Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992
33
Heill heimur út
af fyrir sig
Hvað er sætara en smækkuð
eftirmynd af venjulegu heimili
þar sem hugsað er fyrir öllu —
hverju smáatriði — og allt er
ekta, ekkert plast og engin
gerviefni koma nálægt hand-
verkinu. Mörgum finnst þetta
óhemjuskemmtilegt, ef marka
má gífurlegan áhuga á svoköll-
uðum „miniature" út um allan
heim. f Bretlandi og Bandaríkj-
unum eru haldnar sýningar
allt að einu sinni í mánuði á þessum
smækkuðu eftirmyndum og gefin út
fjölmörg tímarit um efnið. Það var ein-
mitt á slíkri sýningu sem áhugi Lindu
Jóhannsdóttur, nema í nálarstungu-
fræðum í Bandaríkjunum, vaknaði. En
hún, ásamt þeim Ragnheiði Sigurjóns-
dóttur, Halldóru Guðmundsdóttir og
Heiðrúnu Kristjánsdóttur, hefur opnað
verslun með þessa smáhluti á Lauga-
veginum sem nefnist Brúðuhúsið.
„Það hafa margir rekið inn nefið og
haft gaman af. Þetta er langt frá því að
vera einhver barnaleikföng. Hingað
kemur fólk á öllum aldri, jafnvel gam-
alt fólk sem byrjar að safna þessum
hlutum,“ sagði Heiðrún, einn eigenda
verslunarinnar.
Að hennar sögn byrja margir að
safna einum og einum hlut og búa svo
Þetta er langt því frá að vera ein-
hver barnaleikföng. Jafnvel fólk á
gamals aldri byrjar að safna þessum
munum og endurgera gömul heim-
ili sín í smaekkaðri mynd.
að auki til eitthvað sjálfir. Smáhlutimir
eru tólf sinnum minni en fýrirmyndin.
Flestir munimir eru frá Bretlandi Vikt-
oríutímabilsins, en þarna er einnig að
finna handunnin íslensk úr eftir Sig-
rúnu Kristjánsdóttur. Ætlunin er að
fara út í að kaupa einstaka hönnun á
dýrari munum og reyna jafnvel að ná
til eldra fólks sem hefur gaman af að
búa til svona muni. Þá verður reynt að
nálgast muni ffá Austurlöndum, enda
austurlenskt handverk margrómað.
★ ★
ARA I
FOT>
;a
B
>g
Það var ekki
lengi að ff éttast
í okkar litla
samfélagi að
Bjarni Ara hefði farið til
Memphis til að heimsækja staðinn þar sem meist-
ari Elvis Presley bjó í lifanda lífi, Graceland. „Ég sá
mikið og það var skrítið að ganga sömu spor og
meistarinn sjálfur," segir Bjami, sem kom heim
snemma í þessari viku. „Þetta var mjög gaman,
húsið hans er allt minna en maður hefði haldið.
Þarna eru allar gullplöturnar hans, búningarnir og
bílamir, og að auki er þar búsett eldgömul ff ænka
poppgoðsins!“ Bjarni segist ekki hafa farið út með
neitt ákveðið markmið í huga „en maður veit
aldrei hvað gerist“.
Bjarni heimsótti einnig Nashville, kántríbæinn
mikla, og tók þar upp lítið lag. „Það var nú bara til
gamans gert og þetta fer ekki á neina plötu. Þetta
var meira í gríni en alvöru."
Aðalstöðin hefur um nokkurt skeið notið starfs-
kraffa Bjarna en þar verður eitthvert hlé á. Hann
ætlar að fara vítt og breitt um landið með flauels-
röddina sína á komandi mánuðum og taka Presl-
ey-lög auk sinna eigin fyrir skemmtanaglaða.
Stefnan er þó að komast í útvarpið aftur, sem
Bjarni segir að hafi verið sitt besta starf til þessa,
lifandi og hressilegt.
UTRASIÞA
UM
Kramhúsið er ekki þekkt fyrir að fara troðnar
slóðir í námskeiðahaldi og verður svo ekki í vetur
frekar en fyrri daginn. Meðal kennara að þessu sinni er Orville,
dansari ættaður frá Jamaica. Hann hyggst leiðbeina íslendingum í
exótískum dönsum og hreyfingum; afró, reggaecise og djassfönki. „Fyr-
ir mér er dansinn leið til að stjórna orkunni. Ef neikvæð orka sækir á mig
þá fæ ég útrás í dansinum í stað þess að beina henni gegn einhverjum sem
ekki á það skilið. Þeir sem dansinn stunda vinna með það jákvæða í sjálf-
um sér og því reyni ég að koma yfir til nemenda minna," segir Orville. „(
gegnum hreyfingar jafna ég orkuna, en bæði í Afríku og á eyjum í Karab-
íska hafinu er dansinn leið til að koma skila-
boðum á framfæri. Dansinn færir fólkið nær
hvert öðru og það finnur fyrir einingu sem
það getur ekki túlkað með orðum. Orka mín
sem einstaklings er smá, en þegar margir eru saman
komnir mynda þeir heild sem gerir þá sterka."
Sumir álíta eflaust að íslendingar eigi svo fátt skylt með suð
lægari þjóðarbrotum að tæpast sé leið til að fá þá tii að hreyfa sig við ryþmískan
bumbuslátt. Annað er raunin. „Ég finn ekki fyrir því að [slendingar séu lokaðri en
aðrir, síður en svo," segir Orville. „Þeir eru greinilega nýjungagjarnir og
það hefur tekið mig einn tíma að kenna það sem tekur margar
vikur í Ameríku, en þar hef ég leiðbeint mörgum. Kramhúsið *
er reyndar lítill heimur út af fyrir sig og hingað kemur fólk
sem er opið, lifandi og fullt af orku."
Þegar nærdregur jólum hyggst Orville setja uppallný-
stárlega sýningu sem segir sögu jól- 'M
anna með Afríku sem bakgrunn. Þann-
ig mun sviðsmyndin eiga sértilvísun í umhverfi frumskóganna og ís-
lenskur kór syngja í reggae-takti.
Því hefur verið haldið fram að
myndin Patriot Oames, sem
frumsýnd verður samtímis á ís-
landi (i Háskólabíói) og í Bret-
landi á morgun, föstudag, sé að-
eins byrjunin á langri röð
mynda. Hér sé íraun kominn nýr
James Bond, öðru nafniJack Ry-
an, sem einnig var að finna i
myndinni Hunt for Red October
en þá í höndum Alecs Baldvin.
James Bond sé í raun og veru
búinn að vera með falli Berlínar-
múrsins og nú þurfi nýjan óvin
kerfisins. Stórstirnið Harrison
Ford leikurJack Ryan, en leik-
stjórinn er sá sami, Philip Noyce.
Myndin hefur fengið góða dóma
vestur i Bandarikjunum og
allt þykir benda til þess
að Jack Ryan hafi ^
mörg líf. Með aðal- ^
kvenhlutverkið í mynd-
inni fer góða konan úr
Hættulegum kynnum,
Anne Archer.
MÆLUM
MEÞ
Bókinni Unga fólkið og eldhús-
störfin
því í henni eru ýmis góð kreppu-
ráð, hvernig elda má allt úr engu.
Að þeir hommar sem fóru
„óvart“ út úr skápnum fyrir fáein-
um árum fari hið snarasta inn í
hann aftur
— það bráðvantar nýtt kjöt á
markaðinn
Að fólk gefi hvert öðru kossa
af því það er svo rómantískt
Steini Ármanni og Davíð Þór
á Aðalstöðinni, þvi þeir hafa
óhemju skemmtilegan „pervers“
húmor. Besta skemmtun fyrir þá sem
á annað borð hafa húmor.
INNI
Að vera meðvitaður, uppreisnar-
gjarn og láta vaða, líkt og seint á sjö-
unda áratugnum og vel fram á þann
áttunda. Þá þurftu mennta- og há-
skólakennarar að hafa bein í nefinu til
að geta kennt nemendum sínum. Og
þurfa aftur í dag eftir ládeyðuna sem
fylgdi diskó- og uppakynslóðinni. Nú
situr enginn lengur og étur upp allt
sem kennarinn segir heldur ritar á
gagnryninn hátt það sem frá honum
kemur og brúkar munn ef kennarinn
kemur með einhverja steypu. Þetta
þýðir einfaldlega að hinn seríótýpíski
MR-ingur með palestínusjalið er inni
en'himi vesæli Verslingur með doll-
aramerkið í augunum —- sá sem telur
að hann geti sett á stofh arðbært fyrir-
tæki að afloknú námi — úti.
Hin týpíska íslenska ljóshærða
flugfreyja eða sólbrúna ilmvatns-
drottningin með gullkeðjurnar um
hálsinn, Coco Chanel-kiwanismerkin í
eyrunum og sex til átta lög af lit á vör-
unum. Þetta er konan sem skilur eftir
sig þykka rauðbleika vararönd á öllum
glösum og kaffibollum sem hún kem-
ur nálægt — rönd sem fer ekki af í
uppþvottavélum. Þær hafa í raun lengi
verið úti en komust
örlítið inn fyrir
þröskuldinn aftur
í sumar í kjölfar
ljóskubrandar-
anna sem
flæddu yfir land
og þjóð. Nú eru
ljóskubrandarar
úti og ljóshærðu
ilmvatnsdrottn-
ingarnar ennþá
lengra úti.
nema á vel burstuðum skóm
.. ánþess að
leggja heilann i bleyti
... án þess að íáta tappannjyúka af
kampavíninu
— nema |iú
kamist á fjórda
borð í fimmta
hefmi í Super
Maria Bros
... nema þú farir með útigrillið nið-
ur í geymslu og flytjir eldamennsk-
una aftur inn í hús
„Það er eitt atriði sem mérfinnst að hafi ekki komið
nógu skýrtfram vegnayfirtöku Landsbankans á Sam-
bandinu. Leiðirþað tilþess að kaupfélagsstjóramir úti
á landi hcetti að koma í bœinn? Það vœri mikil synd,
því það er ekki hœgt að hitta skemmtilegri félaga á
Mímisbamum."
Bjarni Ara er nýkominn úr pílagrímsför til Memphis þar
sem poppgoðið Elvis Presley bjó í lifanda lífi.