Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 DAVÍÐ Oddsson borgarfulltrúi er æva- reiður vegna skattanna sem nafni hans forsætisráðherrann ætlar að innheimta af sveitarfé- lögum. Hann sagði Moggan- um að hann myndi mótmæla þessu kröftuglega ef hann væri borgarstjóri, líklega af því að hann veit af langri reynslu hversu lítils vesælir borgarfull- trúar mega sín. Það kynni hins vegar ekki góðri lukku að stýra, því þá yrði fámennt á fundinum sem Svavar Gests- son vill fá með borgarstjóra og fyrsta þingmanni Reykvíkinga (sem heitir líka Davíð) til að mótmæla við forsætisráðherra. Svona hagsmunaruglingi hafa ekki margir lent í. Þó henti eitt- hvað álíka GUÐMUND Ólafsson hagíf æðing. Guð- mundur hefur haft flestum öðrum skynsamlegri og skemmtilegri skoðanir á land- búnaðarmálum og lagt til í nefhdum á vegum ríkisins að ríkið hætti að setja peninga í dauðar rollur. Svo varð hann fyrir því óláni að verða fjár- málastjóri Hagvirkis, sem ný- lega var endurskírt Fórnar- lambið, svona rétt fyrir slátur- tíðina. Ijakkafötum fjármála- stjórans er Guðmundur hins vegar á því að ríkið geti séð af nokkur hundruð milljónum svo skepnan megi lifa, þótt allir aðrir sjái að blessað lambið á sér ekki lífsvon, til dæmis bú- stjóri þrotabúsins. En svona getur gengið illa að fást við landbúnaðarvandann þegar í óefni er komið. Það veit líka GUÐNI Ágústsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi. Hann hefúr verið allur af vilja gerður að hjálpa bændum í kjördæminu sínu, en fær litlar þakkir fyrir. Að minnsta kosti frá bóndanum í Ölfúsinu sem sagðist missa lystma á lamba- kjöti í hvert sinn sem Guðni opnaði munninn. Bragð er að þá barnið finnur. Þetta er nátt- úrlega ekki kurteisi, en svona geta bændur verið óheflaðir og borið litla virðingu fyrir yfir- valdinu. Það er eitthvað annað en EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra. Hann vill að umhverfisráð- herra ráði því hvað má og hvað má ekki segja um umhverfis- mál. Það hefur einhver meng- unaróværa náð inn í kollinn á Eiði eða þá að skýringin á þessu á sér freudískari rætur. Þegar Eiður var ungur frétta- haukur var nefnilega til siðs að þéra stjórnmálamenn og leyfa þeim sjálfúm að ákveða hvers var spurt í viðtölum. Eiður hef- ur líklega aldrei jafnað sig á þessu. Hans vegna er vonandi að hann fái aldrei ráðuneyti sem skiptir máli og hefúr eitt- hvað að fela. Þau yrðu erfið viðtölin hans við sjálfan sig. Blikk og Stál hf. FIMM ÁRA VANGOLDNAR GREHK9.UR í LÍFEYRISSJÖR MÁLM- OG SKIPASMWA Framkvæmdastjórinn segir málið hluta af viðskiptum fyrirtækisins við Hagvirki hf. Aðrir segja málið nýtilkomið og starfsmenn séu nú rukkaðir fyrir sinn hlut í vangoldnum gjöldum. Hjá Lífeyrissjóði Málm- og skipasmiðasambandsins er nú leitað skýringa á meintum van- goldnum greiðslum í sjóðinn frá fyrirtækinu Blikki og Stáli hf. Samkvæmt upplýsingum PRESS- UNNAR er um að ræða greiðslur allt ffá árinu 1987, sem ekki kom í ljós að misbrestur var á fýrr en fyrir um mánuði. Forráðamenn f)rfrtækisins segja hins vegar allar skuldir fyrirtækisins við lífeyris- sjóðinn eiga rætur að rekja til taps þess á viðskiptum við Hagvirki hf. og aðra stórverktaka. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR kom málið upp á yfir- borðið fýrir um það bil mánuði þegar launþegi hjá fyrirtækinu hafði samband við lífeyrissjóðinn. Sjóðurinn sendir reglulega út yfir- lit til félagsmanna sinna og biður þá að kanna hvort greidd iðgjöld stemmi við útreikninga á launa- seðlum. Heimildir blaðsins herma að svo hafi ekki verið og í kjölfarið var leitað skýringa á misfellunni. EKKIGREITT AF YFIRVINN- UNNI Viðmælendur blaðsins sögðu málið á mjög viðkvæmu stigi, en töldu líklegast að vangoldnar greiðslur ættu rætur að rekja til breytinga sem urðu á reglum um greiðslur í lífeyrissjóði í kjölfar kjarasamninga árið 1986. Þær kváðu á um að greitt skyldi í líf- eyrissjóði af yfirvinnu, en ekki einungis af dagvinnu, og tók breytingin gildi í þrepum frá árinu 1987. Þá áttu launþegar að greiða 1 prósent af yfirvinnu, en vinnu- veitendur 1,5 prósent. Þau hlutföll fóru stighækkandi þar til þau náðu 4 og 6 prósentum árið 1990. Viðmælendur blaðsins innan líf- eyrissjóðsins sögðu að svo virtist sem þessar breytingar hefðu aldrei komist inn í launaútreikn- inga Blikks og Stáls og þar lægi skýringin á vangoldnum greiðsl- um. Ekkert lægi fyrir um hvort þama væru á ferðinni mistök í út- reikningum eða vísvitandi undan- skot. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur lífeyrissjóðurinn leitað eftir upplýsingum frá Blikki og Stáli um launagreiðslur þess á undanförnum árum, í þeim til- gangi að bera þær tölur saman við greidd iðgjöld í sjóðinn. Ekki fékkst staðfest hvort þær upplýs- ingar hefðu verið veittar, en ef misbrestur reynist á má búast við að sjóðurinn rukki fyrirtækið um mismuninn. Heimildir blaðsins meðal fýrr- um starfsmanna herma að þeir hafi að undanförnu fengið bréf frá lífeyrissjóðnum út af málinu og telja sumir sinn hlut í vangoldn- um gjöldum nema allt að 350 þús- undum. I því tilfelli væri vangold- inn hlutur fýrirtækisins um 425 þúsund krónur og heildargjöld í vanskilum fýrir starfsmanninn þá tæp 800 þúsund. GAMLAR SKULDIR, SEGIR FRAMKVÆMDASTJÓRINN Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins, vildi ekkert segja í samtali við blaðið um þetta mál og kvaðst líta á viðskipti sjóðsins við einstak- linga eða einstök fyrirtæki sem trúnaðarmál. Garðar Erlendsson, ffamkvæmdastjóri Blikks og Stáls, sagði að fýrirtækið hefði átt í við- ræðum við sjóðinn vegna van- goldinna gjalda sem ættu rætur að rekja til ársins 1987 og viðskipta Blikks og Stáls við Hagvfrki vegna byggingar flugstöðvar. Þefr samn- ingar hefðu farið fram í mestu vinsemd og hann átti von á að brátt tækist samkomulag um greiðslu á 6,5 milljónum sem eftir væru af mun stærri upphæð. Garðar sagði ekkert nýtt hafa komið upp á í þeim viðskiptum að undanfömu. „Þetta kemur Hagvfrki og flug- stöðinni ekkert við,“ sagði einn viðmælenda PRESSUNNAR sem þekkir vel til málsins. Hann kvað málið hafa komið upp á yfirborð- ið fýrir skömmu og tengdist það ekkert eldri skuldum Blikks og Stáls við sjóðinn. Blikk og Stál hefúr verið í frétt- um að undanförnu vegna gjald- þrotabeiðni þess á hendur Hag- virki (Fórnarlambinu hf.). Sam- komulag náðist um að falla frá henni, en Blikk og Stál hefúr tapað á viðskiptum sínum við fleiri verktaka á undanförnum árum, Auk viðskipta sinna við Hagvirki tapaði fyrirtækið verulegum fjár- hæðum á gjaldþroti Steintaks og vegna byggingar á Kringlunni 4. Karf Th. Birgisson Óbætt tjón vegna rangrar upplýsingaskyrslu frá lögreglu Það segja ekki allir farir sínar sléttar í viðskiptum við lögregluna og þykir sumum sem starfsað- ferðir hennar séu ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þannig er því farið með ungan Sýrlending, sem jafnframt er íslenskur ríkis- borgari, en hann lenti í óskemmti- legu máli nú fyrir röskum mánuði er keyrt var á bifreið hans. Óhöpp sem slík eru í sjálfu sér ekki óal- geng en sérstaða málsins felst í því að maðurinn hefur ekki enn feng- ið greiddar bætur frá tryggingafé- lagi sínu vegna rangrar upplýs- ingaskýrslu sem því barst frá lög- reglunni í Reykjavík. Málsatvik eru þau að 9. ágúst síðastliðinn var bakkað á bifreið Sýrlendingsins. Tjónvaldur keyrði upp á gangstétt en hljóp af slys- stað ásamt farþegum sem í bíln- um voru. Lögregla var kölluð til og hefðbundin skýrslutaka fór fram án þess að næðist til öku- manns bifreiðarinnar sem tjóninu olli. Nokkru síðar hringdi eigandi bflsins til lögreglu og sagði að tek- ist hefði samkomulag um af- greiðslu málsins. Lögreglan tók þetta gott og gilt án þess að biðja um gögn því til staðfestingar og ber því við að hart sé ef ekki er lengur hægt að treysta fólki! Jafn- ffarnt er sagt að ekid hafi litið svo út sem mennirnir hafi ætlað að reyna að skorast undan greiðslu. Það sem gerðist í raun var að Sýrlendingnum barst símtal frá manni sem sagðist vera frá trygg- ingafýrirtæki og bað hann að hitta sig á veitingahúsi. Það gerði hann í góðri trú en hitti þá fýrir bílstjór- ann sem tjóninu olli. Hann varð að vonum hissa og sagðist hafa búist við manni frá tryggingafé- laginu. Þeir ræddu þó málin og komust að sámkomulagi urn að athugað yrði hversu mikið tjónið væri og hvort þeir gætu gert það upp sín á milli. Nokkrum dögum síðar hittust þeir aftur og hafði þá tjónið verið metið á um fjörutíu þúsund krónur. Það þótti of há upphæð til að greiða beint og samdist þeim um að málið fengi afgreiðslu með venjubundnum hætti gegnum tryggingafélag. Nú líður og bíður og ekkert gerist í málinu, en við eftir- grennslan kemur í ljós að trygg- ingafélaginu hefúr borist upplýs- ingaskýrsla frá lögreglu þar sem segir að eigandi bflsins er tjóninu olli hafi haft símasamband þar sem hann tjáir lögreglumanni að mennirnir hafi gert upp málið sín á milli. Skýrsla þessi er send trygg- ingafélaginu án þess að lögð séu fram nokkur gögn fullyrðingu mannsins til staðfestingar og skýrslan síðan lögð til grundvallar mati á því hvort tjónið fáist bætt. Það fæst þó ekki fýrr en maðurinn hefur dregið framburð sinn til baka. Tjónþoli bíður enn afgreiðslu málsins hjá tryggingafélagi sínu, en í samtali við PRESSUNA sagði Sævar Stefánsson lögreglumaður að náðst hefði í málsaðila og nú væri búið að leiðrétta málið. Tryggingafélagið hefúr hins vegar ekki fengið leiðréttingarskýrslu og tjónið því enn óbætt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.