Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 15 Fylgi ríkisstjóma 1987—1992 Þegar litið er nánar á fylgi stjórnarinnar í könnun Skáls kemur í ljós að svipað hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks segist styðja stjórnina, rúmlega 90 prósent í báðum til- fellum. Stjórnin á hins vegar eng- an stuðningsmann núna meðal þeirra sem segjast myndu kjósa stjórnarandstöðuflokk. Meðal kjósenda Kvennalistans er þó tí- undihluti óviss um afstöðu sína til stjórnarinnar. Það er í samræmi við fyrri kannanir PRESSUNN- AR, þar sem stjórnin hefur helst átt stuðnings von úr þeirri átt. STJÓRNARANDSTAÐAN NÆREKKIFLUGI Dreifing stjórnarandstæðinga á flokkana þrjá endurspeglar kannski aðra þróun sem lesa má út úr íylgi flokkanna. Niðurstöður skoðanakannana sýna að engum stjórnarandstöðuflokkanna hefur tekist að gera sig að samnefnara andstöðunnar meðal kjósenda, þrátt fyrir kröftuga spretti og gnótt tækifæra í fjárlagaumræð- unni í vetur. Það er helst að Framsóknar- flokkurinn nái að komast nálægt þessu. í nýjustu skoðanakönnun PRESSUNNAR fær flokkurinn 22 prósenta fylgi, sem er reyndar minna en í fyrri könnunum, en þó rúmlega þremur prósentum meira en í kosningunum. Fram- Framsóknarflokknum, sérstak- lega á suðvesturhorninu. Ólafi Ragnari Grímssyni hefur ekki tekist að gera Alþýðubanda- lagið að forystuflokki stjórnarand- stöðu og má rekja það beint og óbeint til innanhússvanda flokks- ins. Hinn sígildi stjórnarand- stöðustíll Alþýðubandalagsins mótaðist á dögum fyrri viðreisnar og fólst í því að taka undir mest- alla óánægju án þess þó að bjóða fram lausnir í staðinn. Þetta er stíll „hinna gömlu“, en Ólafur Ragnar hefur reynt að byggja á reynslunni frá ríkisstjórnarþátttöku flokksins og leggja fram lausnir í stað þess sem gagnrýnt er. Málamiðlun á milli þessara sjónarmiða má sjá í afstöðunni til EES. Þar er tekið undir grundvallarsjónarmið um fríverslun og opnara hagkerfi, en samningnum hafnað vegna stofnanaumgjarðar hans. Mál- flutningur einstakra áberandi þingmanna, svo sem Svavars Gestssonar, Hjörleifs Guttorms- sonar og Steingríms J. Sigfiisson- ar, endurspeglar hins vegar and- stöðu við samninginn á allt öðr- um forsendum. Niðurstaðan er ótrúverðugur málflutningur sem hefur ekki náð til fólks. Ólafi Ragnari hefur því ekki tekist að verða sá leiðtogi stjórnar- andstöðunnar sem hann hefði viljað, þrátt fyrir fyrirferðarmik- inn málflutning. Eftir fyrstu at- rennuna um EES á Alþingi mælist Alþýðubandalagið nú með 13,5 prósent atkvæða, um prósenti minna en í kosningum. Kvennalistinn mælist nú með þriggja prósenta meira fylgi en í kosningum, 11,3 prósent í stað 8,3. Innan raða þeirra hefur verið hvað eindregnust andstaðan við ríkisstjórnina, í stóru sem smáu, en það hefur ekki nægt til neinnar sveiflu meðal kjósenda. Andstað- an við EES er líka sýnu sterkust meðal þingkvenna Kvennalistans, en þær eru líklega of fáar og skipt- ingar í þingliði of hraðar til að geta tekið að sér forystuhlutverk í svo stóru máli. Af ofangreindu má ætla að þótt kjósendur hafi ef til vill haft nægar ástæður til að missa trú á ríkisstjóminni (sjá til dæm- is umfjöllun um ríkisfjár- mál hér á opnunni) sjái þeir ekki í svipinn hvað gæti komið í staðinn. Það að ríkisstjórninni takist að halda þessari stöðu í efha- hagskreppu og hörðum pólitískum sviptivindum bendir til þess að hún geti staðið flest af sér héðan af í almenningsálitinu — nema stjórnarandstöðunni takist að hrista af sér slenið á þinginu í vetur._______________ Karl Th. Birgisson Ríkisfjármálin eru stærsti próf- steinninn á árang- ur ríkisstjórnar- innar. Hún hefur litið á árangur þar sem forsendu stöðugleika og nýrrar sóknar í efnahags- og at- vinnulífi. Ætlunin var að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á tveimur árum. Það tekst ekki. Fjárlagahalli þessa árs verður um tíu milljarðar í stað fjögurra. Það ræðst af hvoru tveggja, minni tekjum en ' gert hafði verið ráð fyrir og meiri útgjöldum. Skoðum hið síðarnefnda fyrst. Rekstrarkostnaður. Hér hefur náðst raunverulegur ár- angur í sparnaði. Rekstrarkostn- aður hjá ríkinu hefur dregist saman frá fyrra ári um 3 til 4 prósent á föstu verðlagi. f starfs- magni talið er þetta samdráttur um 2 prósent eða um 900 árs- verk. Tilfærslur. I tilfærslum eru stærstu upphæðirnar í útgjöld- um ríkisins, en jafnframt þær sem erfiðast er að hafa stjórn á og pólitískt erfiðast að skera nið- ur. Miðað við fyrrihluta þessa árs er niðurstaðan í heilbrigðis- kerfinu þessi: sjúkratryggingar fara 1.400 milljónir fram úr áæflun (ekki síst vegna sérffæðí- kostnaðar), atvinnuleysistrygg- ingar líklega 650 milljónir og líf- eyristryggingar hátt í 200 millj- ónir. í öllum tilfellum verður um að ræða raunhækkun frá fyrra ári. I landbúnaði stóð aldrei til að spara mikið á þessu ári. Rekstr- ar- og neyslutilfærslur til land- búnaðar aukast um 14% milli áranna 1991 og 1992 samkvæmt fjárlögumi Vænta má þess að betri stjórn fáist á útgjöldum þegar útflutningsbætur og nið- urgreiðslur falla niður, en þeirra í stað koma beinar greiðslur til bænda. Skattar. Ríkisstjórnin hefur hvergi lofað að hækka ekki skatta. Hins vegar hefur afdrátt- arlaust kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins í þá veru virkað nánast eins og stjórnarstefha — eða að minnsta kosti verið sterk- ur hemill á skattahækkanir. Rík- isstjórnin lofaði reyndar að lœkka skatta „þegar fram líða stundir", eins og það hét í stefnuyfirlýsingu hennar. Þær stundir eru ekki liðnar. Að öðru leyti er afraksturinn þessi: Fjármagnstekjuskattur. Stjórnin sagðist ætla að afgreiða á síðasta þingi frumvarp um samræmingu skattlagningar eigna og eignatekna — í daglegu tali kallað fjármagnstekjuskatt- urinn. Það hefur enn ekki gerst og ekki er gert ráð fyrir skattin- um í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Tekjuskattur. Stjórnin boð aði lældaðan tekjuskatt einstak- linga og endurskoðun sérstaks skattafsláttar. Það er enn aðeins fyrirheit. Hins vegar verður tekj uskattshlutfall fyrirtækja lækkað, eins og lofað var, úr 45 prósentum í 33 prósent. Um leið er frádráttarliðum fækkað. Það er nettóskattalækkun upp á 300 milljónir. Virðisaukaskattur. Virðis aukaskattinn sagðist stjórnin myndu lækka, en fækka um leið undanþágunum. Segja má að þetta hafi verið reynt um daginn, en stjórnarþingmenn reyndust ekki viljugir. Niðurstaðan varð að hætta að endurgreiða sumum greinum innskatt af aðföngum og endurgreiða aðeins 60 pró- sent af virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhús næði. Það er nettóskattahækkun upp á 750 milljónir. Skattbyrði. Almennt aðhald í ríkisumsvifum felur í sér það markmið að skattheimtu sé haldið í lágmarki. Einn mæli- kvarði á það er heildarskattbyrði sem hlutfall af landsframleiðslu og miðað við hann er ríkis- stjórnin ekki að hækka skatta í heildina tekið. Heildartekjur rík- issjóðs á þessu ári verða um 27 prósent af landsframleiðslu, nokkru Iægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þetta er svipað og niðurstaðan varð 1991 og sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár verður þetta hlutfall hið sama. Skattbyrði verður því óbreytt. Þessi ríkisstjórn eins og aðrar vísar skattbyrði dagsins í dag til framtíðarinnar með lántöku til að borga fjárlagahallann. í fjár- lögum 1992 eru afborganir og vaxtagreiðslur af lánum ríkis- sjóðs samtals 19 milljarðar, þar af tæpir 11 milljarðar vegna er- lendra lána. Þetta eru um 18 prósent af heildartekjum. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er varað við 17 prósentum sem hættulega háu hlutfalli. Friðriki hefur tekist að na mður rekstrarkostnaði... ... en Sighvati gengur illa að koma böndum á sérfræðingana. Nóv. jan. Mars Apríl |úlí Okt. Jan. Mars Apríl Júní '87 1988 '88 '88 '88 '88 1989 '89 '89 '89 sókn nýtur væntanlega enn lands- föðurímyndar Steingríms Her- mannssonar. Næstráðandi hans, Halldór Ásgrímsson, hefur sýnt óhefðbundna — málefnalega og ábyrga — takta sem stjórnarand- stöðuþingmaður, sem má kannski rekja til langrar setu hans sem ráðherra. Hann kom til dæmis inn í EES-umræðuna sem stuðnings- maður aðildar, en getur gagnrýnt í kraffi þekkingar og reynslu sem fæstir þingmenn flokksins hafa. Að hinu má þó leiða líkur, að Halldór sópi seint fjöldafylgi að Ólafi Ragnari hefur ekki tekist að gera Alþýðubandalagið að forystuflokki í stjórnarandstöðu þrátt fyrir fyrirferðarmikinn málflutning. Nóv. Jan. Mars Maí '91 1992 '92 '92

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.