó. Galdranornin góða. Bedknobs and Bro- omsticks. Amerísk, 1971. Ekki svo afleit Disneymynd um norn sem hjálpar bresku stjórninni í síðari heims- styrjöld. Tæknibrellurnar fengu Óskarsverðlaun á sín- um tíma, þær þættu varla tilkomumiklar núorðið. 17.00 Hótel Marlin Bay. Það er ekki nema annar þáttur og þeir eru strax búnir að reka barþjóninn. 18.00 Popp og kók. Um popptónlist og bíó. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan. 19.19 19.19. 20.00 ★ Ejalin myndavél. 20.00 ★★ Morðgáta. 21.20 ★★ Síðasta ferðin. Joe Versus the Volcano. Amerísk, 1990. Gamanmynd með næstum óskiljanlegu plotti. Samt er hún fyndin og skemmtilega geggjuð á köfl- um, þótt allt sé þetta tóm della. Tom Hanks gerir sitt besta til að vera sætur og nýtur aðstoðar frá Meg Ry- an. 23.00 ★ Henry og June. Henry & June. Amerísk, 1990. Hrylli- lega illa leikin og tilgerðarleg mynd byggð á hund- leiðinlegum endurminningum skáldkonunnar Anais Nin. Til stóð að myndin yrði erótísk, líklega er áhorf- andinn sofnaður áður en örlar á slíku. Með myndinni fletti leikstjórinn Philip Kaufman (Óbærilegur léttleiki tilverunnar) ofan af sjálfum sér og Uma Thurman gerði út um vonina um að verða kvikmyndastjarna. 01.10 ★ Línudans. Jo Jo Dancer, Your Life is Calling. Amer- ísk, 1986. Gamanleikarinn Richard Pryor leikstýrir myndinni og leikur aðahlutverkið. Að hluta til er þetta sjálfsævisaga hans, þvæld og frekar leiðinleg. E 09.00 Kormákur. 09.10 Regnboga-Birta. 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 Blaðasnáparnir. 12.00 ★ Þetta með gærkvöldið. About Last Night. Amerísk, 1986. Allraunsæ en frekar dauf mynd um ungt fólk sem er að reyna að byggja upp ástarsamband. Gerð meðan Rob Lowe þótti sætasti strákur í heimi, en hvorki hann né Demi Moore eru miklir leikarar. E 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.45 ★★ Leiðin til Marokkó. Road to Morocco. Amerísk, 1942. Ein þekktasta myndin með þríeykinu Bing Crosby, Bob Hope og Dorothy Lamour. Glæðvær, saklaus og fjarskalega gamaldags skemmtun. Hjörtu mannanna hafa harðnað síðan þetta var í tísku. Bing syngur Moonlight Becomes You. 17.00 Listamannaskálinn. Um David Lean, stórmyndaleik- stjórann og kvikmyndaskáldið sem gerði meðal ann- ars Arabíu-Lawrence, en líka um samstarfsmann hans, Robert Bolt handritshöfund. E 18.00 Lögmál listarinnar. Breskur myndaflokkur um fólk sem á peninga til að kaupa sér list. Nú er fjallað um mis- munandi viðhorf til listar í ýmsum heimshlutum. 18.50 ★★★★ Kalli kanína og félagar. Sígilt amerískt skrípó. 19.19 19.19. 20.00 ★ Klassapíur. Þreytandi amerískar kerlingar. 20.25 Henry Fonda. Jane Fonda er kynnir. 21.15 Umskipti á ævikvöldi. Fyrrihluti breskrar sjónvarps- myndar sem er byggð á sögu rithöfundarins Vitu Sackville-West. Hún var afkvæmi svokallaðs Blooms- bury-hóps, en honum tilheyrði líka Virginia Woolf, og er talin með athyglisverðari kvenrithöfundum. 22.55 ★★ Arsenio Hall. Ekki er hann skemmtilegur. 23.40 ★★ Roxanne. Roxanne. Amerísk, 1987. Gamanmynd sem er eins konar nútímaútgáfa á leikritinu Cyrano de Bergerac eftir Rostand. Steve Martin er þreytandi að vanda, en Daryl Hannah sæt. Mælt skal með franskri mynd þar sem leikritinu eru gerð glæsileg skil. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.