Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 13 Jón Halldórsson, nýr stjórnarformaður Sameinaðra verktaka KEYPTIKRÓNII- Á aðalfundi Sameinaðra verk- taka, sem haldinn var síðasta föstudag, urðu miklar og óvæntar vendingar. Fyrir fundinn var al- mennt gert ráð fyrir að kaflaskipti yrðu í sögu fyrirtækisins, sem jafhffamt hefði orðið upphafið að endalokum þess. Sá hópur hlut- hafa sem lengi hefur verið í minnihluta þóttist sjá sér leik á borði við að ná völdum. Annað kom þó á daginn. „UMBÓTASINNAR" GEGN „KOLKRABBANUM" Síðustu fjögur eða fimm ár hef- ur gætt vaxandi klofnings innan fyrirtækisins. Þar takast á tvö sjónarmið: Annars vegar sjónar- mið þeirra sem vilja halda fyrir- tækinu saman og greiða sem minnst út úr því til hluthafa. Full- trúar þessa sjónarmiðs hafa verið þeir Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóri og stjómarformað- ur síðustu mánuðina, og Halldór H. Jótisson, fyrrverandi stjórnar- formaður, sem lést á síðasta vetri. Það er einmitt Jón Halldórsson, sonur hans, sem stjórnaði vörn- inni nú. „Umbótasinnar“ segja hins vegar að hinar miklu eigur SV séu fyrst og fremst notaðar til að halda völdum innan annarra fyrirtækja í valdabaráttu „Kolkrabbans". Má þar sem dæmi taka að SV eiga 2,13 prósenta hlut í Eimskipafé- laginu, sem metinn er á 100 til 115 milljónir. Varla þarf síðan að ræða um tengsl Eimskipafélagsins við Flugleiðir, en þar er nú Halldór, bróðir Jóns, kominn í stjórn. Þá em SV fimmti stærsti hluthafinn í íslandsbanka með 3,76 prósenta hlut. Fyrir fundinn mátu umbóta- sinnar stöðuna þannig að þeir hefðu meirihluta á bak við sig. Fyrir þeim fóru Páll G. Gústafs- son og Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri Sambandsins. Þeir voru komnir inn í stjórn SV en voru þar í minnihluta. Þeir mátu stöð- una hins vegar þannig að þeir myndu komast í meirihluta á þessum hluthafafundi. Gaf Páll meira að segja út yfirlýsingu um að hann ætlaði að vera í ffamboði til stjórnarformanns. En lykillinn að völdunum var í gegnum Bygg- ingarfélagið Brú hf. VÖLDIN í BRÚ LYKILLINN Saga Brúar hefur löngum þótt sérstakur kapítuli, en sem kunn- ugt er hjarnaði félagið við eftir að hafa legið í skúffu skiptaráðanda í nítján ár. Er talið að hlutafé í Brú, sem hefur enga formlega starf- semi, sé á milli 200 og 250 milljón- irkróna. Verðmæti Brúar felst í eign fé- lagsins í SV, hún nemur 4,48 pró- sentum af hlutafé SV. Fyrir fundinn var gert ráð fyrir að Einar Þorbjörnsson, stjórnar- formaður Brúar og verkfræðingur hjá hemum, yrði með umboð fyr- ir félagið. Þegar hann hins vegar gekk að borðinu þar sem kjör- gögnum var útdeilt kom í ljós að Thor Ó. Thors á 60 milljónir í eft- irlaunasjóði. hann var umboðslaus og var hon- um synjað um atkvæðaseðla. Honum var tilkynnt að Jón Halldórsson hefði umboð fyrir fé- lagið. Jón er lögfræðingur Brúar og einnig nokkurs konar fram- kvæmdastjóri. Þótti fundarmönn- um hann koma þarna illa aftan að formanni félagsins og vöknuðu spurningar um hvort þetta sam- ræmdist siðareglum lögmanna. Þá var því haldið fram að það þyrfti stjórnarsamþykkt í Brú til að breyta umboðinu með'þessum hætti. Héldu menn því fram að yfirfærslan á umboðinu til Jóns væri ekki lögleg. Samkvæmt heimildum blaðs- ins keypti Jón nýlega hlut í Brú, sem formlega séð gæti hafa breytt stöðu hans gagnvart félaginu. Sá hlutur er ekki stór, upp á eina krónu, en skráð hlutafé í Brú er 7.810 krónur. Með þennan krónu- hlut í höndunum, sem Jón mun hafa borgað 25.000 krónur fyrir, var hann orðinn annað og meira en lögfræðingur félagsins. Stjórn Brúar skipa þrír menn. Auk Einars eru það þeir Guðjón G. Guðjónsson og Guðni Helga- son. Þeir voru báðir staddir í Bandaríkjunum þegar fundurinn var haldinn og hafði Jón umboð ffá þeim sem sent var á símbréfi. Með þetta umboð í höndunum höfðu Jón og stuðningsmenn Einar Þorbjörnsson, stjórnarfor- maður Brúar: Gerður umboðs- laus en varð sáttur eftir fund með Jóni. hans meirihluta og fengu þeir Pét- ur Guðtnundsson kosinn sem fundarstjóra. Það að fundarstjór- inn var úr þeirra röðum skipti miklu máli fyrir ffamvindu fund- arins. JÓN OG EINAR SÆTTAST Einar fór fljótlega eftir þetta í pontu og hafði uppi stór orð um það sem hann kallaði blekkingar Jóns og svik. Við næsta fundarhlé, sem skapaðist þegar undirbún- ingur við stjórnarkjör fór fram, fór Einar í það að reyna að hafa sam- band við þá Guðna og Guðjón í Bandaríkjunum. Honum tókst að ná sambandi við Guðna, sem kom af fjöllum þegar hann heyrði hvemig Jón hefði notað umboðið. Sendi hann afturköllun á umboð- inu um hæl á símbréfi. Á meðan höfðu vaknað vanga- veltur hjá umbótasinnum um að fá lögbann á fundinn en þegar sýnt þótti að það þyrfti 100 til 200 milljónir til að tryggja slíkt lög- bann var fallið ff á því. Þegar síðan Einar kom með aft- urköllun á umboði Jóns fékk Jón hann afsíðis á tveggja manna fund. Sá fundur stóð hátt í hálf- tíma og að honum loknum kom Einar og tilkynnti stuðning sinn við Jón. Datt þá andlitið af fundar- mönnum og kviknaði þegar orð- rómur um að Jón hefði orðið að stinga vænni „dúsu“ að Einari. Þeir hafa hins vegar verið þöglir sem gröfin um viðskipti sín. Á fundinum skapaðist mjög sérstakt andrúmsloft í kjölfar þessara vendinga. Voru jafnvel gerð hróp að Jóni þar sem fólk ut- an úr sal skoraði á hann að láta af þessu ofríki. Þess ber að geta að mjög margir af smærri hluthöfun- um í félaginu mættu á fundinn og var mikill meirihluti þeirra á bandi umbótasinna. f kjölfar út- deilingarinnar á 900 milljónunum í janúar á síðasta vetri fengu nefnilega margir smjörþefinn af þvf hvers væri að vænta inni í fyr- irtækinu, sem áður hafði aðeins greitt út arð í samræmi við nafn- verð hlutabréfa. Síðasta slíka arð- greiðslan fór einmitt fram í júní síðastliðnum, en þá var greiddur út 15 prósenta arður eða 46,5 milljónir króna í allt. HÖFÐU MÓTAÐAR HUG- MYNDIR UM AÐ LEYSA UPP FÉLAGIÐ Þegar ljóst varð að Jón myndi halda völdum gengu þeir Páll og Guðjón af fundi ásamt stórum hluta fundarmanna. Þá var klukk- an orðin níu að kvöldi en fundur- inn hófst skömmu eftir hádegi. Með Jóni í stjórn voru kosnir menn honum hlynntir, þeir Berg- ur Haraldsson, Þorkell Jótisson, Vilberg Vilbergsson og Bjarni Thors. Þegar útgangan átti sér stað hafði ekki tekist að afgreiða nema hluta af dagskrá fundarins, meðal annars átti eftir að kjósa aðra stjómarmenn en Jón. Ef allt hefði gengið eftir hefði verið tekin upp umræða um hvernig leggja mætti félagið niður og greiða út eigur þess. Samkvæmt heimildum blaðamanns vom til nokkuð mót- aðar hugmyndir um slíkt og var gert ráð fyrir að það tæki um fimm ár að leysa félagið upp. Margir töldu þó að það ætti jafn- vel að ganga enn hraðar fyrir sig. Þótti sýnt að vandamest yrði að selja húseignir, svo sem höfuð- stöðvarnar á Höfðabakka. Umbótasinnar eru reyndar ekki búnir að gefa upp alla von um að geta snúið þróun mála sér í vil. Strax eftir fundinn tilkynntu umbótasinnar að þeir myndu fara fram á hluthafafund, en til þess þarf aðeins samþykki tíu prósenta hluthafa. Þegar menn sáu hins vegar fram á að þeir hefðu ekki meirihlutastuðning hluthafa, sem þarf til að fá stjórnarkjörið tekið upp, var fallið ffá málinu. Einnig skipti máli að Guðni afturkallaði fýrri affurköllun sína á umboði til Jón Halldórsson lögfræðingur. Gerði það sem þurfti til að halda völdum í Sameinuðum verk- tökum. Jóns á laugardeginum, þannig að ljóst er að þeir Jón og Einar vinna saman innan Brúar. Nú er hins vegar horff til þess að fljótlega verður fundur í Brú og þar verður reynt að snúa taflinu við. Til að útskýra mikilvægi hlutabréfanna í Brú má benda á að þar eru 26.000 atkvæði, sem samsvarar nánast muninum sem var á milli fylkinga. Sveifla sem næmi þessu atkvæðamagni myndi breyta valdahlutföllunum. UPPLÝSTIST AÐ THOR Á 60 MILLJÓNIR í EFTIRLAUNA- SJÓÐI En áður en fundurinn leystist upp varð umræða um reikninga félagsins eins og þeir birtust í árs- reikningunum. Sem fyrr var reikningum ekki dreiff — þeir að- eins hafðir til sýnis. Umræða spratt þó upp um liðinn „eftir- launagreiðslur", en engin upphæð var bókfærð þar með. Þegar spurt var hvaða skuld- bindingum félagið væri þar í kom í ljós að framkvæmdastjóri félags- ins, Thor Ó. Thors, átti 60 milljón- ir króna í eftirlaunasjóði. Aðrir stjórnarmenn áttu á bilinu 10 til 12 milljónir hver í effirlaunasjóði. Þá mun Guðjón B. Ólafsson, sem sjálfur hefur setið í stjórn SV, hafa spurt um reglur við eftirlauna- greiðslur og þá var upplýst að menn þyrftu að vera í tíu ár í stjórn til að afla sér slíkra réttinda. Tilvist þessara sjóða kom fundar- mönnum mjög á óvart. Því hefur löngum verið haldið fram að SV væru lykillinn að völd- um Halldórs H. Jónssonar og greinilegt að synir hans, með Jón Halidórsson í broddi fylkingar, hafa metið stöðuna eins. Ekki nóg með að fyrirtækið hafi bein tengsl við fýrirtæki og banka- stofhanir heldur hefur það einnig feikileg völd vegna auðsöfnunar þess. SV hafa lagt áherslu á að dreifa innstæðum sínum um bankakerfið, en Landsbankinn þó ávallt verið aðalbanki félagsins. Eigið fé SV var metið tæplega 2,3 milljónir króna eftir útgreiðsluna í janúar, en þá átti eftir að gera grein fyrir hagnaði af rekstri síðan 1991,__________________________ SigurðurMárJónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.