Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 POPP FIMMTUDAGUR • Silfurtónar hinir sí- brosandi eru nú að gefa út fyrsta geisladisk sinn, Imeð afar fagurri Ijós- mynd traman á. Skýin eru hlý heitir þessi fyrsta afurð félaganna sem töfr- uðu sig inn í hjörtu ungmennanna fyrr í sumar með laginu Töfrum. Þeir verða á Púlsinum í kvöld. • Bleeding Volcano var stofnuð upp úr tónlistarlegum ágreiningi meðlima hljómsveitarinnar Boney- ard. Hún hefur nú komið sér saman um geislaplötu, Damcrack, og í tilefni þess verða útgáfutónleikar á Tveimur vinum. Þungt rokk er sérgrein þeirra en hljóðfæraskipan ekkert óvenjuleg; trommur, bassi gítar og söngur eru í höndum þeirra Vilhjálms G. Friðriks- sonar Brekkan, Guðmundar Þ. Sig- urðssonar, Sigurðar Kristinssonar og Halls Ingólfssonar. • Síðan skein sól með Helga sviðsfyrirmynd leikur á Gauknum í kvöld. Væntanlega verður fullt út úr dyrum því Helgi þykir hinn mesti töf- fari. • Viðar Jónsson og Þórir Úlfars- son halda uppi kántrífjöri í Borgar- virkinu með lúðrablæstri og söng. Reyndar leika þeir aðeins á gítar og syngja. Á efri hæðinni er athvarf fyrir þá sem heyra of vel. • Dansað fram á rauða nótt á Hótel Borg í kvöld, enda lokakvöldið á Borginni þar sem dansað hefur ver- ið allar götur síðan 1930. Eins og allir vita er Tommi Hard Rock búinn að kaupa staðinn og það stendur síður en svo til að stiginn verði trylltur dans á Borginni á næstunni því verið er að legqja parket og gera allt voða fínt. í tilefni þessa ætla rekstraraðilar Borgarinnar að halda veislu þar sem sem allt verður fljótandi í veigum. Og það á að dansa fram á rauða nótt. • Hljómar halda áfram að rifja upp gamla tíð og tíma en ef þú þarft að finna miq þá hef ég þennan síma... Á Hótel íslandi. • Viðari og Þóri hlýtur að koma vel saman. Þeir spila sveitatónlist í Borgarvirkinu. • Guðmundur Rúnar fúnar á Fóg- etanum. • Líf og sál Ijúfu strákarnir verða afturá Gauknum. • Guðmundur Rúnar verður á Fógetanum, eða hinn heimsfrægi Guðmund ur Múnar á sama stað. MM.w+mm.wMmm.m • Siggi Björns trúbador hefur ekki verið á skerinu síðan um mitt sumar. Hann hefur svosem ekki misst af miklu. Og maður skilur hreinlega ekki af hverju hann er kominn heim. Það var víst ægilega gaman hjá Sigga því hann spilaði mikið í Noregi og Kaupmannahöfn. Nú ætlar hann að spila á Café Amsterdam og hver veit nema erlendur andblær leiki þar um. • Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir eru komnir á kreik og nú með sýnishorn úr nýrri 45 mín- útna langri mynd sem tekin var upp meðal annars á Púlsinum fyrir nokkru. Heyrst hefur að þeir hafi þegar selt sýningarrétt að myndinni út fyrir landsteinana. í myndinni koma meðal annars fram „beibsin" sem þeir óskuðu svo mjög eftir í myndina. Þeir eru enn og aftur á Púlsinum. • Hljómar og öll Bláu augun eru nú loks komin saman og það með Shady Owens og Engilbert Jensen innanborðs, sem margir héldu að myndi aldrei lánast. Aðrir meðlimir eru þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Erlingur Björnsson og ætlar sveitin að vera með show undir leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Kom- bakk og nostalgía í fyrirrúmi en gæti þó verið hreint ágæt skemmtun á Hótel íslandi. • Jethro Tull verða á Akranesi. Óþarft að hafa fleiri orð um það. • Líf og sál hefur ekki spilað lengi, að minnsta kosti ekki á Gauknum. Þeir leika blandaða tónlist og geta meira að segja verið ansi Ijúfir. • Svartur pipar hefur gert það ágætt upp á síðkastið enda hafa þeir spilað mikið í Hafnarfirðinum. Þykir stíll sveitarinnar skemmtilegur með lúðrablæstri og fjölröddun sem þau ætla nú að hafa í heiðri á Tveimur vinum. Sem fýrr skipa hljómsveitina Ari Einarsson, Ari Daníelsson, Jón B. Loftsson, Hafsteinn Valgarðsson og síðast en ekki síst þau Margrét Eir og Gylfi Már sem sjá um sönginn. • Viðar og Þórir með kúrekarokk í Borgarvirkinu. • Hermann Ingi trúbador á Feita dvergnum við Höfðabakkabrúna. Það mun vera feikimikið stuð þar. • Guðmundur Rúnar múnar á Fógetanum. Hann spilar víst einnig á gítar, strákurinn. • Fánar; Bergsteinn Björgúlfsson söngtrommari, Þórður Högnason söngbassi og Magnús Einarsson bara gítaristi, halda útgáfutónleika h Hressó í kvöld. • Tveir Logar, þeir Hermann Ingi og Guðlaugur frá Eyjum, leika á Rauða Ijóninu. LAUGARDAGUR • Siggi Björns leikur loks fyrir ís- lendinga, og nú á Café Amsterdam. • Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir aftur á Púlsinum og væntanlega enn með nýju myndina í fórum sínum og fjölmörg tilboð í vasanum. • Black Sabbath eru ekki öfunds- verðir af að spila á eftir Jethro Tull. Það er að segja ef sama fólkið ætlar á hvora tveggju tónleikana. • Hermann Ingi spilar á gítar á Feita dvergnum. • Ham heldur einnig útgáfutónleika á Hressó. Þeir verða væntanlega í miklum ham í kvöld, enda ekki á hverjum degi sem þeir halda útgáfu- tónleika. SUNNUDAGUR • Siggi Björns trúbador með er- lendan andblæ á Café Amsterdam. • ViBar og Þórir í Borgarvirkinu. • Haraldur Reynisson trúbador ásamt leynigestinum Grétu úr Dúkkulísunum. Hún er að koma í fyrsta sinn fram sem trúbador. • Tveir Logar eru tveir fyrrum Log- ar. Þeirverða á Rauða Ijóninu. • Sniglabandið rokkar á Gaukn- um. ÞRIÐJUDAGUR • Dan Cassidy djassar á skemmti- staðnum Berlín næstu þriðjudags- kvöld. BARIR | • Þeir Valur og Lúffi jopnuðu um síðustu jhelgi barinn Barrokk I þar sem Pétursklaustur ður og þar á undan einhver chilesk restorasjón. Að manni skilst er vel smurt á verðið á staðnum til að halda ótíndum almúganum úti en höfða þess í stað til betri borgara bæjarins. Hvort það hefur tekist skal ósagt látið, að minnsta kosti varð drykkjumaður PRESSUNN- AR ekki neitt sérstaklega var við að þar sæti reykvískur aðall öðrum fremur. Það kann ef til vill að hafa sett strik í reikning- inn að í miðri opnuninni fór vatn að buna niður úr loftinu, en fram að þessu hafa innan- hússgosbrunnar einkum þótt glæsilegir ef þeir eru á gólfinu, en síður ef þeir eru í loftinu. Það jók að vísu nokkuð á gildi gos- brunnsins að fyrir neðan stóð flygillinn, sem Hjörtur Howser settist seinna við til þess að leika undir hjá Richie Scobie. Þrátt fyrir þetta tókst nú að opna staðinn með pomp og prakt og ekki síst vöktu athygli stórskemmtilegar myndir og skreytingar Cheo Cruz á veggj- unum. Stemmningin á barnum var annars ágæt, í rólegra lagi en hæfilega gáskafull. Það verð- ur þó ekki síst að telja staðnum til tekna að Hjaltí Úrsus Árna- son sinnti dyragæslu og spjall- aði við gesti þess á milli. Gest- irnir voru flestir komir á fer- tugsaldur og sumir hverjir farn- ir að reskjast allnokkru betur. Þrátt fyrir það vantaði engan veginn fulltrúa ungu kynslóðar- innar, sem áttu það sameigin- legt með eldri gestum að vera nær undantekningarlaust fínir í tauinu. Barrokk er að mörgu leyti sérstakur staður og góðra (og hárra) gjalda verður. Hins vegar verður að segjast alveg eins og er að hann er engan veginn neitt sérstakt athvarf fjáðari foringja og ef undan er skilin hin dásamlega koníak- stofa á Hótel Holti hafa þeir hvergi höfði að halla enn um sinn. JETHRO TULLOC BLACK SABBATH Mennbúastvið ölluá tónleikunum með Jethro Tull og Black Sabbath um hetgina. Aðallega er þó búistvið að þeir verði **■ „hard and heavy". Siggi Sveins á Aðalstöðinni Siggi Sveins handboltakappi er þekktur fyrir flest annað en að sitja við hljóðnema í útvarpi, — nema ef vera skyldi til að tala um leiksigra sína. Um síðustu helgi brá hins vegar svo við að hlust- endur Aðalstöðvarinnar gátu í fyrsta sinni fylgst með honum í beinni útsendingu þar sem hann sjálfur, ásamt Sigmari Guð- mundssyni, talaði frá sér vit og rænu um íþróttir og aftur íþróttir. „Þetta er og mun verða blanda af tónlist og íþróttum," segir Sigurð- ur. „Ég vona að hún eigi eftir að falla í góðan jarðveg." Þættirnir koma til með að byggjast á fjöl- breytni, viðtölum, staðreyndum og skemmtiefni. Þeir eiga að vera opnir og léttir en reynt verður að fá sem flesta gesti í hljóðstofu. Ekki verða hitamál látin kyrr liggja og Sigurður ætlar sér að fylgjast vel með á þeim vettvangi, bæði hérlendis og erlendis. Rifjað- ir verða upp íþróttaviðburðir vik- unnar og helstu úrslit, en ýtt verð- ur úr vör með fréttum af hand- bolta. ASKACANUM Um heigina verða haldnir uppi á Skaga tónleikar með Jethro Tull og Black Sabbath. Margir hafa beðið eftir þeim með óþreyju og einn þeirra er Skúli Gauta, sem flestir vita að er meðlimur Snigla- bandsins og þjónn leiklistarinnar. Færri vita að hann er forfallinn aðdáandi Jethro Tull og hefur alla tíð verið síðan hann var pottorm- ur. Skúli var einn af þeim sem skrifuðu nafn hljómsveitarinnar stórum stöfum á gömlu, gráu strigatöskuna sína og lenti í rimmum við þá skólafélaga sína sem voru á öðru máli. Það komst engin önnur hljómsveit að hjá drengnum. „Það frábæra við Jet- hro Tull er það að þeir hafa verið sjálfum sér samkvæmir alla tíð og gert hlutina á eigin forsendum,“ segir Skúli. „Þeir hafa verið lausir við að elta tískusveiflur, þótt þeir hafl haft yfír sér ákveðinn blæ hvers tíma. Þetta eru líka ffábærir tónlistarmenn og tónlist þeirra einkennist af skemmtilegum kaflaskiptingum, sem eru ffemur í ætt við tónsmíðar en að þær til- heyri dægurlagastílnum. Það er líka stutt í það leiiaæna hjá þeim.“ — Skúli var sammála því að Jet- hro Tull væri orðin roskin hljóm- sveit en sagði það ekki há þeim á nokkum hátt. „Þeir eru með þessa rokkveiru í blóðinu og það sem ég hef séð af þeim af myndböndum lofar góðu. Ég er mjög spenntur og hJalrka rosalega til.“ Jóhann Richards er og hefur verið á kafi í Black Sabbath og ætl- ar sér að sjálfsögðu á tónleikana. „Þeir hafa verið spámenn í tutt- ugu ár,“ segir Jóhann. „Þeir fjöll- uðu um meira en „love“ og allt það. Þeir fjölluðu um lífið.“ Hann segir að fyrir sér séu þeir fyrsta „heavy metal“-grúppan og hann hlustar enn á gömlu plöturnar. „Þeir döluðu svolítið þegar Ossy fór og auðvitað saknar maður þess að fá ekki að sjá hann, en þeir gerðu mjög skemmtilegt kom- bakk með nýjum mönnum og ég býst við að tónleikarnir verði „hard and heavy“.“ Athygli vekur nafngift þáttanna, en þeir hafa hlotið það undarlega nafn „Ster- ar og stærilæti“, hljómar vel... en þýðir hvað? „Það vita allir hvað sterar eru og stærilæti þýðir mont — og hitt og þetta,“ segir Sigurður. „Þetta passaði vel saman og gefur til kynna að pláss verður í þættinum fyrir allt milli himins og jarð- ar.“ Ekki væri furða þótt hlustendur yrðu varir við einhvern taugatitring hjá hin- um nýja útvarps- manni, sem ætlar sér að hafa gaman af þessu nýja hlutverki í lífinu. Siggi Sveins er í loftinu á Aðal- stöðinni hvern sunnudag með heitustu fréttirnar úr íþrótta- heiminum, úrslit, viðtöl og að sjálfsögðu tónlist. RypmíSkUp s>attup Ivgenia Gold, rússneskur dansari, ætlar að kenna byrjendum og lengra komnum stepp næstu vikurnar í Listdansskóla íslands. Ivgenia útskrifaðist sem klassískur dansari en hafði sem sérgrein karakterdansa, sem er listræn útfærsla áþjóðdönsum. Hún ferðaðist um öll Sovétríkin, sem þá voru og hétu, en alls hefur hún dansað í um 40 löndum. Auk hefðbundna ballettnámsins lagði Ivgenia stund á nútímadans, djass og stepp og ætlar nú að miðla íslenskum dansunnendum á öllum stigum af reynslu sinni og þekkingu. GuUöld steppsins var á fyrstu áratugum tuttug- ustu aldarinnar og blómstraði á miUistríðsárunum, en dansinn hefur farið upp og niður í vin- sældum. Þetta er dans þar sem hæU og tá eru notuð til að mynda ryþmískan slátt í gólfið og oftast notaðar stálplötur til að ná ffam auknum áhrifum. Stepp af ýmsu tagi er algengt í ffumstæðum dönsum og þjóðdönsum og lík- legt að rætur steppsins megi rekja til írskra þjóðdansa sem bárust með innflytjendum tU Amer- íku. BlökkufóUc bar hins vegar af hvað danshæfileika snerti og sló til dæmis í gegn á Cotton Club- skemmtistaðnum. Dans- og söngvamyndir urðu vinsælar og upp á stjörnuhim- ininn skaut leUcurum á borð við Ginger Rogers og Fred Astair. Eftir að ffamleiðslu slflcra mynda var hætt dvínaði áhuginn á steppi og þótti það lengi vel hreinlega haUærislegt. Upp úr 1970 fór áhugi svo að aukast á ný og hefur stepp æ síðan notið vaxandi vinsælda. Ivgenia Gold ætlar að kenna stepp- dans í Listdansskólanum. KENNIR FÖLSK- UM AÐ SYNCJA Ester Helga Guðmundsdóttir heitir söngkennarinn hjá Söng- smiðjunni, sem auglýsir nám- skeið fýrir þá sem hreint og' beint eru falskir. Er virkilega hægt að kenna fölskum að syngja? „I flestum tilfellum er þetta fólk sem telur sig vera falskt, falskt kannski af þeim ástæðum að því hefur einhvem tíma verið sagt að það geti ekki sungið. Þess vegna hefur það aldrei sungið! Flestir geta lært að syngja með örlítUli hjálp. í fyrra sóttu átján nemendur tíl mín byrjenda- námskeið. öll sögðust þau vera fölsk. Mér hraus hálfþartinn hugur við því að fara að reyna að kenna átján fölskum nemendum að syngja. Annað kom hins vegar á daginn, því um leiðogþaufóraað njóta sín og opn- ast voru aðeins tvö eða þrjú þeirra sem ekki gátu sungið,“ segir Est- er, sem heldur hópnámskeið fýrir Ester heldur hópnámskeið fyrir þá „fölsku". þá „fölsku“ þar sem sungin eru lög í léttum dúr. Ester heldur einnig einstak- lingsnámskeið. Ólíkt annarri söngkennslu fléttar hún inn spuna- og leiklistarkennslu. „Það sem ég legg áherslu á er ekki bara röddin sjálf, heldur einnig túlkun.“ Sjálf er Ester menntuð í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Bloomington í Indiana. Undir- leikari með Ester er Guðbjörg Sigurjónsdóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.